Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 B 9 Almenninga vestari um kl. 8.30. Há- hyrningar voru í nokkurri fjarlægð við Kögurnesið. Þórleifur Bjarnason segir í Hornstrendingabók um Al- menninga vestari: „Jafnan er þar brimasamt. Skiptast þar á litlar vík- ur og hamrabásar. Er því líkast sem þeir breiði faðminn móti norðurhafi til að grípa allt það dauðatökum, sem hafið ber að þeim .. Það er álit flestra að fleiri skip hafi farist við dauða- strönd þessa en menn vita ....... Brim- aldan rís með háum hvítum brotföld- um langt undan landi, sogar og ymur í vogum milli skerja, en högg hennar dynja á bergföstum klöppum með jötunafli, en hamrar bergmála við, líkt og þeir stynji undan átökunum. Þeim sem gengur um fjöruna finnst að lík sé einhvers staðar að veltast í flæðarmáli og umhverfis hann sveimi andar framliðinnar skipshafnar sem farist hefur í landtöku.“ Þessi lesn- ing frá veturnóttum flögraði um hug, þegar róið var fyrir Almenningana, barnabörnin kúrandi heima og trakt- ering gærdagsins að baki. Það fór að trekkja þegar morgun- sólin hitaði björgin og brátt hvessti. Við vissum af vari og lendingu í Kirfi og tókum hvíld þar. Þegar lægði lögðum við í hann, en aftur hvessti, það hvítnaði á hverri báru og særinn rauk á stórum flekkjum. Biðum við það af okkur undir Kjalarnúpnum og rerum að áliðnum degi fyrir Kjar- ans- og Hlöðuvík í Hælavík. Þar grilluðum við kvöldverð, hvíldum okkur og héldum upp úr kl. 22.00 fyrir Hælavíkurbjarg. Kvöldsólin leið eftir sjóndeildarhringnum, málaði bjargið bleikt, okkur og himininn líka. Nokkur undiralda var og óró- leiki undir bjarginu, hamlaði það myndatöku. Hugurinn stefndi fyrir Hornbjarg, að ná því í miðnætur- og snemmmorgunsól, en hylkið sagði nei. Við tjölduðum rétt norðan við Hornbæina og sváfum þar um nótt- ina. 4. dagur: Horn – Barðsvík Vöknuðum rétt fyrir kl. 8.00, gengum á Hornbjarg, snæddum í skyndi og náðum fallaskiptunum kl. 9 fyrir Hornklettinn. Dálítil undir- alda var af NA, logn og heiðskírt. Þvílík umhyggja, þess sem öllu stjórnar, fyrir tveim litlum sálum. Hvort þær eiga það skilið er annað mál, en einhvers konar sérsamningi eru þær á. Stoppuðum í Hólminum og lentum svo við Duggholu og Blakkabás og tókum miðdagspásu. Litum við hjá Óla og Dísu á Horn- bjargsvita. Þau rétt komin. Hann í viðhald, var hangandi utan á húsinu, hún fylgist með veðrinu. Þau buðu okkur í kaffi og Óli sýndi okkur síð- an staðinn og sagði okkur margt. Dregið hafði upp og andaði af NA. Dálítið var farið að brima þegar lent var í Barðsvík um kvöldið. Það okkar sem karlhormón þykist hafa sýndi ofdirfsku og fór skákollhnís á ríflega 5 metra löngum bátnum á óvæntri ofvaxinni brimöldu í lendingu. Ekki til skaða. Hitt okkar lenti af skyn- semi í ládauðu við hlein og hentist til bjargar, sem auðvitað var ekki þörf. 5. dagur: Barðsvík – Skjaldabjarnarvík Næsta dag rerum við um Bolung- arvík eystri, köstuðum kveðju á Reimar Vilmundarson, skipstjóra frá Bolungarvík, fyrir Furufjörð, fyrir Þaralátursnes. Úti fyrir nesinu eru sker, á þeim var stórþing útsela og voru þeir um margt ósammála, tjáðu þeir sig í djúpum draugalegum tón- um um sæ og sjóefni. Reyndar var mikið um sel alla leiðina og augu þeirra fylgdu okkur lengstum, mest 30–40 pör augna. Það er gaman að njóta slíkrar athygli. Afar mikið er af teistu á þessu svæði öllu, einnig langvíu og voru þær oft innan seil- ingar. Síðan lentum við í Reykjafirði, fórum í laugina og kaffi að því loknu hjá Erlu Jóhannesdóttur. Ræddum við Ragnar Jakobsson lítillega og lögðum inn góð orð um viðarbúta til útskurðar fyrir bóndann. Rerum síð- an fyrir Geirólfsgnúp og lentum í Skjaldabjarnarvík. Reistum þar tjald, sem Óskar Kristinsson á Dröngum tjáði okkur stuttu síðar að væri innan 10 m frá refagreni. Ref- irnir melduðu óánægju sína lítillega um kvöldið. 6. dagur: Skjaldabjarnarvík – Ófeigsfjörður Næsta morgun tölti annað okkar á Geirólfsgnúp og leit yfir farinn og ófarinn veg. Þennan dag, mánudag- inn 30. júní, rerum við síðasta legg- inn í Ófeigsfjörð með viðkomu og kaffi hjá Óskari á Dröngum. Í fjör- unni í Ófeigsfirði tók Pétur Guð- mundsson á móti okkur með góðum orðum og spurði um okkar farir. „Jæja, ætlið þið svo Ófeigsfjarðar- heiði á morgun, skreppa svona og sækja bílinn!“ „Já, já!“ Hann benti okkur á aðalatriði á leiðinni. Næst ræddum við rekavið. Varð það að samkomulagi að annað okkar mætti koma og sækja kerrufylli að eigin vali. 7. dagur: Ófeigsfjörður – Laugaland Næsta dag lögðum við á heiðina um kl. 8.00 í dálitlum dumbungi. Vörðurnar, já vörðurnar á Ófeigs- fjarðarheiði, þær eru engu líkar. All- ar stærðir og gerðir. Miðunarvörður, stuttar vörður, langar vörður, háar vörður, skakkar vörður, þreyttar vörður, signar, flatar, gamlar vörður. Vörðurnar einar réttlæta göngu yfir heiðina. Þingmannaleið er nokkuð löng, sérstaklega seinni hlutinn, í þessu tilviki neðri hluti Hraundals- ins. Við vorum hálfþreytt eftir ríf- lega ellefu stunda allstífa göngu þeg- ar Jörgína í Dalbæ sótti okkur að kveldi sjöunda dags að Laugalandi. Hringnum var lokið á sjö dögum, eða réttara, sex dögum og átta klukku- stundum. Að loknum frábærum kvöldverði hjá Jörgínu og Ingólfi í Dalbæ sváf- um við þar nóttina í uppbúnum rúm- um. Næsta dag héldum við í Ófeigs- fjörð, sóttum bátana og héldum til Reykjavíkur. Þakklæti í hug og gleði yfir vel heppnaðri ferð. Frumraunir og áfangar Okkur er ekki kunnugt um að ís- lensk kona hafi róið þessa leið, þá er okkur heldur ekki kunnugt um að Ís- lendingar hafi róið jafn langt í einni og sömu ferðinni hérlendis. Það er með fyrirvara um að annað sannara reynist. Róðrarleiðin var um 200 km. Þingmannaleið er 37 km og Ófeigs- fjarðarheiði, sem er ein þingmanna- leið, verður að teljast fremur erfið gönguleið. Allt að 600 m hæð og langir kaflar leiðarinnar eru stór- grýtisstikl, fimm vöð eru á leiðinni, flest grunn, en vaðskór eru nauðsyn- legir, sérstaklega yfir ána Rjúkandi, sem er stærsta vatnsfallið á leiðinni. Ljósmynd/Árni B. Stefánsson Strandaður búrhvalur varð á vegi ræðaranna í Skjaldabjarnarvík. Horft út Balaströnd í Almenningum vestari. Í Blakkabás rétt við Hornbjargsvita. Prijon Seayak-kajakar. Neopr- ene-smekkbuxur, hanskar og skór úr sama, goretex-toppur. Björgunarvesti með flautu, hníf og neyðarblysi í vasa, varaár, árarflot, lensidælur, siglinga- áttavitar, kastlína, karabinur. 1½ aukaföt, útbúnaður til að ganga hvaðan sem er, gönguskór, bak- pokar og göngustafir. NMT-sími, VHF-talstöðvar með 4x4 rásunum, rás 9 og 16, Iridíum gervihnattasími (leigður af Símanum) og langbylgju- útvarp. Matur til ríflega hálfs mánaðar. Svefnpokar, tjald, eld- unaráhöld, grillgrind. Sjónauki, myndavélar, sjókort, göngukort, Garmin GPS map 76, göngu- áttavitar. Eldspýtur, aukagler- augu, sólgleraugu, sólvörn, plástrar, verkjatöflur, bólgueyð- andi töflur o.fl. Allur útbúnaður, sem ekki mátti vökna, þ.m.t. matur var í vatnsheldum sjó- pokum af ýmsum stærðum. Útbúnaðurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.