Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Á CORNWALL-skaganum er gróðursælt, hvítar sand- strendur og afskaplega ró- legt og stórfenglegt um- hverfi. Þar er líka stærsta gróðurhús heims. Aðeins um 40 mínútna flug er frá London til bæjarins Newquay í Cornwall. Íslendingar hafa löngum vanið komur sínar til Englands og þá gjarnan heimsótt heimsborgina London. En það er líka líf fyrir utan London. Cornwall er sannkölluð sumarparadís og þangað sækja Lundúnabúar ef þeir vilja komast út í náttúruna og losna við ys og þys borgarlífsins. Þar er að finna vinsæl- ar og fallegar sandstrendur sem brimbrettafólk sækir grimmt. Á Cornwall-skaga eru um 50 golfvellir sem eru opnir allt árið um kring. Lítil sjávarþorp eru meðfram allri strönd- inni sem gaman er að skoða. Þar er stærsti endurræktaði skrautgarður Bretlandseyja, The Lost Gardens of Heligan, og einnig Eden sem er talið stærsta gróðurhús heims og álíka stórt að flatarmáli og 35 fótboltavell- ir. Það er einmitt gróðurhúsið Eden sem hefur hvað mest aðdráttarafl fyrir ferðafólk sem heimsækir Corn- wall-skaga. Á síðasta ári komu tvær milljónir gesta til að skoða Eden, en þegar gróðurhúsið var reist fyrir þremur árum var takmarkið að fá 750 þúsund gesti á ári. Gróðurhúsið er í dalbotni þar sem áður var náma. Eden er nánast eins og skemmtigarð- ur eða ævintýraveröld þar sem fólk getur dvalið í góðu yfirlæti og farið í skoðunarferðir um svæðið í litlum vögnum. Einnig eru veitingastaðir og ýmis leiktæki fyrir börn. Þá er á svæðinu stórt svið til tónleikahalds. Risavaxnar golfkúlur Gróðurhúsið er líkast mörgum risavöxnum golfkúlum þar sem hæsta kúpa er 55 metrar á hæð. Einn skemmtilegasti hluti gróðurhússins er svæði þar sem endursköpuð hefur verið eins konar vasaútgáfa af regn- skógunum, enda er þar ekta regn- skógarloftslag, hitanum er haldið í 32 gráðum og rakinn er mikill. Plöntu- lífið er ríkulegt, alls er þarna að finna um 250.000 plöntur frá Afríku, Mið- jarðarhafinu, Suður-Ameríku og Kaliforníu. Sú tilfinning læðist að manni þegar gengið er um svæðið að ljón og apar leynist innan um hávaxin tré. Þar er líka þrjátíu metra hár foss og 180 litlir gosbrunnar sem gera það að verkum að loftslagið er nákvæm- lega eins og í regnskógunum. Þess má geta að nýjasta James Bond-myndin „Die Another Day“ var að hluta til tekin upp í Eden-garð- inum, og einnig á Íslandi. Ein af „golfkúlunum“ í Eden var í myndinni gerð að íslenskri íshöll og síðan seig Bond ofan í regnskóginn sællar minningar. Það má því segja að Ís- land og Cornwall eigi það sameigin- legt að vera þátttakendur í síðustu Bond-mynd. The Lost Gardens og Heligan Skrautgarðinn The Lost Gardens og Heligan er skemmtilegt að skoða fyrir þá sem hafa áhuga á gróðri og garðrækt. Þar er að finna gríðarlega flóru af plöntum og ávöxtum. Garð- urinn hafði verið í miklum blóma fyr- ir hálfri öld og var þá m.a. ananas ræktaður þar. Síðan var hætt að hugsa um garðinn og hann nánast gleymdur og grafinn. Núverandi eig- endur ákváðu fyrir rúmlega tíu árum að koma honum í sem næst uppruna- legt horf og hefur það tekist frábær- lega. Um hálf milljón manna heim- sótti garðinn á síðasta ári, en fyrir fimm árum voru þeir aðeins 30 þús- und. Lágflugfargjaldafélagið Iceland Express, sem flýgur daglega til London, skipuleggur nú ferðir fyrir Íslendinga frá Stansted-flugvelli til Cornwall. Frá Stansted eru að minnsta kosti tvær flugferðir daglega með lágflugfargjaldafélaginu Ra- yanair til Newquay á Cornwall- skaga. Einnig er hægt að taka bíla- leigubíl í London eða Newquay og keyra um svæðið. Cornwall er ákjósanlegur valkost- ur fyrir íslenska ferðalanga sem vilja ferðast ódýrt og heimsækja öðruvísi staði á Bretlandi en borgarlíf Lund- úna býður upp á. Morgunblaðið/Valur Jónatansson Risagróðurhúsin í Eden á Cornwall-skaga eru eins og undraveröld yfir að líta. Gróðurhúsin eru álíka stór að flatarmáli og 35 fótboltavellir og þar er hæsta kúpa 55 metrar á hæð. Hitanum innanhúss er haldið í 32 gráðum og rakinn er mikill. Í skrautgarðinum The Lost Gardens og Heligan er margt forvitnilegt að sjá. Baðstrendur, golfvellir og stærsta gróðurhús í heimi Cornwall-skagi á suðvestur- odda Englands er staður sem íslenskir ferðamenn hafa ekki vanið komur sínar til í gegnum árin. Eftir að hafa skoðað sig um í Cornwall komst Valur B. Jónatansson að því að þessi syðsti hluti Englands gæti verið kjörinn staður fyrir Íslendinga. Ferðamálaráð: www.cornwall- touristboard.co.uk. Eden: www.edenproject.com. Saga og menning Cornwall: www.cornwall.gov.uk./history Ævintýraveröld á Cornwall-skaga Ísland Undraveröld Jöklu og Kringilsárrana. FERÐAFÉLAGIÐ Augnablik hefur bætt við ferðum um Kára- hnjúkasvæðið þann 18. ágúst nk. Um er að ræða fimm daga göngu- ferð, m.a. um Hafrahvammagljúfur og Dimmugljúfur, en hin eiginlega ganga hefst við leikandi létta fossaröð Sauðár sunnan við gljúfr- in. Gengið er vestan megin Jöklu frá Sauðá að Kringilsárrana. Gengið er jafnframt með Kringilsá og ferðalangar fá að kynnast Töfrafossi. Þá er m.a. farið um Brúarjökul sem áður var í alfara- leið. Ferðin hefst á Egilsstöðum Verð kr. 25.000. Ágóði rennur í baráttusjóð fyrir verndun hálend- isins norðan Vatnajökuls. Sex daga Fjallabaksferð DAGANA 18. - 23. júlí verður farin jeppaferð um Fjallabak með stutt- um gönguferðum á völdum stöð- um á vegum Útivistar. Farin verður Öldufellsleið í Álftavötn, síðan í Eldgjá og að Sveinstindi. Næst liggur leiðin um Landmannalaugar og Landmannahelli. Síðan verður ekið yfir Pokahrygg og íshellarnir við Hrafntinnusker skoðaðir. Keyrt um Þverárbotna og Mælifellssand og gengið að Strútslaug. Leiðarlok verða síðan um Einhyrningsflatir og að Þríhyrningi austanverðum. Ferðin endar á Hvolsvelli á sjötta degi. Fararstjórar verða Guðrún Inga Bjarnadóttir og Ragnheiður Óskarsdóttir. Verð á jeppa er kr. 8.400 og kr. 7.400 fyrir félags- menn. Gist verður í tjöldum og greiða verður fyrir gistingu sér- staklega. Nánari upplýsingar á slóðinni: http://islandia.is/nature/ kringilsarrani.htm. Áhugasamir geta einnig haft samband við Ástu Arnardóttur: astaarn@mi.is. Sími: 8626098 og Ósk Vilhjálmsdóttur: osk@this.is. Sími: 6914212 Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Útivist- ar eða á heimasíðunni: www.utivist.is Eyjar og lífríki Breiðafjarðar - Snæfellsnesið magnað og söguríkt - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Velkomin í Stykkishólm!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.