Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 12
Einn góður… – Viltu leika við nýja hundinn minn fyrir mig? – Æ, ég veit ekki, bítur hann? – Það er það sem ég vil komast að. NÚ reynir á myndlistarhæfi- leikana ykkar. Barnablaðið efnir til myndlistarkeppni, þar sem keppendur eiga að finna sér eitthvert blóm úti í nátt- úrunni og reyna að teikna það eins vel og þeir geta. Og nafn blómsins verður að fylgja með. Ef keppendur luma á einhverjum upplýsingum um blómið mega þær gjarnan fylgja með. Og verðlaunin eru ekki af verri endanum. Fimm krakkar fá Litlu blómabókina eftir Sigríði Ólafsdóttur, og tíu krakkar fá pakka af Conté tússlitunum góðu. Sendu okkur myndina fínu fyrir 22. júlí til: Barnablað Moggans - Blómamynd - Kringlan 1 103 Reykjavík Ath! Muna að senda nafn, aldur og heimilisfang með. Myndlistarkeppni Teiknar þú flottasta blómið?  Hver kannst ekki við þetta fallega blóm? Það heitir Narcissus pseudonarcissus einsog við vitum öll. Uhm… það er að segja á latínu, en við köllum það páskalilju á íslensku. Páskaliljan fríð Litið og leysið  Sjáið þessa randaflugu á sveimi fyrir ofan ein- hverja furðuveru. Hvað getur það verið? Þræðið númerin og litið svo randafluguna og vin hennar.  Komið þið öll margblessuð og sæl! Nú skulum við leika okkur örlítið með blessuð blómin, góurnar mínar, og kynnast þeim þannig nánar. Sjáið blómið drekka! Flest vitum við að blómið drekkur vatn úr jörð- inni, þess vegna hellum við vatni í moldina hjá stofu- blómunum okkar. Og það er auðveldara en margan grunar að sjá blómin drekka. Setjið 6–10 dropa af matarlit í plastglas sem er fyllt vatni að einum fjórða hluta. Rauður, gulur og blár sjást best. Ágætt er að nota hvít blóm, eins og holtasóley, bald- ursbrá eða mús- areyra. Setjið blómið í glasið, eða nokkur blóm í mismunandi litað vatn, og bíðið í 4– 24 klukkustundir. Þá sjáið þið drykkjarleið blómsins þar sem litaða vatnið hefur ferðast þá leið og gert hana sýnilega. Ef þið eruð mjög óþolinmóð, rýjurnar mínar, ættuð þið að hafa stilkinn stuttan. Vísindahorn Leikur að blómum dr. Vitsmunds Fróða Ég fékk mér rauðan sopa! VISSUÐ þið að mörg blóm eru nefnd eftir dýrum? Landnáms- mennirnir elskuðu auðvitað dýrin sín svo mikið, að þau nefndu þess- ar fallegu jurtir eftir þeim. Hundasúra, lambagras, ljóns- lappi… bíðið nú við! Jæja, finnið út hvaða blóma- heiti passar í lillabláu reitina og fikrið ykkur áfram út frá því. Dýrsleg krakka- krossgáta – í fullum blóma HEIMALAND mitt er tún, gil og ýmis svæði nærri bæjum. Blóm mitt líkist hvítum kolli. Það er sætt á bragðið og ilmar vel. Ég er þriggja blaða jurt en ef þú ert heppinn þá geturðu fundið mig með fjög- ur blöð og þá mátt þú óska þér …! Nafn mitt er not- að í götuheiti eins og Lautasmári og Lækjasmári. Menn bera nafn mitt og það rímar á móti nafninu Kári. Nú getur þú fund- ið nafn mitt! Veist þú hvaða blómi er verið að lýsa hér? Segir myndin þér eitthvað? Já, þú hefur oft séð þetta blóm. Þessa skemmtilegu þraut er að finna í Litlu blómabókinni eftir Sigríði Ólafsdóttur. Hún Sigríður er amma fjögurra krakka og öll- um finnst þeim gaman að skoða blóm þegar þau eru úti í náttúrunni. Sigríður er alltaf að kenna þeim nöfnin á blómunum, en stundum finnst henni krakkarnir ekki alveg nógu dug- legir að muna blómaheitin. En hún fann ráð við því og bjó til alls konar skemmtilegar gát- ur og þrautir fyrir krakkana að leysa um leið og þeir lærðu blómaheitin. Frábær amma! Blóm vita sínu viti Áður en þú leggur af stað út í náttúruna að skoða blómin stór og smá, er ekki vitlaust að fræðast aðeins nánar um fyrirbærið blóm. Því fátt í lífheiminum er fallegra en blómin - eða hvað? Alls staðar sem við viljum hafa fallegt, setjum við blóm. Það væri því mjög sorglegt ef engin blóm væru til. Enda hafa líka listmál- arar og ljóðskáld í aldanna rás, málað myndir af blómum og skrifað um þau heilu ljóðabálk- ana. En blómin eru líka bráðnauðsynleg í náttúrunni. Ef ekki væru blóm gætu bý- flugurnar ekki búið til hunang, fiðrildi fengu engan mat, og úr hverju ættum við þá að gera ilmvötn? Úr jólatrjám? Æ, nei. Á meðan við sjáum blómin sem dásamlegar, vellyktandi jurtir sem við getum ekki lifað án, þá sjá grasafræðingarnir þau bara sem æxlunarfæri. Þeir vita nefni- lega að fallegi liturinn og góða lyktin eru á blóminu - ekki til að gleðja nef okkar og augu - heldur til þess að laða að flugur og önnur skordýr. En þau eru bráðnauðsynleg blómunum, þar sem þau hjálpa til við frævunina. Þær jurtir sem hafa lítil blóm og eru jafnvel lyktarlaus, þurfa ekki að laða neinn til sín því þau geta séð sjálf um frævunina, þar sem frjókornin þeirra berast bara með vindinum. Frævun, hvað? Einsog við sjáum á myndinni, þá standa flest blóm á stilki. Efst á honum vaxa bikar- blöðin, en þau passa innri hluta blómsins. Það eru krónublöðin fallegu og síðan frævan og frævillinn, sem eru kvenkyns- og karlkyns æxlunarfærin. Frævan skiptist í fræni, stíl og eggleg, en frævillinn í frjóhnapp og frjóþráð. Flókið? Nei, nei, skoðið bara skýringar- myndina. Jæja, þá kemur flugan inn í mynd- ina. Hún er á sveimi að leita sér að æti. Skyndlega sér hún ótrúlega fallegan lit og finnur þessa góðu lykt og flýgur þangað. Hún sest á blómið og fær sér sætan blómasafa að drekka. Nammi namm – rop! Jæja, hugsar hún, best að halda áfram för. Flugan flýgur af stað og veit ekki að á lappirnar hennar klesstist fullt af frjókornum úr frjóhnappinum. Bráðlega verður hún aftur svöng og rennir sér niður krónublöðin á næsta fallega blómi. Þá detta frjókornin af löppunum hennar, beint of- an í fræni blómsins, og þaðan ofan í egglegið svo til verða fræ til að búa til ný og falleg blóm. Þannig að næst þegar þú sérð skordýr eða randaflugu, vertu þá ekkert að fussa og sveia, því nú veistu að þau hjálpa til við að gera heiminn fallegri fyrir okkur mannfólkið. Líttu í kringum þig Leyndardómur blómanna  Flugublóm  Hundasúra  Hrafnaklukka  Kattartunga  Lambagras  Ljónslappi  Músareyra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.