Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Styrkir Sjóður Kristínar Björnsdóttir fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna aug- lýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðn- um fyrir árið 2003. Tilgangur sjóðsins er aðallega að aðstoða fötluð börn og unglinga s.s. til menntunar og sérmenntunar þeirra í samræmi við hæfni þeirra og möguleika, þannig að þau fái sem líkasta uppvaxtarmöguleika og heilbrigð börn. Umsóknir um styrki úr sjóðnum, í samræmi við ofangreind markmið, ásamt upplýsingum um umsækjendur sendist til: Stjórn Sjóðs Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11—13, 108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 7. ágúst. Nánari upplýs- ingar gefur framkvæmdastjóri SLF, í síma 535 0900 eða 896 6066. ATVINNUHÚSNÆÐI Útboð Húsavík, Flatey á Skjálfanda og Grímsey, dýpkun 2003 Hafnarsjóður Húsavíkurbæjar og hafnarsjóður Grímseyjarhrepps óska eftir tilboðum í dýpkun á ofantöldum stöðum. Áætlaðar magntölur: Grímsey: Hreinsa laust efni, 2.500 m³ Flatey: Hreinsa laust efni, 5.000 m³ Húsavík: Dýpka laust og fast efni á 4.027m² svæði og gera 140 m langan þil- skurð. Dýpkun í Grímsey skal lokið 15. september og verki í heild eigi síðar en 1. apríl 2004. Útboðsgögn verða afhent hjá Siglingastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi frá miðvikudeginum 16. júlí 2003, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 31. júlí, 2003 kl. 11.00. Hafnarsjóður Húsavíkurbæjar. Hafnarsjóður Grímseyjarhrepps. Fljótsdalslínur 3 og 4 Útboðsgögn FL3/4-60 Ráðgjafarþjónusta Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í verkfræði- þjónustu vegna Fljótsdalslínu 3 og Fljótsdals- línu 4 í samræmi við útboðsgögn FL3/4-60. Gert er ráð fyrir að vinna við hönnun hefjist í september 2003 og ljúki í desember 2006. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudeginum 14. júlí nk. gegn óaft- urkræfu gjaldi kr. 8.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, fyrir kl. 10:00 þriðjudaginn 12. ágúst 2003. Mat á tilboðum verður byggt á hæfi bjóðenda og tilboðsverði. Að loknu mati á hæfi bjóðenda verða verðtil- boð opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboð Akureyri — Krossanes stálþil Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir tilboðum í stálþilsbryggju við Krossanes. Helstu verkþættir: Sprengja skurð um 112 m. Reka niður 98 tvöfaldar stálþilsplötur og koma fyrir festingum. Fylla í þilið 8600 m³. Steypa um 123 m langan kant með pollum, stigum og fríholtum. Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. apríl 2004. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hafna- samlags Norðurlands Fiskitanga, Akureyri og á skrifstofu Siglingastofnunar Vesturvör 2, Kópavogi frá miðvikudeginum 16. júlí, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum miðviku- daginn 6. ágúst 2003 kl. 11.00. Hafnasamlag Norðurlands. Tilboð óskast í iðnaðarhúsnæði á Smiðshöfða 8, Reykjavík 13138 Smiðshöfði 8, Reykjavík. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði (innréttað sem íbúðarherbergi) á 2. hæð í steinsteyptu húsi, byggt árið 1978. Stærð húsnæðisins er 201,9 fermetrar. Brunabótamat húsnæðisins er kr. 16.180.000 og fasteignamat er kr. 12.006.000. Húseignin er til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Til- boðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðu- blaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 hinn 6. ágúst 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska. Er með kaupanda að atvinnuhúsnæði Vantar eignir með langtíma leigutökum Er með kaupanda að atvinnuhúsnæði sem er með langtíma traustum leigutökum. Eignir án leigutaka koma til greina, ef við- komandi eigendur eru tilbúnir til að leigja eignina til langs tíma. Staðgreiðsla í boði fyrir eignir á verðbilinu 25—200 millj. Staðgreiðsla í boði fyrir eignir á verðbilinu 200—500 millj. Er með trausta aðila, vantar til kaups eða leigu 250 fm. Er með trausta aðila sem vantar, efstu hæð í góðu lyftuhúsi ca 250 fm vandaðar skrif- stofur með góðu aðgengi í 101. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 822 8242. TIL LEIGU Til leigu 2ja herb. íbúð nálægt Háskólanum, 64 fm, leigist með húsgögnum, reyklaus. Uppl. í síma 561 8587 eða 697 8587. Orkuveita Reykjavíkur f.h. Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, óskar eftir tilboðum í verkið: Endurbætur á aðveitu frá Deildartungu Verkið er fólgið í endurnýjun álklæðninga á hluta af stállögnum í aðveitu HAB frá Deildartungu að Akranesi. Helstu magntölur í verkinu eru: Undirstöðusleðar: 50 stk. Álklæðning endurbætt: 160 m Álklæðning endurnýjuð: 520 m Verklok eru 1. desember 2003. Útboðsgögn verða afhent hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilboð verða opnuð í fundarsal á 5. hæð, vesturhúsi, þriðjudaginn 29. júlí 2003 kl. 14:00. Orkuveita Reykjavíkur f.h. Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Rarik og Landssíma Íslands, óskar eftir tilboðum í verkið: Melahverfi 2. áfangi Jarðvinna og lagnir Verkið er fólgið í jarðvinnu og lögn hitaveitulagna í Melahverfi í Skilmannahreppi. Helstu magntölur í verkinu eru: Heildarlengd skurða: 1.170 m Hitaveitulagnir: 1.085 m Verklok eru 1. október 2003. Útboðsgögn verða afhent hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilboð verða opnuð í fundarsal á 5. hæð, vesturhúsi, þriðjudaginn 29. júlí 2003 kl. 15:00. Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið: Hitaveita frá Svartagili Verkið er fólgið í lögn hitaveitulagnar frá borholu við Svartagil að fyrirhugaðri dælustöð á Bifröst. Rör í lögnina eru einangruð stálrör í plastkápu, DN150/250. Helstu magntölur eru: Skurðir 2710 m. Hitaveitulagnir DN150/250 2840 m Stýristrengur 3.000 m. Verklok eru 1. desember 2003. Útboðsgögn verða afhent hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilboð verða opnuð í fundarsal á 5. hæð, vesturhúsi, þriðjudaginn 29. júlí 2003 kl. 11:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.