Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 11
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 C 11 ÞAÐ ákvæði fiskveiði-stjórnunarlaganna, semkveður á um að fiskurinní sjónum sé sameignþjóðarinnar, er bæði illa orðað og ónákvæmt og er þjóð- areignarákvæðið því heldur slöpp röksemd í umræðum um hið ís- lenska fiskveiðistjórnkerfi, að mati þeirra Ragnars Þórs Péturssonar og Árna Guðmundssonar, heim- spekinga. Í BA-ritgerð, sem þeir skrifuðu saman undir leiðsögn Þor- steins Gylfasonar prófessors og nefndu Fiskur og verðleikar, er fjallað um það hvort kvótakerfið sé réttlátt eða ranglátt. Í ritgerðinni gagnrýna höfund- arnir sérstaklega notkun þjóðar- eignarhugtaksins og má segja að niðurstaða þeirra um þjóðareignarumræðuna hafi verið tvíþætt. Annars vegar gagnrýna þeir í ritgerðinni og sýna fram á með rökum að greinargerð Sigurð- ar Líndals og Þorgeirs Örlygsson- ar fyrir Auðlindanefnd um málið á sínum tíma hafi verið einkennileg og gölluð. Hinsvegar komast þeir að þeirri niðurstöðu að þjóðareign- arhugtakið sem slíkt og lögin þar um séu varhugaverð og að alls ekki sé hægt að sýna fram á ranglæti kerfisins með því að vitna til þjóð- areignarákvæðis fiskveiðilaganna, sem andstæðingar kvótakerfisins geri gjarnan. Þeir telja þó að sýna megi fram á ranglæti kerfisins með annars konar rökum. Þeir félagar, sem báðir eru frá sjávarbyggðum, Ragnar frá Akur- eyri og Árni frá Húsavík, telja að þrátt fyrir fyrirferðarmikla um- ræðu um kvótakerfið undanfarin misseri, hefði sú umræða bæði mátt vera vandaðri og ítarlegri. „Við gagnrýndum sumt af því sem ritað hafði verið vegna þess að okkur þótti það ekki nógu mark- visst og vandað. Í raun hefur ekk- ert breytt þeirri skoðun okkar, allra síst sú umræða, sem átti sér stað fyrir nýafstaðnar kosningar.“ Afnota- og eignarréttur Máli sínu til stuðnings telja þeir upp nokkrar staðreyndir um þjóð- areignarákvæði fiskveiðilaganna, sem þeir segja að kannski séu ekki öllum ljósar. „Í fyrsta lagi var ákvæðið um þjóðareign ekki inni í lögum um kvótakerfið þegar það var fyrst sett á árið 1984 og megn- inu af kvótanum úthlutað. Það kemur ekki til sögunnar fyrr en sex árum síðar með lögum nr. 38/ 1990 er festu kvótakerfið í sessi. Í öðru lagi kveður ákvæðið um þjóð- areign á um að fiskistofnarnir á Ís- landsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þessir stofnar eru sameign, en ekki kvótinn. Oft er því haldið fram að kvótinn sé sam- eign þjóðarinnar, en það er hann ekki. Þetta getur vissulega skipt máli í rökfærslunni. Í þriðja lagi má vera að sú staðhæfing að fisk- urinn í sjónum sé sameign þjóð- arinnar stangist á við alþjóðalög. Utan tólf mílna efnahagslögsögu er engum eignarrétti til að dreifa, aðeins afnotarétti. Vera má að þjóðareignarákvæðið sé gallað af þessum sökum því það er augljóst að stór hluti fiskistofnanna við Ís- land sé utan tólf mílna.“ „Andstæðingar kvótakerfisins telja sumir að heimildir handhafa kvótans séu of ríflegar til að geta talist samrýmast þjóðareign á fiskimiðum. Þeir telja ennfremur að þar sem skýrt er kveðið á í lög- um að handhöfn kvóta myndi ekki varanlega eign, þá sé borðleggj- andi að innkalla eigi kvótann og dreifa upp á nýtt. Þetta er oft kall- að fyrningarleið. Þarf þá væntan- lega að úthluta honum upp á nýtt og þá á þann hátt að úthlutunin samrýmist þjóðareign. Ýmsar hug- myndir hafa verið nefndar svo sem að senda hverjum landsmanni kvóta, halda uppboð og láta ágóð- ann renna til ríkissjóðs eða með einhverjum öðrum hætti. Til að meta hvers „þjóðareign“ krefst af fiskveiðistjórnunarkerfi, þarf að skilgreina betur hvað „sameign ís- lensku þjóðarinnar“ táknar,“ segja þeir Ragnar og Árni. Hefðbundin einkaeign Auðlindanefnd bað þá Sigurð Líndal og Þorgeir Örlygsson að svara þeirri spurningu fyrir sig og þeir skiluðu til hennar áliti þar um. Þegar álitið er skoðað kemur þó í ljós að þeir svara alls ekki þeirri spurningu, heldur allt annarri, segja Ragnar og Árni. „Niðurstaða þeirra er sú að villandi er að tala um „sameign þjóðarinnar“ ef með því er verið að gefa til kynna hefð- bundinn einkaeignarrétt. Telja þeir í áliti sínu að það leiði af því að fiskar í sjó séu ekki hefðbundin eign og þjóð ekki hefðbundinn eig- andi. Þetta álit er að okkar mati nauða ómerkilegt. Þeir segja í raun að það sé villandi að tala um „sameign“ ef með því eigi að gefa í skyn „einkaeign“. Það liggur alveg fyrir frá upphafi að þetta tvennt er ólíkt. Annað hugtakið er nokkuð skýrt, en hitt ekki. Sigurður og Þorgeir voru beðnir um að útskýra óskýrara hugtakið og útskýrðu þeir það þannig að það virtist alla vega ekki vera það sama og skýra hugtakið. Svona niðurstaða skilar okkur ekkert áfram í að meta þjóð- areign. Við vitum auðvitað að þjóð- in á eignir. Ótal fyrirmenni hafa að minnsta kosti tekið við hinu og þessu fyrir hönd íslensku þjóðar- innar. Á þetta hefur t.d. Þorsteinn Gylfason réttilega bent.“ – En þó þjóðin eigi eignir og lög segi að hún eigi jafnframt fiskinn í sjónum, þýðir það þá, að ykkar mati, að hver einasti þegn í þjóð- félaginu eigi rétt á að nota þessa eign? „Alls ekki. Fiskurinn er tak- mörkuð auðlind. Óheft sókn er sól- undun á verðmætum. Verðmætum, sem Alþingi hefur umsjón með fyr- ir hönd þjóðarinnar. Kvótakerfið var sett á með það m.a. að mark- miði að tryggja hagkvæmni veið- anna. Lögin um fiskveiðistjórnun byrja á ákvæði um þjóðareign. Í greinargerð er skýrt kveðið á um að hér sé á ferðinni almenn mark- miðsyfirlýsing. Auðlindin verði að vera í höndum Íslendinga og notuð á þann veg að þjóðin hagnist. Eng- inn getur haldið því fram í fullri al- vöru að velferð þjóðarinnar sé best tryggð með því að leyfa hverjum sem hefur íslenskt ríkisfang að veiða. Hugsum okkur nú að Norð- menn ákvæðu skyndilega að bjóða okkur Íslendingum allan olíugróða sinn í skiptum fyrir veiðiréttinn við Ísland í tiltekinn tíma. Það má vel hugsa sér að jafnvel svo róttækar ráðstafanir gætu vel verið sam- rýmanlegar við þjóðareignar- ákvæðið.“ Lítið vinnst með innköllun „Kvótinn er takmörkuð auðlind. Það geta ekki allir fengið að veiða. Þess vegna virðist augljóst að rétt- læti kvótakerfisins ráðist fyrst og fremst af réttlæti úthlutunarinnar. Að því gefnu að löggjafinn hafi rétt fyrir sér, að takmarka þurfi veiðar við Ísland, þá virðist okkur aug- ljóst að réttlæti kerfisins ráðist fyrst og fremst af réttlæti úthlut- unarinnar. Sú spurning er sívak- andi, jafnvel þótt fyrningarleið yrði farin. Í aðdraganda kosning- anna var mikil umræða um það hvort innkalla ætti kvótann í meira eða minna mæli. Oft var látið að því liggja að sú athöfn væri sjálf- krafa í átt til réttlætis. En yrði kvótinn innkallaður, þarf að út- hluta honum aftur. Þær spurning- ar vakna hvort sú endurúthlutun yrði með réttlátum hætti, hvort sjálfkrafa sé réttlátt að kaupendur kvóta séu vel að honum komnir og svo má auðvitað gera ráð fyrir að úthlutun kvótahagnaðar sé eins vandasamt verk og úthlutun kvót- ans sjálfs.“ – Teljið þið að innköllun kvóta sé góð hugmynd? „Við höfum fyrst og fremst horft á úthlutun kvótans, enda teljum við að af henni ráðist réttlæti eða ranglæti kerfisins. Við höfum fært fyrir því rök hvernig réttlát út- hlutun hefði getað litið út. Í sem allra stystu máli felur réttlát út- hlutun í sér að úthlutað er til þeirra, sem eiga kvóta skilinn. Út- gerðarmenn á ákveðnu tímabili áttu örugglega ekki allan kvótann skilinn. Hinsvegar er ekki eðlilegt að bylta kerfinu nú í nafni rétt- lætis. Fleira kemur til. Skilvirkni, hagkvæmni og ekki síst ábyrgð stjórnvalda á því kerfi, sem sett var á. Ef hugmyndin er að gera kerfið réttlátt, teljum við að eðli- legri kostur væri að nota auðlinda- gjaldið til að greiða þeim bætur, sem hlunnfarnir voru við upphaf- lega úthlutun. Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvernig fara mætti að því. Þeir gætu þá keypt sér kvóta. Innköllun kvóta myndi skila litlu umfram þá lausn og valda töluvert meiri skaða,“ segja þeir Ragnar Þór Pétursson og Árni Guðmundsson að lokum. Þeir Ragnar Þór Pétursson og Árni Guðmundsson, sem skrifuðu BA-ritgerð um réttlæti og ranglæti íslenska kvótakerfisins, sögðu Jóhönnu Ingvarsdóttur að alls ekki væri hægt að rökstyðja ranglæti kerfisins með þeim rökum að fiskurinn í sjónum væri sameign þjóðarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Ragnar Þór Pétursson Árni Guðmundsson join@mbl.is Þjóðareignarákvæðið heldur slöpp röksemd ÞAÐ er alltaf að aukast að listamenn sæki heim smærri byggðarlög og sýni þar verk sín. Það er ánægjulegt fyrir íbúa í þessum litlu þorpum að geta sótt sýningar í sinni heima- byggð og geta boðið nágrönnum sín- um að njóta menningarviðburða sem annars eru ekki í boði. Listakonan H. Halldóra Helga- dóttir verður með málverkasýningu á Drangsnesi hinn 19. júlí n.k. H. Halldóra Helgadóttir býr og vinnur á Akureyri. Hún stundaði myndlist- arnám við myndlistarskólann á Ak- ureyi á árunum 1996 til 2000 og hef- ur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði á námsárunum í myndlistar- skólanum og eins eftir að hún lauk námi. Hún átti verk á sýningunni „10x10“ sem ýmsir listamenn voru með í Ketilhúsinu á Akureyri 2001 og eins á samsýningu norðlensra listamanna í Færeyjum á síðasta ári. Auk þess að taka þátt í samsýn- ingum með öðrum listamönnum hef- ur Halldóra haldið fjórar einkasýn- ingar á verkum sínum. Í listhúsi Akureyrar 2000 og 2001 og svo einn- ig í gallerí Ash í Varmahlíð árið 2001 og svo í Reykholti 2002. Drangsnesingar hafa haldið Bryggjuhátíð árlega síðan 1996 og er það fastur liður að einn eða fleiri listamenn sýna verk sín á hátíðinni. Þessar sýningar eru alltaf vel sóttar og setja mikinn svip á hátíðarhöldin. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Listakonan H. Halldóra Helgadótt- ir við eitt verka sinna. H. Halldóra Helgadóttir með mál- verkasýningu Drangsnes „ÞAÐ er auðvitað talsverð vinna við að fást við hvern stein. Ég er þetta 2–3 tíma að móta steininn, þetta er þolinmæðisverk,“ segir Sólveig Jónsdóttir, handverks- og listakona, sem býr á Munaðarnesi við utan- verðan Ingólfsfjörð á Ströndum. Hún hefur fengist við það í 6–7 ár að vinna minjagripi og skartgripi úr steinum sem hún tínir í fjörunni í ná- grenni við bæinn og í fjallinu fyrir of- an. Einnig vinnur hún minjagripi úr selskinni. Steinategundirnar sem hún fæst við eru onix, grænn og rauður jaspis og síðan gnæs og granít frá Græn- landi en þeir steinar berast með haf- ísnum frá Grænlandi. Sólveig sagar steinana niður og handslípar þá síð- an. „Maður er með steininn í hönd- unum allan tímann frá því byrjað er þar til hann er tilbúinn,“ segir Sól- veig, sem selur gripi sína á bænum og einnig í safnahúsinu Kört í Árnesi. Hver steinn þarf sinn tíma og þolinmæði Selfoss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.