Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 12
LISTIR 12 C SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Paradís eftir Lizu Marklund í þýð- ingu Önnu R. Ingólfsdóttur. Bókin er sú þriðja í sjálfstæðri röð um blaðakonuna Anniku Bengtzon, en áður hafa komið á íslensku Sprengi- vargurinn og Stúdíó Sex. Það geisar fárviðri í Svíþjóð og veldur mikilli ringulreið. Þegar upp styttir kemur í ljós að tveir karlmenn liggja myrtir á hafnarbakkanum í Stokkhólmi og ung kona, Aida, hef- ur naumlega sloppið undan byssu- kúlunum. Auk þess er sígarettuf- armur upp á fimmtíu milljónir sænskra króna horfinn. En þegar fleiri lík finnast þar sem fórnarlömbin hafa verið pyntuð verð- ur ljóst að þetta er ekkert venjulegt sakamál og í hönd fer æsispenn- andi og óhugnanleg atburðarás. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 387 bls., prentuð í Dan- mörku. Anna Cynthia Leplar hannaði kápu. Verð: 1.599 kr. Yfir Ebrofljótið eftir Álfrúnu Gunn- laugsdóttur. Efniviður sögunnar er spænska borgarastyrjöldin. Haraldur er einn þeirra mörgu ungu manna á fjórða áratug seinustu aldar sem telur að heiminum standi ógn af uppgangi fasismans. Líkt og þeir fer hann til Spánar til að berjast í lýðveldis- hernum gegn herforingjaklíkunni og þeim hluta hersins sem gerði upp- reisn gegn lýðveldinu og löglega kosinni stjórn þess. Hann kemur svo heim með óvenjulega lífs- reynslu í farteskinu. Þegar árin fær- ast yfir og það syrtir í álinn leitar hann á vit minninga um horfna vini og félaga sem tóku þátt í orrustunni við Ebro. Þrír Íslendingar börðust í borg- arastyrjöldinni spænsku. Bókin byggist að hluta til á frásögu eins þeirra. Yfir Ebrofljótið var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna ár- ið 2003 og tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs árið 2003. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 456 bls., prentuð í Dan- mörku. Kápu hannaði Alda Lóa Leifsdóttir. Verð: 1.799 kr. Símon og eikurnar eftir Marianne Fredriksson. Sigrún Ástríður Eiríks- dóttir þýddi. Símon er venjulegur drengur sem elst upp í Svíþjóð en kemst svo að því að hann er ætt- leiddur og ekkert verður eins og áð- ur. Sakleysi æskunnar er að baki og hann verður að hefja leit að sjálfum sér; leit sem í senn getur bjargað honum og steypt í glötun. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 404 bls., prentuð í Danmörku. Anna Cynthia Leplar gerði kápu. Verð: 1.599 kr. ÚT eru komnar fimmkiljubækur: Fangi ástar og ótta, eftir Victoriu Holt er komin út í kilju. Þýðandi er Þórey Frið- björnsdóttir. Rósetta lifði venjulegu lífi í húsi föður síns þangað til henni var kastað inn í ævintýri, sem var í senn hættulegt og undarlegt, en um leið eitt það sérkennilegasta sem stúlka gat lent í á hennar tíma. Þetta hófst með óveðri á hafi úti og eftir það stjórnaðist líf hennar af tveimur ólík- um karlmönnum sem hrifu hana, hvor með sínum hætti. Þegar Rósetta neyðist síðar til að horfast í augu við veruleikann uppgötvar hún að hún hefur verið fangi sjálfrar sín – ástar sinnar og ótta. Útgefandi Vaka-Helgafell. Bókin er 318 bls., prentuð í Danmörku. Verð:1.599 kr. Dalur hestanna eftir Jean. M. Auel í þýðingu Ásgeirs Ingólfssonar og Bjarna Gunnarssonar. Bókin er önnur í flokknum um Börn Jarðar um stúlk- una Aylu sem hófst með Þjóð bjarn- arins mikla. Dalur hestanna hefst þegar Ayla þarf að yfirgefa örugg heimkynni Ættarinnar og halda á vit hins óþekkta í óblíðri og grimmri ver- öld utan hellisveggjanna. Hún reikar einmana um óbyggðirnar og þrá henn- ar eftir mannlegu samneyti og um- hyggju gagntekur hana. Hún hefur næstum látið bugast þegar örlögin leiða hana inn í dal hestanna þar sem hún hittir Jondalar, ungan mann af hennar eigin kynstofni. Útgefandi Vaka-Helgafell. Bókin er 533 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.799 kr. Kiljur ÞETTA er margræð bók, torræð eða auðskilin, allt eftir því hvernig á er litið; utan flokka í bókmennt- unum, væri ef til vill nær að segja. Höfund- urinn veit af straum- um þeim sem hrifið hafa unga og áhrifa- gjarna síðasta manns- aldurinn, allt frá ex- istensíalismanum sem svaraði kröfum unga fólksins og turnaði lífstílnum eftir seinna stríð – til pönks og rapps sem löngu síðar bylti því sem eftir lifði af gömlu góðu dygð- unum. Skilja má að skáldið hafi gert víð- reist og viðrað sig í andrúmi stórborga samanber: »Existensí- alisminn var barinn úr mér í Berlín, / þar eru menn á undan íslenskum samtíma, / sennilega aðeins á eftir New York«. Víðar er vikið að ex- istensíalismanum. Og þeygi vinsam- lega! Ennfremur skreytir höfundur stíl sinn með orðum úr ensku, þýsku og frönsku. Þrátt fyrir skírskotun til fyrri tíma stefnu stoðar lítt að skoða bók þessa í sögulegu samhengi. Að breyttu breytanda verða til ný sjón- arhorn og viðmið. Það gefur auga leið! Listamaðurinn sem slíkur er ekki lengur þátttakandi – engagé eins og Sartre og félagar vildu hafa það – en tekur sér stöðu utangarðs við þjóðfélagið og sendir því tóninn. Höfundurinn upplýsir að sér hafi komið í hug að nefna bókina »Ís- land má missa sín« eða »Niður með Ísland«. Með þeim orðum mun ekki beinlínis verið að fordjarfa helga táknmynd fjallkonunnar. Öllu frem- ur á þetta að miða til þeirrar stöðluðu ímyndar sem nútíma þjóð- félag hefur komið sér upp og flestir telja bæði gott og sjálfsagt. Áhrifa- mestu stjórnmálamenn eru nefndir með nafni svo hvergi fari á milli mála að þeir taki sneið sem eiga! Hvað á að kalla þessa tegund ljóðlistar? Tilraunaljóðlist? Yfirlýs- ingaljóðlist? Margt hvað minnir þarna á vígorð þau sem sextíu og átta kynslóðin lét prenta á plaköt og festi síðan upp á veggina heima hjá sér, sjálfri sér til hugherðingar en sómakærum foreldrum til stríðs og storkunar. Nýleg dægurmál eru sett á oddinn, Íraksstríðið og end- urskoðuð varnarstefna Bandaríkj- anna svo dæmi séu tekin. Auðvitað má líta svo til að í því felist ádeila. En ádeilunni er ekki fylgt eftir með predikun til að bæta heiminn. Heimurinn er sjálfsagt óforbetran- legur. Það sannar reynslan, eða eins og skáldið segir: »Sagan er svo óskaplega þung byrði og þegar líð- ur á ævina getum við ekki / nema numið hana betur og betur, ekki nema num- ið hana betur og bet- ur.« Hitt meginþemað er ástin. En ástin í ljóð- um Hauks Más er hvorki rómantísk né existensialísk. 2004 er í fyllsta máta óklassísk bók. Ástaljóðin fela því hvorki í sér fegrun né upphafning og þaðan af síður neins konar platónska fjarlægð og dulúð. Sönnu nær er að ástin spanni þarna skalann frá ungæðis- legum spekúleringum með tilheyrandi tals- máta, til mótsagnakenndra athuga- semda um mannlegrar frumhvatir að viðbættri dæmigerðri mennta- skólafyndni. Fyrir eina tíð hefði sumt af því verið úrskurðað óprent- hæft og kallað á hörð mótmæli. Annars staðar bregður skáldið fyrir sig gamalkunnum ástarjátningum – af spélni að ætla má – eins og þess- um eldheitu Lofnarmálum í Göf- ugmælavísum: »Ég elska þig svo heitt og innilega, ást mín mun aldr- ei þverra.« Síðari hluti bókarinnar saman- stendur af öllu meiri tilraunaljóð- list. Höfundurinn leikur lausbeislað með orð og orðasambönd. Hvaðeina flýtur með, það sem upp kemur úr sálardjúpunum, sumt hálfsagt eða varla það, annað margsagt. Oftar en ekki er snúið út úr meiningunni, stýft af einstökum orðum, annað mætti telja til nýgervinga – ef við- eigandi telst að nota svo fræðilegt orð í því sambandi. Allt getur það talist vera við útjaðar röklegrar hugsunar. Við getum kallað það frjálslegan heilaspuna. Ellegar heimspeki hugarflugsins. Eða ein- faldlega ljóðlistargerning ef við vilj- um láta það heita eitthvað. Dómar eins og gott og illt eða vel og illa eiga því engan veginn við um þessa bók. Hversu alvarlega Haukur Már tekur sjálfan sig? Það skal ósagt látið. Maður er ekki ungur nema einu sinni. Og svona bók sendir maður varla frá sér nema einu sinni. Hugarflug og heilaspuni BÆKUR Ljóð eftir Hauk Má Helgason. 61 bls. útg. Nýhil. 2003. 2004 Erlendur Jónsson Haukur Már Helgason SUMARÓPERA Reykjavíkur æfir um þessar mundir óperuna Krýn- ing Poppeu eftir Claudio Monte- verdi og áætlar frumsýningu 15. ágúst á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins. Krýning Poppeu var síðasta ópera Monteverdis og af mörgum talin hans besta. Segja má að hún sé hápunktur tónritunar endurreisn- artímabilsins, en hún var jafnframt fyrsta óperuverkið sem hafði sögu- legar persónur í aðalhlutverkum. Verkið rekur sögu Nerós Rómar- keisara og ástkonu hans Poppeu. Sýningin verður flutt á frummál- inu, ítölsku, en textanum verður varpað á skjá á íslensku. Morgunblaðið/Sverrir Æfingar hafnar á Krýningu Poppeu ALÞÝÐULISTAMAÐURINN Guðgeir Matthíasson var á dögunum staddur í Vestmannaeyjum til að lagfæra eldri verk sín og mála nýjar stórar mynd- ir. Meðal annars málaði hann mynd af hluta þess svæðis sem horfinn er undir hraun en það á vel við nú á þeim tímamótum er 30 ár eru liðin frá gosinu í Heimaey. Morgunblaðið/Sigurgeir Málverk af horfnu svæði Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. LEIKHÓPNUM Perlunni hefur verið boðið til Bö í Noregi í lok júlí. Þá er minning ævintýra- drottningarinnar Regine Normann heiðruð með fjölda lista- og menn- ingarviðburða. Perlan mun frum- sýna Hringilhyrning eftir Regine í þýðingu Matthíasar Kristiansen. Lesari og leikstjóri er Sigríður Eyþórsdóttir. Tónlist og áhrifa- hljóð samdi Máni Svavarsson. Bún- ingar Bryndís Hilmardóttir og leikmynd Þorgeir Frímann Óðins- son. Léð hafa leikritinu raddir sín- ar þau Anna Kristín Arngríms- dóttir, Felix Bergsson, Helga Þ. Stephensen og Örn Árnason. Perluleikarar eru Guðrún Ósk Ingvarsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Haf- liðason, Ragnar Ragnarsson, Sig- fús S. Svanbergsson og Sigríður Árnadóttir. Auk Perlufélaga taka þátt í leikferðinni Bryndís Hilm- arsdóttir, Sigríður H. Sveinsdóttir, Tore Skenstad og Sigríður Ey- þórsdóttir. Hópinn skipa ellefu manns. Þá tekur hópurinn þátt í leik- listarnámskeiði ásamt norskum þátttakendum og er Sigríður Ey- þórsdóttir kennari. Morgunblaðið/Golli Perlufélagar á leið til Noregs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.