Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ BLAÐ B Útsala Útsala Útsala B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HARALDUR INGÓLFSSON Á HEIMLEIÐ/B5 BANDARÍSKUR áhugamaður í golfi, Mike Freeman frá Orlando, hefur misst áhugamannaréttindi sín þar sem hann þáði bifreið að gjöf frá sjálfum Tiger Woods 1. maí sl. Málavextir eru þeir að Freeman var að leika golf ásamt félögum sín- um á Legacy-golfvellinum í Longwood í Orlando og þegar þeir gengu á teig við 12. braut vallarins sem er par 3 hola birtist Woods skyndilega og spurði hvort hann mætti leika með þeim næstu holur vallarins. Að sjálfsögðu var Woods boðið að vera með og sagði Woods að best væri að þeir kepptu um hver yrði næstur holu á 12. braut. Freeman náði besta högginu og var um 3 metra frá holu og þegar úrslitin voru ljós afhenti Woods honum bíllykla að Buick-bíl sem stóð við flötina og sagði að bílinn væri nú í eigu Freemans og þáði áhugamaðurinn gjöfina af Woods. Það sem Freeman og félagar hans vissu ekki var að ESPN-sjón- varpsstöðin hafði sett upp margar myndavélar við brautina og tók allt ferlið upp frá upphafi til enda og var þessi atburður uppistaðan í auglýs- ingaherferð á vegum Buick á ESPN-sjónvarpsstöðinni. Bandaríska golfsambandið, USGA, brást við með þeim hætti að svipta Freeman áhugamannarétt- indum enda var verðmæti bifreið- arinnar langt yfir leyfilegum mörk- um hvað varðar áhugamannreglur. Freeman er ósáttur við niðurstöð- una en hann segir að Buick-fyrir- tækið og ESPN hafi notfært sér að- stöðu sína og að hann hefði ekki beðið um neitt frá Woods og vill nú fá tækifæri til þess að skila bílnum en áhugamenn mega aðeins taka við verðlaunum að verðmæti um 45 þús- und ísl. kr á þeim mótum sem þeir taka þátt í. Forráðamenn USGA eru hins vegar ekki á því að gefa neitt eftir í þessu máli og getur Freeman ekki varið titil sinn sem áhugamanna- meistari í Orlando-fylki hinn 25.–27. júlí nk. Reuters Svíinn Christian Olsson sigraði í þrístökki á Stigamóti IAAF í Gateshead á Englandi í gærkvöldi, stökk 17,92 metra, sem er lengra en Norðurlandamet hans. Meðvindur var rétt yfir mörkum og Ols- son fær met því ekki staðfest. Rússinn Jelena Isinbayeva setti heimsmet í stangarstökki kvenna á mótinu, lyfti sér yfir 4,82 og bætti met Stacy Dragila frá Bandaríkjunum um einn sentímetra. Bjarnargreiði frá Tiger Woods „ÉG veit vonandi eitthvað meira á morgun [í dag] en ég ætla að tala við menn frá Real Betis og þá fæ ég von- andi að vita hvernig mín mál standa,“ sagði landsliðsmað- urinn Jóhannes Karl Guð- jónsson við Morgunblaðið í gærkvöldi en enska blaðið Daily Mirror greindi frá því um helgina að Kevin Keeg- an, knattspyrnustjóri Man- chester City, væri að undir- búa kauptilboð í Jóhannes upp á 1,5 milljónir punda eða sem samsvarar 190 milljónum íslenskra króna. „Ég veit í rauninni ekkert meira en það sem fram hef- ur komið í blöðum en von- andi er eitthvað til í þessu með Manchester City. Það yrði frábært að fara til City en ég hef svo sem heyrt af áhuga hjá hinum og þessum liðum án þess að nokkuð hafi gerst svo ég er bara ró- legur yfir þessum skrifum,“ sagði Jóhannes Karl sem er samningsbundinn Real Betis á Spáni til næstu þriggja ára. Yrði gaman að fara til Man. City

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.