Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓREY Edda Elísdóttir úr FH stökk 4,20 metra og vann stangarstökkskeppni á al- þjóðlegu móti í Lapinlahti í Finnlandi í gær. Hún gat ekki notað sínar eigin stangir í keppninni þar sem þær urðu af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eftir á flugvellinum í Düsseldorf og skiluðu sér aldrei til Finn- lands. „Ég fékk staðfestingu á því að stang- irnar myndu fylgja mér til Finnlands en þær komu aldrei og eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að þær fóru aldrei um borð í flug- vélina og eru því enn í Düsseldorf,“ sagði Þórey í samtali við Morgunblaðið í gær og viðurkenndi að það væri gremjulegt að lenda í uppákomum af þessu tagi, en því miður fylgi þær stangarstökkvrum því þetta komi á tíðum fyrir. „Ég fékk lánaðar stangir hjá finnskri stúlku og því miður voru hennar stangir nokkuð styttri en mínar, þar af leiddi að ég gat aðeins notað tíu skrefa atrennu í stað fimmtán skrefa. Það var því sennilega nokk- uð skondið að sjá mig stökkva að þessu sinni,“ sagði Þórey ennfremur. Þórey lyfti sér yfir 4 metra í fyrstu tilraun og einnig 4,20 en hafði ekki erindi sem erfiði við 4,30 metra. Hún keppir næst í Cuxhaven í Þýskalandi á laugardaginn kemur. Magnús Aron yfir 60 metra Magnús Aron Hallgrímsson, Breiðabliki, er enn að berjast við að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í París í lok næsta mánaðar. Magnús kastaði kringl- unni í gær 60,31 metra á móti í Svíþjóð. Það er rúmum þremur metrum frá lágmarkinu. Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, keppti á sama móti og kastaði kringlunni 49,66 metra. Þriðji lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar kringlukastsþjálfara, Gerd Kanter frá Eist- landi, kastaði kringlunni 65,11 metra. Hann hefur tryggt sér farseðil á HM. Þórey Edda Elísdóttir stökk 4,20 metra á lánsstöngum Morgunblaðið/Billi Þórey Edda Elísdóttir vann öruggan sigur í Lapinlathi í gær, stökk 20 sentímetr- um hærra en næsti keppandi, þrátt fyrir að nota stuttar og mjúkar stangir. FJÖLMENNASTA golfmót ársins er án efa Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur en þar eru 434 skráðir til leiks en keppni hófst í gær og þar á meðal í meistarflokki karla og kvenna. Haraldur H. Heimisson lék best allra í meistarflokki karla í gær á tveimur höggum undir pari eða 69 höggum en parið á Korpúlfs- staðavelli er 71 högg. Vallarmetið á Heiðar Davíð Bragason GKj., 66 högg. Næstir á eftir Haraldi koma þeir Björn Þór Hilmarsson á 70 höggum og Sigurjón Arnarsson og Guðmundur Ingvi Einarsson á 73 höggum. Anna Lísa Jóhannsdóttir lék á 76 höggum í gær í Meist- araflokki kvenna, Ragnhildur Sigurðardóttir er á 77 höggum og Sólveig Ágústsdóttir á 80 höggum. Haraldur byrjaði vel Hápunktur mótsins var sá aðKristín Rós Hákonardóttir bætti eigið heimsmet í 50 metra bak- sundi þar sem hún synti á 42,44 sek- úndum sem er tæplega einni sek- úndu betri tími en þegar hún setti heimsmetið í greininni. Þá vakti at- hygli sigur Eðvars Þórs Eðvarðs- sonar í 50 metra baksundinu en þessi 36 ára gamli sundþjálfari, sem á ár- um áður var besti sundmaður þjóð- arinnar, stóðst ekki freistinguna og skráði sig til leiks í greininni og gerði sér lítið fyrir og sigraði og skaut yngri sundmönnum sem eru í fullri þjálfun ref fyrir rass. Tólf eru liðin síðan Eðvarð Þór vann síðast til gull- verðlauna á sundmeistaramóti en hann setti sér það markmið í vetur að keppa á mótinu en rúmur áratug- ur er síðan Eðvarð hætti keppni og sneri sér að sundþjálfun. Reyknesingar voru mjög sigursælir Eins og áður sagði voru sundmenn úr Reykjanesbæ sigursælir en alls unnu þeir til 23 gullverðlauna á mótinu. Sundfólk úr Sundfélagi Hafnarfjarðar kom næst með 6 gull og fjórum sinnum áttu Óðinsmenn sigurvegara á mótinu. „Þetta mót var með rólegra móti og árangurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við reiknuðum ekki með neinum stórafrekum enda margt af okkar besta sundfólki á leið til út- landa til að keppa á mótum. Heimsmet Kristínar Rós stóð upp úr og þá kom sigur Eðvarðs flestum á óvart og var svolítið kjaftshögg fyrir strákana sem öttu kappi við hann,“ sagði Magnús Tryggvason, sundþjálfari, við Morgunblaðið í gær. Jakob Jóhann og Ragnheiður stigahæst Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi hlaut Guðmundarbikarinn svo- nefnda sem veittur er þeim sund- manni sem nær besta afrekinu á mótinu. Jakob Jóhann hlaut 780 stig fyrir 50 metra bringusund sem hann synti á 29,98 sekúndum. Jakob Jó- hann hlaut einnig Pálsbikarinn sem veittur er stigahæsta sundmanni mótsins. Hjá konunum var Ragnheiður Ragnarsdóttir stigahæsti keppand- inn og hlaut hún Kolbúnarbikarinn svonefnda en hún hlaut 719 stig fyrir 100 metra skriðsund sem hún synti á 1.00,02 mínútum. Í dag halda utan átta sundmenn sem taka þátt á heimsmeistara- mótinu sem fram fer í Barcelona. Þetta eru: Örn Arnarson, ÍRB, Jak- ob Jóhann Sveinsson, Ægi, Heiðar Örn Marinósson, SH, Jón Oddur Sigurðsson, ÍRB, Íris Edda Heim- isdóttir, ÍRB, Lára Hrund Bjargar- dóttir, SH, Anja Ríkey Jakobsdóttir, SH og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA. Sundfólkið hafði hægt um sig á sundmeistaramótinu í Hveragerði um helgina Heimsmet Kristínar Rósar og óvæntur sigur Eðvarðs Þórs SUNDFÓLK úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar var sigursælt á sundmeistaramóti Íslands sem lauk í Hveragerði í gær. Mótið var með rólegra móti og ein- kenndist af því að helsta afreks- fólkið er í miðjum undirbúningi fyrir heimsmeistaramót og fleiri alþjóðleg mót sem fram fara á næstunni. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Kristín Rós Hákonardóttir heldur áfram að taka framförum. Nú bætti hún eigið heimsmet í 50 m baksundi um nærri eina sek- úndu á Sundmeistaramóti Íslands í Hvergerði á laugardag. ■ Úrslit / B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.