Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 B 5  ÞORVALDUR Makan Sigbjörns- son, fyrirliði KA, lék ekki með sínum mönnum gegn ÍBV í gærkvöld. Hann fékk höfuðhögg í leiknum gegn Grindavík á fimmtudag og var flutt- ur á sjúkrahús. Í ljós kom að Þorvald- ur hafði fengið heilahristing og mar á heila og þarf að taka því rólega um sinn. Ekki er vitað hvenær hann verður til í slaginn á ný.  DARIO Hubner, er genginn til liðs við nýliða Ancona í ítölsku úrvals- deildinni frá Piacenza á frjálsri sölu.  WOLFSBURG, úrvalsdeildarlið í Þýskalandi, keypti um helgina arg- entínska leikmanninn Andres D’Al- essandro frá River Plate á rúmar 750 milljónnir Ísl. króna en Wolfsburg hefur aldrei áður greitt jafnháa upp- hæð fyrir leikmann. D’Alessandro er 22 ára gamall miðjumaður.  KÖRFUBOLTAMAÐURINN há- vaxni, Alonzo Mourning gengur að öllum líkindum til liðs Austurstrand- armeistarana í New Jersey Nets, í NBA. Mourning er sem stendur leik- maður Miami Heat en er með lausan samning og getur farið í það lið sem hann kýs að fara í.  JÜRGEN Macho, austurrískur markvörður sem gekk til liðs við Chelsea frá Sunderland í ensku úr- valsdeildinni verður frá keppni í 3 mánuði. Macho skaddaði krossband æfingu með liði sínu.  GEORGE Best, knattspyrnugoð- sögn, er byrjaður aftur að drekka áfengi. Lífi Bests var bjargað í fyrra þegar grædd var í hann lifur. Að und- anförnu hefur Best verið talsmaður bindindismanna í Bretlandi og hefur varað unga knattspyrnumenn þar í landi við „sopanum“. Eftir aðgerðina í fyrra sór hann og sárt við lagði að hann myndi ekki bragða áfengi á ný.  FORRÁÐAMENN enska 1. deildar liðsins Sunderland hafa beðið samtök atvinnuknattspyrnumanna á Eng- landi, PFA, um aðstoð til þess að forða liðinu frá greiðslustöðvun. Sunderland vill að leikmenn liðsins taki á sig launalækkun þar sem félag- ið getur ekki staðið við skuldbinding- ar sínar gagnvart þeim samningum sem leikmenn hafa gert við félagið á undanförnum misserum.  SUNDERLAND féll úr úrvals- deildinni sl. vor og nema skuldir liðs- ins jafnvirði um 4 milljörðum króna Skærustu stjörnur liðsins eru til sölu ef einhver lið hafa áhuga og má þar nefna framherjann Kevin Phillips og danska landsliðsmarkvörðinn Thom- as Sörensen.  MANCHESTER United ku vera á höttunum á eftir spænska hægri út- herjanum Joaquin, leikmanni Real Betis. United er samkvæmt föður leikmannsins tilbúið að borga rúma 2 milljarða Ísl. króna fyrir kappan auk þess sem Diego Forlán, leikmaður Englandsmeistaranna, færi til liðs við Real Betis. FÓLK HARALDUR Ingólfsson er á heimleið frá Noregi eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í knattspyrnu með Elfsborg í Svíþjóð frá árinu 1998–2000 en hann flutti sig um set það ár og hefur leikið þrjú sl. ár með með Raufoss í norsku 1. deildinni. Haraldur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann myndi setjast að á Akranesi í haust þegar samningur hans við Raufoss í Noregi rynni út og flest benti til þess að hann myndi ganga til liðs við ÍA á ný og leika með liðinu á næstu leiktíð. Forráðamenn Raufoss höfðu gert Haraldi tilboð um að hann léki með liðinu áfram en eftir að hafa hugsað sig vel um ákvað Haraldur að hafna tilboði liðsins. Haraldur verður 33 ára hinn 1. ágúst nk. en hann lék með ÍA í efstu deild í fyrsta sinn árið 1987 og lék síðast með liðinu árið 1997 en í 173 leikjum með lið- inu í efstu deild hefur Haraldur skorað 55 mörk. Raufoss er sem stendur í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og er Haraldur í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með átta mörk í 15 leikjum en markahæsti leikmaður deildarinnar er með tólf mörk. Haraldur Ingólfsson er á heimleið RÚMAR 20 þúsund ísl. kr. eru meðallaun hjá íbú- um Peking í Kína en hinn 2. ágúst nk. mun spænska stórliðið Real Madrid leika vináttuleik gegn úrvalsliði frá Kína í Peking. Miðaverð á leik- inn er hátt, eða um 20 þúsund ísl. kr. en þrátt fyrir það hefur miðasalan gengið vel en búist er við að um 60 þúsund áhorfendur mæti á leikinn. Leik- urinn verður fyrsti opinberi leikur Davids Beck- hams með Real Madrid en liðið mun verða í æf- ingabúðum í Yunnan-fylki en þar mun liðið æfa í mikilli hæð yfir sjávarmáli síðustu vikuna í júlí. Eftir leikinn í Peking mun Real Madrid leika vin- áttuleiki í Japan, Hong-Kong og Malasíu en talið er að Real Madrid fái jafnvirði um 200 milljóna kr. fyrir hvern leik sem þeir leika á þessum slóðum. Mánaðarlaun fyrir miða á „Beckham“na í síðasta mán-eyska liðinu B36 ilað fimm leiki esingum í Lands- inni. segir í viðtali við n sportal.fo að ægður með kaganum en ým- komið honum á attspyrnan sem Íslandi er talsvert í Færeyjum. Á meira um langar fram völlinn og hraðinn ekki eins junum og heima í “ segir Johnson. ja n k- Á R- g s- tt ar da g t. u ði af á t- r- sá að s- m a- í n- n- bogason var góður í marki KR en samt verður mark Þróttar að skrifast á hans reikning. Vörn KR-liðsins var ekki sannfærandi. Oft og tíðum er engu lík- ara en sumir varnarmenn Vesturbæ- inga séu með öllu mállausir. Hægt væri að auðvelda varnarvinnuna ef varnar- menn töluðu meira saman. Miðjuspilið var sæmilegt, Jón Skaftason var þó í hlutverki áhorfanda á meðan Kristinn Hafliðason lét meira til sín taka og var duglegur að taka þátt í sóknarleiknum. Veigar Páll og Bjarki Gunnlaugsson léku oft og tíðum skemmtilega í fram- línunni og þá kom Sigurður Ragnar frískur inn á í hálfleik. Þróttarar eru eflaust ellefu daga hvíld fegnir því nokkrir leikmenn hjá þeim virtust lúnir í síðari hálfleik. Liðs- heild Þróttar var sterk og engin ástæða fyrir þá að hengja haus þrátt fyrir tap. Í jöfnu liði léku Guðfinnur Þ. Ómars- son, Charles McCormick og Ólafur Tryggvason manna best og sá síðast- nefndi lék líklega sinn besta leik í sum- ar. Morgunblaðið/Árni Torfason gist grannt með. kaði KA 3:1 ÍBV Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeildin, 10. umferð Akureyrarvöllur Sunnudaginn 13. júlí 2003 Aðstæður: 7º hiti, norðan kaldi og súld. Áhorfendur: 600. Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 5. Aðstoðardómarar: Marinó Þorsteinsson, Sigurður Þór Þórsson . Skot á mark: 14(10) - 9(7) Hornspyrnur: 4 - 4 Rangstöður: 0 - 1 Leikskipulag: 4-4-2 Sören Byskov Örlygur Þór Helgason Slobodan Milisic M Ronnie Hartvig M Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson M Hreinn Hringsson M Steinn V. Gunnarsson M Dean Martin M Þorvaldur Örlygsson M (Jón Örvar Eiríksson 82.) Jóhann Helgason (Steingrímur Örn Eiðsson 82.) Steinar Tenden M (Elmar Dan Sigþórsson 67.) Birkir Kristinsson Unnar Hólm Ólafsson Tryggvi Bjarnason M Tom Betts Hjalti Jóhannesson Ian Jeffs M (Pétur Runólfsson 82.) Andri Ólafsson (Bjarni Rúnar Einarsson 69.) Bjarnólfur Lárusson M Bjarni Geir Viðarsson (Einar Hlöðver Sigurðsson 82.) Atli Jóhannsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson 1:0 (14.) Eftir baráttu í vítateig Eyjamanna barst boltinn til Hreins Hringssonar sem staddur var við vítateiginn hægra megin. Hann sendi boltann með vinstri fótar-bananaskoti í fjærhornið, yfir Birki Kristinsson. 1:1 (24.) Hjalti Jóhannesson átti góða sendingu inn á markteig KA af vinstri kanti. Þar kom Ian Jeffs og stangaði boltann í netið af stuttu færi. 2:1 (36.) Hreinn Hringsson átti fyrirgjöf frá hægri sem Tryggvi Steinn Bjarnason hreinsaði beint upp í loftið. Steinar Tenden beið nánast úti við enda- mörk og skallaði síðan boltann yfir Birki úr að því er virtist ómögulegu færi. 3:1 (39.) Hreinn Hringsson fékk boltann rétt utan við teig ÍBV hægra megin. Hann lék á nokkra Eyjamenn í vítateignum og sendi síðan boltann í fjærhornið með vinstri fótar skoti. Gul spjöld: Steinn V. Gunnarsson, KA (18.) fyrir brot.  Tryggvi Bjarnason, ÍBV (62.) fyrir brot.  Þorvaldur Örlygsson, KA (66.) fyrir brot.  Jóhann Helgason, KA (74.) fyrir óíþróttamannslega framkomu.  Ian Jeffs, ÍBV (80.) fyrir brot.  Bjar- nólfur Lárusson, ÍBV (85.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin. Það var aðeins á upphafsmínútun-um sem gestirnir úr Eyjum gerðu usla á vallarhelmingi KA- manna og nokkur hálffæri litu þá dags- ins ljós en aldrei náðu þeir að skapa veru- lega hættu. Fyrsta alvörufærið fékk Ronnie Hartvig, varnarmaður KA, en hann skaut framhjá úr upplögðu færi. Síðan komu mörkin á færibandi og var Hreinn Hringsson þar í aðalhlutverki. Fyrsta markið kom eftir kortér og var það stórglæsilegt hjá Hreini en Eyjamenn þurftu ekki nema tíu mín- útur til að jafna metin. Eftir það blésu heimamenn til sóknar og þeir komust aftur yfir á 36. mínútu með marki sem verður að teljast eitt það skrítnasta sem sést hefur á Íslandsmótinu lengi. Steinar Tenden gerði þá einstaklega vel með því að skalla boltann til hliðar og yfir Birki Kristinsson nánast frá endamörkum. Rothöggið kom svo þremur mínút- um síðar en þá tókst Hreini Hrings- syni að plata Eyjavörnina upp úr skónum. Eftir mörkin gerðist fátt markvert og heimamenn héldu nokkrum yfirburðum á miðjunni svo Eyjamenn náðu lítið að ógna marki þeirra. KA fékk síðan vítaspyrnu á 73. mínútu. Hreinn Hringsson tók spyrn- una en Birkir Kristinsson varði. Boltinn barst til Jóhanns Helga- sonar sen afgreiddi hann örugglega í netið en Kristinn Jakobsson dæmdi markið af vegna þess að Jóhann fór of snemma af stað inn í teiginn. Elmar Dan Sigþórsson fékk svo gott færi skömmu síðar en skallaði boltann yfir mark ÍBV. Heimamenn voru vel að sigrinum komnir og voru flestir leikmenn að standa fyrir sínu. Ronnie Hartvig var öflugur í öftustu vörn og stöðvaði flestar sóknir ÍBV. Á miðjunni voru Þorvaldur og Steinn Viðar mjög traustir og Dean Martin var eins og þeytispjald um allan völl. Frammi var Steinar Tenden ávallt ógnandi og Hreinn Hringsson átti frábærar risp- ur. Í liði Eyjamanna var fátt um fína drætti þótt baráttan í liðinu hefði ver- ið góð. Öruggur KA-sigur KA-mönnum tókst loks að landa sigri í Landsbankadeildinni eftir þrjá tapleiki í röð. Það voru Eyjamenn sem komu til Akureyrar í gær og þeir áttu aldrei möguleika gegn massífum KA-mönnum. KA sigr- aði sanngjarnt, 3:1, og er nú komið úr fallsæti upp í það sjöunda. Einar Sigtryggsson skrifar Hreinn Hringsson skoraði tvömarka KA-manna gegn ÍBV og var að vonum sáttur að leik loknum. „Þetta var baráttu- sigur, menn unnu fyrir þessum þremur stigum í dag,“ sagði Hreinn, sem skoraði fyrra mark sitt snemma leiks. „Smá heppnisstimpill yfir því en svo feng- um við á okkur mark sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Svo komu tvö mörk hjá okkur, við fengum þægilega stöðu og þetta var baráttu- sigur.“ Hreinn hefði getað skorað þrennu í leiknum en Birkir Kristins- son varði vítaspyrnu frá honum. „Það gefst varla betra tækifæri en þetta til að ná þrennu,“ sagði Hreinn glottandi. „Karlinn valdi rétt horn, þetta var alveg út við stöng, en mað- ur grætur þetta ekki fyrst leikurinn vannst en það hefði verið annað ef þetta hefði skipt máli. Hreini fannst engin ástæða til svartsýni þótt KA sé á meðal neðstu liða. „Við erum búnir að spila níu leiki, þetta er hálfnað hjá okkur. Staðan sem slík núna skiptir ekki miklu máli. Talaðu við mig eftir fimmtándu umferð, þá skal ég segja þér hvort ég er bjartsýnn eða ekki,“ sagði Hreinn með sannfæringu. Vantar baráttuna Birkir Kristinsson, markvörður og fyrirliði Eyjamanna, var ekki nógu ánægður með leik síns liðs. „Mér fannst við byrja leikinn vel en svo gáfum við þeim hálfdapurt mark snemma. Reyndar fannst mér við gefa þeim þessi mörk, við hefðum átt að geta komið í veg fyrir þau. Mér fannst við vera að skapa okkur svo- lítið í fyrri hálfleik en duttum niður í seinni hálfleik á móti vindinum.“ Á heildina litið fannst Birki sigur KA vera sanngjarn. „KA barðist vel all- an leikinn og þeir áttu sigurinn fylli- lega skilið. Þeir voru grimmari en við í seinni hálfleik og við náðum ekki að brjóta vörnina hjá þeim á bak aftur. Birkir sagðist hafa verið sáttur við gengi liðsins í mótinu, fram að þess- um leik. „Ég er ósáttur núna en sæmilega sáttur með fyrri helming mótsins. Miðað við allt þá er ekki hægt að vera ósáttur við að vera um miðja deild. En fyrir þennan leik vorum við fimm stigum frá toppnum og fimm stigum frá botni og nú erum við nær botninum.“ Birkir segir að liðið virðist leika best þegar mikið er í húfi. „Einhverra hluta vegna virð- umst við gjarnir á að stilla okkur upp við vegg. Mér finnst við ekki ná upp almennilegri baráttu fyrr. Fyrir síð- asta leik uppi á Skaga vorum við í þeirri stöðu og þá náðum við góðum leik. Núna vorum við í betri stöðu og þá virðist mönnum hætta til að verða svolítið værukærir. Unnum fyrir stig- unum Eftir Val Sæmundsson SÆVAR Þór Gíslason, leik- maður Fylkis í knattspyrnu, leikur ekki með félögum sínum í kvöld gegn Fram á Laugardals- velli. Sævar Þór hefur ekkert leikið frá því í 6. umferð, þá gegn KR. „Mjöðmin er ennþá að angra mig. Ég hef verið með á undanförnum æfingum og er vongóður um að geta leikið með gegn Grindvíkingum í þarnæstu umferð,“ sagði Sævar Þór Gísla- son í samtali við Morgunblaðið í gær. Sævar Þór hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliði Fylkis það sem af er Íslandsmóti. Liðið hefur ekki skorað jafn fá mörk að lokinni fyrri umferð frá því hann gekk til liðs við Fylki, 2001, en Sævar hefur verið einn helsti markahrókur Fylkis. Sævar Þór ekki með í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.