Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 7
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 B 7 Leikgleði, ákefð og barátta var ein-kenni á öllum leikjum mótsins þar sem markmiðið var aðeins eitt, að hafa gaman af því að spila fótbolta. Og má með sanni segja að því markmiði hafi all- ir náð, þrátt fyrir að nokkrir hafi skrámast í átökunum, hlotið byltur og fengið högg. Allt hluti af leiknum. Forráðamenn unglinganefndar ÍA gerðu veigamiklar breytingar á keppnisfyrirkomulagi Lottómótsins að þessu sinni en þar mættu til leiks 92 lið frá 24 félögum en keppendur eru á aldrinum 5–7 ára gamlir, bróð- urpartur þeirra drengir en eitt lið var skipað stúlkum frá Akranesi. Kepp- endur voru því um 780 alls og með foreldrum, þjálfurum og „fylgdarliði“ má ætla að rúmlega 2.000 manns hafi verið á Akranesi í tengslum við mótið. Engir úrslitaleikir Breytingarnar voru þær helstar að stefnt var að því að liðin fengju fleiri andstæðinga við hæfi. Engir eiginlegir úrslitaleikur voru leiknir að þessu sinni. Ekkert lið gat endað neðar en í 6. sæti, en liðin léku í deildum sem nefnd voru „enska deildin“, „spænska deildin“, „ítalska deildin og svo framvegis. Brandur Sigurjónsson einn af höfuðpaurum mótsins sagði að markmið Lottó- mótsins væri að leikmenn upplifðu knattspyrnu á jákvæðan hátt og færu heim frá mótinu með góðar minning- ar um skemmtilega daga. „Jákvæð upplifun“ „Til að ná þessu markmiði var farið yfir þá þætti sem helst gátu dregið úr þessari jákvæðu upplifun og voru eft- irfarandi þættir nefndir til sögunnar. Lið voru burstuð. Krafan um árangur var ofar leik- gleði. Til að bæta úr þessu var sett upp leikjafyrirkomulag sem gat bætt úr þessu. Við höfum aðeins fengið já- kvæð viðbrögð eftir þessar breyting- ar frá þjálfurum og foreldrum. Leik- mennirnir sjálfir hafa hins vegar lítið spáð í þessa hluti, “ sagði Brandur. Liðin sem tóku þátt að þessu sinni voru: Afturelding, Breiðablik, FH, Fjölnir, Fram, Fylkir, Grindavík, Grótta, Haukar, HK, ÍA, ÍBV, ÍR, Keflavík, KR, Leiknir, Njarðvík, Sel- foss, Sindri, Stjarnan, Valur, Víking- ur, Þór Ak. og Þróttur Reykjavík. HK úr Kópavogi var útnefnt sem prúðasta liðið á Lottómótinu að þessu sinni en hópurinn þótti standa sig af- ar vel utan vallar sem og inni á vell- inum sjálfum. Grótta fékk hins vegar háttvísis- verðlaun Knattspyrnusambands Ís- lands, en liðið sýndi af sér prúð- mennsku og íþróttaanda í leikjum sínum á mótinu. Tæplega 800 ungir knattspyrnumenn skemmtu sér vel á Lottómótinu á Akranesi Heim með góð- ar minningar HVERNIG er staðan í leiknum?“ sagði leikmaður Fjölnis við þann sem þetta ritar sl. föstudag á árlegu Lottómóti ÍA. Leikurinn var langt á veg kominn og þar sem ég var í hlutverki dómarans varð ég að hafa svarið á hreinu fyrir kappann. „Eitt núll fyrir ykkur,“ svaraði hann um hæl: „Ég var næstum því búinn að skora á móti Keflavík í síðasta leik. Er leikurinn að verða búinn? Við erum nefnilega að fara í sund á eftir,“ bætti hann við og hafði greinilega ekki miklar áhyggj- ur af gangi mála, enda aðeins fótboltaleikur í gangi þá stundina. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Ólafur Adolfsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, tók þátt í Lottómótinu sem dómari og hér sér hann til þess að upphafsspyrnan í leik Njarðvíkinga og Hauka sé rétt framkvæmd. Leikgleði! Einn gegn fjórum Haukamönnum leggur framherji Grindavíkur af stað í átt að knettinum en skömmu síðar náði markvörður Hauka að góma knöttinn. Haukarnir voru „rauðir í gegn“ í rauðum búningum og að sjálfsögðu með félagslitinn í hárinu. Hornspyrnurnar voru ótal margar og Þórsarinn bar sig fagmannlega við spyrnuna. Einbeittur Víkingur þrumar að marki Grindavíkur. Leikmaður Þróttar horfir á eftir skottilraun sinni en félagar hans fylgjast af innlifun með útkomunni. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.