Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 8
Fyrri hálfleikur fór að mestu framá vallarhelmingi Þraukara, Eyjastúlkur gerðu hvað þær gátu til að finna glufur á sterkri varnarlínu heimaliðsins en vörnin var sterk og það sem slapp þar í gegn hirti Þóra í marki þeirra. Marki varð þó ekki forðað þegar Guðrún Inga Sívertsen braut á Margréti Láru Viðarsdóttur innan vítateigs á 22. mínútu. Vítaspyrna var dæmd og Margrét Lára skoraði úr henni með öruggu skoti neðst í hægra mark- hornið. Sjálfsagt hafa margir búist við því að nú myndu allar gáttir opn- ast fyrir Eyjaliðið en stelpurnar í „Þraukum“ voru ekki á því að gefa neitt eftir og vörðust vel til leikhlés. Seinni hálfleikurinn var líkur þeim fyrri, ÍBV sótti nær látlaust að marki Þróttar/Hauka sem á móti reyndu að koma boltanum á framherja sinn, Fjólu Friðriksdóttur. Hún komst nokkrum sinnum í þokkaleg færi en enski markvörðurinn Rachel Brown átti ekki í teljandi vandræðum með þau skot sem rötuðu á markið. ÍBV fékk ótal marktækifæri í hálfleikn- um en það var þó ekki fyrr en á 85. mínútu að Olgu Færseth tókst að bæta við öðru marki þeirra eftir frá- bæra fyrirgjöf frá Söndru Sigurlás- dóttur, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Íris Sæmundsdóttir inn- siglaði síðan sigur ÍBV á 88. mínútu. Þóra Reyn var að vonum sátt við sinn þátt í leikslok. „Það er alltaf gaman þegar manni gengur vel en það er svekkjandi að það skuli ekki skila okkur neinum stigum,“ sagði Þóra. „Ég var ekki sátt við að fá ekki tækifæri hjá Val í upphafi sumars og greip því fegins hendi þegar mér bauðst að fara til Þróttar/Hauka á lánssamningi um miðjan júní. Ég var staðráðin í að sýna hvað í mér býr og er mjög sátt við leik minn í dag. Við vorum staðráðnar í að gera betur en gegn KR í síðasta leik, en sá leikur var algjör hörmung. Við þjöppuðum okkur vel saman og ákváðum að við myndum ekki eiga annan svoleiðis leik. Það tókst í dag. Nú verðum við að setja þennan leik til hliðar og horfa á næsta leik sem er gegn Stjörnunni,“ sagði Þóra. Það dylst engum að ÍBV-liðið er firnasterk. Liðið hefur þó lent í vandræðum í síðustu tveimur leikj- um sínum, gegn Stjörnunni þar sem liðin gerðu 0:0 jafntefli og að ná ekki að setja fleiri mörk gegn Þrótti/ Haukum. Leikurinn í gær var þó miklu betri en gegn Stjörnunni, liðið skapaði sér mýmörg færi en frábær markvarsla Þóru Reyn kom í veg fyrir stærri sigur. „Munurinn á þess- um leik og leiknum í Garðabænum er sá að við fengum fá tækifæri í Garða- bæ en hér fengum við fullt af færum. En markmaður þeirra átti stórleik í dag og því náðum við ekki að skora nema þrjú mörk,“ sagði Olga Færs- eth, leikmaður ÍBV. „Okkar aðal hef- ur verið markaskorunin en núna er einhvern flöskuháls í leik okkar og illa gengur að skora. Við verðum bara að bæta úr því,“ sagði Olga sem var í strangri gæslu frænku sinnar og systurdóttur, Jónu M. Jónsdótt- ur, í leiknum. Margrét Lára Viðars- dóttir, Íris Sæmundsdóttir, Michelle Barr og Karen Burke léku best Eyjastúlkna. Leikmenn Þróttar/Hauka eiga hrós skilið fyrir mikla baráttu og mikinn vilja í þessum leik. Varnarlín- an steig varla feilspor og frammi hamaðist Fjóla Friðriksdóttir á við fjóra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Olga Færseth spyrnir knettinum að marki Þróttar/Hauka þar sem Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir markvörður og systurdóttir Olgu, Jóna Sigríður Jónsdóttir, eru til varnar og komu í veg fyrir að Olgu tækist að skora annað mark sitt í leiknum á Ásvöllum. Þóra fór á kostum í marki Þróttar/Hauka ÞÓRA Reyn Rögnvaldsdóttir átti sannkallaðan stórleik í marki sam- eiginlegs liðs Þróttar/Hauka þegar liðið tók á móti ÍBV á Ásvöllum í gær, en leikurinn var fyrsti leikur 9. umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu. Miðað við stöðu liðanna í deildinni hefðu ÍBV- stúlkur átt að eiga auðveldan leik fyrir höndum en barátta og vilji leikmanna Þróttar/Hauka var til mikillar fyrirmyndar og máttu Eyja- stúlkur hafa verulega fyrir 3:0 sigri. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Annar sigur „norður- bandalagsins“ „NORÐURBANDALAGIГ svokallaða, sameiginlegt lið Þórs/KA/ KS, vann góðan sigur á Stjörnunni, 1:0, í leik liðanna í Lands- bankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. Leikurinn fór fram á Siglu- fjarðarvelli og skoraði Rakel Óla Sigmundsdóttir eina mark leiks- ins sem jafnframt er hennar fyrsta mark á leiktíðinni. Þetta var annar sigur „norðurbandalagsins“ í deildinni og með sigrinum komst það upp í 6. sæti deildarinnar. Liðið er með 6 stig eins og FH, Stjarnan hefur 7 en lið Þróttar/Hauka situr á botninum með 3 stig. ERNIE Els sigraði af öryggi á Opna skoska meistara- mótinu í golfi sem lauk í gær á Loch Lomond- vellinum en S-Afríkumað- urinn lék á 17 höggum undir pari en hann lék lokahring mótsins á 69 höggum líkt og Phillip Price frá Wales og Darren Clarke frá N-Írlandi en þeir urðu í öðru og þriðja sæti. Þetta er fimmta mótið á leiktíðinni sem Els ber sigur út býtum á en hann á titil að verja á Opna breska meist- aramótinu sem fram fer í næstu viku á Royal St George’s-vellinum en Els sigraði á Muirfield-vellinum fyrir ári. „Þetta er allt í áttina hjá mér,“ sagði Els að loknu mótinu í Skotlandi og vildi ekki gera mikið úr mögu- leikum sínum á Royal St George’s- vellinum í næstu viku. „Sjálfstraustið er meira í dag en fyrir nokkr- um vikum en hvort það dug- ir mér til þess að vinna Opna breska mótið veit ég ekki um. En ég veit aðeins að mér líður vel þegar ég stend við boltann áður en ég slæ og það er alltaf góð til- finning,“ sagði Els sem sigr- aði einnig á Opna skoska mótinu fyrir ári en þess ber að geta að hann lék á 64 höggum á fyrsta keppnis- degi mótsins. Els í góðum gír á Loch Lomond  HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn fyrir Kärnten sem tapaði fyrir Austria Vín, 2:1, í árlegum leik meistaranna og bikarmeistaranna í Austurríki á laugardaginn. Grind- víkingar mæta sem kunnugt er liði Kärnten í 1. umferð UEFA-keppn- innar sem fram fer í ágúst.  SIGÞÓR Júlíusson, leikmaður KR í knattspyrnu, er rifbeinsbrotinn og verður frá keppni næstu vikur af þeim sökum.  FYRSTA skot Íslandsmeistara KR á mark nýliða Þróttar kom ekki fyrr en í uppbótartíma í fyrri hálf- leik. Þá átti Bjarki Gunnlaugsson skalla beint á Fjalar Þorgeirsson, markvörð Þróttar.  KA-menn unnu sinn fyrsta sigur gegn ÍBV á heimavelli í 22 ár og fjórða sigurinn á Eyjamönnum í 18 leikjum liðanna í efstu deild.  PÉTUR Marteinsson lék ekki með Stoke í fyrsta undirbúningsleik liðs- ins fyrir komandi tímabil. Stoke mætti grönnum sínum í Newcastle Town og sigraði, 4:1. Pétur sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki getað spilað leikinn vegna smá- vægilegra meiðsla í nára.  AUÐUNN Helgason lék allan leik- inn fyrir Landskrona sem gerði markalaust útivelli á móti Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Landskrona er í ellefta sæti af fjórtán liðum með 15 stig eftir 14 leiki.  LARRY Bird hefur verið ráðinn forseti NBA körfuknattleiksliðsins Indiana Pacers. Bird þjálfaði liðið fyrir þremur árum. Isiah Thomas, gamall andstæðingur Birds, er nú þjálfari liðsins og sögðust þeir báðir hlakka til samstarfsins. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.