Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAFNA BEIÐNI SHARONS Bresk stjórnvöld ætla ekki að verða við óskum Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, um að hætta öllum samskiptum við Yasser Araf- at, leiðtoga Palestínumanna. Þau segjast munu halda áfram að eiga samskipti við Arafat á meðan hann er lýðræðislega kjörinn leiðtogi heimastjórnar Palestínumanna. Ráðist á Bandaríkjamenn Einn bandarískur hermaður féll og sex særðust þegar ráðist var á þá í Bagdad í gærmorgun. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, varar við því að árásum gegn bandarískum her- mönnum í Írak muni sennilega fjölga fremur en hitt á næstu vikum. Lögsaga staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð héraðsdóms frá því 8. júlí sl. um að ríkissaksóknari væri bær til að verða ekki við beiðni bandarískra yfirvalda um að eftirláta þeim lög- sögu í máli varnarliðsmannsins sem ákærður er fyrir tilraun til mann- dráps. Vill flytja inn hreindýrakjöt Stefán Magnússon, hrein- dýrabóndi á Grænlandi, stefnir að útflutningi á kjöti af 2.000 hrein- dýrum til Íslands, Svíþjóðar og Nor- egs í haust. Gangi það eftir hyggst Stefán fullvinna allt kjötið á Húsa- vík. Verð á jörðum fer hækkandi Verð á jörðum hefur farið hækk- andi að undanförnu eftir að hafa ver- ið óeðlilega lágt. Jarðaverð hefur að undanförnu hækkað meira en al- mennt fasteignaverð og mest er hækkun á jörðum með veiðihlunn- indi, að mati Magnúsar Leópolds- sonar fasteignasala. Alvarleg tíðindi Kaupfélagi Árnesinga hefur verið veitt þriggja vikna stöðvun vegna mikilla fjárhagsörðugleika, en félag- ið skuldar 1.765 milljónir kr. sem er 345 milljónir umfram skipulagningu félagsins. Hafin er vinna að fjár- hagslegri endurskipulagningu fé- lagsins. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir greiðslustöðvun fé- lagsins alvarleg tíðindi fyrir sveitar- félagið. Yfirstjórn talin veik Í stjórnsýsluendurskoðun Rík- isendurskoðunar á Veðurstofu Ís- lands kemur m.a. fram að ekki sé kveðið nógu skýrt á um hlutverk Veðurstofunnar. Þá skorti á að yfir- stjórn hennar sé nægjanlega sam- stillt. Tekið er fram að hún sé veik og ósamstiga. Það komi niður á starfsemi hennar. Í skýrslunni er tekið fram að mikilvægt sé að um- hverfisráðuneytið endurskilgreini sem fyrst lagaramma stofnunar- innar og hlutverk. Y f i r l i t Í dag Viðskipti 12/13 Forystugrein 24 Úr verinu 13 Viðhorf 28 Erlent 14 Minningar 28/33 Höfuðborgin 15 Bréf 34 Akureyri 16 Dagbók 36/37 Suðurnes 17 Íþróttir 38/41 Landið 19 Fólk 42/45 Neytendur 20 Bíó 42/45 Listir 20/21 Ljósvakar 46 Umræðan 22/23 Veður 47 * * * INNAN umhverfisráðuneytisins er áformað að hefja endurskoðun á hlutverki, stefnu og lögum um Veðurstofu Íslands. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Veðurstof- una. Skýrslan er niðurstaða stjórnsýsluendur- skoðunar á Veðurstofunni, sem hófst í nóvember 2002. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að ekki sé kveðið nógu skýrt á um hlutverk stofnunar- innar og að það skorti á að yfirstjórn hennar sé nægjanlega samstillt. Það komi niður á starfsemi hennar. Í skýrslunni segir m.a. að mikilvægt sé að um- hverfisráðuneytið endurskilgreini sem fyrst laga- ramma Veðurstofunnar og hlutverk. „Þegar stofn- uninni verður mörkuð ný stefna þarf að taka skýra afstöðu til þess að hve miklu leyti veðurþjónusta verði skilgreind sem samkeppnisþjónusta og verð- lögð í samræmi við það.“ Þá segir í skýrslunni að full ástæða sé að kanna gaumgæfilega hvaða leiðir séu færar til þess að samræma þá veðurþjónustu sem opinberar stofn- anir sinna. „Þar má nefna veðurþjónustu við sjó- menn sem Siglingastofnun hefur nokkurt frum- kvæði að, svo og veðurþjónustu við vegfarendur sem Vegagerðin hefur sinnt.“ Hefur jákvæða ímynd Í samantekt skýrslunnar kemur fram að meg- instyrkleikar Veðurstofunnar séu m.a. jákvæð ímynd hennar. Greint er frá því að stofnunin njóti almenns trausts sem fagstofnun á sviði veðurfræði og tengdum viðfangsefnum. Þá kemur fram að Veðurstofan hafi að jafnaði verið rekin í samræmi við fjárheimildir að undanskildu árinu 2000. Veikleikar Veðurstofunnar felast á hinn bóginn í því, að mati Ríkisendurskoðunar, að ekki er kveðið nógu skýrt á um hlutverk hennar. „Nauð- synlegt er að endurskoða skipurit hennar og setja fram skýrari starfslýsingar og raunhæf árangurs- tengd markmið. Þá skortir að yfirstjórn stofnun- arinnar sé nægjanlega samstillt.“ Skipulagi Veðurstofu Íslands var breytt árið 1994 eftir úttekt sem þá var gerð á starfsemi hennar, að því er fram kemur í skýrslunni, og var nýju skipuriti ætlað að einfalda verk- og vinnu- ferla. „Í reynd má segja að enn hafi ekki tekist að laga starfsemi Veðurstofunnar að fullu að nýju skipuriti heldur hafi gamla skipulagið að hluta til verið fellt inn í það nýja,“ segir í skýrslunni. „Göm- ul verkaskipting og gamlir deildarmúrar hafa því haldist bæði meðal yfirmanna og margra starfs- manna. Brýnt er að skipurit stofnunarinnar verði virkt og að það sé lýsandi fyrir uppbyggingu og starfsemi stofnunarinnar.“ Stoðir yfirstjórnar styrktar Í skýrslunni segir að stjórnsýsluendurskoðunin leiði í jós að bæta þurfi verkferla og útbúa skýrari starfslýsingar fyrir sviðsstjóra og aðra starfs- menn. „Þá er yfirstjórn (veðurstofustjóri og sviðs- stjórar) Veðurstofunnar veik og ósamstiga og kemur það niður á starfsemi stofnunarinnar. Efla verður samstöðu yfirstjórnarinnar og styrkja stoðir hennar undir stjórn veðurstofustjóra þann- ig að hægt verði að ráðast í þær úrbætur á starf- seminni sem nauðsynlegar eru.“ Ríkisendurskoðun segir að skýra þurfi hlutverk Veðurstofu Íslands Yfirstjórn veik og ósamstiga ÞEIR fúlsuðu ekki við volgri mjólkinni heim- alningarnir Bangsi og Boli. Þeir eru bræður og móðurlausir og verða því að treysta á mannfólkið á matmálstímum. Þótt þeir kunni ekki á klukku vita þeir vel hvað tímanum líð- ur og eru alltaf mættir á fjögurra tíma fresti við hliðið þar sem þeim er gefið. Strandafé er oft marglitað eins og þessi lömb en annað er móflekkótt og hitt grátt. Vegna litafjölbreytni hefur fé af þessu svæði verið vinsælt í húsdýragarðinum í Laugardal en þar eru margar kindur af Ströndum. Það eru frænkurnar Svanlaug Guð- jónsdóttir og Margrét Unnur Guðmundsdóttir sem gefa lömbunum úr pelum. Þær eiga heima í Kópavogi en voru í heimsókn á Ströndum í kuldanum sem verið hefur undan- farið þegar hitastigið fór allt niður í 6 gráður þótt hásumar sé. Bangsi og Boli fá sopann sinn Hólmavík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir TÚNFISKVEIÐAR eru heim- ilar hér við land frá og með 15. ágúst nk. Útgerðum þriggja ís- lenskra skipa var úthlutað veiðileyfi ásamt nokkrum jap- önskum. Ekki er gert ráð fyrir að tvö íslensku skipanna muni nýta sér heimildina. Túnfiskur, sem er einhver verðmætasta sjávarafurð sem til er, hefur verið veiddur hér við land síðustu árin og hefur verið um tilraunaveiðar að ræða. Ísland gerðist aðili að Atlantshafstúnfiskveiðiráðinu á síðasta ári og hefur verið út- hlutað 30 tonna kvóta fyrir þetta ár. Tæplega er búist við að tvö skipanna sem fengu leyfi til veiðanna muni nýta sér það þar sem annað þeirra er í Bras- ilíu og hitt á Nýja-Sjálandi. Að sögn útgerðarmanns þess þriðja er málið í undirbúningi. Óvissa um túnfiskveið- ar íslenskra skipa  Óvíst um/13 SAMKEPPNISSTOFNUN gerir ekki athugasemdir við kaup Pennans hf. á fjórum bókaverslunum Máls og menningar í eigu Eddu útgáfu hf. Kaupsamningur var gerður um miðjan apríl sl. og sendur til sam- keppnisyfirvalda í lok apríl. Að sögn Páls Braga Kristjónssonar, forstjóra Eddu útgáfu, verður unnið af kappi að því næstu daga að ganga frá sam- runanum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru um hundrað manns á launaskrá bókaverslananna fjögurra og verða ekki breytingar á högum þeirra við þessi viðskipti. Gunnar Dungal, eigandi Pennans hf., segir að ekki verði heldur gerðar breytingar á rekstri bókaverslan- anna. Páll Bragi segir niðurstöðuna ánægjulega en tekur fram að hann hafi ekki átt von á að það myndi taka svo langan tíma að komast að niður- stöðu. Samkeppnisstofnun hafi feng- ið samrunaáætlunina 29. apríl sl. og því tekið hana um tvo og hálfan mán- uð að komast að niðurstöðu. Það hafi skapað ákveðið óvissuástand sem hafi skaðað reksturinn. Þá hafi það verið óþægilegt fyrir starfsfólk. Kaup Pennans á verslunum Máls og menningar Samkeppnisstofnun ger- ir engar athugasemdir VINNUSKÚR á palli flutninga- bifreiðar skall í Höfðabakkabrúna á Ártúnshöfða í Reykjavík upp úr klukkan níu í gærkvöld þegar verið var að flytja skúrinn úr Hafnar- firði. Skúrinn féll af palli bifreið- arinnar og stakkst niður á götuna. Vegurinn var auður þegar óhappið varð og urðu engin slys á fólki. Bíll- inn var ekki í lögreglufylgd eins og oft er þegar hús eru flutt milli staða en hús yfir ákveðnum breiddar- mörkum þurfa lögreglufylgd þegar þau eru flutt. Skúrinn var hins veg- ar undir þeim mörkum. Morgunblaðið/Golli Vinnuskúr skall í Höfðabakkabrúna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.