Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í gær stoltur af þeim þætti sem hann hefði átt í að steypa Saddam Hussein af stóli og varði greinar- gerðir þær sem ríkisstjórn hans birti um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka í aðdraganda innrás- arinnar í Írak. Á blaðamannafundi við lok tveggja daga ráð- stefnu leiðtoga miðju-vinstri-flokka frá 14 löndum í bænum Bagshot skammt frá Lundúnum gaf Blair ekki bein svör við spurningu um það hvort hann stæði við fullyrðingar brezkra leyniþjónustu- manna að Írakar hefðu reynt að fá úran keypt frá Afríkuríkinu Níger. Bush segir sínar upplýsingar „ári góðar“ Þessi meinta tenging við Níger hefur verið dreg- in í efa og hefur verið til skoðunar í Bandaríkj- unum. Bandaríski varnarmálaráðherrann Donald H. Rumsfeld og Condoleezza Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, hafa sagt að bæði bandarísk og brezk stjórnvöld hafi leyniþjónustuupplýsingar sem styðji grunsemdir um að Írakar hafi reynt að fá kjarnorkuvopnavinn- anlegt úran keypt í Afríku. Þau segja hins vegar bæði að umræddar leyniþjónustuupplýsingar væru ekki það traustar að fullyrðingin um meintar úrankaupatilraunir Íraksstjórnar verðskuldaði að vera nefnd í sjónvarpsávarpi Bush forseta til bandarísku þjóðarinnar, sem hann flutti í janúar síðastliðinn. Bush sagði í gær að þær leyniþjónustuupplýs- ingar sem hann fengi væru „ári góðar“. Þær ræður sem hann hefði flutt stæðu allar á traustum upp- lýsingagrunni. Sagðist hann sannfærður um að Saddam Hussein hefði verið að reyna að koma sér upp gereyðingarvopnum sem ógnaði heiminum og réttlætti að Bandaríkjamenn beittu hervaldi í Írak. Áður hafði Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, sagt í útvarpsviðtali að brezk stjórnvöld gætu ekki skýrt opinberlega frá því hvernig þau hefðu komizt yfir vitneskju um að Írakar hefðu reynt að kaupa úran frá Níger, þar sem upplýsing- arnar hefðu komið frá þriðja ríki, sem hann vildi ekki nefna. „Við trúum því að leyniþjónustuupp- lýsingarnar að baki fullyrðingunum í greinargerð- inni sem birt var 24. september séu réttar, já,“ sagði Straw í viðtalinu. Straw hafnaði ennfremur kröfum um að hleypt yrði af stað óháðri dómsrannsókn á því hvernig ríkisstjórnin meðhöndlaði leyniþjónustuupplýs- ingar um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka. Sagði Straw að stjórnskipuð rannsóknarþingnefnd væri rétti vettvangurinn til að gera slíka rannsókn. Leyniþjónustu- og öryggismálanefnd brezka þingsins sinnir sínu verki á bak við luktar dyr og niðurstöður rannsókna hennar eru fyrst sýndar forsætisráðherranum áður en þær eru kynntar þinginu. Í nefndinni sitja níu menn, bæði úr neðri deild og lávarðadeildinni. Hún ætlar sér að rann- saka meðhöndlun ríkisstjórnarinnar á leyniþjón- ustuupplýsingum í aðdraganda Íraksstríðsins. Straw sagði að nefndin væri „mjög sjálfstætt þenkjandi“ og fullyrti að dómsrannsókn myndi taka of langan tíma. Önnur þingnefnd, utan- ríkismálanefnd neðri deildarinnar, sagði í síðustu viku að enn væru ekki öll kurl komin til grafar í málinu. Blair ver Íraksskýrslur Lundúnum, Bagshot á Englandi. AFP, AP. Jack Straw Tony Blair JACQUES Chirac Frakklands- forseti veifar úr opnum bíl þar sem hann berst með skrúðbúnu riddara- liði franska lýðveldisvarðarins eftir Champs Elysée-breiðgötunni í Par- ís í gær, í hefðbundinni þjóðhátíðar- skrúðgöngu. Þau tímamót urðu í hersýningu gærdagsins, að þýzkur hershöfð- ingi fór í fyrsta sinn frá því í síðari heimsstyrjöld fyrir fylkingu í gegn- um hjarta frönsku höfuðborg- arinnar. Það var Holger Kammer- hoff, yfirmaður Eurocorps- hersveitarinnar sem skipuð er hermönnum frá fimm Evrópulöndum og hefur bækistöðv- ar í Strassborg í Frakklandi. Hann fór fyrir 120 hermönnum sveit- arinnar í odda herskrúðgöngunnar, en þeir báru m.a. þýzka herfána. Um 70.000 hermenn teljast nú til Eurocorps-hersveitarinnar, sem lit- ið er á sem vísi að samevrópskum her. Var samstiga viðleitni Frakka og Þjóðverja til evrópskrar ein- ingar, einnig í varnarmálum, undir- strikuð með áberandi þátttöku liðs- manna sveitarinnar í frönsku þjóðhátíðarskrúðgöngunni. AP Evrópsk eining á Bastilludeginum Eftirlitsmenn SÞ fari aftur til Íraks Í ÁVÖRPUM sínum og fjölmiðla- viðtölum í tilefni af Bastilludeg- inum, þjóðhátíðardegi Frakka, nýttu franskir stjórnmálaleiðtogar tækifærið til að þrýsta á um að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) verði sendir aftur til Íraks, með þeim rökum að það gæti orðið til að leysa ráðgátuna um meinta gereyðingarvopnaeign hinnar föllnu ríkisstjórnar Sadd- ams Husseins. Eftir að hafa fylgzt með her- mönnum úr franska hernum og samevrópsku herdeildinni Euro- corps fylkja liði eftir Champs Elysées í París gagnrýndi Jacques Chirac Frakklandsforseti banda- rísk og brezk stjórnvöld fyrir að hafa neitað vopnaeftirlitsmönnum SÞ um að ljúka sínu verki í Írak áður en ákveðið var að grípa til hernaðaríhlutunar. „Þeir unnu sitt verk af mikilli kostgæfni,“ sagði Chirac; „það verður að gefa þeim svigrúm til að ljúka því.“ Stöðugleikasáttmáli EMU skuli gerður óvirkur Franski varnarmálaráðherrann Michele Alliot-Marie sagði að „bezta leiðin til að eyða óvissunni (um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka) væri að eftirlitsmenn SÞ færu á vettvang og gengju úr skugga um málið.“ Í hefðbundnu þjóðhátíðardags- sjónvarpsviðtali lagði Chirac enn- fremur til, að svonefndur stöðug- leikasáttmáli Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU) yrði gerður óvirkur um hríð. Til þess að hjálpa evru-svæðinu upp úr því efnahagslega samdráttarskeiði sem kjarnaríki þess eins og Frakkland og Þýzkaland glíma nú við ætti að mati forsetans að auka tímabundið vikmörk hagstjórnar- skilyrðanna sem stöðugleikasátt- málinn kveður á um. Að sögn Chiracs ættu fjármálaráðherrar evru-landanna tólf að finna lausn sem stuðlar að stöðugleika en heldur ekki aftur af hagvexti. Ríkisstjórnir Frakklands, Þýzkalands og Portúgals hafa, í samræmi við ákvæði stöðugleika- sáttmálans, fengið ávítur frá fram- kvæmdastjórn ESB fyrir að reka ríkissjóð með meira en 3% halla. Kýpur full- gildir ESB- samninga Níkosíu. AP. KÝPVERSKA þingið samþykkti samhljóða í gær fullgildingu aðild- arsamnings eyríkisins að Evrópu- sambandinu (ESB), sem ganga mun í gildi á komandi vori. Í öllum hinum löndunum níu, sem samið hafa um inngöngu í sambandið í næstu stækkunarlotu þess, er hald- in þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild- arsamninginn. Ekki er gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í stjórnar- skrá kýpur-gríska lýðveldisins; þing- ið eitt tekur lokaákvörðun um stað- festingu samninga á borð við ESB-aðildarsamninginn. Það verður aðeins gríski hluti Kýpur sem gengur í ESB 1. maí 2004 þar sem tilraunir til að sameina eyna í leiðinni og fá tyrkneska hluta henn- ar með inn í sambandið mistókust. Þær tilraunir halda þó áfram. Kýpur var áttunda landið af verð- andi ESB-löndunum tíu til þess að staðfesta aðildarsamningana. Aðeins á eftir að halda þjóðaratkvæða- greiðslur í Eistlandi og Lettlandi. NELSON Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hvatti í gær leiðtoga Evrópuþjóðanna til að leggja baráttunni gegn alnæmi (AIDS) til sambærilegar fjár- hæðir og Bandaríkjastjórn hefur heitið. George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefur heitið 15 millj- örðum Bandaríkjadala til handa baráttunni gegn alnæmi í Afríku og í Kyrrahafsríkjunum. „Miðað við íbúafjölda og stærð evrópska hagkerfisins ætti Evrópa að gera jafnvel betur en Bandaríkin,“ sagði Mandela. Mandela, sem heldur upp á 85 ára afmælisdaginn nk. föstudag, ávarpaði í gær ráðstefnu um al- næmi sem haldin er í París í Frakklandi. Talaði hann tæpi- tungulaust, eins og hans er von og vísa. Mandela sagði m.a. að þó að vissulega hefði árangur náðst í baráttunni gegn alnæmi þá teld- ist hún samt hafa mistekist gjör- samlega. 26 milljónir manna hefðu dáið af völdum alnæmis – 95% þeirra í þróunarríkjum heimsins – og 45 milljónir manna hefðu sýkst af HIV-veirunni sem veldur alnæmi. „Þessar tölur eru yfirþyrmandi og í raun er ekki hægt að meðtaka þær,“ sagði Mandela. „Það blasir við að við eigum hér við að etja versta heilbrigðisvanda í sögu mann- kynsins.“ Segir Evrópumenn verða að gera betur Reuters Mandela í ræðustól í París í gær. JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu og leiðtogi ástralska Íhalds- flokksins, sætti í gær ákúrum forvera síns í embætti vegna meints þýlyndis við Bandaríkjamenn og fyrir að hafa að óþörfu skapað Ástralíu óvini á er- lendum vettvangi. Sagði Malcolm Fraser, sem var lengi leiðtogi Frjáls- lynda flokksins og forsætisráðherra í Ástralíu á árunum 1975–1983, að tími væri til kominn að spyrja hverra þjóðarhagsmuna ríkisstjórn How- ards væri eiginlega að þjóna. Fraser ritaði grein í dagblaðið Sydney Morning Herald þar sem hann fór hörðum orðum um fyrrver- andi samstarfsmann sinn, en How- ard var um tíma fjármálaráðherra í samsteypustjórn íhaldsmanna og frjálslyndra sem laut forystu Fras- ers. Hann sagði Ástrala vera að glata áhrifum sínum í Asíu með því algera þýlyndi sem Bandaríkjamönnum væri sýnt. Þá hefði stjórn Howards fórnað réttindum ástralskra ríkis- borgara með „þrælslegum“ stuðningi við Bandaríkja- stjórn. Var Fraser þar að vísa til máls Davids Hicks sem Bandaríkjamenn hafa í haldi og hyggjast sækja til saka fyrir aðild að hryðjuverkahóp- um fyrir sérstök- um herrétti. Gagnrýndi Fraser að áströlsk stjórnvöld hefðu lagt bless- un sína yfir áform Bandaríkjamanna. Spurning væri hvort Ástralar væru „ekki lengur færir um að taka upp hanskann fyrir Ástrala sem kynnu að þarfnast þeirrar verndar sem ástr- alskur ríkisborgararéttur veitti þeim“. „Eins og staðan er í dag er svarið einfalt. Ekki ef aðgerðir í þá veru valda erfiðleikum í samskiptunum við Bandaríkin,“ ritaði Fraser. Howard lýsti sig ósammála skoð- unum Frasers er hann var spurður um þær í gær. Howard gagnrýnd- ur fyrir „þýlyndi“ Malcolm Fraser Sydney. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.