Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STAÐARTÓNSKÁLD nýliðinnar sumartónleikahelgi í Skálholti var Oliver Kentish (f. 1954) sem réðst hingað sem sellóleikari í SÍ 1977 og hefur kennt í Tónlistarskól- anum á Akureyri en síðar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur tvívegis áður ver- ið staðartónskáld þar eystra og ekki nema tvær vikur frá því er hann kom síðast við sögu á þessum ritvangi þegar Contrasti frum- fluttu verk hans Vöku- drauma í Skálholti. Er- indi hans kl. 14 átti skv. tónleikaskrá að fjalla um tónverkin sem frumflutt yrðu á tónleikum dagsins. Það var að hluta flutt á ensku og um margt fróðlegt, enda þótt meiripart- urinn reyndist aðallega fjalla um bak- svið höfundar út frá sögu brezkrar kirkjutónlistar. Af átta söngverkum Olivers voru frumflutt sjö hin fyrstu, flest við forna kirkjulega latínutexta. „Beatus vir“ og „Pater peccavi“ voru frekar stutt, hæggeng og alvarleg með tónölu síð- rómantísku sniði, hið fyrra gætt bráð- fallegu niðurlagi, en í heild ekki slá- andi hugvitssöm í meðferð hefðbundins hljómferlis. Við nýlegri stíl kvað í hinu lengra (um 9 mín.) „Veni sancte spiritus“ undir yfir- bragði nýklassísismans þar sem skiptust á hægir kaflar og hraðari í sjöskiptri takttegund með innskots- ítrekunum á fyrstu ljóðlínu líkt og A- köflum í rondói. Hér fór líklega sterk- asta tónverk safnsins og víða innblás- ið, t.a.m. gætti óviðjafnanlegrar heiðríkju á „O lux beatissima“, og skjannatærar einsöngsinnkomur Hildigunnar Rúnarsdóttur lyftu ekki síður upplifun manns í hæðir. Verkið endaði á núorðið fremur sjaldheyrð- um rísandi styrk í niðurlagi. Næst voru þrír Davíðssálmar er mynduðu eina heild með nr. 23 (Drottinn er minn hirðir) sem ein- söngsinngang í hljómmiklum meðför- um Ólafs Einars Rúnarssonar að „kantors“hætti synagógusöngs gyð- inga. Hljómeykiskarlar sungu þá nr. 133 (Sjá hversu fagurt) á hebresku með fornlegum fjarrænum blæ við tremólerandi marimbuleik. Loks söng allur kórinn nr. 117 (Lofið Drott- in, allar þjóðir) undir kraftmiklum rytmískum rithætti með þrástef til skiptis í hvoru kyni við tenóreinsöng undir lokin – að líkindum Egils Arnar Pálssonar, þótt hvergi væri einsöngv- ari tilgreindur frekar en við önnur verk. Nútímalegast var „Einn“, eina ver- aldlega verkið og við mergjaða vísu Jóns Helgasonar prófessors. Hljóma- meðferðin var oft krassandi ómstríð, enda þótt textinn virtist nokkuð of- unninn og kæmist fyrir vikið minna til skila. Braut Hljómeyki upp kannski frekar þungbúinn heildarsvip tón- leikanna á glaðværum nótum í lokin með elzta verkinu, Jubilate Deo, þar sem kvað við samfellt fagnandi brúð- kaupshringingu úr rörklukkum og hefði sennilega hentað betur stórum kór, enda yfirgnæfði klukkubangið oftast kórsatzinn. Samt var söngur Hljómeykis í heild mjög vel útfærður undir markvissri stjórn Bernharðs Wilkinson og naut góðs af endurnýj- un síðustu missera einkum í sópran og tenór, þótt enn virð- ist vanta meiri fyllingu í alt og einkum í bassa, enda kemur þar æsku- dýrkun nútímans að minnsta haldi. Sópandi eðaltúlkun Seinni tónleikar laug- ardagsins mynduðu óneitanlega kyrrláta andstæðu við niðurlag hinna fyrri með sembal- verkum frá mið- og síð- barokktíma. Helga Ing- ólfsdóttir lék fyrst afar forvitnilega sjöþætta svítu eftir elzta stór- skáld frönsku Couperin-tónlistar- mannaættarinnar, Louis (1626–61), er gæti með frjálslegri útfærslu pre- lúdía án lengdargilda og taktstrika vel hafa verið meðal fyrirmynda C.P.E. Bachs að „tilfinningasamri“ tilraunastefnu sinni hundrað árum síðar. Þrátt fyrir ögn losaralega mót- un í Saraböndunni (4.) nánast úði og grúði af skemmtilegum hugdettum Couperins í stílvissri túlkun Helgu, og verður að nægja að nefna skondna þrítekningu stakra hendinga í loka- þætti, Tombeau [Gröf] de Monsieur Blancrocher, og samtengjandi stefvísi í upphafi og niðurlagi svítunnar er minnti einkennilega á byrjunartón- ana úr Londonderry Air. Seinni þrjú verkin voru öll úr verk- efnaskrá Helgu frá tónleikum hennar í Salnum þann 6. apríl s.l. Fyrst var hin viðamikla orgelforleiksfantasía Georgs Böhm (1661-1733), Ach wie flüchtig, ach wie nichtig (ekki „Ach wie nichtig, ach wie flüchtig“ eins og víxlaðist bæði nú og í apríl). Böhm var meðal fremstu meistara norðurþýzka skólans og helztu fyrirmynda J. S. Bachs, og léku hin aðskiljanlegu til- brigði verksins af óþvingaðri lipurð í höndum Helgu. Sama má segja um Prelúdíu, fúgu og postlúdíu Böhms þar á eftir, sérstaklega um tignarlega punktuðu Prelúdíuna og brilljant hljómbrotnu Postlúdíuna, þó að Fúg- an í miðju virtist eilítið óskýrt mótuð á köflum. Loks var flutt meistaraverk Johanns Sebastians, Krómatíska fantasían og fúgan í d-moll frá um 1720, á glæsilegu en skilvirku tempói og hljómaði jafnvel enn tilkomumeiri nú en fyrir þremur mánuðum í sóp- andi eðaltúlkun þessa líklega fremsta Bach-semballeikara lýðveldisins. Lofið Drottin, allar þjóðir TÓNLIST Skálholtskirkja Átta söngverk eftir Oliver Kentish, þar af sjö frumflutt. Sönghópurinn Hljómeyki, tenórarnir Egill Árni Pálsson og Ólafur Einar Rúnarsson, Hildigunnur Rúnars- dóttir sópran og Frank Arnink slagverk. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Laug- ardaginn 12. júlí kl. 15. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Louis Couperin: Svíta í F-dúr. G. Böhm: Ach wie flüchtig, ach wie nichtig; Pre- lúdía, fúga og postlúdía í g. J.S. Bach: Krómatísk fantasía og fúga í d BWV 903. Helga Ingólfsdóttir semball. Laugardag- inn 12. júlí kl. 17. SEMBALTÓNLEIKAR Oliver Kentish NÚ stendur yfir á Hótel Eddu, Núpi í Dýrafirði, málverkasýning Þor- lákshafnarbúans og myndlistar- mannsins Bjarna H. Joensen. Verk Bjarna eru öll olíumálverk unnin á striga. Bjarni hefur haldið fjölda einka- og samsýninga þó að hann hafi ekki helgað sig málaralistinni fyrr en hin síðari ár. Meðal annars hefur hann verið með tvær sýningar í Færeyjum. Sýningin á Núpi verður opin í sumar. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Myndlistarmaðurinn Bjarni H. Jo- ensen við tvö verka sinna. Málverka- sýning á Núpi Þorlákshöfn. Morgunblaðið. LISTIR NOTKUN símakorta færist í vöxt meðal ferðamanna erlendis. Ann- ars vegar er um að ræða kort fyrir farsíma með erlendu númeri og hins vegar kort sem hægt er að nota í myntsímum. Fylkir Ágústsson rekur Fylki ehf., bílaleigu og ferðaskrifstofu fyrir Danmerkurferðir, og afhend- ir þeim sem leigja bílaleigubíl í tvær vikur eða sumarhús frítt frelsiskort frá TDC Mobil, sem hægt er að nota til farsímahring- inga innanlands meðan á dvölinni stendur. Fylkir kveðst hafa boðið upp á fyrrgreind frelsiskort um nokkurt skeið. „Fjölmargir ferðamenn hafa vanist því að kaupa frelsiskort, til dæmis á Spáni og í fleiri sólar- löndum. Auk þess kaupir fjöldi ferðamanna til Danmerkur svo- kallaðan „startpakka“ í GSM- símann sinn. Fararstjórar fyrir stærri eða smærri hópa sem nota íslenskt farsímanúmer sitt erlendis sitja oft uppi með himinháa sím- reikninga vegna símtala að heim- an, til að mynda frá foreldrum ef um börn er að ræða. Einnig hringja ferðafélagar erlendis gjarnan milli farsíma með íslensk númer, til og frá Íslandi, á kostnað beggja.“ Fylkir kveðst hafa gert samning við Tele Danmark um dreifingu „startpakkanna“ og er hvert sím- kort jafnvirði 100 danskra króna. Tugþúsunda símreikningar „Undirtektir við þessu hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinir fá kort- ið sent fyrir brottför og geta gefið vinum og ættingjum upp nýja far- símanúmerið sitt áður en lagt er af stað. Ef maður hringir í kunningja sinn erlendis og hann er með far- síma með íslensku númeri borgar hann símtalið og með yfirkostnaði. Ég veit dæmi þess að menn hafa komið heim eftir vikudvöl erlendis og fengið tugþúsunda reikning vegna farsímanotkunar,“ segir hann. Frelsiskort henta aðallega fólki sem ferðast saman og vill tala sín á milli í farsíma, án þess að símtöl fari gegnum Ísland, eða vegna ann- arra símtala innanlands. Kortið gildir í takmarkaðan tíma og er hægt að lengja taltímann með því að kaupa svokallaðar áfyllingar á bensínstöðvum. Þess má geta að hjá Símanum greiðir rétthafi GSM-símans, ef hringt er í hann í útlöndum, sam- kvæmt almennri verðskrá Símans til útlanda. Hjá einstaka símfyrir- tækjum erlendis er einnig tekið gjald fyrir að afgreiða móttekin símtöl og kemur það fram á sím- reikningi. Einnig leggur Síminn á 15% vegna kostnaðar og innheimtu við erlenda aðilann og á heildar- upphæðina leggst síðan 24,5% virð- isaukaskattur. Þegar GSM-sími hjá Og Voda- fone er notaður í öðru landi gildir verðskrá erlenda fyrirtækisins, að viðbættu 20% álagi. Málfrelsi er ekki hægt að nota utan Íslands. Þá má geta þess að Og Vodafone býður viðskiptavinum sínum 20% afslátt á símtölum úr farsímum á fjórum vinsælustu áfangastöðum Íslendinga við Miðjarðarhafið yfir sumarmánuðina. Tilboðið gildir á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og í Portúgal frá 10. júlí til 10. sept- ember. Þessar upplýsingar er að finna á heimasíðum símafyrirtækjanna. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Tímabundin símakort eru kostur fyrir þá sem vilja tala saman í farsíma á ferðalögum án þess að hringja gegnum Ísland með tilheyrandi kostnaði. Erlend símakort góður kostur á ferðalögum NORRÆNA umhverfismerkið Svanurinn gaf nýverið út viðmiðun- arreglur fyrir nýlenduvöruverslanir. Fram kemur í frétt frá Umhverfis- stofnun að verslunareigendum gefst nú kostur á að fá fyrirtæki sín svans- merkt, vinni þau eftir þessum reglum. „Reglurnar eru nokkuð ítarlegar og snúast aðallega um að minnka umhverfisálag vegna starfsemi verslunarinnar, til dæmis við sorp- meðhöndlun og orkunotkun, ásamt því að gerðar eru gæðakröfur. Hljóti verslun Svansmerki er það til marks um að þar sé unnið markvisst að um- hverfismálum,“ segir í fréttatilkynn- ingu. „Svansmerktar verslanir einfalda neytendum leitina að visthæfum vörum, bæði umhverfismerktum og lífrænum, sem stuðlar að bættri um- gengni við umhverfi okkar og sjálf- bærri þróun,“ segir enn fremur. „Verulegur fjárhagslegur ávinn- ingur getur verið af því fyrir verslunareigendur að huga að umhverfismálum. Til dæmis sýnir ný sænsk rannsókn fram á að nýlendu- vöruverslanir geta minnkað orku- notkun um 65% með því að nota orkusparandi kæla og frysta. Ef all- ar sænskar nýlenduvöruverslanir notuðu slíkan kælibúnað myndu sparast 300 milljónir sænskra króna á ári,“ segir að endingu. Svansmerki fyrir ný- lenduvöru- verslanir NÝ kremlína frá N°7 er komin á markað. Lín- an inniheld- ur allt það nýjasta sem getur varið og bætt húðina. Vörurn- ar eru auðveldar í notkun og virka fljótt og er viðskiptavinum boðið upp á að skila vörunni ef hún hentar ekki. N°7 fæst í öllum helstu snyrti- vöruverslunum og apótekum. Kremlína frá N°7 NÝLEGA komu á markað á Ís- landi DORCO- rakvélar. Auk venju- legra þriggja blaða rakvéla eru einnig fáanlegar einnota þriggja blaða raksköfur en slíkt hefur ekki verið í boði hér á landi áður. DORCO er stærsti fram- leiðandi rakvéla og rakvélablaða í Asíu. Einnota rakvélar NÝR mexíkóskur skyndibitastaður, Culiacan, hefur verið opnaður að Faxafeni 9. Culiacan sérhæfir sig í mexíkóskri matargerð eins og hún gerist best en jafnframt skjótri af- greiðslu. Boðið er upp á nýlagaðan mat úr úrvals hráefni. Salsasósur og guacamole-sósur eru útbúnar dag- lega og allt kjöt er marinerað í sólar- hring með sérútbúinni Culiacan- marineringu. Á matseðli eru réttir eins og burr- ito og tacos, nachos og ferskt salat. Maturinn er fitusnauður og til dæm- is inniheldur kjúklingaburrito innan við 3% af fitu. Mexíkóskur skyndibitastaður Culiacan er nýr skyndibitastaður við Faxafen. ÝMUS ehf. hefur hafið innflutning á titaníum-eyrnalokkum frá Blomdahl í neytendapakkningum en áður hafa þeir eingöngu fengist sem skotlokk- ar. Pinninn og spennan eru úr titan- íum en það sem snýr fram er ýmist úr gulli eða silfri. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir nikkel hafa þolað titan- íum-lokka best og getur fólk með nikkelofnæmi notað Blomdahl titan- íum-eyrnalokka nær undantekning- arlaust. NÝTT Titaníum- eyrnalokkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.