Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 23 Dagleg gengisskráning VISA ÞVÍ miður átt ég þess ekki kost að hlusta á fyrirlestur Alyson Bailes framkvæmdastjóra sænsku friðar- rannsóknarstofn- unarinnar (SIPRI) á dögunum. En það bætir þó úr að Morg- unblaðið birti viðtal við hana 26. júní og tveim dögum síðar gerði fundarstjórinn á fyrirlestrinum, Þórunn Svein- bjarnadóttir alþingismaður, nokkra grein fyrir málflutningi Bailes. Bailes kom hingað á réttum tíma með fyrirlestur sinn því að langt er síðan öryggis- og varnarmál hafi ver- ið svo mjög umrædd hér á landi og nú að undanförnu. Umræðan hefur að sönnu fyrst og fremst snúist um veru bandaríska herliðsins og viðbrögð við hugsanlegri brottför þess. Fyrir- lestur Bailes var í raun innlegg í þá umræðu en þó í víðara samhengi, samhengi sem mikilvægt er að hafa í huga við þessa umræðu. Mér þykir þörf á nokkrum athuga- semdum við málfutning Bailes. Sam- kvæmt frásögn Morgunblaðins benti hún á að Vesturveldin hefðu nú á nýj- an leik tiltekna og sameiginlega ógn – hryðjuverk, gereyðingarvopn og svo- nefnd „útlagaríki“ – að takast á við, en um slíkt hefði ekki verið að ræða síðan kalda stríðinu lauk. Jafnframt sagði hún að á síðustu árum hefði NATO þróast í þá átt að verða verk- færi, sem t.a.m. var notað með góðum árangri í að grípa inn í átök á Balk- anskaga. NATO hefði ekki lengur sérstakan hugmyndafræðilegan grundvöll. Að sögn Þórunnar varaði hún við þessari þróun og taldi hana grafa undan pólitísku mikilvægi Atl- antshafsbandalagsins. Nú geld ég þess að hafa ekki verið á fyrirlestr- inum því að mér er ekki alveg ljóst hvað Bailes var að meina með þessu síðastnefnda. Sú mikla hreyfing sem sl. vetur fór út á götur borga og bæja um allan heim til að andæfa stríðinu gegn Írak hefur nú í vor haldið fundi og ráð- stefnur til að ræða stöðuna og fram- tíðina. Á þessum fundum var yfirleitt lögð áhersla á tengsl vaxandi hern- aðarhyggju og kapítalískrar hnatt- væðingar eða heimsvaldastefnu eins og sumir vilja orða það. Þessi andófs- hreyfing gegn stríðinu átti aðild að mótmælaaðgerðum í tengslum við leiðtogafund ESB í Þessalóníki í Grikklandi 21. júní en þar söfnuðust milli 50 og 100 þúsund manns saman undir kjörorðinu: „Stöðvum NATO, Bandaríkin og Evrópusambandið.“ Þarna var sett samhengi milli vax- andi hernaðarhyggju ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur einnig í Evr- ópusambandinu, NATO eins og það virkar nú, nýfrjálshyggju, kapítal- ískrar hnattvæðingar og þess sem virðist í andstöðu við hnattvæð- inguna, stöðugt lokaðri landamæra bæði Evrópusambandsins (Fortress Europe, eins og stundum er sagt) og Bandaríkjanna. Þarna var svo sannarlega ekki litið svo á að NATO hefði ekki lengur sér- stakan hugmyndafræðilegan tilgang. En sú hugmyndafræði sem um er að ræða snýst auðvitað fyrst og fremst um hagsmuni – eins og hug- myndafræði gerir auðvitað oft. Hug- myndafræðin er nýfrjálshyggjan sem snýst fyrst og fremst um að skapa eigendum og handhöfum fjármagns- ins hámarksgróða. Og efnahagsleg frjálshyggja er í raun grundvöllur Evrópusambandsins sem er heims- valdasinnað ríkjasamband, þótt ekki sé það jafn árásargjarnt og Bandarík- in. Það er alveg rétt að á síðustu árum hefur NATO þróast í þá átt að verða verkfæri. Eftir lok kalda stríðsins, þegar Sovétríkin voru horfin sem mótvægi við heimsvaldasinnuðu auð- valdsríkin, var skilgreind ný heim- skipan sem felst í því að öll lönd ver- aldar eiga að taka upp hugmynda- fræði nýfrjálshyggjunnar og stórfyrirtækin eiga að fá aðgang að hverju einasta svæði heimsins þar sem von er um einhvern hagnað. Út- lagaríkin, sem að sögn ógna Evrópu og Bandaríkjunum, eru þau ríki sem ekki hafa hlýðnast þessu. Þau eru skilgreind sem ógn, hryðjuverkaríki eða ríki harðstjórnar með réttu eða röngu en fyrst og fremst til að búa til átyllu til afskipta af þeim. NATO var notað til að grípa inn í átök á Balk- anskaga og hinn góði árangur felst ekki síst í því að nú eiga vestræn stór- fyrirtæki aðgang að þessu svæði og áhrif vesturveldanna nær yfir allan Balkanskaga. NATO stendur fyrst og fremst vörð um hagsmuni stórfyrirtækjanna og auðstéttarinnar. Hernaðarhyggj- an og nýfrjálshyggjan eru hins vegar í andstöðu við hagmuni almennings um allan heim. Andófshreyfingin, sem hefur látið til sín taka um allan heim á undanförnum árum, er svar við þessu. NATO er verkfæri kapítalískrar hnattvæðingar Eftir Einar Ólafsson Höfundur er ritari Samtaka herstöðvaandstæðinga. Í ÞEIM tíu nýju ríkjum sem vænt- anlega verða aðilar að ESB í haust binda stjórnvöld og allur almenn- ingur vonir við að fram undan sé mikil uppsveifla í efna- hagslífinu. Í þessum ríkjum býr vel menntað fólk sem þiggur mun lægri laun fyrir störf sín en þekkjast hér á landi. Þar eru góðir skólar og löng hefð í iðnaði, þótt þunglamalegt stjórnarfar hafi sligað efnahag og heft frumkvæði og fram- tak á síðari hluta 20. aldar. Eftir inn- göngu í ESB verða þessi ríki keppi- nautar okkar um framleiðslu, markaði og starfsfólk. Umræða hér á landi um frekari þróun Evrópusamvinnunnar liggur að heita má í láginni og athafnir í samræmi við það. Í gildi er tíu ára gamall samningur við ESB sem er í fjötrum á meðan Evrópuhraðlestin þýtur hjá. Hingað til höfum við ekki verið reiðubúin til að taka fullan þátt í ESB-samstarfi heldur er hlutskipti okkar fremur að taka við því sem að okkur er rétt. Hvernig ætlum við að mæta vax- andi kröfum um hærra tæknistig fyr- irtækja innan ESB/EES? Hvernig viljum við efla iðnmenntun, verk- fræði- og tæknifræðimenntun? Hvaða störfum viljum við hlúa að? Hvar viljum við sjá vaxtarbrodda at- vinnulífsins spretta? Staðreyndir um menntaða þjóð Vert er að líta á nokkrar stað- reyndir í þessu samhengi. 1. Á Íslandi teljast um 40% vinnu- aflsins til svokallaðra ófaglærðra. Þetta er hærra hlutfall en í ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. 2. Iðnfyrirtæki þurfa fleira vel menntað starfsfólk. Sérstök þörf er að fjölga verk- og tæknimenntuðum. Í könnun, sem Samtök iðnaðarins unnu árið 2000, kom í ljós að 35 fyr- irtæki Samtaka iðnaðarins í ólíkum greinum töldu að fjölga þyrfti verk- fræðingum og tæknifræðingum um 80% til 2005. 3. Samkvæmt nýrri könnun Verk- fræðinga- og Tæknifræðingafélag- anna er hlutfall tæknifræði- og verk- fræðimenntaðs fólks í Finnlandi 4% af heildarvinnuafli. Hér á landi er þetta hlutfall meira en helmingi lægra og það lægsta á Norður- löndum. 4. Ungt fólk gerir sér grein fyrir tækifærum í verk- og tæknifræði. Þetta sýnir t.d. aðsókn að Tæknihá- skóla Íslands næsta haust. Þar sóttu 200 manns um nám í tæknigreinum en fjárveitingarvaldið úrskurðaði í fyrstu að tekið yrði aðeins við rúm- lega 60 nýnemum. Sérstök fjárveit- ing fékkst síðan fyrir 50 nemendur til viðbótar. Þennan skilning í verki ber að þakka. Áfram veginn – en hvaða veg? Við eigum tveggja kosta völ. Ann- ars vegar getum við haldið áfram að hjakka í sama farinu, leyft að innrita sama fjölda í iðn-, verk- og tækni- greinar og undanfarin ár. Með því móti minnkar hlutfall verk- og tækni- menntaðra og tækifærið til að byggja upp tæknisamfélag með fjölda góðra og vel launaðra starfa gengur okkur úr greipum. Draumar um að verða í fararbroddi í iðnaði og tækni á heims- vísu verða áfram aðeins draumar. Þá munum við eiga í sérkennilegum skiptum við ESB um störf. Við þurf- um að flytja inn tæknifólk sem við höfum ekki burði til að mennta sjálf. Í skásta falli flytjum við í staðinn út ófaglært starfsfólk til láglaunastarfa á meginlandinu, í versta falli fjölgar atvinnulausum og lítt menntuðum hér á landi. Varla er þetta ákjósanleg framtíðarsýn – eða hvað? Ef við höfum metnað til getum við hins vegar tekið alvarlega nýja stöðu Evrópusambandsins, spýtt í lófana og látið drauminn um að taka okkur stöðu með tæknivæddum og fram- farasinnuðum þjóðum rætast. Til þess að það megi takast er nauðsyn- legt að stjórnvöld marki stefnu í mál- efnum verk- og tæknimenntunar til næstu ára. Það er hættulegt að aka vagninum eftir baksýnisspeglinum. Slík ferð endar úti í skurði. Með sama hætti er ómögulegt að byggja upp verk- og tækniþekkingu framtíðar- innar í samræmi við nemendafjölda gærdagsins og horfa fram hjá þörf- um og framtíðarmöguleikum fyrir- tækja. Marka þarf nýja stefnu í iðn- menntun, verkfræði og tæknifræði sem tekur mið af þeim tækifærum sem bíða iðnaðarins á næstu árum. Stefnan verður hins vegar ekki að veruleika nema auknu fjármagni sé varið til kennslu í iðngreinum, verk- fræði, tæknifræði og tengdum grein- um. Og gefum því gaum að sérhver króna, sem varið er til aukinnar menntunar í tæknigreinum, er græddur eyrir. Nýsköpun og verð- mæt störf fylgja helst greinum sem reiða sig á þekkingu og færni tækni- menntaðs fólks. Vonandi er ákvörðun stjórnvalda um að fjölga nú tækninemum við Tækniháskólann ekki aðeins stund- arráðstöfun heldur liður í að fram- fylgja með markvissum hætti ákvæð- um stjórnarsáttmálans um að auka veg menntunar sem atvinnulífið hef- ur þörf fyrir. Tækniþekking er samkeppnisvara Eftir Inga Boga Bogason Höfundur starfar hjá Samtökum iðnaðarins. Ríkharður M. Jósafatsson Austurlensk læknisfræði Nálastungur og nudd 553-0070 GSM: 863-0180 Bogense nuddkrem þegar þú vilt líkamann stinnari og grennri 20% afsláttur í næsta apóteki Veglegur kaupauki                        ! 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.