Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 29 ✝ Kristinn Jónssonfæddist í Vorsa- bæ í Landeyjum 10. febrúar 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 6. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Er- lendsson, bóndi í Vorsabæ, og kona hans Þórunn Sigurð- ardóttir, sem bæði eru látin. Systkinin voru 15 og er Guð- björg Magnea ein eftirlifandi. Hinn 10. febrúar 1951 kvæntist Kristinn Andreu Guðmundsdóttur, f. 30. júlí 1925, frá Drangavík á Ströndum. For- eldrar hennar voru Guðmundur Guðbrandsson og Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Kristinn og Andrea eignuðust sjö börn þau eru: 1) Sjöfn Inga, gift Helga Guð- mundssyni og eiga þau átta börn, 2) Er- ling Svanberg, kvæntur Önnu Björgu Þormóðs- dóttur og eiga þau sjö börn, 3) Svava Valgerður, gift Sig- urði Ingimarssyni og eiga þau ellefu börn, 4) Guðmundur Ingi, kvæntur Huldu M. Baldursdóttur og eiga þau sex syni, 5) Jóna Guðrún, d. 1. febrúar 1968, 6) Kristinn Andrés, hann á tvö börn, og 7) Þórunn Jóna, gift Einari Magnússyni og eiga þau fjögur börn. Barnabarnabörnin eru 27. Útför Kristins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég vil byrja á að færa starfsfólki lyflækningadeildar A3 á Sjúkra- húsi Akraness innilegar þakkir fyr- ir góða umönnun og hlýhug. Guð blessi störf ykkar. Þú varst og ert og verður mér, vinur elskulegi, allt sem best og blíðast er á björtum ævidegi. Ég vildi líka, vinur minn, vera ljós á þinni braut, leggja hönd í lófa þinn og líða með þér hverja þraut. Von er sárt ég sakni þín er sætið lít ég auða, þú sem eina ástin mín ert í lífi og dauða. Sumarblærinn blíði, hann ber til þín inn frá mér kærustu kveðju og koss á vanga þinn. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Þín elskandi, Andrea. Þín er ljúft að mega minnast mikið gott var þér að kynnast og gaman var að fá að finnast og festa vináttunnar bönd er við tókumst hönd í hönd. Orðstír fagur aldrei deyr óhætt má því skrifa á söguspjöldum síðar meir, saga þín mun lifa. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Kæri tengdapabbi, í dag verður þú lagður til hinstu hvíldar við hlið dóttur þinnar, Jónu Guðrúnar, sem lést aðeins 10 ára gömul. Eftir erfiða baráttu við krabba- mein ert þú laus við þjáningar, þó sorg og söknuður fylli huga okkar sem eftir lifum erum við glöð yfir að þjáningum þínum sé lokið. Þú varst ekki margorður um hversu kvalinn þú værir og fannst mesti óþarfi að vera að kvarta, hvað þá að ónáða vesalings stúlk- urnar á deildinni, þær hefðu víst nóg að gera. Þú fékkst frábæra umönnun á lyflækningadeild 3A á Akranesi, var okkur mikils virði sá hlýhugur og góðmennska bæði gagnvart þér og okkur sem vöktum yfir þér. Okkar kynni stóðu aðeins yfir í um 10 ár en frá fyrstu stundu heill- aðir þú mig upp úr skónum, þú varst svo innilegur og algjört krútt. Bráðgreindur, víðlesinn og hafð- ir skemmtilegan húmor, ef maður kom þér í kjaftagírinn þá datt mað- ur í lukkupottinn því á þig var gaman að hlusta og spjalla við. Þú hafðir gaman af að lesa um ókunn lönd og hafðir mikinn áhuga á Noregi og vissir mikið um stað- hætti þar sem við nutum góðs af á meðan við bjuggum þar. Þú hafðir gaman af pólitík, brigde, elskaðir náttúruna hafðir gaman að garðrækt, blómum, hafð- ir góða söngrödd og gaman þótti þér að dansa gömlu dansana. Ég er þakklát fyrir stundirnar sem við höfum átt saman, þær hafa gert mig að betri manneskju og kennt mér margt. Með þessu ljóði Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Brautarholti kveð ég þig kæri vin- ur og óska þér góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. Þín tengdadóttir, Anna Björg Þormóðsdóttir. KRISTINN JÓNSSON ar, að mega sín meira? Margt er stórt í smáu og smátt í stóru. Hvað er lítið, hvað er stórt? Petrína var stór. Hetja hversdagsins, tókst á við allt og að lokum það óleys- anlega af æðruleysi og reisn. Þakka samfylgdina, þakka fyrir mig. Árni B. Stefánsson. Við viljum kveðja þig hér, elsku amma. Þú varst amman sem sendi alltaf öllum pakka þótt aðeins eitt okkar ætti afmæli og gafst okkur hlaup- bangsa með. Þú varst líka amman sem prjón- aði á okkur peysur eins og á öll hin barnabörnin og fórst með okkur í sund þegar við komum til Akur- eyrar. Við kölluðum þig alltaf „ömmu á Akureyri“ og hlökkuðum alltaf til að hitta þig og heimsækja. Ein- hvern veginn virðist í endurminn- ingunni alltaf hafa verið sólskin í Suðurbyggðinni í þessum heim- sóknum og garðurinn og gróður- húsið fullt af litríkum blómum og fuglum. Þú varst svo oft að syngja og í einhver skipti fylgdum við þessi eldri þér í kirkjuna þar sem þú söngst með kórnum eða á bóka- safnið þar sem þú varst að vinna. Þú söngst líka fyrir okkur og kenndir okkur bænir þegar við gistum hjá þér, þér fannst það mjög mikilvægt að við lærðum þær. Eftir því sem árin liðu urðum við öll eldri, bæði við og þú. Síð- ustu árin fannst okkur þú eldast hratt, það var yndislegt að sjá hvað þú leist vel út þegar þú komst heim frá Kristnesi síðasta vetur, þannig viljum við helst muna eftir þér. Þú varst svo hress og glöð og kátari en við höfðum séð þig lengi. Það minnti okkur á þá tíma þegar við komum í heim- sókn sem börn. Aðeins rúmu ári eftir að fjöl- skyldan kom öll saman til að njóta 80 ára afmælisins þíns með þér kemur hún saman til að kveðja þig. Fyrra tilefnið var gleðilegt en hið seinna ekki, samt höfum við svo margt til að gleðjast yfir líka, þú hefðir líka viljað að við hugs- uðum meira um það. Við sjáum á eftir góðri konu og ömmu en eig- um hvert og eitt okkar eigin góðu minningar um þig. Þær eru okkur dýrmætar núna og eiga aldrei eftir að hverfa frá okkur. Það er líka víst að við eigum eftir að segja okkar börnum, sem eru því miður enn of ung til að muna, góðar sög- ur af þér. Með hinstu kveðju Hafþór, Petrína Soffía, Jón og Þorbergur Þórarinsbörn. Á staðnum þar sem alltaf er allt eins hringir klukkan enn í borð- stofunni. Þar kemur Mogginn enn inn um lúguna og þrestirnir syngja í garð- inum. Samt er allt breytt. Sú sem yfirleitt fór lítið fyrir er horfin, ekkert verður eins aftur. Stórt skarð er eftir. Kannski fannst henni hún hafa heyrt klukkuna slá nógu oft, kannski var hún búin að lesa nógu marga Mogga, kannski var tíminn hennar á enda. Hvað dettur mér fyrst í hug þegar ég hugsa um þig elsku amma mín og nafna? Svo margt kemur upp í kollinn. „Stattu upp- rétt, vertu stolt – þú hefur ekkert til að skammast þín fyrir“ sagðir þú við mig einu sinni. Reyndar man ég eftir ýmsu sem þú kenndir mér og sagðir. Ég veit það eitt að ég er stolt af því að hafa átt þig að, stolt af því að bera nafnið þitt og ánægð með þær stundir sem ég átti með þér, sérstaklega síðustu árin. Við sátum svo oft og skoð- uðum gömlu myndirnar þínar, það voru mjög skemmtilegar stundir og við gleymdum okkur oft báðar og hurfum saman inn í liðna tíma sem þú sagðir mér frá. Þú hafðir svo hnyttna kímnigáfu, áttir það til að lauma að fyndnum gullkornum án þess jafnvel að taka eftir því sjálf þegar við vorum að spjalla. Þú gerðir ýmislegt um ævina og naust þess að rifja það upp og segja mér aðeins frá því, það gaf mér líka allt aðra sýn á þig, ég sá þig fyrir mér ganga í gegnum lífið og verða sú manneskja sem þú varst. Það hjálpaði mér að kynnast betur mínum eigin rótum í gegnum þig. Kannski fengu ekki margir að kynnast þér á nákvæmlega þennan hátt, það er ótrúlegt hvað svona stundir verða mikils virði þegar maður gerir sér grein fyrir því að þær verða ekki fleiri. Virkilega góð kona er eitthvað sem ég held að flestir hugsi um þig, kona sem fann eitthvað gott hjá öllum og vildi ekki trúa neinu slæmu um fólk. Allir höfðu sína kosti í þínum augum, að minnsta kosti minntistu frekar á þá en hitt. Þú varst barn- góð og naust þess að sjá og hitta yngstu kynslóðina í fjölskyldunni og fylgdist vel með því hvað var að gerast í lífi allra þinna afkomenda, þú vildir að allir hefðu það gott. Þú hafðir þig ekki mikið í frammi en naust virðingar og hlýju hvar sem þú komst. Mér þótti alltaf gaman að heimsækja þig þegar ég var barn, þú kenndir mér að prjóna og fórst með mig í sund og á bóka- safnið þar sem ég fékk alltaf hun- angsbollu og kókómjólk. Ég sé ekki hunangsbollur í dag án þess að verða hugsað til þín! Það var skemmtilegur tími. Nú er víst kominn tími til að kveðja, ekki það að mig langi nokkuð til þess. Ég hefði alveg þegið að eyða mun lengri tíma með þér. Ég held samt að þú hefðir sjálf kosið að fara eins og þú fórst, snögglega og án aðdraganda, ann- að hefði reynst þér þyngra. Ég kveð þig nú yndislega amma mín með miklum söknuði, það verður ekki eins að koma norður núna þegar þig vantar en ég heimsæki afa og ef ég þekki okkur rétt eig- um við örugglega eftir að spjalla mikið um þig. Ástarkveðjur, þín sonardóttir Petrína Soffía Eldjárn. Amma Petrína var yndisleg. Blíð og góð, alveg eins og ömmur eiga að vera. Þegar leið okkar lá norður til Akureyrar, tók afi undantekning- arlítið á móti okkur með útbreidd- an faðminn og rak okkur síðan beint inní stofu til ömmu, sem þakkaði Almættinu fyrir að hafa komið okkur í hús heilum á húfi. Já, amma hafði áhyggjur. Hún hafði áhyggjur af börnunum sín- um, barnabörnunum og nú síðast barnabarnabörnunum. Þetta voru ansi margar áhyggjur og óskrifuð regla á okkar heimili var sú, að þegar komið var á áfangastað eftir dvöl fyrir norðan, var manns fyrsta verk að hringja í ömmu og „tilkynna sig í hús“. Ef þetta var trassað vissi maður að amma hefði af manni áhyggjur, þó hún bæri þær í hljóði og færi jafnvel að hlæja þegar maður loks hringdi og spurði: „Varstu farin að hafa áhyggjur?“ Vegalengdirnar sem aðskildu okkur ömmu í gegnum tíðina gerðu það að verkum að við vorum ekki í eins reglulegum sam- skiptum og við annars hefum kos- ið. Engu að síður var hún ákaflega fastur punktur í minni tilveru. Skilyrðislaus væntumþykja var hennar svið. Hún var ekki kona mikilla ráðlegginga eða huggunar- orða og setti sig aðeins að tak- mörkuðu leyti inn í vandamál fjöl- skyldumeðlima. Nema þá helst til að lægja ölduna og halda öllum góðum. Lokaniðurstaðan var ein- föld; allir áttu að vera vinir og til friðs, en ekki með ófrið og upp- steyt. Margt mátti af ömmu læra. Ófáar notalegar stundir rifjast upp með ömmu. Hversdagslegar, fyrirhafnarlausar stundir sem gerðu hana að þeirri ömmu Petr- ínu sem ég þekkti. Rúllur settar í hárið, útvarpsleikfimi í borðstof- unni, einstök leikni við afgreiðslu bóka á Amtsbókasafninu og svo pepsí með kvöldmatnum. Elsku amma, svona vil ég muna þig því mikið dró af þér síðustu ár- in og ólíklegt annað en að þú sért hvíldinni fegin. Ef ég þekki þig rétt, þá ertu samt sennilega með samviskubit yfir því að valda okk- ur hinum þessu umstangi sem frá- fall þitt er. Takk fyrir allt amma mín, þú varst umstangsins virði. Óeigingjörn umönnun afa á ömmu duldist engum, og er það fyrir mína hönd og Stefáns bróður, sem ég votta honum okkar dýpstu samúð. Sigrún Hermannsdóttir. Mig langar að segja örfá orð um Petrínu mágkonu mína að skilnaði. Vinátta okkar stóð á föstum grunni frá því ég kom sem gestur á heim- ili hennar á Akureyri á gamlárs- kvöld 1947, sem tilvonandi mág- kona, og allt til síðasta dags. Tvö fyrstu hjúskaparár okkar Hjartar vorum við á Akureyri og samgang- ur heimilanna mikill. Það hélt áfram úti á Tjörn þar sem þau Stefán og Petrína byggðu sér sum- arbústað fyrir sig og vaxandi barnahópinn við æskuheimili henn- ar. Börn okkar urðu mörg og gengu meira og minna saman í leik og starfi. Tvisvar sinnum skírðum við samtímis í Tjarnarkirkju. Í bú- staðnum dvaldi Petrína langdvöl- um á sumrin meðan börnin voru ung. Á haustin gekk hún að berja- tínslu af óvenjulegri atorku eins og raunar að hverju starfi. Á hinn bóginn var Gránufélagsgata 11 og síðar Suðurbyggð 1 fast athvarf Tjarnarfjölskyldunnar á Akureyri og ómetanlegt fyrir okkur sveita- fólk að eiga slíkan samastað þegar fjarlægðir voru meiri en nú. Á seinni árum hefur Akureyrarferð- um fjölgað og í þeim flestum hef ég komið til hennar í kaffi. Petrína var hógvær kona í sam- skiptum við fólk en bauð af sér traust. Hún var létt og jákvæð í viðmóti og hafði næma kímnigáfu. Á sinn lágværa hátt sagði hún sög- ur og athugasemdir úr hversdags- lífinu eða rifjaði upp gamla daga og vakti með því hlátur og hló sjálf. Það var gott að vera nálægt henni. Ég veit að hún þótti traust- ur og góður starfskraftur á Amts- bókasafninu. Starfið við bækurnar átti vel við hana þótt fráleitt væri það létt. Hún var hörkudugleg, lip- ur við að greiða götu safngesta og tillitssöm og þægileg í samvinnu. Petrína tók ekki mikinn þátt í félagslífi, með einni undantekn- ingu. Söngurinn var stór þáttur í lífi hennar og þann áhuga áttum við mágkonurnar sameiginlegan. Hún var tónelsk og lagviss með af- brigðum og hafði fallega sópran- rödd. Kórsöng hafði hún iðkað allt frá unglingsárum sínum heima á Tjörn. Eftir að hún flutti til Ak- ureyrar söng hún með Kantötukór Akureyrar undir stjórn Björgvins Guðmundssonar, Söngfélaginu Gígjunni allan starfstíma þess og lengst þó með Kór Akureyrar- kirkju undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Söngurinn var henni í senn yndi, upplyfting og ástríða. Að leiðarlokum vil ég þakka Petrínu mágkonu minni tryggð hennar og vináttu alla tíð og sendi Stefáni, börnum þeirra og afkom- endum einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Hafstað. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.