Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Rafn MarkúsSkarphéðinsson fæddist í Reykjavík 25. september 1938. Hann lést föstudag- inn 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helena Ingibjörg Schmidt, f. 14. sept- ember 1912, d. 25. júní 1976, og Skarp- héðinn Frímannsson, f. 24. október 1912, d. 13. febrúar 1987. Rafn Markús var ein- birni. Rafn Markús kvæntist 19. des- ember 1965 eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Sigrúnu Helgadóttur, f. 31. júlí 1942 á Drangsnesi. For- eldrar hennar voru Ólöf Bjarna- dóttir og Helgi Ingólfur Sigur- geirsson. Börn Rafns og Helgu eru; 1) Helena, f. 11. apríl 1964, eigin- maður hennar er Vilberg Jóhann Þorvaldsson, f. 7. nóvember 1962. Börn þeirra eru; a) Rafn Markús, f. 8. október 1983, unnusta hans er Hildigunnur Kristinsdóttir, f. 22. október 1983, b) Ingibjörg Elva, f. 5. mars 1988, og c) Helgi Már, f. 4. janúar 1993. 2) Helgi Ingólfur, f. 3. október 1965, eiginkona hans er Þórdís Árný Sigurjónsdóttir, f. 15. júní 1970. Börn þeirra eru; a) Birn- ir Snær, f. 24. október 1991, og b) Ernir Snær, f. 18. september 1996. 3) Harpa, f. 11. apríl 1971, d. 17. desember 1971. 4) Ólöf Elín, f. 25. september 1973, eiginmaður henn- ar er Róbert Jóhann Guðmundsson, f. 6. febrúar 1972. Börn þeirra eru; a) Elvar Ingi, f. 27. apríl 1998, b) Garðar Ingi, f. 30. nóvember 2001. Rafn Markús átti áður Friðrik. Barnsmóðir var Edda Þórey Guð- laugsdóttir, f. 25. nóvember 1937, d. 19. mars 2001. Frið- rik, f. 5. febrúar 1959, eiginkona hans er Eydís Ýr Guð- mundsdóttir, f. 1. mars 1960. Börn þeirra eru; a) Elvar, f. 12. júní 1986, b) Helga Þórey, f. 29. október 1991. Rafn og Helga hófu búskap í Njarðvík 1963 og bjuggu þar alla tíð. Rafn hóf nám í skipasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og lauk því 1965 hjá Skipasmíðastöð Njarðvík- ur. Í framhaldi af því hóf Rafn nám í húsasmíði við Iðnskóla Suður- nesja og lauk því 1976, hann hlaut meistararéttindi bæði í skipa- og húsasmíði. Rafn starfaði við skipa- smíðar framan af starfsævinni en að húsasmíðanáminu loknu starf- aði hann við iðn sína bæði sem launþegi og sem sjálfstæður at- vinnurekandi. Síðari árin starfaði Rafn sem húsasmiður hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli. Útför Rafns Markúsar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl.14. Elsku Rabbi minn. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur. Mig dreymir þig svo lengi hjartað slær. Og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei, aldrei gleymast. Þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Höf. ókunnur). Takk fyrir allt, þín Helga. Það er þungbærara en orð fá lýst að þurfa að sjá á bak Rafni í faðm dauðans nú í hágróandinni, manni sem var fullur lífskrafti sem aldrei fyrr. Erfið misseri voru að baki, at- hafnasemin og vinnugleðin ómæld, brjóstið fullt tilhlökkunar og eftir- væntingar. Enda ærin tilefni til þess: vinnuveitandinn nýbúinn að veita honum viðurkenningu fyrir vel unnin störf, hátíðarstundir í fjölskyldunni nú í vor, almenn velgengni barna og barnabarna og fyrsta barnabarna- barnið á leiðinni. Síðan, eins og hendi væri veifað, er klippt á allt saman. Eftir stöndum við, vinir og vanda- menn, harmi slegin og ráðþrota, for- viða yfir því hve miskunnarlaust al- mættið getur verið. Öðlingur og ljúfmenni, þau orð lýsa Rafni ef til vill betur en nokkur önnur. Hann var ævinlega boðinn og búinn að leggja lið og gefa ráð. Okkur er til dæmis minnisstætt þegar við ætluð- um af algerri vankunnáttu að fara út í framkvæmdir í íbúðinni hér í Máva- hlíðinni, vorum að fara að bretta upp ermar þegar Rafn bar að garði, góðu heilli. Við, viðvaningarnir, útskýrðum fyrir honum, fagmanninum, hvað við ætluðumst fyrir. Hann hlustaði á okk- ur af athygli, sagði fátt, en smátt og smátt, án þess að við vissum hvers vegna, áttuðum við okkur á því að við vorum að vaða út í framkvæmdalegt fúafen. Þannig afstýrði hann á sinn ljúfmannlega og elskulega hátt því að fyrirhugaðar endurbætur breyttust í algert klúður í höndunum á okkur og fyrir það verðum við honum ævinlega þakklát. Það var alltaf jafnnotalegt að koma til þeirra sómahjóna, Rafns og Helgu, á Hraunteignum. Móttökurnar ævin- lega jafnhöfðinglegar og hlýlegar, enginn að flýta sér, nægur tími til að spjalla um heima og geima, fá fréttir af fjölskyldunni og ræða stangveiði, sem var aðaltómstundagaman Rafns alla tíð, eða ferðalög til suðrænna sól- arslóða. Hann ræddi um sín hjartans mál af svo smitandi áhuga að maður hreifst með, fór að veiða silung eða ferðast til framandi landa í huganum. Rafn var einn af þeim mönnum sem hafði þannig áhrif á okkur að okkur fannst við batna, stækka og eflast sem manneskjur við að vera samvist- um við hann. Það er sárgrætilegt að hann skyldi hafa verið burt kallaður svo skyndilega, en mitt í sorginni er- um við og börnin okkar, afabörnin hans, Elvar og Helga Þórey, innilega þakklát fyrir þær gleðistundir sem hann veitti okkur. Blessuð sé minning hans. Friðrik og Eydís. Nú er komið að kveðjustund, pabbi er farinn. Ég á erfitt með að sætta mig það, en lífið er óútreiknanlegt, svo mikið er víst. Pabbi var góður maður og hann var minn besti vinur. Alltaf þegar ég þurfti á pabba að halda var hann til staðar fyrir mig. Hann kenndi okkur systkinunum að virða fólk og koma vel fram við það eins og við vildum að það kæmi fram við okkur. Að fá að vera svona mikil pabbastelpa er ekki sjálfgefið og finn ég nú hve yndislegt það var að fá að vera með pabba og að geta leitað til hans með ýmislegt sem tengdist mér, systkinum mínum og fjölskyldu. Pabbi var óeigingjarn maður. Hann gaf af sér innilega til fjölskyldunnar. Hann virti og mat mömmu, okkur systkinin og barnabörnin. Ef eitthvað var um að vera, þá var hann mættur og gladdist með okkur. Hann vildi gera allt fyrir okkur. Það höfum við fengið að sjá undanfarið, þar sem ég og mín fjölskylda vorum að flytja, veitti það honum mikla gleði og hjálp- aði hann okkur að koma okkur fyrir og gott betur en það. Ég sagði dag- lega við pabba, takk í dag, pabbi minn, og yljar það mér um hjartaræt- ur að ég hafi sagt þetta við hann. Ég var alltaf einlæg við pabba og lét hann finna að mér þætti mjög vænt um hann. Vilberg fékk líka að finna fyrir gæsku hans og væntumþykju, eins og hann væri sonur hans. Sama má segja um hin tengdabörnin. Barnabörnin voru honum allt. Hann lifði fyrir þau, hann studdi þau og gladdist með þeim. Í maí voru gleðistundir hjá fjöl- skyldunni og gat pabbi verið þar á meðal. Ólöf systir gifti sig, og mikið var pabbi stoltur að leiða hana inn kirkjugólfið. Nafni hans Rafn Mark- ús, sonur minn, útskrifaðist sem stúd- ent og var það stoltur afi sem mætti í útskriftina. Rabbi var búinn að segja afa sínum leyndarmál, hann væri að verða langafi og þótti honum það yndislegar fréttir. Að hafa átt svona yndislegan pabba er ómetanlegt og mun hann ávallt vera í mínu hjarta og ætla ég að deila minningum mínum um elsku pabba til minna barna og barnabarna. Ég kveð pabba minn með miklum söknuði og veit ég að hans skarð verð- ur aldrei fyllt. Ég mun reyna að annast mömmu, bræður mína og systur eins vel og pabbi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Helena Rafnsdóttir. Elsku pabbi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Ólöf Elín. Föstudagurinn 4. júlí byrjaði eins og hver annar föstudagur nema ég veitti því athygli á leið til vinnu að Faxaflóinn var spegilsléttur því það var blankalogn, á Suðurnesjum, aldr- ei þessu vant. Sennilega lognið á und- an „storminum“ sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Um það leyti sem vinnu lauk fékk ég hringingu frá svila mínum og ég beðinn að koma út á Hraunsveg í hús tengdaforeldra minna. Tengdafaðir minn Rafn Mark- ús Skarphéðinsson hafði látist þá fyrr um daginn. Minningarnar hrannast upp. Við Rabbi kynntumst fyrir um þrettán ár- um þegar við Ólöf Elín fórum að vera saman. Þau hjón Helga og Rabbi tóku mér strax afskaplega vel og mér leið alltaf mjög vel í návist þeirra. Rabbi var mjög fróður um alla hluti og hafði mjög gaman af því að segja frá. Hann var með eindæmum barngóður og nutu drengirnir okkar Ólafar, Elvar Ingi og litli Garðar Ingi, þess mjög. Alltaf þegar Rabbi afi kom í heim- sókn, sem var mjög oft, hljóp Garðar á móti honum og sagði afa, afa, afa, sem ég held að hafi verið með því fyrsta sem hann lærði að segja. Og Elvar Ingi talar enn um veiðitúrinn sem hann og Rabbi afi fóru í fyrir um tveim árum og Elvar veiddi sinn fyrsta fisk. Mig langar einnig að minnast allra yndislegu stundanna sem fjölskyldan hefur átt saman á Hraunsveginum. Oft voru læti í krökkunum en alltaf sat Rabbi rólegur og sagði „hvað er þetta leyfðu þeim að hafa þetta það er allt í lagi“. Rabba fannst einkar gaman að dvelja á Spáni í sumarfríinu sínu og fóru þau hjón í margar Spánarferðir. Við Ólöf fórum í tvær slíkar með þeim og langar mig sérstaklega að minnast þeirrar sem farin var í fyrra því þá fór nær öll fjölskyldan með og átti þar ómetanlegar stundir saman. Rabbi var húsa- og skipasmíða- meistari og nutu allir í fjölskyldunni góðs af, því hjálpsamari mann er vart hægt að finna. Ef einhver í fjölskyld- unni stóð í einherjum framkvæmdum var Rabbi mættur og hann sá til þess að verkið yrði klárað og það gert al- mennilega. Nægjusemi var honum í blóð borin og aldrei mátti hafa neitt fyrir honum. Rabbi hafði mjög gaman af stang- veiði og var lunkinn veiðimaður og langar mig að þakka sérstaklega fyrir veiðiferðirnar upp í Hítarvatn þær voru mér ómetanlegar og héðan í frá verður heiðursmaðurinn Rafn Mark- ús Skarphéðinsson alltaf með í hug- anum þegar farið verður í veiði. Elsku Rabbi, þakka þér innilega fyrir allt. Elsku Helga, Guð gefi þér styrk í þinni sorg. Róbert Jóhann Guðmundsson. Elsku afi. Nú er hann afi farinn frá mér og okkur öllum. Í hjarta mínu og minn- ingum á hann alltaf eftir að vera. Ég á eftir að sakna þess að tala ekki við hann. Hann ítrekaði sífellt að það væri nauðsynlegt að vera duglegur í skóla, hugsa vel um sig og vera skyn- samur í lífinu. Þegar ég á eftir að þarfnast hans í framtíðinni þá veit ég að hann á eftir að beina mér á réttar brautir þegar ég tek ákvarðanir. Það var alltaf gaman að segja hon- um gleðifréttir því það þurfti svo lítið til þess að gera hann ánægðan og stoltan af mér og öllum öðrum. Hann var alltaf svo góður, vildi hjálpa öllum og honum þótti svo vænt um alla. Margar góðar minningar um hann eiga eftir að sitja fast í hjarta mínu og gleymast seint. Guð blessi þig. Ingibjörg Vilbergsdóttir. „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag.“ Þessar ljóðlínur Tómasar Guð- mundssonar komu upp í huga okkar þegar við fréttum af ótímabæru and- láti Rafns Markúsar. Rabbi, eins og við kölluðum hann, var einn af þeim sem gaman var að tala við, hann hafði svo einstaklega skemmtilegan húmor og frásagnar- stíl. Hann fékk okkur til að rökræða við sig um hin ýmsu málefni. Hann var sá sem allt vildi fyrir alla gera. Við vorum mjög ungar systurn- ar þegar faðir okkar varð að hverfa frá heimilinu vegna veikinda í kjölfar slyss. Rabbi og Helga stóðu alltaf eins og klettar við bakið á okkur og mömmu. Rabbi var til staðar fyrir okkur ef á þurfti að halda og ósjaldan þurfti hann að skutlast með okkur þar sem enginn bíll var á heimili okkar. Oft bauð hann okkur með í útilegur og veiðiferðir og var okkur alltaf tekið eins og einu af börnum hans. Þegar eldri dóttir hans flaug úr hreiðrinu var laust herbergi á Hraunsveginum og ekki stóð á því að einni okkar var boðið að nýta það og var það þegið með þökkum þar sem þröngt var orð- ið um okkur systur á þeim árum. Þeg- ar við svo fórum að búa sjálfar og eitt- hvað þurfti að lagfæra var kallað á Rabba og kom hann þá eins og hand- laginn heimilisfaðir með sinn hamar og sína sög. Hann var mjög fær smið- ur og vann allt af natni og nákvæmni. Hann hjálpaði okkur í gegnum erfið- leika og var einnig með okkur á gleði- stundum og erum við honum ávallt þakklátar fyrir það. Rabbi var mjög hreykinn af fjöl- skyldu sinni, börnum og barnabörn- um. Hann talaði mikið um afrek ung- viðisins og þá ljómaði hann af stolti. Það er mjög sárt að sjá á eftir manni sem beið eftirvæntingarfullur eftir að sjá barnabörnin vaxa úr grasi og átti alltaf orku og áhuga til að aðstoða og leiðbeina. Megi guð vera með fjöl- skyldu hans og styrkja hana í sorg- inni. Við vottum elsku Helgu frænku, systkinabörnum okkar og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Elín, Laufey og Ólöf Einarsdætur. Um miðjan maí sl. ríkti hamingja og gleði hjá fjölskyldum okkar og Rabba og Helgu á brúðkaupsdegi barna okkar, Róberts og Ólafar. Þá áttum við saman yndislega stund en nú, rúmum mánuði síðar, hefur sorgin knúið dyra við hið óvænta og hörmu- lega fráfall Rabba föstdaginn 4. júlí sl. Það getur verið svo stutt á milli gleði og sorgar, hláturs og gráts í þessu lífi okkar. Við kynntumst Rabba fyrir liðlega tíu árum nokkru eftir að samband Róberts og Ólafar hófst. Fyrstu kynni voru mjög ánægjuleg og með okkur tókst góð vinátta og samskipti jukust með árunum og þá sérstaklega eftir að við fluttum í Njarðvík og svo Rób- ert og Ólöf nokkru síðar. Þó tíu ár sé ekki langur tími áttum við saman margar góðar stundir sem ljúft er að minnast. Rabbi var glaðlyndur mað- ur, hreinn og beinn, lét sér mjög annt um hag annarra og var hjálpsemi í blóð borin. Það var gott að eiga hann að vini. En fyrst og fremst var hann mikill og góður fjölskyldumaður, eig- inmaður, faðir, tengdafaðir og afi. Það var einstakt að fylgjast með hvað hann naut þess að geta aðstoðað börn og tengdabörn við endurbætur, við- hald, nýframkvæmdir og í raun við hvað sem var. Barnabörnin hændust að honum og honum þótti ekki leið- inlegt að hafa þau nærri sér. Við hjónin erum ákaflega þakklát fyrir að hafafengið að kynnast og njóta vinskapar jafn góðs og yndis- legs manns og Rafn Skarphéðinsson var og að leiðarlokum viljum viðþakka góðan vinskap, alla hjálpsemina, sem aldrei var nægilega þökkuð og góðar samverustundir. Elsku Helga, við sendum þér og fjölskyldu þinni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa minningu um góðan dreng. Vilborg og Guðmundur. Enginn vani, ekkert verk, er sem bænin hrein og sterk dýrmætt hér í heimi. Gleymdu aldrei þessu, þú, því sú tíð, sem líður nú, öll er öfugstreymi. (M.J.) Elsku Ólöf og fjölskylda, við biðj- um guð að styrkja ykkur í djúpri sorg ykkar. Magnea og Einar. RAFN MARKÚS SKARPHÉÐINSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.