Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 31 ✝ Stefanía HelgaSigurðardóttir fæddist í Ólafsfirði 24. október 1908. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 4. júlí síðastliðinn. For- eldrar Helgu voru Guðrún Stefánsdótt- ir, Stefáns Ásgríms- sonar og Helgu Jóns- dóttur, Efra-Ási í Hjaltadal og Sigurð- ur Ásgrímsson, son- ur Ásgríms Gunn- laugssonar frá Hvammi í Hjaltadal og Ólafar Sig- urðardóttur, Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Helga missti Guðrúnu móður sína 8 ára gömul. Bróðir Helgu var Jóhannes, f. 22.4. 1903, d. 19.4. 1906. Stefanía Helga giftist Guðmundi Jóhannssyni, f. 4.11. 1905, syni Jó- hanns Þórðarsonar frá Hnjúki í Skíðadal og Önnu Aðalheiðar Þor- steinsdóttur frá Grund í Þorvalds- dal. Stefanía Helga og Guðmundur eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Sigrún Auður, f. 14.12. 1926, gift Þórarni Guðmundssyni frá Hofi, Ólafsfirði. Dætur Sigrúnar og Þór- arins eru: a) Gígja, gift Baldri Kristjánssyni. Þau eiga þrjú börn. b) Guðrún, hennar maður er Jó- hann Baldvinsson. Þeirra börn eru þrjú. 2) Anna Aðalheiður, f. 10.5. 1929, gift Jóni Kristni Stefánssyni frá Munkaþverá í Eyjafirði. Börn þeirra eru: a) Stefán Guðmundur, kona hans er Sigríður Jónsdóttir. Þau eiga þrjú börn saman og Sig- ríður þrjú frá fyrra hjónabandi. b) Guðrún Matthildur. Maður hennar er Jón Már Björgvinsson. Börn þeirra eru 5. c) Jón Heiðar. Hann á einn son. d) Vilhjálmur Björn. e) Guðmundur Geir. Kona hans er Doris Adamsdóttir. Synir þeirra eru tveir. f ) Þorgeir Smári, kvænt- ur Maríu Stefánsdóttur. Þeirra börn eru fjögur. g) Þóra Valgerð- ur, hennar maður er Vignir Bragi Hauksson. Þau eiga sína dótturina dvöl á ýmsum stöðum svo sem á Ólafsfirði, Ási og Ketu í Hegranesi, Langhúsum og Sleitustöðum en þar lést móðir hennar. Þaðan fór hún til ömmu sinnar og afa á Efra- Ási, Hjaltadal. Síðan fór hún með föður sínum að Neðra-Ási. 12 ára fluttist hún að Svaðastöðum. Þar var hún í nokkur ár. Á Sauðárkróki var hún einn vetur og tók þar að sér að sauma fyrir konur á staðn- um. Um vorið bauðst henni kaupa- konustaða á Hólum í Hjaltadal. Hólar voru á þeim dögum heillandi fyrir ungt fólk. Þar var mann- margt og þar kynntist hún Guð- mundi Jóhannssyni. Hann var þar við búfræðinám. Þá lá leið hennar að Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Veturinn 1926–1927 var Helga á Siglufirði. Um vorið fór hún að Kolkuósi til frændfólks síns. Guð- mundur og Helga hófu búskap á Fjalli í Kolbeinsdal 1927 og voru þar eitt ár. Þau gengu í hjónaband 24.10. 1927, síðan fluttust þau að Efra-Ási þar sem þau bjuggu í 5 ár en árið 1933 fluttu þau að Reykjum í Ólafsfirði. Þar misstu þau tvær yngstu dætur sínar og föður Helgu úr landfarsótt og voru bæði hjónin hætt komin í þeim veikindum. Árið 1939 settust þau að í Ólafsfjarðar- kauptúni. Þar dvöldust þau í 20 ár. 10 ár af þeim var Guðmundur hús- vörður í nýja barnaskólanum. Hann átti lengst af nokkrar kindur og hesta en hann var alla tíð af- bragðs hestamaður og mjög laginn verkmaður. Vorið 1959 fluttust hjónin að Munkaþverá í Eyjafirði til Önnu Aðalheiðar, dóttur sinnar, og Jóns Stefánssonar. 1963 keyptu þau jörðina Kamb í Eyjafirði. Þar bjuggu þau í 16 ár en seldu þá Guð- mundi Geir, dóttursyni sínum, jörð- ina. Þau dvöldust þó áfram á Kambi en Guðmundur dó þar 1985. Helga var þar enn í nokkur ár í skjóli Guðmundar og Doris og var til þess tekið hve Davíð sonur þeirra var góður við ömmu sína. Auk þess var hún líka hjá Önnu Aðalheiði og Sólveigu. 1993 fluttist Helga í sambýlið Bakkahlíð á Ak- ureyri. Síðustu 5 árin hefir hún verið á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð á Akureyri. Útför Helgu verður gerð frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hvort. 3) Stefán Ás- geir, f. 2.8. 1931 d. 30.1. 1996, kvæntur Guðrúnu Borghildi Jó- hannesdóttur. Þau eignuðust sjö börn. Dreng áttu þau sem lést nýfæddur. Hin sex eru: a) Helga Gunn- hildur. Maður hennar er Guðmundur Guð- mundsson. Helga á son af fyrra sambandi og þau Guðmundur þrjá saman. b) Guðrún Val- gerður. Hennar maður er Ásgeir Eyfjörð Sig- urðsson. Börn þeirra eru fimm. c) Jóhanna Sigurjóna. Hörður Geirs- son er maður hennar og börn þeirra eru þrjú. d) Aðalheiður Ás- rún. Sambýlismaður hennar er Þórður Hilmarsson. Hún á einn son. e) Páll Gísli. Kona hans er Jurate Peseckyte Ásgeirsson. f ) Auður Svanhildur. Maður hennar er Viðar Sigmundsson og eiga þau eina dóttur. 4) Jósefína Matthildur, f. 1.9. 1936, d. 25.2. 1939. 5) Guðrún Erla. f. 11.3. 1938, d. 10.12. 1938. Auk þess ólu þau Stefanía Helga og Guðmundur upp tvær fósturdætur, þær Hrafnhildi Steindórsdóttur, f. 10.5. 1937, og Sólveigu Svein- björgu Hjaltadóttur, f. 15.4. 1950. Hrafnhildur er gift Sverri Guð- laugssyni. Börn þeirra eru þrjú. a) Sigríður Dóra. Maður hennar er Svavar Halldórsson. Þau eiga tvö börn. b) Steindór. Kona hans er Kolbrún Hauksdóttir. Þau eiga tvö börn. c) Torfhildur, sem gift er Lárusi Ármannssyni og eiga þau einn son. 5) Sólveig á fjögur börn með manni sínum Jóni Ívari Hall- dórssyni. Hann er látinn. Börnin eru: a) Heiðar. Kona hans er Lovísa Sveinsdóttir. Þau eiga einn son. b) Guðmundur Heimir. Hans kona er Valgerður María Gunnarsdóttir. Hún á einn son. c) Helga Berglind. Hún og Óskar K. Mendósa eiga son. d) Hjörtur, ókvæntur. Ævi Stefaníu Helgu var við- burðarík. Foreldrar hennar áttu Helga var glaðlynd kona, fé- lagslynd og söngvin og unni bókum og gróðri. Hún var mjög trúhneigð og leitaði huggunar í bæninni. Það gaf henni styrk. Með dyggri aðstoð manns síns, sem var henni sterk stoð, kom hún upp fallegum trjáreit- um á Kambi. Þeir eru hjónunum fallegt minnis- merki. Ævi Helgu var starfsævi allt frá barnæsku og stundum voru að- stæður henni erfiðar. Afar þungur harmur við missi ástvina og veikindi settu mark sitt á heilsu hennar. Mörg voru þó ánægjuárin sem hún lifði og glaðlyndi og umhyggja fyrir öllu lifandi veittu henni marga fagn- aðarstund. Hún gladdist við að sjá börn og barnabörn vaxa upp og þroskast og naut þess að gleðja af- komendur sína við ýmis tímamót. Margir ættingjar og vinir heim- sóttu þau hjón t.d. í barnaskólann í Ólafsfirði og að Kambi meðan þau bjuggu þar. Síðustu árin á Hlíð voru Helgu all- erfið þar sem hún átti mjög bágt með að tjá sig og sjónin var á förum. Lengi vel naut hún þess þó að haldið væri í hönd hennar eða strokið um kinn. Nú er hún horfin afkomendum sínum, sem eru í dag 90 að tölu, og sem gerðu hana, að eigin sögn, að einni ríkustu konu sem fannst. En minningin lifir um konuna sem þurfti að berjast fyrir lífsgæðum en kunni að njóta allra gleðistundanna. Guð blessi henni vegferðina inn á ljóssins lönd. Sigrún Auður, Þórarinn og fjölskylda, Anna Aðalheiður, Jón Kristinn og fjölskylda. STEFANÍA HELGA SIGURÐARDÓTTIR Í nokkrum orðum vil ég minnast tengdarföð- ur míns, Leifs Krist- leifssonar stýrimanns, sem lést 5. júlí sl. eftir löng og erfið veikindi. Stundin komin, síðasta siglingin fyr- ir þöndum seglum að ströndinni þar sem foreldrar, systkini og aðrir ætt- ingjar bíða míns elskulega tengda- föður. Var reyndar viss um að þau voru komin að dánarbeði hans, tilbú- in að fylgja honum síðasta spölinn. Laugardagsmorgunninn 5. júlí sl. verður skýr í minningunni, þá er tengdafaðir minn kvaddi þennan LEIFUR KRISTLEIFSSON ✝ Leifur Krist-leifsson fæddist á Efri-Hrísum í Fróð- árhreppi á Snæfells- nesi 9. nóvember 1926. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 5. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 14. júlí. heim, hægt og hljóð- lega, saddur lífdaga, en minning um góðan mann mun lifa. Leifur var búinn að heyja langa og hetju- lega baráttu við þann sjúkdóm sem lagði hann að velli. Lífsvilji hans, baráttuþrek og æðruleysi var einstakt. Fyrir 6 árum varð hann fyrir því að greinast með krabbamein. Þetta var mikið áfall. Leifur lét ekki deigan síga og hófust strangar meðferðir til að ná tökum á þessum illvíga sjúkdómi. Það náðust nokkrir áfangasigrar við sjúkdóminn. En alltaf náði hann að blossa upp aftur og aftur. Mér er minnisstætt að fyrir stuttu síðan átt- um við Leifur spjall saman og rædd- um m.a. saman um þennan hræði- lega sjúkdóm. Hvað hann getur verið óútreiknanlegur og lúmskur. Ekki síst þegar hann leggst á ungt fólk. Ég vil þakka tengdaföður mínum samveruna, allar góðu stundirnar. Kynni mín af Leifi voru mér afar dýrmæt og var einstaklega þægilegt að umgangast hann. Kom það glögg- lega í ljós í hans erfiðu veikindum hversu skapgóður og viljasterkur hann var. Það var fastur liður hjá okkur Elsu í mörg ár að bjóða Leifi og Siggu í mat á aðfangadagskvöld. Með því sýndu þau okkur mikla virð- ingu og heiður. Leifur var þakklátur maður og var svo gefandi að hafa hann í mat eða gera eitthvað annað fyrir hann. Það spillti ekki fyrir að hann hafði áhuga og fylgdist vel með þjóðfélagsmálum og pólitík. Við átt- um oft gott spjall saman um það sem efst var á baugi í þjóðmálunum. Það var skemmtilegt af því að vita, hvað Leifur hafði gaman af frí- stundafjárbúskap sem hann stund- aði af miklum áhuga. Eins og oft var sagt, Leifur er í rollukofanum sínum. Í kringum þetta tómstundagaman fékk hann sína lífsfyllingu og skjól frá hinu daglegu amstri. Elsku Leifur minn, með söknuði kveðjum við þig og þökkum ljúfar minningar um góðan mann. Guð veri með þér á þeirri leið er þú nú hefur tekið þér fyrir hendur. Elsku Sigga, missir þinn er mikill, Guð gefi þér styrk og veri með þér. Hafsteinn Eggertsson. Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar og afi, JÓNAS ÞÓR GUÐMUNDSSON stýrimaður, Austurbrún 6, Reykjavík, sem lést í Búlgaríu laugardaginn 5. júlí, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30. Þórhalla Helga Þórhallsdóttir, Auður S. Jónasdóttir, Jónas Þór Jónasson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar og bróðir, ÁSGEIR H. MAGNÚSSON, lést í Sidney, Ástralíu, laugardaginn 12. júlí sl., eftir langvarandi veikindi. Fyrir hönd ættingja og afkomenda, Sigurður Á. Magnússon, Magnús Á. Magnússon, Jón Hákon Magnússon. Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURÞÓR JÚNÍUSSON, Grenilundi 8, Garðabæ, lést á Landspítala Hringbraut föstudaginn 11. júlí. Útför hans verður gerð frá Garðakirkju föstu- daginn 18. júlí kl. 13.30. Marta Jónsdóttir, Kristinn Jens Sigurþórsson, Hjördís Stefánsdóttir, Pálína Jóna Guðmundsdóttir, Ómar C. Einarsson og barnabörn. Bróðir okkar, RAFN SIGURJÓNSSON frá Fljótum, lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar laugardaginn 12. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Systkini hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR JÓELSSON kaupmaður í Hafnarfirði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 13. júlí. Lóa Bjarnadóttir, Margrét Geirsdóttir, Sigurður Bjarnason, Bjarni Geirsson, Guðrún Sverrisdóttir, Ingvar Geirsson, Gyða Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ANDRÉSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 13. júlí. Jólín Ingvarsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Sævar Lýðsson, Kristín Jónsdóttir, Bjarni Bjarnason, Sigrún Jónsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.