Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Að yrkja jörðina og eflast af dáð. Að vaxa við hvert unnið verk og treysta á mátt sinn og megin. Að finna krafta í kögglum, eiga kjark og þor og bjóða heiminum byrginn. Plægja og sá í sinn akur, gjöfull samferðamönnum sínum. Að lokum uppskera, síðast taka örlögum sínum af karlmennsku. Þráinn frændi minn er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Hann var yngstur þriggja barna foreldra sinna og var bóndi í Odda- koti í Austur-Landeyjum. Þar bjó hann ásamt eiginkonu sinni og traustum lífsförunaut Kristínu Sigurðardóttur sem ættuð er frá Seyðisfirði. Hjá þeim ólust upp við ástríki börnin þeirra fjögur, þau Sigur- björn Hjörtur, Ástvaldur Bjarki, Katrín Ósk og Helena Sigurbjörg en þau eru öll uppkomin og flogin úr hreiðrinu. Allt frá barnsminni er Þráinn frændi sterkur hlekkur í minni til- veru. Ræðinn og gamansamur, allt- af tilbúinn að leyfa mér að koma með í sveitina. Þau eru ófá skiptin sem við hristumst saman frá Sel- fossi að Oddakoti, hristumst í orðs- ins fyllstu merkingu því það var áð- ur en malbikið kom. Fyrst á rússajeppanum með blæjunum, seinna lét Þráinn smíða hús á hann, síðan á fólksvagen bjöllu. Ekki spillti það fyrir þegar bílstjórinn stöðvaði bifreiðina við sjoppuna á Hellu eða Hvolsvelli og bauð upp á appelsín og Prins Póló sem voru sjaldséðar kræsingar hjá lítilli frænku laust upp úr miðri síðustu öld. Á þessum árum var Þráinn að vinna í fiski í Þorlákshöfn, hann fór til vers, sem kallað var, ásamt fleiri ungmennum úr Landeyjunum. Knapinn á hestbaki er kóngur um stund. Þessi ljóðlína Einars skálds Benediktssonar á vel við um Þráin því hann unni því sannarlega að fara á hestbak og temja. Eftir oft á tíðum langan vinnudag naut hann þess að beisla góðan reið- hest, láta spretta úr spori og vera kóngur um stund. Finna fjörið í fáknum, þeysa út í bjarta sumar- nóttina, halda þéttingsfast í taum- inn og endurnýjast af þrótti. Koma heim og klappa gæðingnum, sleppa honum í hagann, lalla yfir túnið með beisli og hnakk á öxlinni. Hlusta á skrjáfið í stígvélunum vaða slægjuna og heyra spóann vella í fjarska. Horfa á tjaldinn tipla hljóðlaust eins og til að trufla ekki kyrrð og helgi þessarar stundar. Leggjast til hvílu sæll í hjarta. Öllu lífi er afmörkuð stund, það verðum við að sætta okkur við. Eftir ýmsa háskalega atburði í þínu lífi þar sem þú slapppst ótrú- lega naumt, var ég farin að halda að þú ættir þó nokkuð eftir af auka- lífum, Þráinn minn. Þessu til skýringar ætla ég að nefna tvennt sem fyrir þig kom. Þú varst að vinna á jarðýtunni fyrir ræktunarsambandið úti á sandi við Hallgeirsey, ýtan sökk í sandbleytu og sást ekki meir, en þú slappst með skrekkinn. Þú varst að kaupa þér splunkunýjan jeppa, á heimleiðinni lentirðu í hálku, bíllinn fór nokkrar veltur og gjöreyðilagðist en þú slappst með skrámur. En það eru víst engin aukalíf í veruleikanum, jafnvel ekki þó við lifum á tölvuöld, aðeins mismikil guðsmildi. Nú að leikslokum vil ég þakka mínum ástkæra frænda fyrir allt ÞRÁINN ÞORVALDSSON ✝ Guðni ÞráinnÞorvaldsson fæddist í Kirkju- landshjáleigu, Aust- ur-Landeyjum 11. mars 1945. Hann andaðist á Sjúkra- húsi Suðurlands 27. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Voðmúlastaðar- kapellu 12. júlí. það sem hann var mér og fjölskyldu minni og guði fyrir tímann sem við fengum að eiga með honum. Megi minningin um góðan dreng ylja ykkur, elsku Stína, Helena, Katrín, Bjarki og Hjörtur, tengdabörn og barnabörn. Ásta Kristín Siggadóttir. Nú fallinn er frá elskulegur frændi minn Þráinn Þorvaldsson bóndi í Odda- koti. Margar eru minningarnar um þennan frábæra frænda sem hafði einstaklega létta lund og svo mikla hjartahlýju. Ég naut þeirrar gæfu að fá að vera í Oddakoti hjá Þráni og Stínu í nokkur sumur og dvölin þar var yndisleg og hafði uppbyggjandi áhrif á sálartetrið mitt. Þótt oft væri mikið að gera þá var oftast fundinn tími til þess að fara í útreiðartúr og yfirleitt var farið á kvöldin eftir verkin, svona eins og verðlaun fyrir góðan og annasaman dag. Þegar ég eignaðist fjölskyldu og fór að búa þá gaukuðu þau Þrá- inn og Stína stundum að okkur nautakjötsbita eða heimatilbúnum hrossabjúgum sem kom sér mjög vel. Svona birtist hjartagæska þeirra í mörgum myndum. Þrjú af fjórum börnum mínum hafa dvalist yfir sumartíma í Odda- koti og minnast þau þeirra tíma með gleði og virðingu. Hún Linda Steinunn okkar leit mikið upp til hans Þráins frænda síns. Það sem Þráinn sagði og gerði var næstum eins og lög. Sem dæmi má nefna eina matvendnina en Linda vildi ekki borða rúgbrauð þegar hún kom að Oddakoti og var frekar lítið fyrir smjör, en þegar hún kom heim eftir tveggja vikna dvöl þá fékk hún sér stóra sneið af rúgbrauði og mikið smjör og sagði: „Við Þráinn fengum okkur ekki rúg- brauð með smjöri heldur smjör með rúgbrauði.“ Örlög manna eru misjöfn og ein- kennileg tilviljun er að Þráinn og Villi heitinn mágur minn kvöddu þessa jarðvist sama mánaðardag, aðeins með tveggja ára millibili. Elsku Stína mín, Hjörtur og Sól- veig, Bjarki, Heiða og börn, Katrín, Þórir og börn, Helena og Einar, megi bjartar minningar um Þráin milda ykkar miklu sorg. Guð blessi ykkur öll. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blesssun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðgun að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) María Siggadóttir og fjölskylda. Elsku hjartans Þráinn minn, nú ertu farinn til guðs og við förum víst aldrei aftur saman í útreiðartúr. Það var svo gott að vera í Odda- koti hjá ykkur Stínu, þessi sveit er svo falleg og góð eins og þið, takk fyrir að hafa leyft mér að vera stundum hjá ykkur. Þegar þú varst veikur á sjúkrahúsinu heimsótti ég þig og daginn áður en þú fórst frá okkur þá kvaddi ég þig með kossi eins og vanalega en þetta var síðasti kveðjukossinn. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna, hjá guði og þeim sem þú þekktir og eru dánir. Þú varst hressasti og besti frændi minn og ég mun aldrei gleyma þér. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær hjálp veitt á þessum degi Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín frænka Linda Steinunn Guðgeirsdóttir. Í dag kveðjum við Þráin í Odda- koti en hann lést 27. júní eftir tæp- lega þriggja mánaða lokaorrustu við illvígan sjúkdóm, sem allir hræðast. Enn einu sinni standa ást- vinir, sveitungar og vinir sárir og reiðir eftir ójafnan leik, þar sem þeirra maður varð að lúta í lægra haldi, langt um aldur fram. Í þessari litlu grein vil ég minnast þessa góða sveitunga og alls sam- starfsins, sem við áttum í Ung- mennafélaginu Dagsbrún og HSK. Störfum sínum hjá þessum samtök- um sem og annars staðar sinnti Þrá- inn af ósérhlífni, samviskusemi, dugnaði og með sinn sérstaka húm- or í farteskinu. Hann gekk að þeim verkum sem gera þurfti léttur í lund og spori og gilti einu hvort um var að ræða mælingu á langstökki á íþróttamóti, sem mig grunar að hafi nú ekki verið það skemmtilegasta sem hann gat hugsað sér – uppvask og þrif – eða fara í ræðustól en þar flutti hann mál sitt skýrt og skil- merkilega. Hann sótti námskeið í ræðu- mennsku og félagsstörfum hjá Fé- lagsmálaskóla UMFÍ og varð seinna leiðbeinandi á þeim vett- vangi, heimsótti þá önnur ung- mennafélög og hélt námskeið og naut hann þess vel er heim kom að segja frá hvernig allt færi nú fram hjá hinum félögunum. Þráinn hafði sérstakan frásagnarstíl og einstakt lag á gera frásögn sína myndræna og skemmtilega. Það voru sannarlega ekki litlaus- ar eða leiðinlegar samverustundirn- ar með honum Þráni og oft hefur verið kátt í höllinni Gunnarshólma þegar æfingar hafa staðið yfir fyrir þorrablót og fleiri uppákomur. Þrá- inn þá gjarnan hrókur alls fagnaðar með sínum óborganlegu setningum, sem eru svo dýrmætar í minning- unni. En hann tók sín hlutverk al- varlega og var manna fyrstur tilbú- inn með sitt, hafði hann stundum á orði að hann bara skildi ekki hvað sumt fólk gæti verið lengi að læra textann!! Ég þakka Þráni allar samveru- stundirnar og ég trúi því að hans bíði nú nýtt hlutverk og ég efa ekki að hann tekur vel á því og verður fljótur að læra textann. Ég bið Guð að styrkja fjölskyld- una hans og gefa læknavísindunum leiðarljós í leitinni að nýrri þekk- ingu og sigrum. Ingibjörg Marmundsdóttir. Dagarnir eru að taka að styttast, dagurinn í dag er styttri en fyrir- rennari sinn. Við vöknum upp dag hvern og tökum því sem sjálfsögð- um hlut að þeir sem voru við hlið okkar í gær, geti einnig verið það á morgun, en því er víðs fjarri. Í dag erum við að kveðja einn samferða- mann sem getur ekki verið við hlið okkar lengur, heldur er að kanna það sem er okkur hulið sem eftir stöndum. Maður finnur fyrir mátt- leysi gagnvart forlögunum, og við finnum hversu máttlaus við í raun- inni erum gagnvart þeim. Spurning- um um tilgang okkar hérna á þess- ari jörð verður einungis svarað með öðrum spurningum því hin áþreif- anlegu svör er ekki að finna. Þráinn var sá sem hægt var að líta upp til fyrir dugnað sinn og kraft, það var gott að eiga hann að ef þurfti að fá álit á einhverju og lá hann ekkert á skoðunum sínum. Það er svo margt sem er í minningunni skráð um Þrá- in. Það að vera bara hinum megin við lækinn við Þráin í uppvextinum sem hefði átt að gera samgöngur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JAKOB V. JÓNASSON geðlæknir, Safamýri 43, Reykjavík, sem andaðist á Landspítala Landakoti þriðju- daginn 8. júlí, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30. Christel Jónasson, Hildigerður Jakobsdóttir, Lars Gimstedt, Finnbogi Jakobsson, Elín Flygenring og barnabörn. Bestu þakkir til allra sem sýndu okkur vinarhug við fráfall og jarðarför kærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÓSKARS JÓNSSONAR, Skúlagötu 44, Reykjavík. Hjördís Jensdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Guðmundur Þór Egilsson, Jón Viðar Óskarsson, Guðrún Eggertsdóttir, Óskar, Hjördís, Rakel, Berglind og Ívar. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÓLAFUR SIGFÚSSON, Núpasíðu 10g, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi mánudagsins 7. júlí, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30. Sigríður Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐJÓNA F. EYJÓLFSDÓTTIR, Stórholti 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 22. júlí kl. 13.30. Ólafur Þórðarson, Gunnar Ólafsson, Sara Hjördís Sigurðardóttir, Ástríður Ólafsdóttir, Sigrún Edda Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, KRISTRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR CORTES. Sérstakar þakkir fá læknar, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk á Landakoti og hjúkrunar- heimilinu Eir. Erla Cortes, Kristín Björg Gunnarsdóttir, Guðrún Cortes og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA FRIÐGEIRSDÓTTIR frá Raufarhöfn, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 13. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hilmar Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.