Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 35 Göngugarpaferð í Viðey. Í kvöld verður boðið upp á óhefðbundna gönguferð í Viðey. Ætlunin er að ganga hringinn í kringum eyjuna en það er um 7 km gangur og mun ör- nefnum og sögu verða gefinn gaum- ur undir leiðsögn Örvars B. Eiríks- sonar sagnfræðings. Einkanlega er gangan þó hugsuð sem hressandi útivist. Gangan er nokkuð háð veðri og verður hún hugsanlega stytt ef illa viðrar. Í DAG Landsmót línudansara. Dagana 1. til 4. ágúst verður haldið Landsmót línudansara á Borg í Grímsnesi. Mótið verður sett föstudaginn 1. ágúst kl. 18 og því verður slitið mánudaginn 4. ágúst kl. 15. Kvöldganga UMSB og Veiði- málastofnunar. Fimmtudaginn 17. júlí kl 20 verður farið með Flóka- dalsá í Borgarfirði. Upphafsstaður göngu verður við Flókubrúna á þjóð- vegi 50/516. Þar kynnir Björn Theó- dórsson frá Veiðimálastofnun lífríki árinnar m.a. með rafveiðum á fisk- seiðum. Síðan verður gengið upp með Flóku þar sem áin hefur sorfið sig niður í þröngt gljúfur og skoðaðir tveir fallegir fossar, Pokafoss og Hjálmsfoss. Fossarnir voru sprengdir árið 1948 til að auðvelda fiskum að fara fram ána. Fulltrúar frá Veiðifélagi Flókadalsár mun einnig kynna svæðið. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Á NÆSTUNNI Rangt föðurnafn Eiginkona Alfreðs Steinþórssonar á Akureyri sem varð 100 ára síðast- liðinn föstudag hét Fjóla Katrín Jónsdóttir. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag var rangt farið með föð- urnafn hennar. Alfreð og Fjóla eign- uðust þrjú börn, tvær dætur og son, en missagt var að þau hefðu eignast þrjár dætur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT FYRSTA flugs félagið, hefur í sam- vinnu við Flugmálafélag Íslands, skipulagt hópferð á 100 ára afmæli flugsins í heiminum er haldið verður hátíðlegt í Kitty Hawk í Bandaríkj- unum 17. desember í ár. „Það liggur beinast við að Fyrsta flugs félagið standi fyrir svona pílagrímaferð því við erum einu félagasamtökin á Ís- landi sem kenna sig við fyrsta flugið í heiminum og skörtum í félags- merki okkar fyrstu flugvélinni og þeim Wright-bræðrum sem unnu þetta sögufræga afrek,“ segir Gunn- ar Þorsteinsson, formaður Fyrsta flugs félagins. Félagið var stofnað fyrir tíum árum beinlínis í því skyni að fara með fjölmennan hóp á 90 ára flugafmælið í Kitty Hawk og fleiri flugtengda viðburði. Að sögn Gunnars er m.a. verið að ræða við Atlanta um leiguþotu í þessa aldarafmælisferð. Fyrirhugað er að ferðin standi í 6 daga með brottför seint föstudaginn 12. des- ember og komið til baka að morgni fimmtudagsins 18. desember. Fyrst verður haldið til höfuðborgarinnar, Washington, þar sem boðið verður upp á heimsókn á flugminjasafn Smithsonian og safnadeild sem nýbúið verður að opna á Dulles- flugvelli. Þá verður sérsniðin skoðunarferð í Paul Gerber-deild Smithsonian sem er í fjölmörgum flugskýlum í Mary- land-fylki þar sem er smíðaverk- stæði og aðalgeymslustaður margra af sögufrægustu loftförum í eigu Bandaríkjastjórnar. Washington- dvölinni mun síðan ljúka með skoð- unarferð með íslenskum far- arstjórum um borgina og verða öll helstu minnismerki og byggingar heimsótt. Síðari hluta ferðarinnar verður dvalið í Norfolk og nágrenni þar sem Atlantshafsfloti NATO hefur aðalbækistöðvar og þar er einnig ein stærsta verslunarmiðstöð í Banda- ríkjunum. Síðasta deginum verður varið í Kitty Hawk sem er lítill bær í Norður-Karólínufylki á austur- ströndinni. Sjálf afmælishátíðarhöldin verða við Djöfuldrápshóla en þar unnu Wright-bræður sitt mikla flugafrek. Þar eru bautasteinar til minnis um öll fjögur flug þeirra þann daginn, eftirlíkingar af frumstæðum húsa- kosti þeirra og síðari tíma verk eins og glæsilegt minnismerki sem bandarísk stjórnvöld létu reisa á fjórða áratug síðustu aldar. Í tilefni af 100 ára afmælinu hefur svo ný- lega verið opnuð gestamóttöku- bygging með safnálmu og veitinga- og gjafavöruverslunum. Að sögn Gunnars má búast við fjöldatakmörkunum inn á sjálft há- tíðarsvæðið því mikið verður um dýrðir og búið að vinna að undirbún- ingi afmælisins í mörg ár. Þannig verður bandaríski flugherinn með viðhafnarflugsýningu og búist er við að forseti Bandaríkjanna heiðri minningu Wright-bræðra með nær- veru sinni í Kitty Hawk. Hópferð á 100 ára afmæli flugsins Minnst verður flugafreks Wright-bræðra í Bandaríkjunum í ár þegar 100 ár verða liðin frá fyrsta flugi þeirra. ÍSAFJARÐARBÆR og Sæ- fari, félag sjóíþróttamanna, standa fyrir Siglingadögum, hátíðahöldum tengdum sjó og sjóíþróttum dagana 18.–27. júlí, að því er fram kemur í auglýs- ingu frá aðstandendum hátíð- arinnar, sem er nú haldin í fjórða sinn. Nóg verður um að vera á há- tíðarhöldunum, m.a. kajaknám- skeið og kajakkeppnir, köfun, hraðbátarall og flotaferð í Jök- ulfirði svo eitthvað sé nefnt. Auk siglinga verður boðið upp á fjölskyldudagskrá ásamt því að settur verður upp flóamarkað- ur, trúbadorar spila og haldnir verða dansleikir. Hápunktur hátíðarinnar verður laugardaginn 26. júlí en þá fer fram hin svokallaða fimmtarþraut. Hún fer fram í fimm liðum, keppendur byrja á að róa 400 metra á kajak, velta sér svo úr honum og synda að bryggjukantinum, klifra svo upp dekkjalengju þar sem við tekur hlaup sem endar með stökki í sjóinn og synda kepp- endur þá stuttan spöl, koma sér upp á sjóþotu og bruna að endamarkinu. Á laugardeginum verður einnig mynduð kajakstjarna sem um 50 kajakar taka þátt í. Skráning fer fram á heima- síðu Siglingadaga en þar er jafnframt hægt að finna dag- skrá hátíðarinnar. Siglinga- dagar und- irbúnir á Ísafirði TENGLAR ............................................. www.isafjordur.is/sigl- ingadagar BLÁSKÓGASKOKK HSK fór fram sunnudaginn 13. júlí sl. í umsjá UMFL. Hlaupnir voru 5 og 16 km í fjórum flokkum karla og kvenna. Lengri vegalengdin nær yfir allan Gjábakkaveg og endar á íþróttavellinum á Laugarvatni. Nú bar svo við að Gjábakkavegi var lokað meðan á hlaupinu stóð og mæltist það vel fyrir hjá hlaupurunum sem nutu veður- blíðu og náttúrufegurðar svæð- isins mun betur við þessar að- stæður. Sigurvegari karla í Bláskógaskokki varð Steinar Friðgeirsson á 57:03,0 mín og í kvennaflokki sigraði Helga Björnsdóttir á tímanum 70:55,0 mín. Oddviti Bláskógabyggðar, Sveinn Sæland, ræsti keppendur af stað og afhenti þeim síðan verðlaun að afloknu hlaupi. Íþróttamiðstöðin á Laugarvatni gaf verðlaunagripi fyrir hvern flokk. Keppendur voru samtals 52 að þessu sinni, 9 hlupu 5 km og 43 hlupu 16 km. Í einstökum flokkum urðu úrslit þessi; 5 km; 16 ára og yngri Sig- rún Hlín Sigurðardóttir á 27:01mín. og Héðinn Harðarson á 24:20 mín. Í flokki 17–39 ára sigr- aði Inga María Áskelsdóttir á 27:33 mín. 16 km; 16 ára og yngri Tómas Arnar Guðmundsson á 91:06 mín. Í flokki 17–39 ára sigr- uðu Sigrún K. Barkardóttir á 85:55 mín. og Lárus Thorlacius á 66:09 mín. Í flokki 40–49 ára sigr- uðu Huld Konráðsdóttir á 74:01 mín. og Steinar Friðgeirsson á 57:02 mín. Í flokki 50 ára og eldri sigruðu Helga Björnsdóttir á 70:55 mín. og Þórður G. Sigur- vinsson á 70:22 mín. Framkvæmdaraðili hlaupsins var Umf. Laugdæla. Úrslit hlaups- ins er að finna á vefsíðunni hsk@hsk.is Morgunblaðið/Kári Jónsson Verðlaunahafarnir ásamt oddvita Bláskógabyggðar, Sveini Sæland. Laugarvatni. Morgunblaðið. Bláskóga- skokk í veðurblíðu FREMUR rólegt var um helgina hjá lög- reglunni í Reykjavík þótt alltaf sé talsverð- ur erill vegna ölvaðs fólks. Mikil um- ferð var á vegum út frá borginni en hún gekk mjög vel eins og sést af því að einungis 9 ökumenn voru grun- aðir um of hraðan akstur. Sjö öku- menn voru grunaðir um ölvun við akstur. Þá voru 28 umferðaróhöpp með eignatjóni tilkynnt til lögreglu. Þriggja bíla árekstur og slys varð á Vesturlandsvegi á móts við Nóa Síríus á föstudag. Bifreiðunum var öllum ekið austur Vesturlandsveg eftir vinstri akrein. Áreksturinn varð með þeim hætti að einni bifreið var ekið aftan á aðra sem kastaði henni aftan á þá þriðju. Ökumenn fyrri bifreiðanna höfðu stöðvað fyr- ir aftan samfellda röð kyrrstæðra bifreiða, sem náði að gatnamótum Suðurlandsvegar. Tveir ökumann- anna voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra munu ekki vera al- varleg. Aðfaranótt sunnudags varð um- ferðarslys á Barmahlíð/Lönguhlíð. Gerðist það með þeim hætti að bif- reið var ekið suður Lönguhlíð. Við gatnamót Barmahlíðar var bifreið- inni ekið austur Barmahlíð í veg fyr- ir bifreið sem ekið var norður Lönguhlíð. Áreksturinn var mjög harður. Ökumenn beggja bifreiða voru fluttir á slysadeild með sjúkra- bifreiðum. Lögregla flutti tvo far- þega á slysadeild. Báðar bifreiðarn- ar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið. Ökumennirnir voru ekki í bílbelti. Á föstudagskvöldið var tilkynnt um þjófnað úr bíl í Seljahvefi. Þarna höfðu tveir unglingspiltar farið inn í bíl og stolið þaðan kortaveski sem í var kreditkort. Þeir reyndu síðan að taka peninga út í hraðbanka. Þeir voru eltir uppi af vitnum og haldið þar til lögreglu bar að. Skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt laugardags var tilkynnt um slys í Seljahverfi. Maður hafði verið að losa niður eldhúsinnréttingu þegar hún datt niður og hann varð undir henni. Maðurinn var fluttur á slysadeild en hann var með skurð á höfði. Ráðist inn í hasspartí Tilkynnt var um hasspartí í skúr á bak við hús. Þar fundust fíkniefni og áhöld til fíkniefnaneyslu. Fólkið var handtekið, flutt á stöð og vistað þar. Ökumaður bifreiðar sem var stöðvuð við eftirlit reyndist vera með nokkra poka með hvítu efni, ætlað kókaín og poka með bleikum töflum, að hans sögn steratöflur. Ökumaður var handtekinn ásamt 4 farþegum og þau færð á lögreglu- stöðina. Snemma á sunnudagsmorgun var óskað aðstoðar vegna líkamsárásar á veitingastað í miðborginni. Hinn slasaði var með áverka við bæði augu og var annað svo bólgið að hann sá ekkert með því. Var hann því fluttur á slysadeild. Kærði var handtekinn og vistaður í fanga- geymslu. Á sunnudag var óskað aðstoðar að veitingahúsi í miðborginni vegna ölvaðs manns. Hann hafði snætt fyr- ir tæpar 7.000 krónur og gat ekki greitt matinn. Maðurinn var vistað- ur í fangageymslu. Úr dagbók lögreglunnar 11. til 14. júlí Erill vegna ölvaðs fólks EINS og undanfarin ár verða styrkir veittir úr Menningarsjóði vestfirskr- ar æsku til framhaldsnáms sem vest- firsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir forgangs um styrk úr sjóðnum: Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu, föður eða móður, einstæð- ar mæður og konur, meðan fullt launajafnrétti er ekki í raun. Ef engar umsóknir eru frá Vest- fjörðum koma umsóknir Vestfirðinga búsettra annars staðar til greina. Félagssvæði Vestfirðingafélagsins er Ísafjarðarsýslur, Ísafjörður, Strandasýsla og Barðastrandarsýsl- ur. Umsóknir skal senda fyrir lok júlí til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku c/o Haukur Hannibalsson, Digranes- heiði 34, 200 Kópavogur og skulu meðmæli fylgja frá skólastjóra og/eða öðrum. Síðasta skólaár voru fimm ung- mennum frá Vestfjörðum veittir styrkir að upphæð 420 þúsund krón- ur. Í stjórn sjóðsins eru: Halldóra Thoroddsen, Haukur Hannibalsson og Sigurður H. Magnússon. Styrkir úr Menningar- sjóði vest- firskrar æsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.