Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 37
Möðruvallakirkja – kvöldsamkoma Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kirkjan á Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyjafirði. KVÖLDSAMKOMA verður í Möðruvallakirkju fimmtudagskvöldið 17. júlí kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving sjá um léttan tónlist- arflutning og boðun. Kaffi, te og pönnukökur á prestssetrinu á eftir. Mætum öll og finnum nærveru Guðs í kirkjunni á sumarkvöldi. Sóknarprestur. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 37 DAGBÓK vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is SKÚLASKEIÐ Þeir eltu hann á átta hófahreinum og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar en Skúli gamli sat á Sörla einum svo að heldur þótti gott til veiðar. Meðan allar voru götur greiðar gekk ei sundur með þeim og ei saman, en er tóku holtin við og heiðar heldur fór að kárna reiðargaman. Henti Sörli sig á harða stökki, hvergi sinnti hann gjótum, hvergi grjóti, óð svo fram í þykkum moldarmekki, mylsnu hrauns og dökku sandaróti. Þynnast bráðum gerði fjandaflokkur, fimm á Tröllahálsi klárar sprungu, og í Víðikerum var ei nokkur vel fær nema Jarpar Sveins í Tungu. Grímur Thomsen. LJÓÐABROT 75 ÁRA afmæli. 12. júlísl. varð 75 ára Guð- mundur Marinó Þórðarson. Hann fluttist búferlum til Danmerkur fyrir rúmum 20 árum ásamt konu sinni, Halldóru Þórðarsdóttur, syni og dótturdóttur. Þau búa nú á Brostykkevej 96, 2650 Hvidovre, Danmark. 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. júlí, er sextug Katrín Bára Bjarnadóttir, Vesturvangi 40, Hafnarfirði. Hún og eig- inmaður hennar, Björgvin Þór Jóhannsson, verða að heiman og njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar. EITT af mörgum skilyrðum fyrir því að einföld kast- þröng gangi upp er að sagn- hafi eigi alla þá slagi sem eftir eru fyrir utan einn. Oft er það hluti af undirbún- ingsvinnu sagnhafa að gefa slagi til að byggja upp rétt- an takt, en í enskum þving- unarfræðum er slíkt kallað „að leiðrétta talninguna“ (rectify the count), sem er reyndar dálítið loðið orða- lag. En látum það vera. Stundum „leiðréttist taln- ingin“ sjálfkrafa eða með hjálp varnarinnar. Gott dæmi um það er þetta spil úr sumbarbrids frá síðustu viku: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ K1092 ♥ KD5 ♦ D3 ♣G543 Vestur Austur ♠ DG54 ♠ 63 ♥ G1043 ♥ Á762 ♦ KG108 ♦ 7652 ♣6 ♣Á87 Suður ♠ Á87 ♥ 98 ♦ Á94 ♣KD1092 Þórður Sigurðsson og Harpa Fold Ingólfsdóttir voru með spil NS á einu borði gegn Ásmundi Páls- syni og Guðm. P. Arnar- syni: Vestur Norður Austur Suður Ásmundur Harpa Guðm. Þórður Pass Pass Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Ásmundur kom út með lítið hjarta. Þórður stakk upp kóng, greinarhöfundur drap með ás og spilaði meira hjarta. Þórður dúkkaði, fékk næsta slag á hjarta- drottningu og fór í laufið. Ég dúkkaði tvisvar og Ás- mundur henti spaða og kall- spili í tígli. Ásmundur hafði afblokkerað hjartað svo sjöan var hæsta spil. Ég hirti þann slag og spilaði tígli, sem Þórður tók með ás og kláraði laufin. Norður ♠ K109 ♥ -- ♦ D ♣ -- Vestur Austur ♠ DG5 ♠ 63 ♥ -- ♥ -- ♦ K ♦ 76 ♣ -- ♣ -- Suður ♠ Á87 ♥ -- ♦ -- ♣2 Ásmundur pakkaði sam- an spilunum þegar Þórður lagði niður lauftvistinn. Allt hafði þetta spilast nánast sjálfkrafa og engin augljós mistök höfðu verið gerð. En auðvitað var það vörnin sem „leiðrétti taln- ingu“ sagnhafa með því að taka fjórða hjartað. Betra hefði verið að geyma það og spila strax tígli. Reyndar má samt vinna spilið með annars konar þvingun: enska nafnið er „strip squeeze without the count“, hvorki meira né minna. Ég reyni ekki að þýða þetta, en þvingunin byggist á því að vestur neyðist til að henda frí- spilinu í hjarta í lokastöð- unni. Hann er því „berstríp- aður“ í þeim lit og sagnhafi getur þá hvort sem er hent honum inn á spaða eða tígul til að fá níunda slaginn. Eina vörnin sem raun- verulega bítur er að dúkka hjartakónginn í fyrsta slag! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 75 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. júlí, er 75 ára Olgeir Möller, f.v. fulltrúi hjá Húsnæð- isstofnun ríkisins. Eiginkona hans er Sigríður Valgerður Ingimarsdóttir ritari. Þau eru að heiman í dag. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 O-O 6. Rf3 c5 7. d5 e6 8. Be2 exd5 9. cxd5 Bg4 10. O-O Rbd7 11. h3 Bxf3 12. Bxf3 a6 13. a4 He8 14. a5 b5 15. axb6 Dxb6 16. Kh1 c4 17. De2 Dc7 18. Be3 Rb6 Staðan kom upp í ann- arri skák einvígis Sig- urbjörns Björnssonar (2302) og Þorvarðs Fannars Ólafssonar (2068) um meistaratitil Hafnarfjarðar. Sá síðar- nefndi hafði hvítt og lét til skarar skríða. 19. e5! dxe5? Í ljósi þess að hvítur hefur biskupa- parið var skynsamlegra að reyna halda taflinu ganginu með 19...Rfd7 þó að eftir 20. e6 Rc5 21. f5 hafi hvítur frum- kvæðið. 20. fxe5 Rh5 hvít- ur ynni mann eftir 20...Hxe5 21. Bxb6. 21. Bxh5 gxh5 22. Df2! Rxd5 tilraun til að flækja tapað tafl. 23. Rxd5 Dxe5 24. Dxf7+ Kh8 25. Had1 Hf8 26. Dxf8+! Snotur endir á snarpri atlögu. Svartur yrði hróki undir eftir 26...Hxf8 27. Hxf8+ Bxf8 28. Bd4 og gafst hann því upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7.september 2002 í Van Nuys, Los Angeles, Kaliforníu þau Amanda Dolores og Jonathan Carp- enter. Þau eru búsett í Kaliforníu. LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 08 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Fé- lagsvist mánudaga kl. 13, brids mið- vikudaga kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13– 16. Spilað og spjallað. Þorlákur sér um akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú veitir öðrum mikinn inn- blástur og veist af því. Sam- félagið nýtur góðs af kröft- um þínum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur mikla löngun til þess að kenna einhverjum yngri hvernig heimurinn virkar. Markmið þitt er að bæta lífsleikni viðkomandi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag væri kjörið að hreinsa upp úrgang, koma skipulagi á þvott og lagfæra ýmislegt sem betur má fara á heim- ilinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur einsett þér það að koma þinni skoðun á fram- færi í dag. Rök þín eru góð og gild og aðrir eiga erfitt með að andmæla þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í dag kýst þú að gera end- urbætur á vinnuaðstöðu þinni. Þessar gjörðir þínar gætu orðið þess valdandi að starfskraftar þínir nýttust betur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir krafist þess að gera eitthvað skemmtilegt í dag. Þú vilt njóta þín og það er fátt sem heldur aftur af þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Í dag gætir þú gengið á aðra og látið þá segja þér leynd- armál. Þú gætir e.t.v. fengið að vita einhver fjölskyldu- leyndarmál. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir hitt einhvern sem hefur mikil áhrif á þig í dag. Þessi einstaklingur gæti breytt þér mikið. Vertu á varðbergi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samskipti þín við yfirmenn þína og mikilvægt fólk gætu haft afdrifaríkar afleiðingar í dag. Þú sérð hlutina í nýju ljósi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur mikla löngun til þess að læra eitthvað nýtt í dag. Leyndardómar lífsins heilla þig og þú gerir hvað þú getur til þess að svipta þá hulunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að leysa úr hvers kyns vandamálum í dag. Hugur þinn vinnur vel í dag og það skalt þú nýta þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt auðvelt með að láta fólki líða vel. Í dag mun þessi eiginleiki þinn koma að góðum notum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú getur gert einhverjar endurbætur í vinnunni í dag sem munu koma öllum vel - einnig þér. Hvað sem þú gerir mun hafa góð áhrif í langan tíma. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.