Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 45
ÞEIR kunna sitt fag hjá Disney. Hvað gera þeir þegar vinsældir eins af tækjunum í Disneylandinu taka að dvína? Nú, poppa það upp með því að gera bíómynd sem ber sama nafnið, fá gullgerð- armanninn Jerry Bruckheimer til að framleiða hana, tvo hjarta- knúsara með dökka fortíð til að leika aðalhlutverkin og einn heit- asta leikstjórann í Hollywood til að leikstýra. Rakin formúla, jafn- vel þótt síðustu sjóræningjamynd- ir – Pirates, Cutthroat Island, Hook – hafi hingað til ekki malað gull. Það hefur margsýnt sig að fátt hefur meira aðdráttarafl í skemmtigörðum en tæki og rennireiðir kenndar við bíómynd- ir, enda miða þessi tæki jafnan að því að færa fólk nær þeim heimi sem myndirnar gerast í, leyfa því að gerast þátttakendur í æsilegri atburðarrásinni. Venjulega fylgja tæki þessi á eftir vinsælum mynd- um en að þessu sinni hefur Disn- ey gert mynd eftir tæki. Já, þeir kunna sitt fag, þeir hjá Disney. Sjóræningjar Karíbahafsins, ævintýramynd mikil að vöxtum, gerð af Gore Verbinski (The Mex- ican, Ring), var frumsýnd á mið- vikudaginn síðasta vestra og var langvinsælasta mynd helgarinnar. Myndin, sem skartar þeim Johnny Depp og Orlando Bloom í hlut- verkum hetjanna og Geoffrey Rush sem höfuðillmenni, halaði inn 46,7 milljónir dala yfir helgina en hefur í það heila tekið inn rúmar 70 milljónir dala sem verður að teljast prýðilegt. Mynd- in virðist líka höfða til breiðs ald- urshóps, er ævintýri fyrir full- orðna sem unglinga, og bara býsna frambærilegt sem slíkt ef marka má helstu gagnrýnendur í Bandaríkjunum. Myndin kostaði skildinginn, vel yfir 100 milljónir dala, og ætti því bráðlega að fara að skila hagnaði. Önnur ævintýramynd var frum- sýnd fyrir helgina, Snillinga- bandalagið (The League of Extra- ordinary Gentlemen). Það er Sir Sean Connery sem fer fyrir fríð- um flokki leikara sem fara með hlutverk frægra skáldsagnaper- sóna sem taka höndum saman til að berjast gegn illum öflum. Mik- ið hefur gengið á í kringum gerð myndarinnar en fregnir hafa bor- ist af deilum milli Connery og leikstjórans Stephens Norr- ingtons og gagnrýnendur voru ekkert sérlega hrifnir en áhuginn á myndinni var samt sem áður meiri en við var búist. Toppmyndirnar halda áfram að falla hratt því toppmynd síðustu viku, Tortímandinn 3, féll um tvö sæti og fékk 55% minni aðsókn en um frumsýningarhelgina. Annars jókst bíóaðsóknin al- mennt um helgina frá síðustu helgum og stór áfangi náðist einnig er 6 myndir á topp 10 voru sýndar í yfir 3 þúsund kvik- myndahúsum hver, sem er til marks um hversu risavaxin dreif- ingin er orðin á stærstu mynd- unum. Líklegt verður að teljast að Jerry Bruckheimer haldi í topp- sætið því um næstu helgi verður enn ein mynd úr smiðju hans, Bad Boys 2, frumsýnd. Sjóræningjarnir stálu senunni skarpi@mbl.is Rússíbanareið eða plankann, ykkar er valið! Sjóræningjarnir Johnny Depp og Orlando Bloom leiða nýjasta kynningarátak Disney á skemmtigörðum samsteypunnar.                                                                                              !        "  #$ %   &  '    (   &   ) *       * + *  ",-    .  /           01#2 "#" 34#5 3"#1 ,#" 0# 2#5 2# #0 "#, 01#2 "#" 331#6 5"#4 "41#, ,3#5 34#3 ",#6 3"2#0 ,,#4 Mynd byggð á rússíbanareið vinsælust vestra MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 45 12.07. 2003 2 3 6 6 1 2 2 1 6 8 9 5 7 25 28 11 09.07. 2003 8 15 28 29 37 46 13 42 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll KRINGLAN Sýnd kl. 10.10 AKUREYRI Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. B.i. 12 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, og 8 KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 10 AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.40. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.40. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 OG 8.  X - IÐ  DV YFIR 42.000 GESTIR!  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.