Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 190. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Meistarar vilja meira Ótrúlegir yfirburðir Rosenborgar í norska fótboltanum Íþróttir 42 Líf og störf Sigurðar málara á sýningu á Sauðárkróki Listir 23 Rokkarar reskjast Hópur Íslendinga fylgdist með Rolling Stones í Höfn Fólk 48 Raunsær og rómantískur Ríkissaksóknaraembættið krefst þess að varnarliðið setji hinn ákærða varnarliðsmann tafarlaust í gæsluvarðhald eins og um var samið, ellegar muni embættið krefjast að fanginn verði afhentur íslenskum stjórnvöldum á ný. „Við krefjumst þess að varnar- liðið gangi tafarlaust að þeim skil- málum sem settir voru,“ segir Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari í samtali við Morgunblaðið. „Ef ekki, munum við koma að kröf- um okkar til dómsmálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis um fram- haldið. Það er augljóst mál að við munum krefjast þess að fá manninn aft- ur ef varnarliðið gengur ekki að umsömdum skilmálum. Við afhentum manninn í sátta- skyni í deilunni, en svona er farið með það,“ segir Bragi. Verjandi ákærða, Sveinn Andri Sveinsson hrl., segir að maðurinn sé ekki geymdur í fangaklefa enda sé varnarliðinu óheimilt að halda mönnum á bandarísku yfirráða- svæði lengur en í 72 klukkustundir, án þess að ákæra sé gefin út, sam- kvæmt þarlendum lögum. Slík sé ekki raunin og maðurinn því utan fangelsisveggja. Hann megi þó ekki yfirgefa landið, fara út af varnarsvæðinu eða drekka áfengi. Að öðru leyti sinnir hann vinnu sinni og býr heima hjá sér. Sveinn Andri segir að það hefði verið skynsamlegt af ríkissaksókn- ara að kynna sér hvernig tekið er á málum innan svæðisins áður en hann afhenti manninn. Í samtölum við lögmenn á varnarsvæðinu, virð- ist hafa gætt misskilnings á hug- takinu gæsluvarðhald. „Mér skilst að Bandaríkjamenn hafi ekki talið sig vera að gera neitt annað en að gæta þess að hann færi hvergi og yrði til reiðu fyrir dóm, en hafi ekki tekið að sér að vista manninn í fangaklefa,“ segir Sveinn Andri. Ákæruvaldið sættir sig ekki við gæslu varnarliðsins á varnarliðsmanninum Loki ákærða inni eða afhendi hann á ný  Ákæruvaldið/4  Verða að framkvæma/26 Bragi Steinarsson FRAMKVÆMDARÁÐ Íraks hefur ákveð- ið að stofna sérstakan dómstól sem á að rétta yfir fyrrverandi embættismönnum sem grunaðir eru um stríðsglæpi. Heimildarmaður í framkvæmdaráðinu sagði í gær að skipuð hefði verið nefnd sem ætti að undirbúa stofnun dómstólsins og hún yrði undir forystu kúrdísks dómara sem var dæmdur í átta mánaða fangelsi á valdatíma Saddams Husseins. Mannréttindahreyfingin Human Rights Watch gagnrýndi áformin um stríðsglæpa- dómstólinn og sagði að fórnarlömb stjórnar Saddams Husseins ættu ekki að rétta yfir þeim sem ofsóttu þau. „Dómstóllinn þarf að vera óháður stjórninni fyrrverandi og fórn- arlömbum hennar.“ Entifadh Qanbar, fulltrúi Íraska þjóðar- ráðsins, samtaka fyrrverandi útlaga, sagði að bandarísk yfirvöld hefðu ekki enn ákveð- ið hvað gera ætti við þá Íraka sem þau hefðu lagt mesta áherslu á að handsama. „Framkvæmdaráðið tekur að sér að rétta yfir þeim og refsa í samræmi við lögin,“ sagði hann. „Á meðal þeirra er Saddam Hussein, mesti glæpamaðurinn.“ AP Sjítar í Bagdad mótmæla nýstofnuðu framkvæmdaráði Íraks og krefjast þess að það víki fyrir þjóðkjörnu þingi. Boða stríðs- glæpadóm- stól í Írak Bagdad. AP, AFP. ♦ ♦ ♦ STJÓRN George W. Bush Bandaríkjafor- seta spáði í gær methalla á bandarísku fjár- lögunum í ár, að andvirði 455 milljarða doll- ara. Er þetta helmingi meiri fjárlagahalli en spáð var fyrir aðeins fimm mánuðum. Stjórnin spáir því að fjárlagahallinn auk- ist í 475 milljarða dollara á næsta ári en taki síðan að minnka eftir það og verði 213 millj- arðar dollara 2007. Fjárlagahallinn var mestur árið 1992 þegar hann var 290 millj- arðar dollara. Stjórnin sagði að fjárlagahallinn, sem var 159 milljarðar dollara í fyrra, hefði aukist vegna veiks efnahags, stríðsins í Írak og skattalækkana. Í spánni tekur stjórnin með í reikninginn það fé sem hún hefur þegar óskað eftir vegna stríðsins í Írak en ekki aukakostnaðinn vegna hernámsins. Demókratar sögðu að stjórn Bush hefði glutrað niður metfjárlagaafgangi árið 2000 með „ábyrgðarlausri efnahagsstefnu“. Bandaríski seðlabankastjórinn Alan Greenspan áréttaði í gær stuðning sinn við skattalækkanir en bætti við að draga þyrfti úr útgjöldunum til að vega þær upp. „Ég tel að skuldirnar valdi okkur miklum vanda- málum þegar fram líða stundir ef við snúum þessari þróun ekki við,“ sagði hann. Bandaríkin Metfjárlaga- halli í ár Washington. AFP, AP.  Svigrúm/15 MARGIR nota hluta af sumarfríinu í að sinna nauðsynlegu viðhaldi á húseignum sínum. Veður síðustu vik- urnar hefur reyndar sett strik í reikninginn hjá þeim sem hafa ætlað að nota tímann til þess að mála. Í gær var þurrt veður og því kepptust menn við Ægisíðuna í Reykjavík við að mála og gera við. Morgunblaðið/Golli Þakmálun við Ægisíðuna Eigið fé Fæðingarorlofssjóðs uppurið um mitt ár 2005 GERT ER ráð fyrir að halli á rekstri Fæðing- arorlofssjóðs verði hátt í einn milljarður króna í ár og að óbreyttu stefnir í að eigið fé sjóðsins, sem nam um 2,5 milljörðum í upphafi þessa árs verði uppurið innan tveggja ára að því er Her- mann Sæmundsson, ráðuneytisstjóri í félags- málaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgun- blaðið. Hann bendir á að útgjöld sjóðsins hafi stigmagnast undanfarin misseri en tekjurnar hafi aftur á móti lítið hækkað. Versnandi stöðu sjóðsins má og ráða af nýju yfirliti um stöðu sjóðsins sem Mbl. fékk hjá fé- lagsmálaráðuneytinu í framhaldi af frétt blaðs- ins á mánudaginn um niðurstöðu úrskurðar- nefndar fæðingar- og orlofsmála. Þar var haft eftir Ara Edwald, framkvæmdastjóra SA, að hann teldi vandamál vera varðandi fjárþörf sjóðsins að óbreyttu, jafnvel þótt menn ykju ekki skuldbindingar hans enn frekar. Hermann telur ljóst að grípa þarf til aðgerða til þess að tryggja rekstur sjóðsins og koma þá væntanlega einungis tveir kostir til greina, þ.e. annaðhvort að skerða verulega réttindi laun- þega til fæðingarorlofs eða krefja vinnuveitend- ur um hærra framlag eða fara þarna bil beggja. Hallinn á rekstri sjóðsins í fyrra nam um 400 milljónum króna og sem fyrr segir er reiknað með hátt í eins milljarðs halla í ár og að eigið fé sjóðsins verði 1,5 milljarðar í lok þess. Að því gefnu að útgjöldin verði svipuð á næsta ári og í ár tæmist sjóðurinn um mitt ár 2005 en fyrr ef greiðslur vegna fæðingarorlofs aukast enn frek- ar en orðið er. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ telur gæslu á varnarliðsmanninum of losaralega og vill að hún verði hert. Þetta var sendiherra Bandaríkjanna tjáð á fundi sem hann var boð- aður á í utan- ríkisráðuneyt- inu í gær. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir að samsvarandi skilaboðum hafi verið komið á framfæri við aðmírálinn á Kefla- víkurflugvelli. Ekkert liggur enn fyrir um viðbrögð af hálfu varn- arliðsins og ekki voru sett nein tímamörk af hálfu íslenska utan- ríkisráðuneytisins. Að sögn Gunnars Snorra var í samkomulagi milli utanríkisráðu- neytisins og varnarliðsins kveðið á um vörslu eða enska orðið „cu- stody“ án þess að hún væri skil- greind sérstaklega og segir hann greinilegt að Bandaríkjamenn túlki orðið öðruvísi en ráðuneytið. Of losara- leg gæsla varnarliðs Gunnar Snorri Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.