Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair, dótt- urfélag Flugleiða, hafi brotið gegn ákvæði 11. gr. samkeppnislaga með því að bjóða og kynna sértilboð; svo- kallaða Vorsmelli og ódýrustu Net- smellina á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og á flugleiðinni milli Keflavíkur og London hins vegar á tímabilinu frá 1. mars til 15. maí 2003. Vorsmellirnir voru á 14.900 kr. og ódýrustu Nets- mellirnir á 19.800 kr. Ennfremur telur samkeppnisráð að Icelandair hafi brotið samkeppnislög með lækkun ákveðinna viðskiptafargjalda á sömu flugleiðum. Í 11. gr. samkeppnislaga segir m.a. að misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu sé bönnuð. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að ekki sé unnt að sjá að skýringin á til- boðum Icelandair á þessum flugleið- um sé önnur en að fyrirtækið sé með henni að hindra samkeppni frá Ice- land Express ehf. Það skýrist enn frekar þegar tímasetning aðgerða Ice- landair sé skoðuð og þegar tekið sé til- lit til annarra samkeppnisviðbragða félagsins. Hefur samkeppnisráð bann- að Icelandair að kynna og selja far- gjöld á sambærilega við Vorsmelli og ódýrustu Netsmellina á flugleiðunum til Kaupmannahafnar og London. Jafnframt hefur samkeppnisráð ógilt lækkun Icelandair á viðskiptafar- gjöldum á tilteknum brottfarartímum á sömu flugleiðum. Þegar valdið tjóni Iceland Express ehf. kynnti 9. jan- úar sl. áætlunarflug til Kaupmanna- hafnar og London þar sem ódýrustu fargjöldin yrðu frá 14.460 kr. til Kaup- mannahafnar og 14.160 kr. til London. Í lok janúar sl. kynnti Icelandair ehf. tilboðið til Kaupmannahafnar og London á 14.900 kr. „Það vakti athygli Samkeppnisstofnunar að umrætt til- boð Icelandair náði aðeins til þeirra flugleiða sem Iceland Express myndi sinna,“ segir í skýrslu Samkeppnis- stofnunar. Markaðsráðandi staða Farið er yfir málsmeðferð og mála- vexti í skýrslunni en í lok hennar segir m.a.: „Það er mat samkeppnisráðs að verðlagning og aðrar aðgerðir Ice- landair sem varða Vor- og ódýrustu Netsmelli félagsins á flugleiðunum til Kaupmannahafnar og London séu framkvæmdar í því skyni að koma í veg fyrir að Iceland Express nái fót- festu á hinum skilgreindu mörkuðum þessa máls.“ Segir ennfremur að gögn málsins staðfesti þetta mat. „Sýnt hef- ur verið fram á að ódýrustu fargjöld Icelandair á hinum skilgreindu mörk- uðum standa ekki undir staðfærðum kostnaði félagsins á flugleiðunum sem hér eru til umfjöllunar þegar tekið hefur verið tillit til áhrifa vildar- punkta. Séu forsendur Icelandair og markmið með þessum fargjöldum virt fær samkeppnisráð ekki séð að Ice- landair hafi haft hlutlæg rök fyrir því að lækka lægstu fargjöld til Kaup- mannahafnar og London umfram far- gjöld til annarra áfangastaða. Lægstu fargjöld til áfangastaða í norðanverðri Evrópu, þ.e. Vorsmellir og ódýrustu Netsmellir, endurspegla ekki mis- munandi kostnað við flug til þeirra. Athuganir sýna jafnframt að sala og þar með framboð á lægstu fargjöldum til Kaupmannahafnar og London margfaldaðist eftir að Iceland Ex- press hóf rekstur [...].“ Í skýrslunni segir að það liggi fyrir að Icelandair sé í yfirburðastöðu á hin- um skilgreindu mörkuðum. Umrædd- ar aðgerðir Icelandair feli í sér skað- lega undirverðlagningu og séu í ósamræmi við þá ríku skyldu sem hvíli á Icelandair, sem fyrirtæki í markaðs- ráðandi stöðu, að raska ekki sam- keppni. „Ljóst er að erfitt getur verið fyrir nýjan keppinaut að hasla sér völl á umræddum mörkuðum og ef Ice- landair beitir áfram skaðlegri undir- verðlagningu er veruleg hætta á því að Iceland Express hrökklist út af mark- aðnum. Slíkt myndi skaða neytendur og draga verulega úr líkum á því að nýir aðilar hasli sér völl á þessu sviði. Vorsmellir og ódýrustu Netsmellir Icelandair á flugleiðunum til Kaup- mannahafnar og London fara því gegn ákvæði 11. gr. samkeppnislaga.“ Fram kemur í skýrslunni að Ice- land Express hafi haldið því fram í málflutningi sínum að Icelandair hafi gert íslenskum námsmönnum á Norð- urlöndunum og fleiri hópum tilboð sem séu til þess fallin að hindra hóp- ana í að eiga viðskipti við Iceland Ex- press. Icelandair hafi á hinn bóginn hafnað því að það hafi lækkað tilboð til hópa eftir að Iceland Express hafi haf- ið áætlunarflug. „Að mati samkeppn- isráðs hefur ekki verið sýnt með óyggjandi hætti fram á að tilvitnuð til- boð Icelandair skeri sig úr öðrum til- boðum fyrirtækisins til hópa og að í hinum umdeildu tilboðum felist sér- tæk aðgerð sem hafi þann tilgang eða af henni leið að samkeppni sé raskað,“ segir í skýrslu samkeppnisráðs. Þá telur samkeppnisráð að ekki hafi heldur verið sýnt fram á það að Ice- landair hafi „elt“ eða haldið sig undir lægsta verði Iceland Express hverju sinni og þar með reynt að trufla eða eyðileggja tekjustýringu fyrirtækis- ins. „Gögn Iceland Express og sjálf- stæð athugun Samkeppnisstofnunar taka ekki af allan vafa um þetta atriði og gerir samkeppnisráð því ekki at- hugasemdir við það.“ Samkeppnisráð telur að Flugleiðir hafi brotið samkeppnislög með kynningu og sölu á sérstökum flugfargjöldum Fyrirtækið sakað um að hindra samkeppni HIN flókna staða í máli varnarliðsmanns- ins á Keflavík- urflugvelli, sem játað hefur á sig tilraun til manndráps í Reykja- vík og deilur rík- issaksóknara og varn- arliðsins um lögsögu málsins og fram- kvæmd gæslu- varðhalds hins ákærða, mun að hluta eiga sér skýringu í því að Bandaríkja- menn telja að íslensk stjórnvöld hafi brotið á sér rétt samkvæmt viðauka við varnarsamninginn frá 1951. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar héraðsdómslögmanns. Í 6. tl. viðaukans er fjallað um gæslu manna sem gerst hafa sekir um afbrot og segir í c-lið tölulið- arins: „Nú er sökunautur, sem ís- lensk stjórnvöld hafa lögsögu yfir, í gæslu hjá stjórnvöldum Banda- ríkjanna, og skal hann þá vera þar áfram, uns íslensk stjórnvöld hefja saksókn gegn hon- um.“ Árni Páll segir að- draganda málsins skipta miklu varð- andi úrlausn þess, en þegar hnífstung- umálið kom upp hinn 1. júní sl. hafi grunur íslensku lögregl- unnar fallið á nokkra varnarliðsmenn. Jafnframt hafi her- lögreglan á Keflavík- urflugvelli byrjað eigin rannsókn í að- stoðarskyni. Allir varnarliðsmenn sem fóru til Reykjavíkur laugardags- kvöldið 31. maí voru yfirheyrðir og sá sem nú hefur verið ákærð- ur af ríkissaksóknara játaði fyrir herlögreglu að hafa stungið Ís- lending í Hafnarstræti. Hinn grunaði var afhentur lögreglunni í Reykjavík með því að honum var ekið til Reykjavíkur til yf- irheyrslu en þegar herlögreglan hafi ætlað að fara með hann til baka, hafi hann verið settur í gæsluvarðhald. „Þetta er rótin að þeim erf- iðleikum sem menn eru að fást við núna,“ segir Árni Páll. „Banda- ríkjamenn telja að íslensk stjórn- völd hafi brotið á þeim skýrt samningsákvæði, sem kveður á um að maðurinn eigi að vera í varð- haldi hjá varnarliðinu. Hins vegar var maðurinn hnepptur í varðhald af íslenskum yfirvöldum þrátt fyr- ir skýrar skuldbindingar þeirra um að hann eigi að vera í varð- haldi á varnarsvæðinu uns sak- sókn hefst. Lögregluyfirvöld og ríkissaksóknari hafa m.ö.o. brotið rétt á Varnarliðinu með fram- göngu sinni. Þess vegna er skilj- anlegt að Bandaríkjamenn spyrji hvers vegna þeir eigi að fram- fylgja gæsluvarðhaldsúrskurðum sem byggja á því að réttur var brotinn á þeim í upphafi. Þeir eru eðlilega undrandi á því að umrætt ákvæði gildi ekki hérlendis þrátt fyrir að það hafi verið lögfest. Allt þetta gerir málið í heild sinni erf- iðara en ella,“ segir Árni Páll. ÍSLENSKA ákæru- valdið hefur misst stjórn á vörslu varn- arliðsmannsins með því að afhenda hann varnarliðinu, að mati Sveins Andra Sveins- sonar verjanda mannsins. „Þegar skjólstæð- ingur minn var afhent- ur varnarliðinu var hann kominn inn á svæði þar sem banda- rísk lög gilda,“ segir Sveinn Andri. „Það hefði verið skyn- samlegt af rík- issaksóknara að kynna sér hvernig tekið er á málum innan svæðisins áð- ur en hann afhenti manninn. Í sam- tölum við lögmenn á varnarsvæðinu, virðist hafa gætt misskilnings á hug- takinu gæsluvarðhald, (custody). Mér skilst að Bandaríkjamenn hafi ekki talið sig vera að gera neitt ann- að en að gæta þess að hann færi hvergi og yrði til reiðu fyrir dóm, en hafi ekki tekið að sér að vista mann- inn í fangaklefa. Mér skilst að slíkt hefðu þeir aldrei getað tekið að sér vegna þess að slíkt fyr- irkomulag væri í and- stöðu við þeirra laga- umhverfi og reglur þar sem í tilvikum sem þessum megi ekki halda mönnum í fangaklefa lengur en 72 klukku- stundir án þess að ákæra þá. Þar með var það rökrétt niðurstaða að setja manninn í stranga gæslu sem felst í því að hann megi hvorki yfirgefa svæðið né neyta áfengis þann tíma sem þetta ástand varir. Ég hef bent á að ekki sé hægt að flokka gæslu manns- ins sem gæsluvarðhald í skilning ís- lenskra laga en því var því vísað á bug sem staðleysu þar sem varn- arliðinu hefði aðeins verið falið að framkvæma gæsluvarðhaldið eins og verið væri að ræða um flutning milli íslenskra fangelsa. Nú hefur komið á daginn að slíkt gengur ekki upp.“ Mál varnarliðsmannsins sem sakaður er um hnífstungu í miðborg Reykjavíkur Sveinn Andri Sveinsson Ákæruvaldið hefur misst tökin Árni Páll Árnason Þeir telja að brotinn hafi verið á þeim réttur ICELANDAIR hyggst áfrýja úr- skurði samkeppnisráðs frá því í gær, til áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála að sögn Guðjóns Arngríms- sonar, upplýsingafulltrúa fyrirtæk- isins. „Við virðum að sjálfsögðu úrskurðinn en erum ósammála hon- um í grundvallaratriðum.“ Hann bendir á að úrskurðurinn sé langur og að lögfræðingar fyrirtækisins séu að fara yfir hann. Guðjón segir að þeir aðilar innan fyrirtækisins, sem hafi með úrskurð- inn að gera, muni hittast á fundi í dag til að ræða með hvaða hætti þeir muni bregðast við þeim úrskurði samkeppnisráðs að Icelandair megi ekki kynna og selja fargjöld sam- bærileg við umrædda Vorsmelli að upphæð 14.900 kr. og ódýrustu Netsmelli að upphæð 19.8000 kr. á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og flugleiðinni milli Keflavíkur og London hins vegar. Hann segir ljóst að einhverjar breytingar verði á þessum fargjöldum. „Við munum skoða þetta og taka ákvörðun um það hvers konar breytingar verða.“ Aðspurður segir Guðjón að nið- urstaða samkeppnisráðs hafi komið á óvart enda telji Icelandair að það sé að fara eftir lögum og reglum. Samkeppnisumhverfið sé hins vegar flókið „Grundvallaratriðið er að undanförnu hafa átt sér stað miklar breytingar á flugmarkaði – það þekkja allir. Nú eru mörg flugfélög og ferðaskrifstofur að keppa um hylli íslenskra ferðamanna. Flug- félög um allan heim eru að breytast og þróast. Samkeppnisumhverfið er flókið og við þurfum að fá hreinar línur um það hvað má og hvað ekki. Við bregðumst við samkeppni, vissu- lega, en það er til þess að halda í við- skiptavini, til að auka viðskipti. Ice- land Express segir að það gangi vel hjá sér, neytendur njóta góðs af verðstríði, og er það ekki þannig sem það á að vera? Það er hart að geta ekki boðið þau lágu verð sem neytendur vilja. Hér á íslenska markaðinum eru engar aðgangs- hindranir, það geta komið hér stórir útlendir aðilar strax á morgun, eins og Ryanair- og við verðum að hafa svigrúm til að keppa. Okkur er með þessum úrskurði skorinn alltof þröngur stakkur.“ Icelandair áfrýjar úr- skurði samkeppnisráðs ÓLAFUR Hauksson, upplýsinga- fulltrúi Iceland Express, er ánægð- ur með „þessa afdráttarlausu nið- urstöðu samkeppnisráðs“, og Jóhannes Georgsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir hana ekki koma á óvart. Samkeppn- isráð komst að þeirri niðurstöðu að Icelandair hefði brotið samkeppn- islög með sérstökum tilboðum sín- um til Lundúna og Kaupmanna- hafnar. Ólafur segir að öll helstu kæruat- riði Iceland Express hafi fengið já- kvæða niðurstöðu en þó séu ákveðin atriði sem Samkeppnisstofnun hafi ekki haft tök á að kanna til hlítar. Hann segir það ráðast af við- brögðum Icelandair hvort Iceland Express grípi til frekari aðgerða varðandi þau atriði en leiðin sem yrði farin væri að leita til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Í máli Ólafs kemur þó fram að hann er undrandi á að samkeppn- isráð skuli ekki hafa beitt Ice- landair sektum. „Það er mjög afger- andi sektarheimild í lögum,“ sagði hann í samtali við mbl.is í gær. Sagði hann að félagið myndi leita skýringa hjá Samkeppnisstofnun á hvers vegna þessum ákvæðum hefði ekki verið beitt í málinu. Kom ekki á óvart Jóhannes Georgsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, seg- ir eins og Ólafur að með úrskurði sínum sé samkeppnisráð að koma í veg fyrir að markaðsráðandi fyrir- tæki geti kæft ný fyrirtæki á mark- aðnum. „Það er ljóst að aðgerðir Icelandair gengu frá upphafi út á að reyna að kæfa þessa tilraun okkar en neytendur stóðu með okkur,“ segir Jóhannes. Undrandi á að sektum sé ekki beitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.