Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 5 ÖKUMAÐUR fólksbíls slasaðist í hörðum árekstri á Siglufirði í gær. Slysið átti sér stað rétt fyrir hádegið í gær, en tveir bílar rákust saman á gatnamótum Langeyrarvegar og Norðurtúns á Siglufirði. Fólksbíll sem kom eftir Langeyrarvegi úr suð- urátt, skall á jeppa sem var kyrr- stæður við gatnamótin, með þeim af- leiðingum að jeppinn kastaðist nokkra metra og endaði á hliðinni. Ökumaður jeppans var að vinna á vegum Siglufjarðarbæjar og hafði stöðvað hjá hópi barna og unglinga sem voru að störfum hjá vinnuskóla bæjarins. Farþegi í jeppanum var rétt nýstiginn útúr bílnum þegar slysið varð og það virðist hafa verð hin mesta mildi að ekki fór verr því hópurinn frá vinnuskólanum var að- eins nokkra metra frá slysinu. Fólks- bíllinn var að sögn sjónarvotta á mik- illi ferð og svo virðist sem ökumaður hans hafi misst vald á bílnum með þessum afleiðingum. Ökumaður jeppans slapp ómeiddur, en ökumað- ur fólksbílsins var fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar. Hann mun hafa hlotið nokkur beinbrot og önnur meiðsli, en er ekki í neinni hættu. Morgunblaðið/Halldór Þ. Halldórs Báðir bílarnir eru gjörónýtir eftir áreksturinn sem var mjög harður. Harður árekstur á Siglufirði í gær Siglufirði. Morgunblaðið. UNG kona var flutt með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að hafa ekið bíl sínum út af á Hvítársíðuvegi, við Bjarna- staði, rétt fyrir klukkan fjögur að- faranótt þriðjudags. Konan gat sjálf tilkynnt slysið með því að hringja í neyðarlínuna, en vissi ekki nákvæma staðsetningu. Lögreglan í Borgar- nesi þurfti því að leita konuna uppi, en fann hana um hálftíma eftir að til- kynningin barst. Þyrlan lenti með konuna í Reykjavík um klukkan sex í gærmorgun. Var hún lögð inn á gjör- gæslu vegna mögulegra bakmeiðsla eða höfuðáverka. Læknir á gjörgæslu sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að konan væri á batavegi, og ekki hefði verið um alvarleg meiðsl að ræða. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi virðist sem konan hafi misst stjórn á bifreiðinni í krappri beygju og endað ofan í skurði utan vegar. Konan komst ekki út úr bílnum og var orðin nokkuð köld þegar lög- regla og sjúkraflutningamenn komu að. Bifreiðin er mikið skemmd. Slösuð kona flutt með þyrlu SETT HEFUR verið upp sér- stök vefsíða á mbl.is í tilefni af Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer 16. ágúst næstkom- andi. Á henni er hægt að skrá sig til þátttöku í maraþoninu og hlaupum sem fram fara í tengslum við það og ganga frá greiðslu. Þannig má skrá sig í maraþonið sjálft, en einnig í hálfmaraþon, 10 kílómetra hlaup, 10 kílómetra línuskauta- hlaup, 7 kílómetra skemmti- skokk, 3 kílómetra skemmti- skokk og 3 km skemmtiskokk 12 ára og yngri. Á vefsíðu Reykjavíkurmara- þons á mbl.is er einnig hægt að nálgast nánari upplýsingar um hlaupið, sjá kort af leiðinni og lesa sér til um sjálfvirku tíma- tökuna sem notuð verður í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta sinn. Þar eru einnig upp- lýsingar á ensku fyrir erlenda þátttakendur. Skráning í maraþon á mbl.is SÉST hefur til refs í námunda við Urriðavatnsgolfvöll í Heiðmörk en völlurinn er í eigu golfklúbbs Odd- fellow og Odds í Garðabæ. Garðar Eyland, framkvæmdar- stjóri golfklúbbsins, segist eitthvað hafa heyrt af ferðum rebba í ár en sjálfur hafi hann ekki séð til hans við golfvöllinn. „Hins vegar vissi ég af honum hérna í fyrra og skilst að hann hafi þá verið hérna með sín afkvæmi,“ segir Garðar. Hann segir að engin leit hafi ver- ið gerð að refnum enda hafi menn ekki tekið nábýlið við hann nærri sér. „Mér skilst að hann hafi verið hér einsog hálfgert heimilisdýr. Þetta er hins vegar hvimleitt útaf fuglalífi þar sem fuglinn hopar und- an honum,“ segir Garðar. Nýlega bárust fréttir af því að mikið væri um ref í öllum hreppum í Flóanum. Að sögn heimamanna er óvenjulegt að sjá svo mikið af tófu á láglendi. Engar aðgerðir eru í gang til að stemma stigu við þessu. Refur á vappi við golfvöll ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.