Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 15 Er vinningur í lokinu? Utanlandsferðir • siglingar • sjónvörp reiðhjól • myndavélar • gasgrill kælibox í bíla • línuskautar hlaupahjól og margt, margt fleira! Glæsilegir vinningar útsala debenhams í fullum gangi 50% afsláttur af völdum vörum S M Á R A L I N D komdu og ger›u gó› kaupÍSLENSKA A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 17 14 7/ 20 03 allt a› Afgreiðslutími mán. - föst. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir bankann reiðubúinn að halda vöxtum eins lág- um og mögulegt er í langan tíma til að takast megi að lyfta efnahag þjóðarinnar upp úr niðursveiflu. Greenspan telur ennfremur svig- rúm til að lækka vexti enn frekar ef þörf er á. Þetta kom fram í vitn- isburði hans fyrir bandaríska þinginu í gær en Greenspan veitir slíkan vitnisburð hálfsárslega. Stýri- vextir eru nú 1% í Bandaríkjunum og hafa ekki verið lægri í 45 ár, að því er segir í frétt Reuters. Eins og fram kemur í Hálffimm fréttum Búnaðarbankans frá því í gær hafa verið uppi efasemdaraddir um að frekari vaxtalækkun myndi hafa áhrif á hagkerfið. „Engu að síð- ur sagði Greenspan að samkvæmt athugun seðlabankans myndi frekari vaxtalækkun hafa áhrif á hagkerfið,“ segir í Hálffimm fréttum. Hlutabréfamarkaður í Bandaríkj- unum tók við sér í kjölfar ræðu Greenspans og væntinga um góð lánskjör vegna áframhaldandi lágra vaxta. Skuldabréf lækkuðu hins veg- ar í verði vegna vonbrigða yfir því að Greenspan virtist með orðum sínum útiloka möguleika á óvenjulegum lausnum til að rífa upp hagkerfið. Áður hafði verið stungið upp á því að reynt væri að rétta af efnahaginn með því að kaupa langtímaríkis- skuldabréf. Ljóst þykir á ræðu Greenspan að seðlabankinn hyggst nota skammtímavexti til að stýra efnahagnum inn á rétta braut en ekki fara aðrar og óhefðbundnari leiðir. Sagðist Greenspan ekki telja það rétt í stöðunni að beita nýjum að- ferðum. Hætta á verðhjöðnun Þá sagði Greenspan bankann vera reiðubúinn að halda stýrivöxtum, og þar með skammtíma lánskjörum, lágum í „töluverðan tíma“ en til- greindi tímamörk ekki nánar. Hag- fræðingar hafa getið sér þess til að seðlabankinn hækki vexti aftur á næsta ári eða jafnvel ekki fyrr en ár- ið 2005. „Ég held að Greenspan sé að reyna að koma þeim skilaboðum á framfæri að það gæti orðið ár eða meira þangað til vextir yrðu hækk- aðir á ný og að við eigum ekki að hugsa um vextina núna,“ segir Christopher Low, yfirhagfræðingur hjá FTN Financial í New York. Stýrivextir bandaríska seðlabank- ans hafa verið lækkaðir þrettán sinn- um frá því snemma árs 2001. Síðasta lækkun var hinn 25.júlí síðastliðinn. Ástæðu þess að seðlabankinn hefur lækkað vexti svo ört síðustu misseri segir Greenspan vera litla verð- bólgu. Telur hann að í kjölfarið geti verið hætta á verðhjöðnun í hagkerf- inu verði það fyrir óvæntu áfalli. Mögulegt hagvaxtartímabil Greenspan sagði góðan möguleika á því að „bandaríska hagkerfið væri að sigla inn í tímabil aukins hagvaxt- ar,“ að því er segir í frétt BBC. Segir þar að bandaríski seðlabankinn hafi lækkað spár um hagvöxt á þessu ári úr 2,75% í 2,5%. Svigrúm til vaxta- lækkunar Alan Greenspan Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.