Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EMBÆTTISMENN í Bangla- desh greindu í gær frá því að farþegaferjan sem sökk í síð- ustu viku nærri bænum Chandpur, suðaustur af höfuð- borginni Dhaka, væri fundin. Hundruð manna voru um borð í ferjunni þegar hún sökk en að- eins tókst að bjarga um 200. Búið er að finna 156 lík en talið er að mun fleiri hafi farist. Ekki er talið líklegt að hægt verði að lyfta ferjunni af árbotninum. Nýr ritstjóri New York Times BILL Keller hefur verið ráðinn aðalritstjóri bandaríka dag- blaðsins The New York Times en tveir helstu ritstjórar blaðs- ins sögðu af sér fyrir mán- uði í kjölfar þess að upp komst að blaðamaður- inn Jayson Blair hefði framið stór- felldan rit- stuld og skáldað ýms- ar fréttir sem birtust í blaðinu. Keller, sem er 54 ára gamall, var áður fréttamaður og rit- stjóri hjá NYT. Hann var talinn líklegur til að leysa Joseph Lelyveld af hólmi sem aðalrit- stjóri árið 2001 en þess í stað var Howell Raines ráðinn. Kell- er gerðist þá dálkahöfundur hjá blaðinu. Raines og Gerald Boyd sögðu báðir af sér sem ritstjórar 5. júní og Lelyveld tók við blaðinu tímabundið. Harmar morð á Sadat LEIÐTOGI samtaka íslamista í Egyptalandi sem fyrir 22 ár- um stóðu fyrir morðinu á Anw- ar Sadat, forseta Egyptalands, kvaðst í gær harma mjög morð- ið og kallaði hann Sadat „písl- arvott“ í samtali við arabískt dagblað. Karam Zohdi, sem sit- ur í fangelsi í Kaíró, sagði að ef hann gæti breytt gjörðum for- tíðar þá myndi hann hafna öll- um hugmyndum um að myrða forsetann. Sadat var skotinn til bana af Khaled al-Islambuli, einum liðsmanna samtakanna sem Zohdi veitti forystu, þann 6. október 1981. Fleischer hættir ARI Fleischer lauk ferli sínum sem talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta á mánudag. Var það þrjú hundr- uðasti frétta- mannafund- urinn sem hann hélt síð- an Bush varð forseti í jan- úar 2001. Fleischer fékk tertu frá frétta- mönnum sem starfa í Hvíta húsinu en jafn- framt þjörmuðu þeir að honum vegna misvísindi yfirlýsinga ráðamanna um aðdraganda Íraksstríðsins. Fleischer segist nú ætla að skrifa bók en við starfi hans tekur Scott McClell- an. STUTT Ferjan fundin Ari Fleischer Bill Keller SUMARIÐ er komið í Evrópu og það svo um munar. Í Róm velta ráðamenn því nú t.a.m. fyrir sér að skammta vatnsnotkun. Í Lundúnum hefur hins vegar hverjum þeim ver- ið heitið verðlaunum sem hannað getur loftræstingarkerfi fyrir neð- anjaðarlestarkerfi borgarinnar. Afar heitt hefur verið í helstu borgum Evrópu undanfarna daga og í gær var hitinn t.d. 33 gráður í París. Svipaða sögu var að segja frá London en þar gripu stúlkurnar á myndinni til þess ráðs að kæla sig í gosbrunni við Trafalgar-torg. Sam- kvæmt veðurspám er þó sums stað- ar von á rigningu er á líður vikuna, jafnvel er spáð þrumuveðri í Frakk- landi. Því er ekki víst að fólk þurfi áfram að grípa til slíkra ör- þrifaráða, vilji menn á annað borð væta sig.Reuters Afar hlýtt í Evrópu MIKLIR vatnavextir ógna landi og híbýlum milljóna manna í Kína. Þór- ir Guðmundsson er staddur í Anhui– héraði í Kína sem fulltrúi alþjóða Rauða krossins til að fylgjast með björgunarstörfum á svæðinu. Hann sagði ástandið alvarlegt á svæðinu í samtali við Morgunblaðið í gær. „Á mánudag var ég í Jiangsu-hér- aði og þar var ástandið alvarlegt. Flóðvarnargarðar halda aftur af gíf- urlegu vatnsmagni. Ef kerfið gefur sig er hætta á að vatnselgurinn æði niður í áttina að Yangtze-fljóti, en á því svæði búa um 20 milljónir manna. Hermenn og verkamenn hafa unnið við að styrkja flóðvarn- argarðana. Vestan við einn garðinn hefur myndast stórt stöðuvatn en austan megin eru akrar og híbýli 60 þúsunda manna,“ sagði Þórir. Um 300 manns hafa látist í flóðum und- anfarna daga. „Nú er unnið að því að flytja fólk í burtu af hættusvæðinu. Varnargarðurinn er aðeins um 50 sentímetrum hærri en vatnsborðið, svo að litlu munar að yfir flæði.“ Dreifa matvælum á svæðinu Meginhlutverk kínverska Rauða krossins er að tryggja að farsóttir breiðist ekki út á svæðinu. „Við erum hér fulltrúar alþjóða Rauða krossins til þess að fylgjast með hvernig ástandið er, hverjar þarfirnar séu, hvernig gangi að sinna sjúkum og særðum, og stöðva farsóttir. Mikil- vægt er að gæta hreinlætis, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Innan nokk- urra daga munum við úrskurða um hvort þörf sé á alþjóðlegri aðstoð.“ Ekki er hætta á hungursneyð í kjölfar flóðanna, að sögn Þóris. „Kín- verska stjórnin og Rauði krossinn dreifa hér matvælum en ljóst er að hrísgrjónauppskeran er ónýt og ekki von á uppskeru fyrr en í maí á næsta ári,“ sagði hann. Samfara flóðunum hafa aurskriður runnið niður í byggð og valdið mannskaða. Stjórnvöld hafa varið um tveimur milljörðum króna í aðstoð við flóðasvæðin. Flóðvarnar- garðar við það að bresta AP Hópur lögreglumanna hleður upp sandpokum við stíflu í Huaihe-ánni í Austur-Kína. Það tók hundruð manna fjóra tíma að styrkja vegginn til að varna því að stíflan brysti og áin flæddi yfir híbýli 15.000 íbúa svæðisins. Alvarlegt ástand hefur skapast vegna mikilla flóða sem orðið hafa í Kína ÚTLIT er fyrir að helstu menning- arhátíðir sumarsins í Frakklandi falli niður vegna verkfalla listafólks og sviðsmanna sem vinna einungis tímabundið í kringum slíkar hátíð- ir. Þrátt fyrir það hyggst franska ríkisstjórnin hvergi hvika frá áætl- unum sínum um að minnka styrki til þessara listamanna sem vinna samtals þrjá mánuði á ári en fá at- vinnuleysisbætur þess á milli. Þegar hefur helstu hátíðum sum- arsins verið aflýst, m.a. tónlistar- og óperuhátíðinni í Aix-en- Provence og stærstu leikhúshátíð heims í Avignon. Hún átti að hefjast í síðustu viku en af því gat ekki orð- ið þegar mótmælendur mættu á staðinn fyrsta daginn og hindruðu að leiksýningarnar gætu farið fram á sviðinu. Smærri hátíðum hefur verið aflýst í kjölfarið, í La Rochelle og Montpellier, og er nú óttast að ekkert verði af öðrum listahátíðum sumarsins sem eru um 600 talsins. Gríðarlegur tekjumissir Talið er að borgirnar og héruðin sem eiga í hlut verði fyrir gríð- arlegum tekjumissi vegna aflýstra hátíða, nokkur hundruð milljónir evra tapist vegna færri ferða- manna. Þannig þarf til dæmis að endurgreiða 74 þúsund að- göngumiða að hátíðinni í Avignon og talið er að tapið fyrir verslun og þjónustu í borginni nemi um 40 milljónum evra eða jafngildi 3,8 milljarða króna. Þykir of dýrt kerfi Núverandi kerfi þar sem lista- fólkið fær atvinnuleysisbætur á milli þess sem það vinnur þykir hins vegar dýrt fyrir samfélagið. Um 100 þúsund manns eru í þeim hópi en fyrirkomulagið kostar ríkið um 74 milljarða króna á ári. Sam- kvæmt fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar verður listafólk- ið að vinna meira og fær minni hlunnindi. Helstu ráðamenn landsins hafa lýst yfir áhyggjum vegna aflýstra hátíða en hyggjast samt sem áður knýja breytingarnar fram. Einkum á að reyna að koma í veg fyrir mis- notkun á kerfinu þar sem borið hef- ur á að starfsfólk kvikmynda- og sjónvarpsfyrirtækja sé látið njóta hlunninda áðurnefndra listamanna en slíkt brýtur í bága við lög. Franskir listamenn mótmæla breytingum á styrkjakerfi Menning- arhátíðum sumarsins aflýst Reuters Franskur listamaður leikur hér krossfestingu við Palais des Papes kastala í mótmælaskyni en listafólk og sviðsmenn hafa verið í verkfalli undanfarið. París. AFP. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR evru-landanna tólf tóku fálega hugmyndum Jacques Chiracs Frakklandsforseta um að slaka tímabundið á skilyrðum um aga í ríkisfjármálum, sem kveðið er á um í svonefndum stöðugleika- sáttmála Efnahags- og mynt- bandalagsins (EMU), er þeir komu saman í Brussel í gær. Samþykktu ráðherrarnir álykt- un þar sem þeir segja vikmörk- in sem gert er ráð fyrir í sátt- málanum, vera nægjanlega víð. Chirac skoraði í þjóðhátíðar- viðtali í franska sjónvarpinu á mánudag á fjármálaráðherra evru-landanna að íhuga að gera ákvæði stöðugleikasáttmálans um strangar takmarkanir á fjárlagahalla aðildarríkjanna óvirkt um sinn. Markmiðið með því væri að gera stjórnvöldum evru-landa sem kljást við sam- drátt og fjárlagahalla kleift að auka ríkisútgjöld tímabundið, í því skyni að stuðla að því að hagvöxtur taki fljótar við sér en ella. Franski fjárlagahallinn er nú yfir þeim 3% mörkum sem kveðið er á um í stöðugleika- sáttmálanum. Ráðherrarnir tóku ekki und- ir þessi tilmæli franska forset- ans, heldur lýstu því yfir að engin þörf væri á að slaka á reglum sáttmálans. Tilmælum Chiracs fá- lega tekið Brussel. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.