Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 17 Opið mán-fös 10-18, laugard. 11-16 Bæjarlind 4, 201 Kóp. s. 544 5464 www.arthusgogn.is T i lboð! Max leðurborðstofustólar Verð áður kr. 22.900 Verð nú kr. 17.100 Einnig fáanlegir með ljósum fótum.                              !"#$% & '  (     &)  )   )  )   !#########                  !  " #"  $%&&&%&&&%&&&"%"#"' "! ( " " !%     !  )! ( "$%" #"*&&+" " "$,"    "#" ",-$./"  "  0   "!" ! " "1&"    #" " " "    "0 -"2"  ""$%"   *&&+%"3# !!"! ( "  $%"2"*&$4%" " #"2 5 '"6!" "3))"&+"$%      5 '"6!"" " ( " " "$1%" 2"*&&+%    !  " # $%& '   (((! )       %  FRANSKA lögreglan fullyrti í gær að tólf ára bresk stúlka, sem nú er leitað eftir að hún laumaðist að heim- an og flaug til Parísar til að vera með 31 árs gömlum fyrrverandi liðs- manni Bandaríkjahers, hefði flogið beint aftur heim til Bretlands. Segir franska lögreglan að stúlkan, sem kynnst hafði Bandaríkjamanninum á Netinu, hafi aðeins verið tvær og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvelli í París og síðan flog- ið aftur til Liverpool í Bretlandi. Þá hafi hún ekki lengur verið í fylgd með Bandaríkjamanninum. „Hún fór með flugvél til Liverpool ásamt öðru fólki, en ekki með Banda- ríkjamanninum,“ sagði ónafngreind- ur heimildarmaður í Frakklandi. Talsmaður lögreglunnar í Manchest- er í Englandi sagði menn hins vegar þar telja „afar, afar vafasamt“ að farþeginn S. Pennington, sem skráð- ur var í flug til Liverpool, hafi verið stúlkan Shevaun Pennington sem saknað er, enda hafi sá farþegi verið hluti af fimm manna hóp sem bókaði miða sína fyrirfram. Shevaun yfirgaf heimili sitt í Wig- an á laugardag til að hitta Banda- ríkjamann, Toby Studabaker, en þau höfðu átt í samskiptum um nokkurt skeið á Netinu. Bresk yfirvöld töldu víst að þau hefðu flogið til Parísar en þeim fregnum neituðu frönsk yfir- völd upphaflega. Peter Mason, fulltrúi í lögreglunni í Manchester, sagði nú vera unnið að því að fá útgefna alþjóðlega hand- tökuskipun vegna Studabaker. Hann sagði að gögnin sýndu að Studaba- ker hefði flogið frá Bandaríkjunum til Manchester og síðan áfram til Parísar um London með Shevaun. „Þetta var allt fyrirfram skipulagt. Allir flugmiðar voru keyptir fyrir- fram. Hann var kominn á Charles de Gaulle-flugvöll [í París] kl. átta á laugardagskvöld, þónokkru áður en haft var samband við lögregluna vegna þess að hennar [Shevaun] væri saknað.“ Ræddu hjónaband Lögreglan segir að þau Shevaun og Studabaker hafi átt í samskiptum á Netinu, og að þau hafi jafnframt skrifast á, í um eitt ár. Fjölskylda Studabakers kom fram í sjónvarpi í gær og hvatti hann til að senda Shev- aun aftur heim til foreldra sinna. „Ef hann hefði vitað að hún var ekki jafn- gömul og hún sagðist vera hefði hann ekki samþykkt að hitta hana,“ sagði bróðir hans, Leo. Sagði hann að Studabaker hefði sagt fjölskyldu sinni að Shevaun væri nítján ára gömul og að þau hefðu rætt um að ganga í hjónaband og eignast börn saman. Foreldrar Shevaun, Stephen og Joanna Pennington, höfðu á mánu- dag beðið dóttur sína um að snúa aft- ur heim. Þau uppgötvuðu á laugar- dag að hún hafði yfirgefið heimili sitt í Wigan með ferðatösku og vegabréf í farteskinu. Þá fundu þau einnig gögn er sýndu að Shevaun hafði átt í samskiptum við Studabaker um nokkurn tíma. Tvívegis sætt rannsókn Að sögn Masons hefur Studa- baker aldrei áður komist í kast við lögin en í frétt BBC segir að lögregla í Bandaríkjunum hafi staðfest að hann hafi tvívegis sætt rannsókn vegna mögulegra óviðurkvæmilegra samskipta við stúlkubörn. Einu sinni var hann handtekinn á grundvelli grunsemda um að hann hefði snert tólf ára stúlku með óviðurkvæmileg- um hætti. Honum var seinna sleppt og hreinsaður af öllum grun. Studabaker þjónaði seinna í land- gönguliðinu bandaríska í þrjú ár, var m.a. um tíma í Afganistan, en lét af hermennsku í júní vegna meiðsla. Hann var ekkjumaður en eiginkona hans, Jenny, lést úr krabbameini í fyrra. Tólf ára bresk stúlka laumaðist að heiman til að vera með þrítugum Bandaríkjamanni sem hún kynntist á Netinu Sögð hafa flogið beint aftur til Englands Reuters Bandaríkjamaðurinn Toby Studa- baker er fyrrverandi hermaður og þjónaði m.a. í Afganistan. París, London. AFP. KÍNVERSKIR ráðamenn hafa sagt leiðtoga Norður-Kóreu- búa, Kim Jong-Il, að þeir verði sem fyrst að hefja viðræður við önnur ríki um kjarnorkuáætlun sína. Kínversk sendinefnd sneri í gær aftur úr þriggja daga ferð til N-Kóreu þar sem bréf Hu Jintao forseta Kína var afhent Kim Jong Il. Telja sumir að þolinmæði Kínverja sem eru helstu bandamenn N-Kóreu sé að minnka. Kínverjar hafa hvatt til við- ræðna en N-Kórea krefst þess að ræða eingöngu við Banda- ríkjamenn sem þeir telja sér stafa mesta ógn af en hinir síð- arnefndu vilja að Suður-Kórea og Japan taki þátt í viðræðum. Spenna hefur verið á milli N- Kóreu og Bandaríkjanna síðan í október þegar bandarískir embættismenn sögðu ráða- menn í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, hafa viðurkennt að þeir ynnu að leynilegri kjarn- orkuáætlun sem sögð er brjóta í bága við samkomulag við Bandaríkin frá 1994. Spáir stríði á þessu ári Bandaríkjamenn telja að N- Kórea eigi nú þegar kjarnorku- sprengjur og sérfræðingar hafa sagt að ríkið eigi möguleika á að gera fleiri. William Perry sem var varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í tíð Clintons telur að stríð við N-Kóreu sé óumflýjanlegt vegna meintra tilrauna til að framleiða kjarn- orkuvopn. Hann telur að stríðið verði á þessu ári. Kína þrýst- ir á N-Kór- eu að hefja viðræður Seoul, Peking. AP, AFP. MORÐIÐ á ísraelskum manni í Tel Aviv í fyrrinótt þykir enn á ný vekja spurningar um framtíð friðarferlis- ins í Mið-Austurlöndum en palest- ínsku samtökin Al-Aqsa hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Hafa ísraelsk yfirvöld þegar sakað heimastjórn Palestínumanna um að standa ekki við gefin fyrirheit um að stöðva ódæði palestínskra öfgahópa. Árásin átti sér stað þegar palest- ínskur maður réðst til inngöngu á veitingastað í úthverfi Tel Aviv, lenti í átökum við dyraverði, myrti ísr- aelskan landtökumann og særði tvo aðra. Í yfirlýsingu Al-Aqsa sagði að árásin væri svar við hryðjuverkum zíonista á herteknu svæðunum í Pal- estínu. Avi Pazner, ráðgjafi Ariels Shar- ons, forsætisráðherra Ísraels, sagði þetta atvik sýna að hryðjuverk Pal- estínumanna héldu áfram. „Við telj- um þetta beina afleiðingu þess að palestínskir fjölmiðlar hafa stundað æsingamennsku.“ Flest öfgasamtaka Palestínu- manna hafa nýverið lýst yfir vopna- hléi. Misvísandi yfirlýsingar hafa hins vegar borist frá Al-Aqsa. Abbas og Arafat náðu sáttum Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, og Mahmud Abbas, forsætis- ráðherra hans, hittust á fundi í fyrra- kvöld en þeir hafa deilt um hvernig haga eigi friðarviðræðum við Ísr- aela. M.a. var Abbas gagnrýndur á stjórnarfundi Fatah-hreyfingar Ara- fats fyrir að vera Ísraelum of leiði- tamur. Sagt er að þeir hafi jafnað all- an ágreining á fundinum. Al-Aqsa segjast bera ábyrgð á ódæði í Tel Aviv Jerúsalem, Ramallah. AFP. TUTTUGU og tveggja ára gamall danskur maður var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að hafa játað að hafa orðið tólf ára stúlku, Miu Teglgaard Sprotte, að bana í bænum Ringsted 27. júní. Hann gekkst einnig við því við yfirheyrslur að hafa haft samfarir við stúlkuna, eftir að hún var látin. Grunur beindist að mannin- um eftir að í ljós kom að frá- sögn hans af ferðum sínum kvöldið sem stúlkan hvarf stóðst ekki. Sögðust vitni meðal annars hafa séð mann á gulu hjóli í grennd við leikvöll þar sem stúlkan var við leik, að því er fram kemur í frétt Jyllands- posten. Á maðurinn, sem nú hefur játað, einmitt gult hjól. Maðurinn var handtekinn sl. mánudagskvöld og játaði hann síðan sekt sína við yfirheyrslur. Fékkst m.a. staðfest í gær að DNA-sýni, sem fannst á vett- vangi glæpsins, væri úr mann- inum. Var í hópi 40 grunaðra Um tvær vikur eru síðan stúlkan hvarf. Morðingi hennar gróf líkið í grennd við knatt- spyrnuvöll í heimabæ hennar, Ringsted. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku og umfangsmikil leit hefur staðið yfir að morðingjanum. Maðurinn, sem nú hefur ját- að, hefur oft komið við sögu lög- reglu í Ringsted en oftast vegna innbrota. Blaðið BT seg- ir að maðurinn hafi verið í hópi um 40 manna sem lögreglan yf- irheyrði vegna morðsins á stúlkunni en honum var sleppt aftur eftir yfirheyrsluna. Játar á sig morð á tólf ára stúlku Danmörk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.