Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 20
VEL VAR mætt á kaffifund á Ránni í Keflavík á mánudagskvöldið þar sem stofnun miðbæjarsamtaka Reykja- nesbæjar var til umræðu auk fleiri mikilvægra málefna sem varða miðbæinn. Að sögn Rúnars Hannah, í undir- búningsnefnd um stofnun Miðbæjar- samtaka, var mæting afar góð og þátttaka fundargesta til fyrirmyndar. Hann segir menn hafa spurt um margt og fjöldi góðra hugmynda hafi komið fram. „Hugmyndin er að fá búðirnar í miðbænum til að taka þátt í mannlífinu með því að standa fyrir ýmiss konar uppákomum og sam- vinnu. Fyrsta slíka uppákoman verð- ur bíla- og farartækjadagur hinn 26. júlí þar sem alls kyns farartæki verða til sýnis í miðbænum og jafnvel alveg út á Fitjar þar sem verður körtubíla- akstur. Það stefnir í mjög góða þátt- töku í þeim gjörningi og allir eru mjög spenntir fyrir því að gera eitthvað til að lyfta upp stemningunni.“ Góður vettvangur til samstarfs Rúnar segir samtökin verða kjörin til þess að samrýma hluti eins og af- greiðslutíma og skreytingar í bænum og útgáfu sameiginlegra gjafakorta fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki á svæðinu. „Auk þess geta samtökin reynst góður vettvangur til samstarfs við bæjaryfirvöld. Þau eru enn í mót- un og verða vonandi fullmótuð á stofnfundinum 18. ágúst, þar sem við munum fullvinna hugmyndirnar og setja niður það grundvallarsamkomu- lag sem við munum vinna eftir.“ Rúnar segir fólk mjög spennt fyrir þeirri samvinnu sem framundan er, þannig séu menn jafnvel farnir að ræða jólaundirbúninginn. „Reykja- nesbær er svo mikill jólabær að það er strax byrjaður jólaundirbúningur hjá okkur og nú verður hann ennþá meiri jólabær en verið hefur vegna þess að við höfum svo góð samskipti innan þessarar grasrótar.“ Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, kynnir hugmyndir um skipu- lag og ræðir fyrirhuguð miðbæjarsamtök í kjölfar breytinga á Hafnargötu. Góð þátttaka á kaffifundi Reykjanesbær Miðbæjarsamtök í Reykjanesbæ Áhugasamir gestir spurðu margs. SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Jónsson, forstöðu- maður Byrgisins, segist afar óhress með framkomu Hjálmars Árnasonar hvað varðar Rockville, en Hjálmar hefur lýst yfir áhuga á því að koma þar á fót flug- og herminjasafni. „Á meðan ekki er búið að ganga frá mál- efnum Byrgisins með götufólkið svo viðunandi sé finnst mér þetta afar siðlaus framkoma hjá honum. Þarna er Hjálmar að sýna fólkinu, sem hef- ur verið að lagfæra og byggja upp í Rockville, eitt mesta siðleysi sem stjórnmálamaður getur sýnt þegnum þessa lands og þeim sem kjósa hann. Það hefur enginn byggt Rockville undanfarin ár annar en götufólkið í sinni endurhæfingarvinnu hjá Byrg- inu. Hjálmar var aðalhvatamaður þess að við færum í Rockville en varð síðan einn af aðalhvatamönnum þess að við færum þaðan út. Undirbúningur þess starfs hófst í maí í fyrra, en ef þú skoðar sögu Rockville sérðu að sex mánuðum áður en Hjálmar hafði samband við okkur til að beina okkur inn í Rockville höfðu menn verið að tala um stríðsminjasafn þar. Þeir láta okkur gera svæðið upp og byggja þarna upp og losa sig síðan við okk- ur.“ Segir götufólkið hafa verið notað Guðmundur segist efast um heild- indi Hjálmars í málinu. „Við upplifum þetta sem eitt stykki líknarfélag sem hefur verið notað til að hafa peninga út úr ríkinu og götufólkið notað til þess að endurreisa staðinn, sem síðan stóð aldrei til þess að nýta fyrir þeirra hagsmuni. Þarna er um að ræða siðleysi gagnvart fólkinu sem hefur verið að byggja þarna upp, sið- leysi gagnvart kjósendum. Þegar við fórum frá Rockville höfðum við engin ráð til þess að hjálpa fólki með afeitr- un og fjörutíu af áttatíu skjólstæð- ingum okkar lentu á götunni.“ Hjálmar hafnar ásökunum Hjálmar Árnason, þingmaður og áhugamaður um flugminjasafn, segir þessar ásakanir Guðmundar fráleitar og að hann viti betur. „Þetta er bara hugmynd sem er skotið fram og er á algjöru byrjunarstigi. Það á eftir að ræða við alla aðila. Þó að hugmyndin sé ekki ný í sjálfu sér er hún enn mjög ómótuð. Það er alrangt að ég hafi ver- ið einn af aðalhvatamönnunum að koma þeim í burtu. Það var samið við Byrgið um að á meðan þetta væri varnarsvæði mættu þeir vera þarna, en síðan ákvað Varnarliðið að skila svæðinu og þá breyttust forsendurn- ar og það er eitthvað sem ég ræð ekk- ert við. Það er kannski ekki síst fyrir minn atbeina að Byrgið er komið í þá góðu stöðu sem það er í núna. Ég harma það að afeitrunardeildin er ekki orðin að veruleika enn, en það er eitthvað sem við verðum að vinna í eins og stöðugt hefur verið gert fyrir Byrgið síðustu árin. Ég legg áherslu á það að mér finnst það starf sem unnið er hjá Byrginu ómetanlegt og vona að það þrífist áfram.“ Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins Óhress með áform um flugminjasafn Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Hugmyndir um flugminjasafn falla í grýttan jarðveg hjá Byrgismönnum. Rockville NÝLEGA voru teknar í notkun ýmsar viðbætur við heilsulindina Bláa lónið. Felast þær í fossi, eim- baði, gufubaði og sérhönnuðu svæði fyrir nudd- og líkams- meðferðir. Þessar nýjungar hafa, að sögn Magneu Guðmundsdóttur markaðsstjóra, mælst vel fyrir hjá gestum heilsulindarinnar. „Fólk er mjög hrifið af þessu og talar afar jákvætt um breytingarnar. Rík áhersla var lögð á tengsl við ein- stök virk efni Bláa lónsins og nátt- úrulegt umhverfi þess og að upp- lifun gesta verði sem áhrifaríkust.“ Aukin fjölbreytni og þjónusta Að bera á sig hvítan kísil er fyrir marga ómissandi hluti af heimsókn í Bláa lónið. Kíslinum hefur nú ver- ið komið fyrir í sérhönnuðum tré- kössum við lónið. Allir baðgestir fá einnig afhent Blue Lagoon raka- krem við komu auk þess sem þeir hafa aðgang að sturtugeli og hár- næringu í baðklefum. Sigríður Sigþórsdóttir, hjá VA Arkitektum ehf., er aðalhönnuður aðstöðunnar, en hún er einnig að- alhönnuður heilsulindarinnar. Hún segir viðbótina í anda þeirrar upp- byggingar sem áður var komin á svæðinu, „þó farnar séu nýjar leiðir og er spennandi hlekkur í stöðugri þróun til að auka fjölbreytni og gæði í þjónustu við gesti Bláa lóns- ins.“ Magnea segir viðbótina vera hluta af því að útvíkka þá reynslu sem heimsókn í Bláa lónið er. „Þetta er ætlað til þess að auka og bæta upplifun gesta lónsins og er kærkomin viðbót við það sem nú er til staðar, bæði fyrir okkur og gest- ina.“ Verðhækkanir fylgja Hinum nýju viðbótum fylgir einn- ig verðhækkun inn í lónið, en nú kostar 1.200 krónur inn í stað 980 króna. Segir Magnea það orsakast af umfangsmiklum rekstri og mik- illi þjónustu sem gestum lónsins er veitt. „Þetta eru dekurdagar og miðað við verð á annarri afþrey- ingu, t.d. bíó eða keilu er þetta alls ekki svo hátt.“ Magnea tekur einn- ig fram að ávallt sé frítt inn fyrir börn, ellefu ára og yngri. „Bláa lón- ið selur einnig afsláttarkort fyrir þá sem vilja stunda lónið í meira mæli. Kostar þriggja mánaða kort sjö þúsund krónur og árskort kost- ar einungis tólf þúsund krónur, þannig að þó fólk fari bara einu sinni í mánuði er þetta búið að borga sig upp, svo við tölum nú ekki um ef maður kýs að fara oft- ar.“ Bláa lónið bætir við aðstöðu Fossinn er nýjung í heilsulindinni í Bláa lóninu. Svo virðist sem unga fólkið kunni vel að meta bununa. Suðurnes VIÐ innkomuna til Sandgerðis hefur verið sett upp nýtt upplýs- ingaskilti fyrir ferðamenn og aðra. Í miðju skiltisins er loft- mynd af Sandgerði tekin úr 1.400 metra hæð. Á hliðum skiltisins eru svo myndir af öllum fyrirtækjum og stofnunum sem skráð eru með númerum inn á loftmyndina. Bragi Einarsson, grafískur hönnuður, sá um hönnun skiltisins ásamt Reyni Sveinssyni sem tók myndir þær sem prýða hliðar skiltisins. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Nýtt upplýsingaskilti við Sandgerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.