Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 21 GYLFI Yngvason á Skútu- stöðum vitjar um net sín austan undir Mikley. Hann er í flotbúningi og segist búast þannig þegar hann fer einn á vatn. Veiði er lít- il í vatninu nú um stundir. Vitjað um net í Mý- vatni Mývatnssveit Morgunblaðið/Birkir Fanndal ÞÝSKA ríkissjónvarpsstöðin ARD vinnur nú að þætti um Ísland fyrir þáttaröðina „Weltreise“ eða heims- ferðir, sem sýndur er á stöðinni hvern sunnudag klukkan eitt eftir hádegi og hefur um það bil eina og hálfa milljón áhorfendur. Að sögn þáttastjórnand- ans, Tilmanns Bünz, er tilgangur þáttann að kynna ýmis svæði fyrir áhorfandanum og kynna hann jafn- framt fyrir fólkinu sem á svæðinu býr. Í þessari Íslandsferð sinni ferðast þáttagerðarmennirnir í kringum landið á þjóðvegi 1. Hér og þar víkja þeir út af honum, meðal annars með því að heimsækja Snæfellsnes þar sem farið var á Snæfellsjökul og myndað í kringum Hellna. Eins fengu þeir leyfi til að fara út í Surtsey og geta þannig sýnt áhorfandanum svæði sem hann á ekki möguleika á að heimsækja sjálfur. Reiknað er með að upptaka á efni fyrir þáttinn taki um tvær vikur. Auk Tilmann Bünz eru hér á landi þeir Dieter Stypmann kvikmyndatökumaður, Helmut Han- sen hljóðmaður og Jörgen Detlefsen framleiðandi en þeir vinna allir á Norður-Evrópu skrifstofu ARD-sjón- varpsstöðvarinnar í Stokkhólmi. Auk hennar rekur ARD, sem er fjármögn- uð með afnotagjöldum og sýnir ekki auglýsingar, skrifstofur á tuttugu og fimm öðrum stöðum í heiminum. Þáttagerðarmönnunum til aðstoðar hér á landi eru Rósa Björg Brynjólfs- dóttir aðstoðarframleiðandi og Júlía Embla Katrínardóttir aðstoðarkvik- myndatökumaður. Þátturinn um Ís- land verður sýndur á ARD hinn 21. september næstkomandi. Þýska sjónvarpið gerir þátt um Ísland Hellnar Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Tilmann Bünz, Dieter Stypmann, Helmut Hansen og Jörgen Detlefsen frá þýsku sjónvarpsstöðinni ARD tilbúnir að leggja á Snæfellsjökul. GÆSARUNGARNIR á Blönduósi hafa vaxið og dafnað vel síðan þeir skriðu úr eggi fyrr í sumar. Í sumra augum eru þessar fiðruðu grasætur orðnar að gómsætum munnbitum en menn verða að bíða um sinn því eigi má deyða þessa fugla fyrr en 20. ágúst. Á mynd- inni má sjá hvar grágæsafjölskylda forðar sér á æðisgengnum flótta undan ljósmyndara út í jökulána Blöndu, flótta undan menningunni, flótta undan því að vera étin. En þessar ágætu gæsir verða ef að lík- um lætur á sínum stað við bakka Blönduóss um helgina þegar Blönduósingar halda bæjarhátíð- ina „Matur og menning“ þar sem ætlunin er meðal annars að bjóða Íslendingum í mat. Morgunblaðið/Jón Sig. Ungar á bökkum Blöndu Blönduós F í t o n / S Í A Ingvar Helgason notaðir bílar Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is · www.ih.is/notadir · opið virka daga kl. 9-18 GÓÐUR NOTAÐUR BÍLL NISSAN MAXIM A ve-831 Verð 2.700.000 kr. Skráður 10/2001, ekinn 47.000 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.