Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 23
S IGURÐUR Guðmundsson, Sigurður málari eins og hann er best þekktur, var einn helsti frumkvöðull ís- lenskrar leiklistar, mynd- listar og minjavörslu. Þessi skagfirski piltur fæddist í mars 1833 og lést í september 1874, aðeins 41 árs að aldri. Jón Viðar Jónsson segir í bæk- lingnum Frumherji & fjöllistamaður sem gefinn var út í tilefni sýningar- innar á Sauðákróki: „Sigurður málari var maður með köllun – að ekki sé sagt margfalda köllun. Það er stundum sagt að við Ís- lendingar hneigjumst til ofvirkni í at- hafnasemi okkar og að því leyti er erf- itt að hugsa sér dæmigerðari Íslending en Sigurð. Hann skildi – og þar ræður auðvitað úrslitum Dan- merkurvist hans á því skeiði ævinnar þegar hugurinn er opnastur – að nýir tímar væru í aðsigi og eins gott að þjóðin færi að drífa sig inn í „nú- tímann“. Sumum samtíðarmönnum þótti hann óstöðugur og jafnvel ver- kasmár, en við sem eigum aðgang að gögnum hans, höfum þá sýn á ævi- starf hans sem fjarlægðin veitir, get- um ekki tekið undir slíkt. Á þeim sex- tán árum, sem hann er að, frá því hann sest að í Reykjavík árið 1858 þar til hann deyr rétt rúmlega fertugur árið 1874, stofnar hann ekki aðeins Þjóðminjasafnið og kemur undir það fótum með fádæma elju og þekkingu, heldur leggur hann meira af mörkum en nokkur annar einn maður til ís- lensks leikhúss og leikritagerðar.“ Innlent minjasafn Margrét Hallgrímsdóttir, þjóð- minjavörður, vitnar í áðurnefndum bæklingi í orð forvera síns í starfi, dr. Kristjáns Eldjárn, á aldarafmæli Þjóðminjasafnsins 1963, en hann sagði upphaf safnsins merkilegt að því leyti að sjaldan hefði liðið jafn skammur tími frá því að góð hug- mynd fæddist, þangað til hún komst í framkvæmd. „Eflaust hefði honum brunnið fyrir brjósti að íslenskar þjóðminjar héldu jafnt og þétt áfram að streyma til Danmerkur. Þá er eins og augu hans hafi opnast fyrir því hvað gera þurfti. Hann þekkti sinn vitjunartíma. Haugfé úr Baldurs- heimakumlinu varð honum tilefni til skrifa hugvekju sem birtist í Þjóðólfi 24. apríl 1862. Þar eggjaði hann landa sína að láta það ekki lengur viðgang- ast að dýrmætar menningarminjar væru sendar úr landi, og bendir á einu raunhæfu leiðina til úrbótar; að stofna innlent minjasafn. Hann fékk liðstyrk góðra manna til að „útvega allskonar fornmenjar sem fáanlegar kynnu að vera, en sér í lagi þó að komast eftir, hvar síkt væri niður komið og hlutast til þess að slíkum munum væri hvorki fargað burt úr landinu né eyðilagt í landinu sjálfu.““ Sýningin á Sauðárkróki er sam- starfsverkefni Þjóðminjasafns Ís- lands, Leikminjasafns Íslands, Byggðasafns Skagfirðinga og Hér- aðsskjalasafns Skagfirðinga. „Tilgangur Leikminjasafns Íslands er að skrá leikminjar og setja upp sýningar á leikminjum og leiklistar- sögulegu efni. Safnið mun í því skyni safna, varðveita, skrá, rannsaka og sýna leiklistarsögulegar minjar og hvers konar gögn um starf leikhúsa, leikhópa og leikfélaga, atvinnumanna jafnt og áhugamanna. Leikminjasafn Íslands sinnir ennfremur rannsókn- um á leiklist, útgáfu og fræðslustarfi fyrir almenning, skólanemendur og menntastofnanir,“ segir í bæklingn- um sem áður er vitnað til. Jón Viðar Jónsson fullyrðir að Sig- urður sé einn af vanræktu persónun- um í íslenskri menningarsögu. „Hann hefur verið mjög lítið í um- ræðunni síðustu áratugina,“ segir Jón. Gefnar voru út bækur um hann upp úr 1950, „séra Jón Auðuns skrif- aði ágætan inngang í málverka- og myndabók og nokkru síðar gaf Lárus Sigurbjörnsson út þrjár ritgerðirnar í Þætti Sigurðar málara. Þetta er enn sem komið er einu tilraunirnar til þess að draga upp heildarmynd af honum en á seinni árum hafa ýmsir fræðimenn fjallað um afmarkaða þætti.“ Elsa Guðjónsson hefur rannsakað og skrifað mikið um vinnu Sigurður að hátíðarbúningi íslenskra kvenna, Sveinn Einarsson hefur rannsakað starf hans sem leikhúsmanns leik- tjaldamálara, og Halldór J. Jónsson tók saman grein um mannamynda- gerð Sigurðar. „Allt er þetta auðvitað sértækt. Inga Lára Baldvinsdóttir skráði fyrir um það bil 20 árum allt efni um Sigurð í Þjóðminjasafninu, sem er heilmikið, og þyrfti að verða aðgengilegra fræðimönnum og al- menningi. En enginn hefur farið í að vinna úr því. Þorgeir Þorgeirson rithöfundur fékk að vísu mikinn áhuga á Sigurði fyrir aldarfjórðungi, kafaði ofan í þetta af mikilli elju og vandvirkni, birti nokkrar ritgerðir. Þá gerði hann uppskrift að eina leikriti Sigurðar, Smalastúlkunni, gaf hana út og gerði af henni sjálfstæða leikgerð sem var leikin í Þjóðleikhúsinu. En síðan hefur Sigurður verið eins og helgimynd á stalli; hann er stofn- andi Þjóðminjasafnsins og fyrsti lærði málarinn og nýtur auðvitað virðingar sem slíkur en það hefur ekki verið kafað í persónu hans og ör- lög; um þá hlið liggur ekki mikið fyrir, en þó nóg til þess að maður veit að hann hefur verið afar áhugaverður, mjög hæfileikaríkur en um sumt ein- kennilega samsettur maður.“ Jón Viðar segir: „Leikminjasafnið hefur fyrst og fremst áhuga á því að ýta undir rannsóknir á verki Sigurðar svo hægt verði að búa til heildarmynd af honum. Hann er svo stór partur af íslenskri listasögu og reyndar menn- ingarsögunni allri. Við erum svo mikil bókmenntaþjóð að stundum er eins og gleymist að hér hafi aðrar listir verið stundaðar.“ Það sé hins vegar yfirgripsmikið verk að rannsaka Sigurð málara og e.t.v. sé enginn einn fræðimaður fær um það svo vel sé. „Það kostar sér- rannsóknir. En við erum staðráðnir að koma af stað rannsóknarverkefni, helst sem allra fyrst, og jafnvel útgáfu á bréfum, skissubókum og dagbókum í tengslum við það.“ Heldur áfram verki Jónasar Hugmyndafræði Sigurðar er ekki síður áhugaverð en annað: „Hann er einn af feðrum íslenskrar þjóðernis- hyggju, heldur áfram verki Jónasar Hallgrímssonar og Fjölnismanna, bæði í kvenbúningnum og varðandi Þjóðminjasafnið. Það er athyglisvert að Sigurður sér Þjóðminjasafnið ekki fyrir sér sem geymslustað eða minja- safn um fortíðina heldur fyrst og fremst sem einhvers konar aflstöð í endurreisn þjóðlegrar menningar. Segir, og það endurspeglar hug- myndir þess tíma, að þangað geti sögulegir málarar og leikritahöfund- ar farið og aflað sér heimilda. Það sýnir að hann er vísindamaður, hann vill leggja vísindalegan grunn að end- urreisn íslenskrar listmenningar.“ Í Sigurði málara eru undarlegar andstæður, eins og Jón Viðar kemst að orði: „Þessi rómantíska upphafn- ing fortíðarinnar sem virkar nánast brosleg oft á tíðum og svo jarðbundin fræðimennska og praktísk hyggindi við að hrinda góðum áformum í fram- kvæmd.“ Tilraun til að gefa hugmynd um það hvernig „lifandi myndir“ Sigurðar gætu hafa litið út á sviði Gildaskálans í Reykjavík. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Brjóstmynd af Sigurði í forgrunni. Í baksýn má sjá hluta tjaldanna þar sem er að finna ýmsar upplýsingar um Sigurð. Raunsær og róman- tískur í senn Athyglisverð sýning um Sigurð Guðmundsson málara hefur staðið yfir í Safnahúsinu á Sauðárkróki frá því í apríl. Skapti Hallgrímsson skoðaði sýninguna, sem verður opin út þennan mánuð, og ræddi við Jón Viðar Jónsson, forstöðumann Leikminjasafns Íslands. skapti@mbl.is Skautbúning þennan saumaði Sigurlaug Gunnarsdóttir (1862–1905) frá Ási í Hegranesi á árunum 1864–1865 samkvæmt fyrirsögn Sigurðar málara. Þetta var sparibúningur hennar. Sigurður málari átti litakassann og mál- araspjaldið en það er nú í eigu Þjóðminjasafnsins. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 23 XU Wen sópransöngkona og Anna Rún Atladóttir píanóleik- ari eru næstu gestir í tónleika- röðinni Bláa kirkjan á Seyðis- firði í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Wen syngur konsert- og óp- eru-aríur eftir Mozart, Puccini og Meyerbeer og Glitter and be gay úr óperunni Candide eftir Bernstein, ásamt lögum eftir Joaquin Rodrigo, Richard Strauss og Sigvalda Kaldalóns. Einnig syngur hún nokkur kín- versk þjóðlög. Anna Rún Atladóttir Xu Wen Óperuaríur í Bláu kirkjunni ÚTSALA allt að 50% afsláttur GERARD DAREL DKNY NICOLE FARHI IKKS BZR CUSTO PAUL ET JOE SELLER Laugavegi 91 s.562 0625 NÝTT KORTATÍMABIL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.