Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í KASTLJÓSI Ríkissjónvarpsins þriðjudaginn 8. júlí síðastliðinn mættust Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra, og Guðmundur Guðlaugsson, bæj- arstjóri á Siglufirði. Var þar rætt um frestun Héðinsfjarðarganga svokall- aðra, en þeim höfðu stjórnarflokk- arnir lofað að byrja á árið 2004, enda útboð á verkinu í fullum gangi í kosn- ingabaráttunni fyrir síðustu kosn- ingar. Forseti Alþingis bar barm- merki á Siglufirði sem á stóð Siglufjarðargöng og hvaðeina. En núna virðist eitthvað hafa gerst í hagstjórninni sem gerir það að verkum að þessu verður að fresta. Allt í einu eru stjórnarflokkarnir farnir að halda því fram að þeir séu svo vel að sér í hagfræði og hag- stjórn að þeir viti nákvæmlega upp á hár hvenær og hvernig beri að haga framkvæmdum. Fullyrðingar sem Sturla Böðvarsson lét hafa eftir sér í umrædd- um Kastljósþætti. Hann endaði þó þáttinn með skoti í eigin fót þegar hann var spurður hvort það kæmi til greina að flýta framkvæmdum með Héðinsfjarð- argöng ef forsendur breyttust. Ekki stóð á svari frá samgönguráðherra vorum: Nei, nú er búið að taka ákvörðun um þetta, útboð í byrjun 2005, grafa haustið 2006! Svo mikið fyrir mánaðarlegar athug- anir… þessar sem allir stjórnarliðarnir bera fyrir sig þessa dagana til að verja það óverjanlega: Hel- bera lygina fyrir kosningar! Stjórnarflokkarnir fóru mikinn um það fyrir kosningar að ef þeir héldu ekki velli myndi ekkert verða af fyrirhuguðum gangaframkvæmdum, fengju þeir ekki dýrmætustu eign kjósendanna, atkvæðið. Þannig var atkvæðið svikið út. Sem uppalinn Ólafsfirðingur get ég ekki með nokkru móti skilið hvernig í ósköpunum stjórnvöld- um dettur í hug að Siglfirðingar og Ólafsfirðingar eigi að fagna þessari nýjustu frestunarákvörðun um framkvæmdir við göngin um tvö ár, eins og Sturla vildi meina að íbúar staðanna ættu að gera. Hvor- ugur þessara staða hefur fengið að njóta nokkurs af því lygilega góðæri sem á að hafa tröllriðið öllu Ís- landi síðustu árin. Engin mannvirkjauppbygging hefur átt sér stað á Ólafsfirði síðustu 10 árin, at- vinnustarfsemi hefur snardregist saman, þjónusta á staðnum á vægast sagt undir högg að sækja sökum einangrunar og atvinnuleysi hefur jafnan verið í hærri kantinum hin síðari ár. Ekki get ég fullyrt um Siglufjörð, en erfitt á ég með að ímynda mér skárri skilyrði þar sökum svipaðra umhverf- isaðstæðna. Nú eiga þessir staðir, auk Dalvíkur, Hofsóss og Sauðárkróks, meðal annarra, að vera stoðir stöðugleika þjóðarbúsins og telja það heiður. Það skyldi þó aldrei verða að árið 2006 væru hjól atvinnulífsins komin í þann farveg að göng yrðu þensluvaldandi fyrirbæri, en það vita þeir sem hafa einhverja þjóðhagfræði lært að í niðursveiflu er æskilegt að stjórnvöld haldi hjólum atvinnulífsins gangandi með framkvæmdum, og í uppsveiflu eiga þau að halda að sér höndum. Dæmi nú menn hver fyrir sig hvar í kúrfunni við stöndum nú, með at- vinnuleysið eins og það er. Það sem mér finnst einna merkilegast eru við- brögð íslensku þjóðarinnar. Ég man að þegar Árni Johnsen gerðist sekur um að reyna að ljúga sig út úr þeirri klípu sem hann kom sér í á sínum tíma ætlaði allt um koll að keyra. Þá var æpt eftir blóði, allir urðu sjálfskipaðir dómarar, ekki nægði að hann hlyti dóm eftir réttarinnar venjum. Nú þegja hins vegar flestir þunnu hljóði. Það virðist semsagt allt í lagi að stjórnarflokkarnir tveir ljúgi upp í opið geðið á nokkur þúsund manns, en ef einn lýgur að þjóðinni þá má sparka í hann. Svona er þjóðin sam- kvæm sjálfri sér, eða hitt þó heldur. Að lokum vil ég bara segja eftirfarandi: Ef fólk lætur óréttlæti viðgangast svo lengi sem það snertir það ekki persónulega skal það ekki ætlast til að því sé sýnd samúð þegar óréttlætið knýr að dyrum þess. Píslarvottar ríkisstjórnarinnar Eftir Kristján Ragnar Ásgeirsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÞEGAR þetta ritað er sum- arleyfistíminn að ná hámarki. Ým- iss konar félagsstarf leggst niður, nefndir og ráð fresta fundum fram á haust og mörg fyrirtæki og stofn- anir starfa á hálfum hraða eða þaðan af minna. Þetta er þekkt fyrirbæri í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við og ekkert nema gott um það að segja að fólk taki sér gott sumarfrí og mæti síðan endurnært til starfa á ný. Ísland hefur hins vegar þá sérstöðu að hér spannar þessi sumarleyfistími næstum því þrjá mánuði, í stað nokkurra vikna víðast hvar í Evr- ópu. Í stað þess að flestir fari í frí á svipuðum tíma eru Íslendingar gjarnan að taka daga hér og viku þar frá og með hvítasunnuhelgi og út ágústmánuð. Flestir taka svo kannski þrjár vikur samfleytt í síðari hluta júlí og fyrri hluta ágúst. Fyrir vikið er ýmis starf- semi á hálfum hraða eða minna samtals í næstum þrjá mánuði, sem nefna má sumarleyfistímann. Síðastliðið vor átti sér stað tölu- verð umræða um svokallaða „fimmtudagsfrídaga“ en þeir voru að þessu sinni fjórir á sjö vikna tímabili, þar sem 1. maí bar niður á fimmtudag. Hvers vegna sum- ardagurinn fyrsti þarf hins vegar alltaf að vera á fimmtudegi er engan veginn auðskilið og sama má í raun segja um uppstigning- ardag. Á dögunum könnuðu Sam- tök atvinnulífsins hug aðildarfyr- irtækja til þess hvort tilfærsla einhverra þessara fimmtu- dagsfrídaga yfir á heppilegri tíma myndi stuðla að hagræði í rekstri. Mikill meirihluti svaraði því ját- andi, eða 82% þeirra sem afstöðu tóku. Sundurslitnar vinnulotur Staðan er því sú að eftir páskafrí, sem eru með lengra móti á Íslandi, koma nokkrar slitróttar vinnuvikur þar sem mikið er um frídaga, gjarnan á fimmtudögum. Að þeim tíma loknum tekur svo við þessi langi sumarleyfistími. Því má segja að á tímabilinu frá pásk- um og út ágústmánuð séu menn sífellt að byrja og stoppa, setja aftur í gang og gera hlé. Þetta er býsna langur tími þar sem röskun verður á starfsemi fyrirtækja og stofnana. Þessi röskun dregur úr viðskiptum, afköstum og fram- leiðslu og þar með úr lífskjörum landsmanna allra. Milli sumarleyf- istímans og jóla eru hins vegar engir slíkir frídagar, þótt röskun verði oft á þeim tíma á högum for- eldra, vinnustaða og barna vegna starfs- og námskeiðsdaga í skól- um, að ógleymdum vetrarfríunum sem sumir skólar taka og komu til sögunnar án nokkurs samráðs við t.d. atvinnulífið í landinu. Langt skólafrí Annað séreinkenni íslensks sam- félags eru þessi gríðarlega löngu sumarfrí í skólum. Þau eru aug- ljóslega ein helsta orsök þessa langa sumarleyfistíma, enda eiga margir foreldrar barna á grunn- skólaaldri engin einföld úrræði á þessum tíma, önnur en að vera til skiptis í sumarfríi eða að annað foreldrið einfaldlega hverfi af vinnumarkaði. Reynslan kennir að oftar eru það mæðurnar sem hverfa af vinnumarkaði vegna þessa og þannig hefur þessi langi sumarleyfistími skólanna óbein áhrif á stöðu kvenna á vinnumark- aði, truflar framgöngu þeirra í starfi og þar með tekjumöguleika. Fækkun skólaára Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað bent á ýmsa kosti þess að fækka árum á grunnskóla- og framhaldsskólastigi þannig að nemendur útskrifist t.d. með stúd- entspróf átján ára en ekki tvítugir. Þannig yrði íslenskt menntakerfi sambærilegra menntakerfum bæði austan hafs og vestan, tími nem- enda yrði betur nýttur og íslenska menntakerfið yrði allt samkeppn- ishæfara. Þjóðhagslegur ávinn- ingur af slíkri breytingu hefur verið metinn á níunda milljarð króna fyrst í stað, m.a. í formi aukinna ævitekna nemendanna, sem síðan færi vaxandi (skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ fyrir Versl- unarmannafélag Íslands, janúar 2002). Fyrir rúmu ári kom það í ljós með könnun SA að hagsmunir atvinnulífsins af sumarvinnu skóla- fólks standa ekki í vegi þess að skólaárið sé lengt um einn mánuð eða svo, sé það gert fyrri hluta sumars. Miklir möguleikar til hagræðingar Ljóst er af ofangreindu að mikl- ir möguleikar eru til staðar í því skyni að koma á hagkvæmara fyr- irkomulagi frítöku hér á landi. Með því að lengja skólaárið (og fækka árunum) mætti stytta þenn- an langa sumarleyfistíma í t.d. sex vikur í júlí og ágúst. Á þeim tíma væri þá almennt gert ráð fyrir að ýmis þjónusta gæti verið á hálfum hraða eða jafnvel legið niðri að einhverju leyti, á svipuðum tíma og slík staða er uppi víða í við- skiptalöndunum, en í staðinn kæmu fleiri vikur þar sem öll starfsemi væri með eðlilegum hætti. Fimmtudagsfrídagana svo- kölluðu, a.m.k. sumardaginn fyrsta og uppstigningardag, mætti t.d. færa saman við sumarfrí eða tengja þá starfs- og námskeiðs- dögum og vetrarfríum skólanna með einhverjum hætti (best væri þó að afnema þau síðastnefndu). Með samráði væri þannig hægt að koma á því fyrirkomulagi að þjóð- félagið væri einfaldlega undir það búið að tiltekna daga í t.d. nóv- ember væru vetrarlokanir í skól- um og ýmis þjónusta því skert umrædda daga. Með slíkum breytingum mætti ná fram aukinni framleiðslu, aukn- um afköstum og auknum við- skiptum, og þar með bættum lífs- kjörum landsmanna allra. Þar að auki myndu slíkar breytingar draga úr röskun fyrir foreldra og börn, auk fyrirtækja og stofnana, og styrkja stöðu kvenna á vinnu- markaði. Ljóst er að margir aðilar þyrftu að koma að slíkum breyt- ingum, svo sem stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins og fleiri hags- munaaðilar. Fyrsta og mikilvæg- asta skrefið er hins vegar að fækka skólaárunum og stytta þetta langa sumarfrí skólanna og eru stjórnvöld hvött til að hefjast þegar handa við það verkefni. Óhagkvæmt fyrirkomulag frítöku Eftir Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar- og samskipta- sviðs Samtaka atvinnulífsins. FJÖLMIÐLAR vöktu í síðastlið- inni viku athygli á skýrslu Evrópu- nefndar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem birt var í Strassborg 8. júlí og fjallaði að þessu sinni um Ísland. Af þessari 20 blaðsíðna skýrslu hafa sex lín- ur um trúarbragða- fræðslu í skólakerf- inu og undanþágur frá henni orðið tilefni stórra fyr- irsagna. Það er vel, ef það er til marks um að mönnum þyki mikils um vert að þeirri fræðslu sé sinnt af kostgæfni í skólakerfinu. Það ætti að vera foreldrum og kenn- urum hvatning til að standa vörð um þessa fræðslu og vanda til hennar, en margt bendir til að henni sé víða þokað til hliðar, þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum og nám- skrám. Ég get hins vegar ekki leynt því að mér þykja yrðingar skýrsluhöf- unda um trúarbragðafræðslu í skyldunámsskólum á Íslandi og undanþágur frá henni yfirborðs- kenndar og misvísandi, samanber upphaf málsgreinarinnar sem um þetta fjallar, en þar segir: „Sam- kvæmt lögum ber að kenna kristin fræði í skyldunámi barna, en nem- endur geta fengið undanþágu frá henni.“ Hið rétta er að samkvæmt lögum ber að kenna kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði í skyldunámi. Um undanþáguákvæði yrði ég sérstaklega síðar. Við setningu grunnskólalaga 1974, fyrir tæpum 30 árum, var í fyrsta skipti kveðið á um að fræða skyldi um helstu trúarbrögð heims í skyldunámi, auk kennslu í kristn- um fræðum. Í námskrá sem út kom árið 1976 var þessari fræðslu fundinn staður á unglingastigi og nokkrum árum síðar sendi Rík- isútgáfa námsbóka frá sér tilraun- anámsefni í þessum fræðum. Hægt gekk að koma þessari fræðslu á. Um ástæður þess skal ekki fjölyrt hér, en umrætt námsefni kom loks út hjá Námsgagnastofnun í vönd- uðum búningi árið 1995 og hefur nú náð nokkurri útbreiðslu. Með námskrá sem sett var 1989 var kveðið á um að auk trúarbragða- fræðslu á unglingastigi skyldi hafin fræðsla um önnur trúarbrögð en kristni þegar á miðstigi og með námskránni 1999 var bætt um bet- ur og mælt fyrir um að þessi fræðsla skyldi hefjast þegar í yngstu bekkjum grunnskólans. Þróun námskrár í kristnum fræð- um, siðfræði og trúarbragðafræð- um hér á landi hefur um margt verið svipuð því sem gerst hefur annars staðar á Norðurlöndunum. Það er svo kunnara en frá þurfi að segja að fjárveitingar til námsefn- isgerðar eru naumar og því hefur gengið hægar en skyldi að gefa út námsefni við hæfi, þótt nokkuð hafi áunnist. Varðandi möguleika á und- anþágu frá þessari fræðslu segist nefndin hafa „haft spurnir af því að í sumum tilvikum hafi reynst erfitt fyrir börn að fá slíka undanþágu, einkum á grunnskólastigi“. Menntamálaráðherra hefur stað- hæft að undanþágur eigi að vera auðsóttar og talsmaður múslima telur þær ekki vandamál. Vottar Jehóva hafa til skamms tíma verið fjölmennasti hópur þeirra sem leit- að hafa eftir undanþágum og lýsti talsmaður þeirra því yfir á fundi, sem haldinn var síðastliðið haust í Kennaraháskóla Íslands á vegum Reykjavíkurprófastsdæmanna um trúarbragðafræðslu í skyldunámi, að þeim reyndist engum vand- kvæðum bundið að fá undanþágu fyrir börn sín. Lok setningarinnar „einkum á grunnskólastigi“ er óskiljanleg í ljósi þess að trúar- bragðafræði eru ekki kennd hér í framhaldsskólum nema í und- antekningartilvikum og þá sem val- grein. Þess má hins vegar geta að greinin er kjarnagrein í mennta- skólum á Norðurlöndum. Undanþáguákvæði eru bundin í lögum í Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku og Íslandi en eru með ólík- um hætti, ýmist eru sérstök ákvæði um trúarbragðafræðsluna eða almenn ákvæði um undanþágur eins og hér á landi, sbr. 35. grein laga um grunnskóla. Mikil umræða hefur farið fram í öllum þessum löndum um undanþáguákvæði lag- anna og takast þar á sjónarmið um rétt foreldra til uppeldismótunar annars vegar og hins vegar um rétt samfélagsins til að mennta þegnana, einnig í þessum efnum. Öll Norðurlöndin leggja mikla áherslu á að skólinn temji nem- endum umburðarlyndi og víðsýni en menn hafa spurt sig hvort það lærist best með því að veita und- anþágur eða skipta börnunum í hópa í trúarbragðafræðslunni eða hvort vænlegra sé að öll börn taki þátt í þeirri fræðslu sem skólinn býður og fræðist þannig um eigin trú auk trúar- og lífsviðhorfa ann- arra. Þannig fái þau tækifæri til að temja sér virðingu fyrir ólíkum við- horfum á grundvelli þekkingar og skilnings. Á Norðurlöndunum öll- um er hlutur kristinna fræða mest- ur með tilvísun í sögu og menningu þessara þjóða, en öðrum trúar- brögðum og lífsviðhorfum eru einn- ig gerð skil á forsendum þeirra sjálfra. Námsgreinin er þar sem hér skilgreind sem hluti af al- mennri menntun án tengsla við til- tekin trúfélög. Finnland hefur þó þá sérstöðu að þar er greinin bundin kirkjudeildum. Margir nýbúa sem hér hafa sest að eru kristinnar trúar. Um 94,5% allra íbúa á Íslandi tilheyra kristn- um trúfélögum, um 3,2% eru í öðr- um trúfélögum og 2,3% eru utan trúfélaga. Enda þótt þróun í átt til fjölmenningar sem rekja má til átrúnaðar sé fremur skammt á veg komin hér á landi er mikilvægt að kristindóms- og trúarbragða- fræðslu sé sinnt af kostgæfni. Markmið sem aðalnámskrá hefur sett þessari fræðslu eru verðugt keppikefli. Yfirvöld menntamála þurfa að tryggja að henni sé sinnt og að kennarar séu sem best búnir til þess að sinna henni af þekkingu og færni. Auk þess er brýnt að skapa trúarbrögðum rými meðal kjarnagreina framhaldsskólanna. Þekkingarleysi er jarðvegur for- dóma. Trúarbragða- fræðsla Eftir Sigurð Pálsson Höfundur er sóknarprestur við Hallgríms- kirkju og fyrrverandi námsstjóri í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.