Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 27 BRAGI Steinarsson vararíkissaksóknari segir ljóst að skil- málar sem varnarlið- ið samþykkti um framkvæmd gæslu- varðhalds yfir varn- arliðsmanninum, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps, hafi ver- ið brotnir. Vísar hann þar til fregna af því að maðurinn hafi eitthvert ferða- frelsi innan varnar- svæðisins. „Þetta er ekkert gæsluvarð- hald,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær- dag. „Við höfum bæði loforð og skriflegar yfirlýsingar, undirrit- aðar af yfirmönnum varnarliðsins og öllu var þessu komið á fram- færi við okkur að tilstuðlan utan- ríkisráðuneytisins. Það liggur ljóst fyrir að þetta eru loforð og yfirlýsingar sem við héldum að við mættum treysta en nú er komið á daginn að svo var ekki,“ segir hann. Dómsmálaráðuneytið fór fram á það fyrir hönd ríkissaksóknara við utanríkisráðuneytið í gærmorgun að þess yrði krafist af yfirmönn- um varnarliðsins að gæsluvarð- haldsúrskurði yfir varnarliðs- manninum yrði framfylgt. Bragi átti í gær von á að til- kynning myndi berast á hverri stundu um að framkvæmd gæslu- varðhaldsins væri komin í rétt horf. Manninum verði skilað ef skilmálar eru ekki uppfylltir Bragi segir að um- rædd loforð og yfir- lýsingar hafi falið það í sér að fram- kvæmd gæsluvarð- haldsins yrði með ná- kvæmlega sama hætti og á meðan maðurinn var í vörslu íslenskra yfirvalda. Að sögn Braga var einn af skilmálunum sem yfirmenn varnarliðsins und- irrituðu, ákvæði um að ef þeir ekki tækju að sér að framkvæma gæsluvarðhaldið með þessum hætti yrði maðurinn færður aftur til íslenskra yfirvalda, „og það stendur auðvitað áfram en þeir verða annaðhvort að framkvæma gæsluvarðhaldið með viðunandi hætti eða skila manninum. Það er alveg ljóst,“ segir hann. Spurður segir Bragi alveg ljóst að varnarliðið hafi tekið að sér að framkvæma gæsluvarðhaldið með sama hætti og þegar maðurinn sætti gæsluvarðhaldi í íslensku fangelsi. Bragi sagði að fylgst yrði grannt með því hvernig varnarlið- ið bregst við kröfum um að það uppfylli gæsluvarðhaldsdóminn. Sagðist hann vona að málið leyst- ist sem allra fyrst. Vararíkissaksóknari segir varnarlið- ið hafa brotið skilmála um gæslu- varðhald varnarliðsmanns Verða að fram- kvæma varðhaldið á viðunandi hátt eða skila manninum Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari. fyrir þeirri ákvörðun að afhenda manninn og tryggja gott samstarf við Bandaríkjamenn við að upplýsa málið. „En auðvitað verður maður að ætla að Bandaríkjamenn bregð- ist ekki því trausti sem þeim er sýnt,“ segir Sigurður. Hvað eru Bandaríkja- menn að hugsa? Hann segist ekki vita hvernig eftirliti með manninum er háttað á varnarsvæðinu. „Eftirlitið verður svolítið tortryggilegt ef maðurinn gengur laus. Ég veit ekki hvort það er hægt að fylgja manninum eftir hvert fótmál. Mér fyndist afskaplega óskyn- samlegt af Bandaríkjamönnum að fara ekki rétt að þessu og satt að segja skil ég ekki ofurkappið í þessu máli. Eru Bandaríkjamenn að breytast í hálfgerða hernáms- þjóð? Hvað eru þeir að hugsa?“ segir Sigurður. Dómur um ákvörðunarvald ríkissaksóknara kemur ekki á óvart Dómur Hæstaréttar sl. mánu- dag þar sem gæsluvarðhaldsúr- skurður yfir varnarliðsmanninum var staðfestur kemur Jónatan Þór- mundssyni lagaprófessor ekki á óvart. Í dómnum kvað Hæstiréttur upp úr með að ríkissaksóknari, sem æðsti handhafi ákværuvalds væri bær til að ákveða hvort verða ætti við beiðni bandarískra stjórn- valda um að láta þeim eftir lögsögu yfir varnarliðsmanninum. Spurður um flutning varnarliðs- manninn til gæsluvarðhaldsvistar í varnarstöðinni á Keflavíkurflug- velli og fréttir um að maðurinn hefði ferðafrelsi innan varnar- svæðisins sagði Jónatan að það kæmi mjög á óvart ef Bandaríkja- menn höguðu málum svona, alger- lega þvert á það samkomulag og samninga sem gerðir voru um af- hendingu mannsins og íslenskar réttarreglur. „Ég trúi því varla fyrr en ég tek á því að það sé þannig. Það hljóta allir að geta verið sammála um að þegar fyrir liggur dómur Hæsta- réttar þá verður auðvitað að haga þessu eftir reglum íslenskra laga,“ segir Jónatan. ákveðið var að af- henda varnarliðinu manninn. „Sú skýr- ing sem mér finnst nærtækust er að í 2. grein [viðbæti við varnarsamninginn] segir að sá aðili sem forrétt hefur, hvort heldur íslensk stjórnvöld eða stjórnvöld Banda- ríkjanna, skal taka til vinsamlegrar at- hugunar beiðni hins aðilans um að horfið sé frá lögsögu, þeg- ar sá aðili telur það mjög miklu máli skipta. Orðið við beiðni gegn því að skilyrðum sé fylgt Það sem mér sýnist hafa verið gert og það er eingöngu mín til- gáta, er að þessi Bandaríkjamaður hafi óskað eftir að fá að vera innan um sína menn og að það hafi verið tekið til vinsamlegrar athugunar. Niðurstaðan hafi svo orðið sú að talið var rétt að verða við þessu gegn því að öllum skilyrðum yrði fullnægt um að gæsluvarðhaldið færi þannig fram að tilgangi þess yrði ekki spillt,“ segir Sigurður. Hann segir að ef litið sé til þess að gæsluvarðhald eigi ekki að vera mönnum þungbærara en nauðsyn krefur megi geta sér þess til, skv. þeim upplýsingum sem fram hafa komið í fréttum, að þetta séu rökin Andinn í reglugerðinni er sá að gæsluvarðhald skuli framkvæmt með þeim hætti að ekki sé gengið nær mönnum en nauðsyn krefur,“ segir Sigurður. Spurður um framsal á gæslu- varðhaldi mannsins til varnarliðs- ins og fréttir um að maðurinn njóti einhvers ferðafrelsis innan varn- arsvæðisins, sagði Sigurður að hann hreinlega tryði því ekki að maðurinn gengi laus undir eftirliti. „Hafi maðurinn verið afhentur varnarliðinu til vörslu, þá trúi ég ekki öðru en að það hafi verið gert með þeim skilyrðum að gæsluvarð- haldi yrði hagað í samræmi við þær reglur sem eru í íslenskum lögum, þannig að tilgangur gæslu- varðhaldsins næðist,“ segir hann. Sigurður segist ekki geta svarað þeirri spurningu hvers vegna nstakling- þeirra sé smálaráð- eglur um svistar í l um nán- riða sem í æsluvarð- bera at- ðhaldsvist æðum 75. mræmi menn sitja si,“ segir erður líka að gæslu- viðurlög í það til að lýsa mál. kvæma gæsluvarðhald varnarliðsmannsins skv. íslenskum lögum ef maðurinn ferðafrelsi arsvæðinu al og bágt enn varn- að rn- ð eigi sam- Jónatan Þórmundsson prófessor. Sigurður Líndal prófessor. dinga gera aukaatriði málinu, aðalatriðið frá andaríkjamanna væri rnvöld stæðu ekki við bindingar sínar og ætti ekki líta. ar umræður fram og st sendiherrann á að narmið til athugunar,“ Snorri. „Sendiherrann i geta gefið aðmíráln- urflugvelli nein fyrir- n sagðist myndu koma ri við hann. Við höfum komið samsvarandi ar á framfæri við að- g að þessu hefur öllu aldið af okkar hálfu og æri.“ segir Gunnar Snorri öddu í höndum Banda- ir telji manninn vera í u þótt frelsiskerðing jafnmikil og utanrík- fi gert ráð fyrir. „Þeir á að gæsluvarðhald sé efsingu heldur sé það ggja að sakborningur þegar réttarhöld fara ri segir engin sérstök af hálfu utanríkisráðu- viðbrögð, varnarliðið ga fara yfir málið og ti þeir hafa í stöðunni. nfaldlega komið okkar framfæri og við verð- hverju fram vindur,“ norri. ráðuneytinu yfir ði hert Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Mál varnarliðsmannsins á Keflavíkurflugvelli sem sakaður er um að hafa stungið mann í mið- borg Reykjavíkur hefur valdið spennu í samskiptum íslenskra og bandarískra stjórnvalda. JOHN Waickwicz, aðmíráll Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir í bréfi sínu til varnarmálskrifstofu utanríkisráðuneytisins föstudaginn 11. júlí sl. að varnarliðsmanninum ákærða „verið ekki leyft að yfirgefa landið“ fyrr en mál hans hefur verið til lykta leitt og að hann „verði til reiðu fyrir dómstól“. Jafnframt að „lögreglunni í Reykjavík verði heimill aðgangur að öðrum meðlimum Bandaríkjahers á Íslandi vegna viðtala á herstöðinni í Keflavík.“ Bréfið barst kl. 18.30 eða nokkrum klukkustundum áður en hinn ákærði var afhentur kl. 1.33 aðfaranótt laugardagsins 12. júlí. Bragi Steinarssonar vararíkissaksóknari neitaði hins vegar að ganga að þessu tilboði þar sem hann taldi það ófullnægjandi. Sendi hann því yfirlýsingu á símbréfi til Fangelsismálastofn- unar þar sem segir að ríkissaksóknari fallist fyrir sitt leyti á að lögreglan flytji fangann að hlið varnarliðsstöðvarinnar og af- hendi hann þar bandarískum heryfirvöldum „gegn því skilyrði að skrifleg yfirlýsing fáist um að hann verði áfram vistaður í gæsluvarðhaldi, ella verði hann fluttur til baka í Fangelsið Litla-Hrauni.“ Í lögregluskýrslu (dags. 11. júlí á miðnætti) tveggja lögreglumanna, sem önnuðust fangaflutninginn kemur fram að að ósk Böðvars Bragasonar, lögreglustjóra í Reykja- vík, hafi þeir bætt við texta neðanmáls á símbréf vararík- issaksóknara þar sem fram kemur að yfirlýsingin hafi verið þýdd munnlega fyrir varnarliðið og fulltrúar þess fallist á að taka við fanganum í sitt varðhald (custody) að þeim skilyrðum uppfylltum sem minnst er á í umræddu bréfi vararíkissaksókn- ara. Yfirmaður herlögreglunnar skrifaði undir Í sömu lögregluskýrslu segir að lögreglumennirnir hafi tekið við fanganum kl. 00.30 og flutt hann að hliðinu inn á varnarliðs- svæðið á Keflavíkurflugvelli. Þangað var komið kl. 1.30 og beið þar yfirmaður herlögreglunnar ásamt nokkrum herlög- reglumönnum. Hafi yfirmaðurinn lesið yfirlýsingu vararík- issaksóknara og skrifað undir hana. Að því búnu hafi her- lögreglan tekið við fanganum og lesið honum rétt hans á ameríska vísu. Fór afhendingin fram kl. 1.33. sem áður gat. Farbann og aðgangur íslenskrar lögreglu að fanganum ekki talin fullnægjandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.