Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn með því að tjá mig um hlut- verk Ríkisútvarps- ins, en ég get nú samt varla orða bundist. Að undanförnu hefur Ríkisútvarpið nefnilega auglýst „grimmt“ nýja þjónustu fyrir landsmenn, sem felst í því að hægt er að senda inn smáauglýs- ingar á Textavarpið, með fjar- stýringunni. Þannig geta lands- menn, með þessari nýju tækni, birt auglýsingu á Textavarpinu í heilan sólarhring, að því er mér skilst, og kostar hver auglýsing innan við tvö hundruð krónur. Ég neita því ekki að þessi nýj- ung getur verið afskaplega hent- ug; hægt er að sitja heima í stofu og senda inn auglýsingar á Textavarpið þegar manni dettur í hug. Á móti velti ég því hins vegar fyrir mér hvert Rík- isútvarpið stefnir með þessu. Og hvort það eigi yfirhöf- uð að keppa á auglýsingamark- aði; hvað þá smáauglýs- ingamarkaði, en með hinni nýju þjónustu, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, er Rík- isútvarpið óneitanlega að teygja sig inn á smáauglýsingamark- aðinn. Í mínum huga þýðir þetta nýj- asta útspil Ríkisútvarpsins, sem fær öruggar tekjur vegna af- notagjalda, ekkert annað en það að RÚV sé farið að hreiðra enn betur um sig á auglýsingamark- aðnum, í samkeppni við einka- rekna fjölmiðla; ljósvakamiðla, Netmiðla og dagblöð. RÚV keppir með öðrum orðum við einkarekna fjölmiðla um auglýs- ingatekjur en býr við það for- skot umfram hina fjölmiðlana að þurfa ekki að hagræða þegar harðnar í ári á auglýsingamark- aðnum. Þvert á móti hefur RÚV kom- ist upp með það ár eftir ár að færa hallareksturinn yfir á reikning skattgreiðenda. Þannig var halli á rekstri RÚV um 188 milljónir kr. á síðasta ári, en 337 milljónir kr. árið þar á undan. Vissulega hlýtur það að vera skref í rétta átt að minnka halla- reksturinn um 149 milljónir milli áranna 2001 og 2002, en eftir stendur þrátt fyrir það halla- rekstur upp á 188 milljónir kr. Mér varð reyndar sérstaklega hugsað til þessa hallareksturs þegar Íslendingar tóku þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða í vor. Ef upplýsingar mínar frá RÚV eru réttar greiddi Sjónvarpið kostnað vegna ferða sextán manna „Evróvision-teymis“ til Ríga í Lettlandi en þar fór keppnin fram. Mér virtist líka, svona sem almennum leikmanni, að hvergi hefði verið til sparað, með þátttöku okkar Íslendinga, en spurningin er einmitt sú hvort ekki hefði verið hægt og jafnvel rétt að spara í þessari keppni. Á sama tíma og Júró- visíonkeppnin fór fram, með pompi og prakt, þurftu aðrir fjölmiðlar hins vegar að grípa til hagræðingar. Sjö starfsmönnum DV var til að mynda sagt upp í maímánuði og þrettán starfs- mönnum Norðurljósa var sagt upp í júnímánuði. Fylgjendur áframhaldandi reksturs Ríkisútvarpsins hafa m.a. lagt áherslu á menning- argildi þess, enda segir m.a. í lögum um Ríkisútvarpið að hlut- verk þess sé að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Ég get fallist á að það sé hlutverk rík- isins að styðja við menninguna og ætla ekki að draga það í efa að margt gott hafi verið gert, til að styrkja það markmið, innan Ríkisútvarpsins. Ég ætla svo sem ekki, að þessu sinni, að hætta mér út á þann hála ís að skilgreina menn- ingu í stuttu máli, en ég leyfi mér þó að efast um að þeir sem sömdu frumvarpið um RÚV hafi haft þætti á borð við Leiðarljós og Beðmál í borginni í huga þeg- ar þeir rituðu niður áðurgreint hlutverk RÚV. (Geri ég mér þó fulla grein fyrir því að þessir þættir eru afar vinsælir. Efast ég ekki um að aðrar sjónvarps- stöðvar sæju sér hag í því að sýna þá – nyti Ríkisútvarpsins ekki við.) Spurningin er því sú hvort við þurfum að halda uppi heilli ríkisstofnun á borð við Rík- isútvarpið, sem eins og önnur ríkisbákn virðist þenjast út, til að framleiða menningarefni. Gætum við t.d. ekki stutt fram- leiðslu slíks efnis með því að styrkja menningarþætti, sem fluttir væri í einkareknum fjöl- miðlum? Um öryggisþátt Ríkisútvarps- ins ætla ég ekki að fjölyrða að þessu sinni. Minni einungis á viðbrögð stofnunarinnar, þegar Suðurlandsskjálftinn varð 17. júní, árið 2000. Þá var Sjón- varpið m.a. gagnrýnt fyrir það að koma seint með upplýsingar um skjálftann til almennings. Margir fylgjendur Rík- isútvarpsins hafa einnig lagt áherslu á mikilvægi þess að ríkið reki fréttastofu. Þannig megi tryggja lýðræðislega umræðu. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að á fréttastofum Ríkisútvarpsins starfi margir færir fréttamenn en ég efast um að sá „standard“ myndi breytast ef þeir störfuðu hjá fjölmiðli í einkaeign. Ég er m.ö.o. á því að það þurfi ekki fréttastofu í ríkiseigu til að tryggja faglegar fréttir og lýðræðislega umræðu í landinu. Aðrar fréttastofur og fréttamiðlar hafa sýnt það að þeir eru vel færir að halda uppi faglegum vinnubrögðum; þar eru einnig mjög góðir fréttamenn, sem hafa það eitt að markmiði að skrifa hlutlausar og vandaðar fréttir. Ég er ekki með þessum orðum að gera það að tillögu minni að fréttastofur Ríkisútvarpsins verði lagðar niður. Ég er ein- ungis að vekja máls á því að þær þurfi ekki að vera ríkisreknar. Ekki frekar en ríkisútvarpið sjálft. Helst myndi ég vilja að ríkið hætti öllum fjölmiðlarekstri og myndi styðja það heilshugar ef RÚV yrði einkavætt að fullu. Eitt er a.m.k. ljóst í mínum huga; það er löngu tímabært að endurskoða hlutverk Rík- isútvarpsins. Hlutverk RÚV „Á sama tíma og Evróvisionkeppnin fór fram, með pompi og prakt, þurftu aðrir fjölmiðlar að grípa til hagræðingar.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Sigurður Krist-ján Baldvinsson fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 6. júní 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi mánudaginn 7. júlí síðastliðinn. Sigurður var sonur hjónanna Baldvins Sigurðsson- ar, f. á Galmaströnd í Eyjafirði 9. ágúst 1899, d. 13. ágúst 1980, og Sigurbjarg- ar Kristjánsdóttur, f. á Skagaströnd 6. október 1896, d. 8. júní 1993. Þau bjuggu í Sigurðarhúsi á Hjalteyri. Systkini Sigurðar eru Yngvi Rafn, f. 9. ágúst 1926, kvæntur Þórunni Elíasdóttur, Margrét, f. 17. ágúst 1927, ekkja eftir Jón Björnsson, Óli Þór, f. 24. maí 1930, kvæntur Höllu Guðmundsdóttur, og Ari Sigurbjörn, f. 19. nóvember 1935, kvæntur Sonju E. Haglind. Sigurður kvæntist 7. nóvember 1945 eftirlifandi eiginkonu sinni Magðalenu Stefánsdóttur, f. 24. janúar 1928. Magðalena er dóttir hjónanna Stefáns Ásgrímssonar, f. á Sauðá í Skagafirði 1899, d. 1968, og Jenseyjar J. Jóhannesdóttur, f. á Ísafirði 1893, d. 1958. Börn Sig- urðar og Magðalenu eru: 1) Esth- er, skrifstofustjóri, f. 20. desem- ber 1946, eiginmaður Helgi Sigurðsson rafvirki, f. 23. maí 1945. Börn þeirra: Sigurður Rún- ar, Baldvin Þór, Helgi Sævar og Magdalena Kristín. 2) Stefán Bald- vin, prófessor, f. 13. apríl 1948, eiginkona Anna S. Jóhannesdóttir þjónustustjóri, f. 14. mars 1951. Börn þeirra og fósturbörn: Stefán Hafþór, Sigurður Heiðar, Stefán, Kristján Helgi, Ing- unn Fjóla og Birgir Hrannar. 3) Sigur- björg, flokkstjóri, f. 27. maí 1951, eigin- maður Remo Rollini, f. 20. apríl 1941, d. 22. desember 1991. Barn þeirra er Flavia Annis. 4) Sig- rún Jensey, þroska- þjálfi, f. 14. júní 1955, eiginmaður Kristján Bj. Jónsson búnaðarráðunautur, f. 8. ágúst 1946. Börn þeirra: Lena Björk, Heiða Ösp, Bjarki Rafn, Kristjana og Ívar Örn. 5) Sigurð- ur, rafmagnstæknifræðingur, f. 25. janúar 1958, eiginkona Hildur Sandholt fjármálastjóri, f. 19. ágúst 1960. Börn þeirra: Andrea Lilja, Agnes Eva og Arnar Kári. Barnabarnabörn Sigurðar eru orðin tíu. Sigurður útskrifaðist úr Gagn- fræðaskóla Akureyrar árið 1945 og lauk síðan loftskeytamanns- prófi frá Sjómannaskólanum árið 1946 og símritaraprófi 1960. Sig- urður starfaði sem loftskeytamað- ur á skipum Eimskipafélags Ís- lands frá 1946 til 1958. Þá hóf hann störf á Loftskeytastöðinni á Melunum og síðar á Gufunesradíó þar sem hann starfaði þar til hann fór á eftirlaun 1990. Sigurður hafði mikinn áhuga á sjómennsku og stundaði sjóinn á handfærum í frítímum og eftir að hann fór á eft- irlaun. Útför Sigurðar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú hefur hann pabbi kvatt okkur ástvini sína og öðlast frið og skjól fjarri heimsins þrautum. Það er líkn fyrir aldraðan og mikið veikan mann að fá hvíldina, en tómarúmið og sökn- uðurinn er engu að síður mikill hjá okkur ástvinum hans. Vitundin um að fá aldrei aftur að hverfa inn í hlýja faðminn hans, heyra mildu röddina hans, sjá glettnina í augunum hans og hlæja með honum er þungbær. En minningarnar um yndislegan eigin- mann, ástríkan og ábyrgan föður, barnelskan og mildan afa og langafa hlýjar okkur ástvinum hans á þessari kveðjustund og munu lifa með okkur alla okkar ævi. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tíma til að kveðja hann og þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur. Það er óumræði- lega dýrmæt gjöf. Pabbi fæddist og ólst upp í Sigurð- arhúsi á Hjalteyri við Eyjafjörð, elst- ur fimm systkina. Snemma byrjuðu hann og bræður hans að stunda sjóinn með afa, en afi gerði út frá Hjalteyri. Sjórinn átti hug hans og hjarta og alla sína ævi var hann á einn eða annan hátt tengdur sjónum. Tæplega tvítugur fór hann í gagn- fræðaskólann á Akureyri, en þar kynntist hann mömmu. Þau giftu sig haustið 1945. Pabbi stundaði nám í Loftskeytaskólanum í Reykjavík og vann síðan næstu 12 árin sem loft- skeytamaður hjá Eimskipafélagi Ís- lands, fyrst á Lagarfossi, síðan Tröllafossi og loks Fjallfossi. Þegar börnin voru orðin fimm ákvað pabbi að hætta farmennsku og fá sér vinnu í landi þannig að hann gæti tekið meiri þátt í uppeldi barna sinna. Hann hóf störf hjá Landssíma Ís- lands og lauk prófi sem símritari. Fyrst vann hann á Loftskeytastöðinni á Melunum og síðan sem yfirumsjón- armaður hjá Gufunesradíói, allt þar til hann fór á eftirlaun árið 1990. Pabbi hafði marga kosti, en það sem fyrst kemur upp í hugann er rík samviskusemi og nákvæmni í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ekk- ert lét hann frá sér fara öðruvísi en hann væri viss um að betur eða ná- kvæmar yrði það vart gert. Hann var hæglátur og ljúfur og einstaklega barnelskur. Þess nutum við börnin hans á uppvaxtarárum okkar og ekki síður afabörnin og langafabörnin sem voru honum mikil gleðiuppspretta. Árið 1954 byggðu pabbi og mamma sér myndarlegt einbýlishús á Álfhóls- vegi 48 í Kópavogi en þar bjuggu þau til ársins 2001 eða í 47 ár. Hlóð hann húsið úr múrsteinum sem þau steyptu sjálf af ótrúlegri seiglu og dugnaði. Á þessum tíma var uppbygging að hefj- ast í Kópavogi og fannst okkur systk- inunum sem við værum að flytja óra- langt í burtu frá Reykjavík. Fyrir tveimur árum keyptu pabbi og mamma sér yndislega íbúð í Núpa- lind 2 í Kópavogi þar sem fór vel um þau. Árum saman notaði pabbi mestan hluta frítíma síns til að stunda hand- færaveiðar frá Sandgerði ásamt vini sínum Svani Jónssyni. Eftir að hann komst á eftirlaun hélt hann upptekn- um hætti, nema nú var róðurinn orð- inn full vinna. Þessir gömlu menn vöktu nokkra athygli þar sem þeir létu engin veður aftra sér frá því að róa og voru oft með aflahæstu dag- róðrabátunum. Pabbi greindist með Alzheimer- sjúkdóminn fyrir nokkrum árum og um svipað leyti greindist hann einnig með krabbamein. Mamma annaðist pabba heima eins lengi og henni var unnt og var það þeim báðum mikils virði. Þó kom að því í apríl síðastliðnum, þrátt fyrir frábæran stuðning frá heimahlynn- ingu krabbameinsfélagsins, að ekki var lengur hægt að veita honum þá aðstoð sem hann þurfti heima. Hann fékk inni á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og þar leið hon- um vel. Varla leið sá dagur að mamma færi ekki með honum í göngutúr með- fram Kópavoginum þar sem þau áttu saman góðar stundir og þar sem hann fékk að sjá sjóinn og heyra í sjófugl- unum. Mamma og pabbi höfðu verið gift í 57 ár, þannig að missir hennar er mik- ill. Þau áttu einstakt og afar náið sam- band sem einkenndist af miklu ást- ríki, samheldni og gagnkvæmri virðingu. Við systkinin fórum ekki varhluta af þeirri ást og umhyggju sem ríkti á heimilinu og hefur það svo sannarlega verið okkur ómetanlegt veganesti í lífinu og gert okkur að sterkum og sjálfstæðum einstakling- um. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Mikill og mætur maður hefur kvatt, en minningin um hann lifir í hugum allra þeirra er þekktu hann. Það var eins og þegar ljós slokknar Loginn flögraði og allt varð kyrrt En eldar náðu að kvikna Eldar sem nærast af eldi þínum Innanfrá mun ljósið aftur koma SIGURÐUR KRISTJÁN BALDVINSSON Elsku amma og langamma. Það verður skrítið að koma heim til Íslands aftur og hafa þig ekki þar. Ég man vel þegar við kvöddumst áður en ég flutti út til Seattle með fjölskylduna. Þú horfðir á mig og sagðir að við myndum trúlega ✝ RagnheiðurMarta Þórarins- dóttir fæddist á Ríp í Hegranesi 13. maí 1919. Hún lést á dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki hinn 25. júní síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Flugumýrarkirkju 9. júlí. ekki sjást aftur. Mér fannst það óraunveru- legt þá, en svona er lífið. Það streyma hlýjar minningar um hugann þegar ég hugsa til baka, þegar ég hugsa um allt það sem þú hefur fyrir mig gert. Ég man líka vel þær stundir er ég dvaldi sem krakki hjá þér og afa á Hjaltastöð- um og fékk hjá þér heitt kakó eða drakk heitt kaffi af undirskálinni hjá afa. Það er mér líka sérstaklega minnis- stætt þegar við fórum eitt sinn suður til Reykjavíkur með Möggu móður- systur. Magga keyrði, þú sast frammí, en ég aftur í. Magga bað þig að færa sætið aðeins framar þannig að það færi betur um mig í aftursæt- inu, en þú varst í smá vandræðum með að finna stillinguna á sætinu og hélst að það væri handbremsan. Síð- an þegar þú reyndir að smeygja ör- yggisbeltinu yfir höfuðið, því það var of flókið að losa það, til að finna still- inguna, þá fannst Möggu það svo fyndið og við fórum öll að hlæja og hlógum svo mikið að Magga keyrði út af. Það kom reyndar ekki að sök því hún gat bara keyrt inn á veginn aftur án þess að nokkurn sakaði. Takk fyrir heita kakóið og allar veitingarnar sem þú barst ávallt á borð fyrir okkur þegar við komum í heimsókn í Hjaltastaði. Takk fyrir alla hlýju vettlingana og góðu ullar- sokkana sem þú prjónaðir handa okk- ur, en uppáhalds vettlingarnir hennar Sofíu eru einmitt vettlingarnir sem þú prjónaðir handa henni og gafst henni í jólagjöf. Takk fyrir öll brosin og spjallið síðustu árin. Pétur, Sofía, Jóhann Bjarni og Aðalbjörg Brynja. RAGNHEIÐUR MARTA ÞÓRARINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.