Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 31
Ljós þitt aftur upp á yfirborðið (Lars Björklund.) Esther, Stefán Baldvin og Sigurður Sigurðarbörn. Með sorg í hjarta kveð ég pabba minn í dag hinstu kveðju. Þegar mað- ur er lítill og elst upp í fjölskyldu sem veitir manni alla þá elsku, umhyggju og athygli sem mamma og pabbi veittu okkur systkinunum finnst manni það vera sjálfsagðasti hlutur í heimi. Þegar ég síðan þroskaðist og kynntist margbreytileika mannlífsins skildi ég að þetta eru forréttindi sem allir fá ekki notið. Pabbi hætti í sigl- ingum þegar ég var þriggja ára og fór að vinna í landi og þótt hann hafi unn- ið mikið og stundað skakið með vinnunni í landi til að sjá stórri fjöl- skyldu farborða notaði hann stund- irnar sem hann átti með okkur vel. Við áttum sameiginlegt áhugamál sem var íþróttir og þar hvatti hann mig áfram, mætti á völlinn ásamt mömmu til að horfa á mig keppa ef hann var í fríi, en þau voru ein sára- fárra foreldra sem það gerðu. Það að vita af þeim þarna fyllti mig stolti og gleði og gerði það að verkum að ég lagði mig alla fram. Þetta var ómet- anlegur stuðningur við ungling sem var að fóta sig í tilverunni. Seinna meir þegar ég lauk skólagöngu og langaði til að fara utan og vinna en átti ekki fyrir farinu enda nýskriðin úr skóla kom hann til hjálpar og sam- þykkti að kaupa af mér rúmið mitt svo ég ætti fyrir farmiðanum. Svona var pabbi, studdi mig þegar ég þurfti á að halda en kenndi mér jafnframt að ég þurfti að hafa fyrir hlutunum. Pabbi var mikil barnagæla og þess fengu börnin mín svo sannarlega að njóta; natni hans og umhyggja var óborganleg. Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér við strauborðið að strauja taubleiurnar á elstu dóttur mína því maður setti ekki óstraujaðar bleiur á bossann á svona litlu kríli. Hann upp- skar líka eins og hann sáði því hann var elskaður og dáður af börnunum mínum og barnabörnum sem sýndu honum ást og hlýju í veikindum hans og það kunni hann svo sannarlega að meta. Nú er jarðvist pabba lokið og þó að söknuðurinn sé sár er ég samt glöð yf- ir að erfiðum veikindum skuli vera lokið. Ég veit að nú líður honum vel og að þegar minn tími kemur mun hann bíða mín með kankvísa brosið sitt og taka mig í fangið. Ég kveð hann því með ást og virðingu og bið góðan guð að gefa mömmu styrk á erfiðum tím- um. Sigrún Jensey Sigurðardóttir. Fyrstu sjö ár ævi minnar hitti ég elsku afa minn einungis í sumar- og jólafríum, enda bjuggum við í sitt- hvoru landinu. Við Helgi bróðir viss- um það vel að til þess að komast til Svíþjóðar þyrftu amma og afi að taka flugvél. Þetta varð til þess að í hvert skipti sem flugvél flaug yfir veifuðum við og kölluðum „Hæ amma og afi“ í þeirri von að þau væru kannski á leið- inni í heimsókn. Flestar minningar um afa tengi ég við Álfhólsveginn. Það var alltaf svo gaman að koma til þeirra þangað, svo öruggt og gott að vera í ömmu- og afakoti. Dönsku Andrésblöðin sem afi átti uppi á lofti voru sérstaklega skemmtileg og voru skoðuð spjald- anna á milli og skáldaðar sögur eftir því sem við átti. Það var stundum svolítið spenn- andi að læðast um húsið til að vekja ekki afa sem var að leggja sig eftir ný- afstaðna sjóferð eða læðast um á loft- inu þegar hann horfði á enska bolt- ann. Afastóll var líka sérstaklega spennandi og var oft þrætt um það meðal okkar krakkanna hver fengi að sitja í honum meðan horft var á teiknimyndir í sjónvarpinu, enda var hægt að rugga honum og honum fylgdi skemill í stíl. Afi fékk fljótlega viðurnefnið „fiski- afi“ hjá okkur Helga enda var hann mikið á sjónum að fiska. Mér þótti líka alltaf gaman að segja frá því að meðalaldurinn á bátnum hans afa væri 70+. Maður átti það þó til að fitja duglega upp á nefið þegar afi hafði hengt signa fiskinn upp hjá þvottasnúrunum hennar ömmu en þær voru vinsælar klifurgrindur hjá okkur krökkunum. Góðu hliðarnar við sjómennsku afa voru hins vegar ný- soðin ýsa með kartöflum og smjöri þegar inn var komið. Afi sat oft lengi við eldhúsborðið með gleraugun á nefinu að leysa krossgátur. Ég man eftir því hvað ég dáðist að þolinmæði hans og stúder- aði stundum útfylltar krossgátur til að skoða meistaraverkin. Mér þótti hann mikið undramenni að kunna öll þessi sérkennilegu orð. Þegar ég vann í Kópavoginum var gott að skreppa í hádegismat á Álf- hólsveginn. Þá sátum við afi og spjöll- uðum um daginn og veginn yfir skyri og flatkökum að hætti ömmu og hjálpuðumst svo að við uppvaskið. Hægt er að segja að afi hafi verið lif- andi uppþvottavél sem starfaði eftir þörfum og algjörlega að kostnaðar- lausu. Þegar ég heimsótti afa í Sunnuhlíð þótti mér gott að sjá að þrátt fyrir veikindi var afi alltaf sami húmorist- inn og glettnin í augunum leyndi sér ekki. Stundum ræddum við um lífsins alvöru í skóla og starfi og öðrum stundum þvældumst við um skemmti- legan heim sjófara og karlakórs- söngva. Afi var góður og yndislegur maður og mun alltaf eiga stórt pláss í hjarta mínu. Ég sakna hans mikið. Magdalena Kristín. Nú er langafi orðinn engill á himn- um, sagði Eygló Ösp þegar ég sagði henni að afi væri dáinn. Hans er sárt saknað á mínu heimili, því að ég og dætur mínar vorum og erum miklar afastelpur. Við trúum því að nú sé hann á betri stað, jafnvel kominn með færi í hönd og byrjaður að fiska eins og hann elskaði. Frá því að ég var lítil stelpa fannst mér yndislegt að koma til afa og ömmu á Álfhólsveginn og seinna í Nú- palindina. Ég minnist grænu þvotta- snúranna sem afi hengdi fiskinn á og lyktarinnar í þvottahúsinu þegar hann var nýkominn heim af sjónum. Ég er mjög þakklát fyrir öll árin sem ég fékk með afa mínum, því ekki eru allir jafnheppnir og ég, að dætur mínar hafi fengið að kynnast honum. Afi fékk stjörnur í augun þegar þær komu í heimsókn, þær gátu alltaf kætt hann ef illa lá á honum eftir að hann veiktist. Ég mun aldrei gleyma seinasta skiptinu sem ég fór með Hörpu til hans, þá var hann orðinn mikið veik- ur. Þegar hann sá hana lifnaði yfir honum og hann brosti. Hún kúrði hjá honum og strauk honum. Þetta var yndisleg stund sem ég mun alltaf- geyma í hjarta mér. Elsku amma, við hugsum til þín hverja stund og biðjum guð að gefa þér styrk í sorg þinni. Við vitum að þú verður aldrei ein þó að afi sé ekki lengur hjá okkur. Lena Björk, Egill, Eygló Ösp og Harpa. Stórar sjómannshendur, góðlegt andlit og hjartahlýr maður er það sem fyrst kemur upp í huga minn þegar ég sest hérna niður og hugsa til baka. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom á Álfhólsveginn var að smella kossi á kinnina á ömmu og hlaupa síð- an upp á loft þar sem afi sat og horfði á íþróttir. Við afi gátum setið saman og horft á íþróttirnar tímunum sam- an, sérstaklega þegar það voru frjáls- ar íþróttir í sjónvarpinu. Við létum okkur dreyma um að fara saman á Ól- ympíuleikana einhvern daginn. Ég hef aldrei verið jafnstolt og þegar afi kom og horfði á mig keppa á Laug- ardalsvellinum. Þarna stóð hann og brosti til mín rétt áður en ég fór í startblokkirnar og hvatti mig stöðugt áfram. Það eru ekki allir afar sem sýna barnabörnunum sínum svona mikinn stuðning og áhuga í því sem þau taka sér fyrir hendur. Það eru forréttindi að hafa átt svona góðan og þolinmóðan afa. Hann t.d. taldi það ekki eftir sér að vera hárgreiðslumódel fyrir okkur syst- urnar og þótt hárin á höfðinu væru fá og við eflaust nokkuð harðhentar, þá tók hann því með bros á vör. Minn- isstæð er líka ferðin út á sjó að veiða á bátnum hans langafa en sú ferð kom okkur til að skilja veiðibakteríuna hans afa því að við höfðum greinilega fengið eitthvað af henni í arf. Þó að ég sakni afa og hjarta mitt sé fullt af sorg er ég líka glöð yfir að hann skuli vera laus við allar þján- ingar og ég á um hann yndislegar minningar sem enginn getur tekið frá mér. Guð gefi ömmu styrk í sorg sinni. Heiða Ösp Kristjánsdóttir. Hann afi er dáinn. Það er búið að vera sárt að horfa upp á svona ynd- islegan mann eins og hann þjást, en vonandi líður honum betur á þeim stað sem hann er á nú. Við áttum margar góðar stundir saman og þær eru ógleymanlegar. Sérstaklega þótti mér gaman að koma heim til afa og ömmu á Álfhóls- veginn og horfa á fótbolta og aðrar íþróttir með afa. Við gátum setið tím- unum saman uppi á lofti, hann í gamla slitna afastól og ég í ömmustól. Ef við hefðum mátt ráða hefðum við helst setið allan sólarhringinn og horft á fótbolta og spilað olsen-olsen. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur krakkana og var iðulega tilbúinn að leika við okkur, og ég er viss um að honum þótti það jafngaman og okkur. Svona góðir afar eru vandfundnir og ég er ánægður með að hafa átt hann að. Öll- um líkaði vel við hann og hvert ein- asta barn hreifst af vinalega brosinu hans. Þrátt fyrir að sorgin sé sár og afi sé farinn fyrir fullt og allt á ég margar góðar minningar um hann, allt minn- ingar sem ég mun aldrei gleyma. Guð geymi þig, elsku afi. Hvíl í friði. Bjarki Rafn Kristjánsson. Nú er hann afi okkar kominn upp til guðs og þar líður honum miklu bet- ur. Við söknum hans mikið en minn- umst góðu stundanna sem við áttum með honum. Til dæmis þegar hann kenndi mér að blikka og mun ég alltaf muna það þegar ég heimsótti hann í Sunnuhlíð rétt áður en hann dó. Þá kvaddi ég hann og kyssti hann á ennið og leit hann þá á mig og blikkaði mig. Ég spurði mömmu um daginn hvort hann yrði jarðaður í sínum föt- um. Hún sagðist halda það. Þá datt mér í hug að afi hefði eflaust viljað vera í sjóaragallanum og með sjó- mannahúfuna sína. Þá fór mamma að hlæja og sagði: „Nú hlær afi uppi á himnum“ og ég er alveg viss um að það var rétt hjá henni. Ástarkveðja, þín barnabörn, Kristjana og Ívar Örn Kristjánsbörn. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Sofðu rótt, elsku langafi. Þínir englar Stefán Ægir og Helga Kristín. Þín er ljúft að mega minnast mikið gott var þér að kynnast og gaman var að fá að finnast og festa vináttunnar bönd er við tókumst hönd í hönd. Orðstír fagur aldrei deyr óhætt má því skrifa á söguspjöldum síðar meir saga þín mun lifa. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Með þessu ljóði viljum við í Miðfelli 5 þakka samfylgdina, vináttuna og ótaldar gleði- og ánægjustundir. Innilegar samúðarkveðjur til elskulegrar systur minnar, barna og fjölskyldna. Elín, Magnús, börn og fjölskyldur. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 31 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Hann útbjó búr handa fuglinum sem hann kallaði Picasso. Hverfiskötturinn hafði verið að ónáða hann svo eitthvað varð að gera. Hann setti búrið utan við endagluggann í Heiðarbæ 17. Þaðan gat hann fylgst með honum og fætt hann. Kettinum gaf hann hinsvegar rækjur á disk við hinn enda hússins. Hann skyldi ekki hlunnfara. Þetta var jú bara hans eðli. Þannig var föðurbróðir minn Jóhannes Geir, eða Nonni Jóns kennara einsog hann var kallaður í heimbæ sínum, Sauðárkróki. Þetta er ein af mörgum góðum og skemmtilegum minningum sem ég á um minn kæra frænda. Það var allt- af uppbyggjandi að vera nálægt honum. Hann var hafsjór af fróðleik hvort sem um var að ræða myndlist, tónlist eða ritlist. Við sátum gjarnan saman hér á árum áður með kaffi- bolla og hlustuðum á Sibelius eða Rachmaninoff og hann lýsti fyrir mér litum og landslagi sem hann skynjaði gegnum tónlistina. Hann kunni þetta allt saman utan að. Stundum fengum við okkur bíltúr út fyrir bæinn, þá skissaði hann gjarnan ef hann fann rétta mótífið og réttu birtuna. Svo enduðum við ferðina með því að setjast niður og fá okkur eitthvað í svanginn. Þetta voru góðar og ógleymanlegar stund- ir. Eitt sinn er ég bauð honum í mat þá var hann ekki í stuði og efins um það hvort hann ætti að nenna að koma eða ekki. Ég sagði við hann: „Ekkert mál, Nonni minn, en ef þú vilt koma þá er hér lambahryggur á boðstólum í kvöld.“ Þá kom þessi setning sem ég aldrei gleymi: „Já, ég verð nú hryggur ef ég fæ ekki hrygg í kvöld.“ Og þar með ákvað hann að nenna að koma. Þetta er bara brot af því sem ég man af sam- skiptum okkar Nonna. Hann var mér alltaf ástríkur frændi og bar mikla umhyggju fyrir drengnum mínum. Skarð hans verður ekki fyllt en hann mun lifa í hjarta okkar. Blessuð sé minning Jóhannesar Geirs. Hrönn Geirlaugsdóttir. Fylkismenn hafa séð á eftir kær- um vini, nú þegar Jóhannes Geir, listmálari og Fylkisvinur, er látinn. Upphaf þeirra kynna má rekja aftur um rúman áratug, þegar við sem störfum fyrir knattspyrnudeild félagsins gerðumst eitt sinn sem fyrr stórhuga og hugðumst standa fyrir happdrætti eitt vorið. Ekki minna en 100 vinningar skyldu vera í boði, en hvað ætti að vera í 1. vinning? Og tryggja sölu á öllum miðunum? Eftir smávanga- veltur kom bara eitt upp í hugann, JÓHANNES GEIR JÓNSSON ✝ Jóhannes GeirJónsson fæddist á Sauðárkróki 24. júní 1927. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 29. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 8. júlí. því niður við stíflu í Heiðarbænum bjó maður einn er Jóhann- es Geir hét, landsfræg- ur listmálari og góður maður heim að sækja. Í heimsókn var farið og tilefnið kynnt, beiðni borin upp um góðan stuðning af hans hálfu. Í stuttu máli sagt brást Jóhannes Geir vel við og kvaðst stoltur yfir að til sín væri leitað til að styrkja íþróttastarfið í hverfinu. Til baka var svo snúið með stórt olíumálverk af Heklu og hennar ná- grenni, að sjálfsögðu voru einnig á myndinni nokkrir menn á hestum eins og á svo mörgum myndum sem hann málaði, þessi mynd prýðir nú einhverja fallega stofu í Árbæjar- hverfinu. Eftir að þessi kynni voru komin á varð ekki aftur snúið. Árviss sam- skipti við Jóhannes Geir í sambandi við herrakvöld Fylkis á hverju ári fylgdu í kjölfarið. Jóhannes Geir var, eins og áður sagði, góður mað- ur heim að sækja. Oft var honum skutlað upp í búð ef hann var ekki viss um að nóg væri til með kaffinu, og var ljúft að aðstoða hann. Þær eru orðnar margar mynd- irnar sem boðnar hafa verið upp hjá okkur Fylkismönnum eftir hann. Myndir úr Elliðaárdalnum sem við höfum höndlað með eru allar ólýs- anlega fallegar og ótrúlegt hvað maðurinn hafði næmt auga fyrir því sem er í dalnum okkar. Eitt var það sem hann vildi ekki missa af, það var þorramaturinn á herrakvöldunum, oftast var sendur heim til hans stór bakki af mat, hon- um til mikillar gleði. „Hvernig gengur ykkur svo í boltasparkinu?“ spurði hann ef við hittum hann á göngu um dalinn. „Bara vel,“ var svarað að bragði, svo var ekki farið dýpra í þá sögu. Með Jóhannesi Geir er horfinn vinur okkar sem var stoltur af því að vera Árbæingur og Fylkismaður. Hann bjó á besta stað í hverfinu, niður við stíflu þar sem alltaf var eitthvað að gerast, menn að skokka, iðandi fuglalíf, haustið með sínar frostrósir, endalausa litafegurð, vet- urinn með börnum á skautum, hvítri snjósæng yfir öllu og síðast en ekki síst vorið, þegar allt lifnar á ný. Svanir með unga við stofuglugg- ann var árviss viðburður í lífi Jó- hannesar Geirs, sem var svo sannarlega maður sem sá og lifði líf- inu í lit. Við Fylkismenn kveðjum þig nú í hinsta sinn með miklum trega en jafnframt miklu þakklæti fyrir það örlæti sem þú sýndir okkur og þá fegurð sem þú deildir með okkur. F.h. knattspyrnudeildar Fylkis, Guðmundur Sigurðsson og Valdimar Steinþórsson. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.