Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 33 „Og fylkingin þynnist nú ferlega greitt, uns farin er gjörvöll, – og er það svo leitt?“ Þannig komst ég meðal annars að orði, er við, sem útskrifuðumst úr Kennaraskóla Íslands 1949, hitt- umst síðast, en það var fyrir tveim- ur árum. Þá mætti sá, sem nú var að kveðja okkur, hann Bergþór frá Hítardal. Hann var einn úr stórum hópi systkina, sem öll hafa nú kvatt, að honum gengnum. Nú eru tíu horfin úr hópnum, sem Frey- steinn skólastjóri rétti í hendur skírteini um almennt kennarapróf forðum, og þar með rétt til barna- kennarastöðu. Þetta var stór dagur fyrir okkur þá, eftir fjögurra vetra nám, að minnsta kosti sumra, sem þurftum að vinna fyrir okkur með hörðum höndum. Bergþór var næst elstur af þeim, sem útskifuðust þetta vor, kominn fast að þrítugu, en hann hafði þá kynnst nokkuð kennslu barna á nokkrum stöðum. Frá þessum árum, svo og ævistarfi sínu og hugðarefnum, skýrði hann í Morgunblaðinu fyrir nokkru í við- tali við Pjetur Hafstein Lárusson, rithöfund. Það viðtal varðveiti ég, enda er það hreinskilið og gefur greinargóða mynd af kennaranum og félagsmálamanninum frá Hítar- dal. Bergþór var róttækur í skoð- unum og fór ekki dult með það. Oft ræddum við um þjóðmál, og vorum nokkuð á öndverðum meiði þar. Hann var ekki til með að slá af kröfum sinum. Eitt sinn vorum við samferða í flugvél frá Kaupmanna- höfn, og barst í tal eftirlaunaréttur okkar, sem þá vorum að hætta störfum sökum aldurs. Ég var sæmilega ánægður með þau eft- irlaun, sem mér mundu hlotnast að starfslokum. Það var Bergþór hins vegar ekki. Hann sagði, að við ætt- um að fá óskert laun til æviloka. Mér ofbauð nokkuð, en þetta var honum líkt. Bergþór sat á Alþingi um hálfs mánaðar tíma 1962, fyrir Alþýðubandalagið, í forföllum Karls Guðjónssonar. Ég er þeirrar skoðunar, að Bergþór hefði sómt sér vel sem málsvari launþega á löggjafarþingi þjóðarinnar. Hann hefði hvergi gefið eftir í kröfum, þekkti ég hann rétt. Tæplega síðustu hálfa öldina bjó Bergþór á Selfossi, ásamt fjöl- skyldu sinni. Þar byggði hann myndarlegt einbýlishús, við götuna Sólvelli. Þar heimsótti ég þau hjón síðast, er hann varð 80 ára. Við bekkjarfélagarnir frá 1949 þökkum Bergþóri samfylgdina. Og ég lýk þessum minningarorðum með erindi, sem ég flutti 1984, er við hittumst við 35 ára afmæli út- skriftar, og Bergþórs er getið með- al annarra: Og Bergþór kennir ötull enn, og ei af hólmi flýr. Það vita allir vinstri menn, hvar vinur okkar býr. Bergþór þekktu margir. Hann kom víða við á lífsskeiði sínu, var formaður kennarafélaga og sat í bæjarstjórn á Selfossi. Alltaf stefnu sinni trúr. Minningin lifir um mætan dreng. Og aðstandend- um eru færðar samúðarkveðjur við brottför hans af þessum heimi. Auðunn Bragi Sveinsson. Það var lærdómsríkt að kynnast Bergþóri Finnbogasyni kennara frá Hítardal. Fyrir hartnær þrjátíu árum bar fundum okkar fyrst sam- BERGÞÓR FINNBOGASON ✝ Bergþór Finn-bogason fæddist í Hítardal í Hraun- hreppi í Mýrasýslu hinn 10. apríl 1920. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Selfossi 3. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 12. júlí. an sem samstarfs- menn á Selfossi. Hann var þá yfirkennari og tók fagnandi á móti ungum kennurum og vildi greiða götu þeirra í öllu. Leið- beindi nýliðum sem komnir voru til starfa við skólann og fylgdist af áhuga með störfum þeirra. Bergþór var farsæll kennari og góður. Hann lagði metnað sinn í kennsluna og náði góðum árangri og eftirtektarverðum, t.d. í stærð- fræði. Kennsla hans var rómuð og hann hafði jafnan gott lag á nem- endum sínum. Rík kímnigáfa létti honum störf og þolinmæði hans var við brugðið. Hann reyndist nem- endum sínum vel og hollráð hans urðu þeim drjúgt veganesti á lífs- ins braut. Þann tíma sem við vorum sam- starfsmenn stóð heimili Bergþórs og Maríu eiginkonu konu hans mér ávallt opið og jafnan síðan. Margt kvöldið sátum við saman og spjöll- uðum um heima og geima og rúm- lega þrjátíu ára aldursmunur skipti ekki nokkru máli. Hann hafði margt að segja frá sínum forn- frægu heimahögum í Hítardal og þá flaug örugglega hvorugum í hug að undirritaður ætti síðar eftir að þjóna sem prestur á æskustöðvum hans. Þessar stundir eru þakkar- verðar og jafnframt ljúf minning um góðan mann og gegnan. Hjálpfýsi og sterk réttlætis- kennd einkenndu Bergþór. Hann hóf snemma afskipti af félags- og stjórnmálum og tók sér stöðu með þeim er minna máttu sín í sam- félaginu. Bergþór naut sín vel í þessu vafstri og kom sér vel sjálfs- öryggi hans og sá hæfileiki að geta sett málefni líðandi stundar undir sjónarhorn kímninnar án þess þó að alvaran skolaðist í burtu. Hann var skoðanafastur og hygginn í allri framgöngu þar sem leiðarljós- ið var skynsemi og hagkvæmni. Honum féll sjaldan verk úr hendi og þá hann var ekki að kenna fékkst hann oft við smíðar eða stóð í ströngu í félagsmálum. Þrátt fyrir ýmsar annir heima fyrir eða í starfi gaf hann sér ætíð tíma til að spjalla og rétta þeim hjálparhönd sem á þurftu að halda. Guð blessi minningu Bergþórs Finnbogasonar kennara frá Hítar- dal. Hreinn S. Hákonarson. Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, JÓNAS ÞÓR GUÐMUNDSSON stýrimaður, frá Ísafirði, sem lést í Búlgaríu laugardaginn 5. júlí, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30. Þórhalla Helga Þórhallsdóttir, Lárus Þórarinn Blöndal, Hjördís Ström, Óskar Gunnar Hanson, Gísli Sæmundsson, Bergljót Birna Blöndal, Jóhann Jónsson, Auður S. Jónasdóttir, Viktor Manúel Santhos, Jónas Þór Jónasson, Klara Lind Jónsdóttir, Guðrún Sæmundsen, Margrét Guðmundsdóttir, Marta Bíbí Guðmundsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Gunnbjörn Guðmundsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Vífilsdal, Hörðudalshreppi, sem andaðist fimmtudaginn 10. júlí, verður jarðsungin frá Snóksdal föstudaginn 18. júlí kl. 14.00. Hulda Heiðdal Hjartardóttir, Svanur Hjartarson, Edda Tryggvadóttir, Haraldur Bjarni Hjartarson, Anna Flosadóttir, Svava Heiðdal Hjartardóttir, Ólafur Kristinn Eggertsson, Hugrún Heiðdal Hjartardóttir, Jörundur Hákonarson, Hörður Hjartarson, Elín Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir og amma, BERGHILDUR GRÉTA BJÖRGVINSDÓTTIR, Gunnarsstöðum í Þistilfirði, verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju fimmtu- daginn 17. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. Jóhannes Sigfússon, Axel Jóhannesson, Lilja G. Viðarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Júlíus Þ. Sigurbjartsson, Katrín Jóhannesdóttir, Guðmundur Friðriksson, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Gréta Emelía Júlíusdóttir og barnabörn. Bróðir okkar, RAFN SIGURJÓNSSON frá Neskoti í Fljótum, lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar laugardaginn 12. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Systkini hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU ÁSLAUGAR THEODÓRSDÓTTUR, áður Sléttuvegi 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð. Gunnar Jóhannsson, Sigríður Hanna Gunnarsdóttir, Sverrir Gunnarsson, Málfríður Dóra Gunnarsdóttir, Guðmundur Helgi Gunnarsson, Hrund Hjaltadóttir, Haukur K. Gunnarsson, Gréta Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN RÖGNVALDSSON, Hlíðarvegi 44, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laug- ardaginn 19. júlí kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á banka- reikning 0186-05-64537. Guðrún Sonja Kristinsdóttir, Baldur Benónýsson, Margrét Ragna Kristinsdóttir, Sigurður Már Sigmarsson, Katrín Kristinsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORGEIR HALLDÓRSSON, Austurbrún 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt þriðjudagsins 15. júlí. Lára Hansdóttir, Hrafn Þorgeirsson, Margrét Ágústsdóttir, Halldór Þorgeirsson, Guðný Halldórsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Helgi Sverrisson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA GUÐRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd, sunnudaginn 13. júlí. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju, Skaga- strönd, laugardaginn 19. júlí kl. 11.00. Skafti Fanndal Jónasson, Hjalti Skaftason, Jónína Arndal, Jónas Skaftason, Vilhjálmur Kristinn Skaftason, Salóme Jóna Þórarinsdóttir, Anna Eygló Skaftadóttir, Gunnþór Guðmundsson, Þorvaldur Hreinn Skaftason, Erna Sigurbjörnsdóttir, Valdís Edda Valdimarsdóttir, Hlíðar Sæmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.