Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 41 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir miklum tilfinn- ingum og veitir öðrum mikla ást og umhyggju. Þú sækist eftir ævintýrum og ást og rómantík spila þar stórt hlutverk. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt ekki í erfiðleikum með að gera langtímaáætl- anir í dag. Skynsemi þín mun koma þér að góðum notum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ráð frá einhverjum sem er þér eldri og reyndari munu reynast vel í dag. Ekki dæma þann sem gaf þér þessi ráð of fljótt. Ekki dæma bók af kápunni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður við yfirmann þinn eða mikilvæga persónu geta haft mikil áhrif á feril þinn í starfi. Þú getur hagnast á þessu. Hafðu eyrun opin! Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gerðu langtímaáætlun varð- andi frekara nám eða löng ferðalög. Þú átt auðvelt með að átta þig á hlutunum í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Spennandi fregnir er tengj- ast skattinum eða trygg- ingum gætu borist þér í dag. Ekki sitja á þér, samþykktu þau tilboð sem þér berast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver eldri og vitrari gæti rétt þér hjálparhönd í dag. Þetta gæti verið gamall vin- ur. Sýndu sveigjanleika í samskiptum við hann. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú væri réttast að hugsa um þá stefnu sem líf þitt hefur tekið. Hvar munt þú vera eftir fimm ár? Hvað þarftu að gera til þess að komast þangað? Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samtöl um ábyrgð vegna barna munu líklega eiga sér stað í dag. Nú væri gott að eiga viðskipti sem tengjast afþreyingu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert að hugsa um að spara peninga þína til betri tíma. Þetta er góð hugmynd. Fólk í þessu merki er yfirleitt langlíft og vinnur því oft með eldra fólki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Alvarlegar samræður um það hvernig best sé að við- halda ákveðnu sambandi geta verið mjög gagnlegar í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki hika við að fylgja hug- myndum þínum eftir. Þú munt sjá eftir því seinna ef þú gerir það ekki. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú finnur fyrir mikilli spennu í dag. Þú hefur nóga orku og veist að hún er ekki á undanhaldi. Nýttu hana til góðra verka. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SÆLA Niðar foss í djúpum dal dimmum fram úr hamrasal þar sem bláu blómin dreyma – heyrðu, daggardropi skær, dvöl hjá blómi var þér kær þegar gullnir geislar streyma – svo er ástar yndisró, öll þar gleðiveröld hló, hvítir svanir syngja, leikur bæði líf og sál, leikur tunga, hjarta, rödd og mál, allt er fagurt eins og stál, álfaskarar ástarklukkum hringja. Benedikt Gröndal LJÓÐABROT 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 16. júlí, er áttræð frú Sigríður Sigursteinsdóttir, húsfrú, Krókatúni 3, Akranesi. Eiginmaður hennar er Há- kon Björnsson rafvirkja- meistari. Þau hjónin dvelja nú erlendis. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 16. júlí, er fimmtugur Haraldur Aðalbjörn Haraldsson, við- skiptafræðingur og starfs- maður Byggðastofnunar, Sigtúni 41, Patreksfirði. Sambýliskona hans er Ey- rún Kristinsdóttur, sjúkra- liði og hjúkrunarfræðinemi. ÞEGAR nægir slagir eru til staðar, en ekki er hægt að taka þá með góðu móti, er talað um samgangs- vandræði. Slík vandræði má oft leysa og einstaka sinnum er lausnin fólgin í þvingun. Norður ♠ KG64 ♥ KD74 ♦ ÁDG53 ♣ – Vestur Austur ♠ 10532 ♠ 7 ♥ G8 ♥ Á962 ♦ K102 ♦ 874 ♣DG52 ♣Á10643 Suður ♠ ÁD98 ♥ 1085 ♦ 96 ♣K987 Samgangsþvingun er sjaldgæf og greinarhöf- undur minnist þess ekki að hafa seitt hana fram við borðið í eigin persónu. En það munaði litlu í sum- arbrids um daginn. Samn- ingurinn er fjórir spaðar í suður og vestur ræðst til at- lögu með hjartagosa. Kóng- ur úr borði, tekinn með ás og meira hjarta spilað, sem áttan tekur heima. Þetta er tvímenningur svo hver slagur er dýr- mætur. Ef trompið liggur 3-2 virðist best að taka það þrisvar og svína svo í tígli. Prófum það, tökum á spaða- kónginn og ásinn. Þegar austur hendir laufi í annað trompið verður því ekki frestað lengur að svína í tígli. Gerum það. Förum svo heim á spaðadrottningu og svínum aftur í tíglinum. Tíg- ulásinn klárar tígulinn og nú er best að taka síðasta trompið og tvo fríslagi á tíg- ul: Norður ♠ – ♥ D7 ♦ 3 ♣– Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ – ♥ 96 ♦ – ♦ – ♣DG5 ♣Á Suður ♠ – ♥ 10 ♦ – ♣K9 Þegar síðasta tíglinum er spilað þvingast austur með laufás og valdið í hjartanu. Þetta er tær fegurð, en því miður sögufölsun, því aust- ur átti ekki laufásinn. Svona er lífið í sum- arbrids, ekkert nema brostnar vonir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e4 c5 6. d5 exd5 7. e5 Re4 8. Rxe4 dxe4 9. Dxd8+ Kxd8 10. Rg5 Be6 11. Rxe6+ fxe6 12. Bxc4 Rc6 13. Bf4 Rd4 14. 0–0 0–0 Kc7 15. Hhe1 Be7 16. Hxe4 b5 17. Bf1 Hhf8 18. Be3 Had8 19. Kb1 Hd5 20. Hc1 Rf5 21. Bxb5 Rxe3 22. fxe3 Hf2 23. Hf4 Hdd2 24. Hxf2 Hxf2 25. Hd1 Bg5 26. Hd7+ Kb6 27. Bc4 Bxe3 28. Hd6+ Kc7 29. Hxe6 Hxg2 30. He7+ Kb6 31. e6 Hg4 32. Bd5 Bg5 33. Hb7+ Ka6 34. Hxg7 Hg1+ 35. Kc2 h6 36. h4 Hc1+ 37. Kb3 Bxh4 38. e7 He1 39. Hg6+ Ka5 40. Bc4 He3+ 41. Kc2 Kb4 42. b3 Bxe7 Staðan kom upp í stór- meistaraflokki á fyrsta laugardagsmóti sem fram fór í Búdapest í Ungverja- landi og lauk í gær. Ísr- aelski stórmeistarinn Evg- eny Postny (2.499) hafði hvítt gegn Sergei Reutsky (2.307). 43. a3+! og svart- ur gafst upp enda verður hann mát eftir 43. … Kxa3 44. Ha6+ Kb4 45. Ha4#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þessir ungu herramenn héldu tombólu á Akureyri og söfn- uðu 1.252 kr. sem runnu til Rauða krossins. F.v. Magni Harðarson, Baldur Auðunn Vilhjálmsson og Dagur Harð- arson. Morgunblaðið/Ásgrímur Örn ÁRNAÐ HEILLA HLUTAVELTA MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF Á FIMMTUDAGSMORGNUM hitt- ast foreldrar ungra barna á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigs- kirkju. Boðið er upp á for- eldramorgna í allt sumar frá klukkan tíu til tólf. Hér er um óformlegar stundir að ræða þar sem foreldrar spjalla saman um málefni líðandi stund- ar, barnauppeldi og fleira. Um miðbik stundarinnar er boðið upp á stutta helgistund í kirkjunni þar sem sungin eru þrjú lög og farið með bæn. Foreldramorgnar Háteigskirkju hafa verið vel sóttir það sem af er sumri. Það er því tilvalið að bæt- ast í hópinn og nota þetta tæki- færi til þess að kynnast öðrum foreldrum sem eru með börn á svipuðu róli. Yfir vetrartímann er boðið upp á reglulega fræðslu á for- eldramorgnum í Háteigskirkju og hefst sú fræðsla aftur í sept- ember. Nánari upplýsingar gefur fræðslufulltrúi Háteigskirkju í síma 511 5400. Háteigskirkja – Foreldra- morgnar á fimmtudögum Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morgun- verður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöld- bænir kl. 18. Laugarneskirkja. Gönguhópurinn Sólar- megin leggur í hann kl. 10.30. Næstu vikur mun hópurinn leggja upp frá kirkj- unni alla mið. og föst. kl. 10.30. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjart- anlega velkomnir. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10-12. Hitt- umst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleik- ur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Hvenær skal fasta? Lúk. 5,33–39. Ræðumaður Páll Friðriksson. Kaffiveitingar eftir samkom- una. Allir velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Helgi- stund í Hraunbúðum. Allir velkomnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Safnaðarstarf Ertu slæm í húðinni? Micro Peeling húðhreinsi- klúturinn er lausnin Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina. Klúturinn hreinsar farðaleifar, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út- lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar. Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við- kvæma húð. Klúturinn er margnota og þol- ir þvott í 100 skipti. Lyfja, Lyf & heilsa, Plús-apótek Apótekið, Apótek og Hagkaup Brúðarkjólar Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.