Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 43 TVÆR stúlkur eru jafnar eftir þrjá hringi af fjórum í meist- araflokki kvenna á Meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur, en keppni í meistaraflokkunum lýkur í dag. Ragnhildur Sigurðardóttir og Anna Lísa Jóhannsdóttir standa jafnar eftir þrjá fyrstu hringina, hafa báðar leikið á 230 höggum, eða sautján höggum yfir pari vall- arins. Ragnhildur sýndi mikla hörku í gær þegar hún kom inn á 75 högg- um og náði að jafna við Önnu Lísu sem átti þrjú högg á Ragnhildi eft- ir tvo hringi. Anna Lísa lék fyrsta hringinn á 76 höggum, einu betur en Ragn- hildur, og á öðrum degi mótsins hélt hún sínu, lék aftur á 76 högg- um en Ragnhildur á 78. Í gær lék Anna Lísa aftur á móti á 78 högg- um en Ragnhildur á 75 og náði þar með að jafna metin. Sigurjón á tvö högg Sigurjón Arnarsson á tvö högg á Kristin Árnason fyrir síðasta hringinn í meistaraflokki karla. Hann jók forystu sína í gær um eitt högg þegar hann lék á 72 höggum en Kristinn á 73, en báðir léku á 69 höggum annan daginn og því er Sigurjón einu höggi yfir pari, 214 höggum, og Kristinn á 216. Björn Þór Hilmarsson kemur næstur á 218, tveimur höggum þar á eftir er Haraldur Heimisson. Tvær jafnar fyrir síðasta hring hjá GR Viggó Sigurðssyni, þjálfara Ís-landsmeistara Hauka, krossbrá þegar Morgunblaðið hafði samband við hann og tjáði honum hvaða lið drógust í B-riðil ásamt Haukum. „Magdeburg og Barcelona, það eru ekkert smálið! Þetta eru tvö af sterk- ustu liðum Evrópu, sem hafa hamp- að Evrópumeistaratitlum síðastliðin ár. Við verðum fyrst að klára þetta portúgalska og með eðlilegum leik þá gerum við það – áður en við förum að hugsa lengra,“ sagði Viggó. Ástæðan fyrir því að Bernardo- Aveiro tekur þátt í Meistaradeild- inni, en ekki sterkustu lið Portúgals, er að ágreiningur kom upp í Portú- gal um hvaða lið ætti að fá sæti í Meistaradeildinni. Hann var leystur með því að láta Bernardo-Aveiro fá réttinn til að taka þátt í deildinni fyr- ir hönd Portúgals. Um hugsanlega leiki gegn Magde- burg og Barcelona sagði Viggó: „Hér er um að ræða algjöra veislu fyrir handboltaunnendur. Við fengum Barcelona fyrir tveimur árum og vit- um hvað leikmenn liðsins kunna fyr- ir sér. Magdeburg verður sérstak- lega gaman að fá í heimsókn, það verður ánægjulegt að mæta Alfreði Gíslasyni og Sigfúsi Sigurðssyni.“ Ólafur Stefánsson, sem lék með Magdeburg, er nú genginn til liðs við Ciudad Real á Spáni, sem leikur í riðli með Lemgo, Þýskalandi, ítalska liðinu Conversano, sem Guðmundur Hrafnkelsson lék með og mætti Haukum sl. vetur, og ZTR Zapo- roshje frá Úkraínu. Morgunblaðið/Þorkell Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, skorar mark í Evrópuleik gegn ítalska liðinu Conversano á sl. keppnistímabili. Aliaksandr Shamkuts fylgist með. Þeirra bíða erfið verkefni í vetur. Magde- burg á leið til Íslands? MARGIR af bestu handknattleiksmönnum heims gætu verið á leið til landsins í vetur, þar sem Haukar duttu svo sannarlega í lukku- pottinn í gær þegar dregið var í Meistardeild Evrópu. Takist Hauk- um að sigra portúgalska 2. deildar liðið Sao Bernado, bíða þeirra leikir gegn Barcelona, Magdeburg og Vardar Skopje frá Makedóníu. Ef ég væri umboðsmaðurinnværi ég búin að tryggja hann fyrir meira en 130 millj. ísl. kr. Þessi drengur á eftir að þéna vel í framtíðinni sem atvinnumaður,“ segir Eric Hall við Sunday Mirror. Everton, Manchester United, Liverpool og Arsenal eru í hópi þeirra liða sem hafa sett sig í sam- band við foreldra Pepper og gert hosur sínar grænar fyrir knatt- spyrnumanninum unga en hann má ekki gera samning við félagslið fyrr en hann verður 17 ára. Reglur Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, um samskipti fé- lagsliða við börn og unglinga eru strangar og er félagsliðum ekki heimilt að borga ungum leikmönn- um fyrir að ganga í sínar raðir. En þess í stað beita liðin öðrum aðferð- um. Manchester United bauð Pepper knattspyrnuskó af sjálfum David Beckham, Liverpool hefur sett á laggirnar fundi þar sem Pepper hefur fundað með Michael Owen og Steven Gerrard auk þess sem hann hefur verið á meðal áhorfenda á leikjum liðsins í bestu sætum vall- arins. En það lítur út fyrir að Everton sé í bestu aðstöðunni til þess krækja í kappann en auk þeirra gera Blackburn, Tottenham, Man- chester City, Bolton, Ajax og Celtic sér vonir um að hann velji þau lið þegar fram í sækir. En tromp Everton er Wayne Rooney, sem er uppáhaldsleikmaður Pepper og að auki hefur Peter McIntosh umboðs- maður Rooney tekið að sér að vera umboðsmaður Pepper. „Þetta er mjög spennandi og ég hef sett mér það markmið að leika með Rooney hjá Everton,“ segir Pepper við Mirror en þeir hafa nú þegar hist og fékk Pepper tvær áritaðar keppnistreyjur frá Rooney á þeim fundi. Faðir drengsins, Ronnie Pepper, segir að Manchester City hafi verið fyrsta félagið sem setti sig í sam- band við drenginn en þá var hann aðeins átta ára gamall en Ronnie bætti því við að þegar drengurinn hafi verið tveggja ára gamall hafi útsendari frá Liverpool séð til drengsins, afhent honum keppn- istreyju af John Barnes og sagt að þessi drengur ætti eftir að verða stjarna. Ekki fylgir sögunni hver útsendarinn var en sá hefur þá haft næmt auga fyrir hæfileikum knatt- spyrnumanna. Tíu öflug lið eru á höttunum eftir Adam Pepper sem er 11 ára og býr í Liverpool á Englandi Vill spila með Wayne Rooney ÞAÐ eru ekki margir ellefu ára knattspyrnumenn sem hafa ráðið sér umboðsmann en það er raunin hjá Adam Pepper sem er aðeins 11 ára og hefur verið líkt við Wayne Rooney í enskum fjölmiðlum. Ónefndur umboðsmaður segir við Sunday Mirror að nú þegar sé Pepper búinn að fá „verð- miða“ á sig og verðið sé í það minnsta 150 milljónir ísl. kr. og sumir hafi nefnt töluna 660 millj. kr! Haukar mæta 2. deildar liði frá Portúgal í forkeppni Meistaradeildar Evrópu Opna BYKO mótið 2003 Keppnisgjald er 3.000 kr. Skráning í skála í síma 486 4495 Laugardaginn 19. júlí Opna BYKO mótið verður haldið í Golfklúbbi Kiðjabergs Mótið er opið öllum kylfingum. 18 holu höggleikur. Hæsta forgjöf er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur. Glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar bæði í karla- og kvennaflokki. Nándarverðlaun á báðum par 3 brautunum. Dregið verður úr skorkortum. Allir fá glaðning á fyrsta teig. Útipottur fyrir holu í höggi 7-9 manna heitur pottur að verðmæti 169.000 kr. Ath! klæðning á mynd fylgir ekki með. BYGGIR MEÐ ÞÉR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.