Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 45 Íslandsmótið 1.deild karla Mikilvægur leikur í Víkinni í kvöld kl. 20:00 Víkingur-Afturelding Mætum öll og áfram Víkingur! Golfklúbbur Selfoss, GOS, Svarfhólsvelli við Selfoss, sími 482 3335 Er meistaramót á þínum velli? Komdu þá og spilaðu hjá okkur 35-40 mínútna akstur á Selfoss Flatargjald 2.000 á 18 holur GOLFARAR  SÍÐUSTU daga hefur 24 ára gam- all Tyrki æft með KR-ingum. Að sögn forráðamanna félagsins kom hann og bað um að fá að æfa og hef- ur æft með öðrum flokki félagsins þar sem meistaraflokkurinn er er- lendis þessa dagana.  ESPEN Baardsen, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Noregs í knattspyrnu, sagði við Sky-sjón- varpsstöðina að hann hefði ekki lengur áhuga á að vera atvinnu- markvörður þrátt fyrir að vera að- eins 25 ára. Baardsen hefur átt erf- itt uppdráttar undanfarin misseri og nú er svo komið að ekkert lið hefur áhuga á að gera samning við hann en hann hefur verið á mála hjá Tott- enham, Watford og Everton.  JUAN Sebastian Verón vill vera áfram í herbúðum Manchester United. Verón ætlar að ræða við Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra í vikunni. Verón er staðráðinn í að endurgjalda Ferguson það traust sem hann hefur sýnt honum. Arg- entínumaðurinn hefur verið gagn- rýndur fyrir leik sinn í ensku úr- valsdeildinni en hefur hins vegar leikið við hvern sinn fingur í Meist- aradeildinni.  BLACKBURN Rovers hafnaði í gær tilboði Chelsea í útherjann Damien Duff. Tilboðið hljómaði upp á 17 milljónir punda.  WEST HAM sammþykkti hins vegar sex milljóna punda tilboð Chelsea í varnarmanninn unga Glen Johnson, en hann er talinn einn efnilegasti varnarmaður Englend- inga. Hann gerði í gær fimm ára samning við Chelsea.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, mun tefla Harry Kewell, sem hann keypti frá Leeds á dögunum, fram í leik gegn Köln í dag. Liverpool hefur verið í æfinga- búðum í Sviss. „Harry er tilbúinn í slaginn,“ sagði Houllier. Nýi bak- vörðurinn Steve Finnan mun ekki leika með liðinu.  CATHY Freeman frá Ástralíu hefur ákveðið að hætta í frjáls- íþróttum en fyrir aðeins nokkrum vikum sagðist hún ekkert vera að hugsa um að hætta. Freeman er 30 ára gömul og sigraði í 400 metra hlaupi á síðustu Ólympíuleikum en hún hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í 400 metra hlaupi. FÓLKSVISSNESK kona, Nicole Petignat,mun vera dómari á leik Fylkis og sænska liðsins AIK Solna í und- ankeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu 14. ágúst í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir leik í Evr- ópukeppni félagsliða karla í knatt- spyrnu. Petignat er 36 ára gömul og hefur verið dómari í úrvalsdeild karla í Sviss síðastliðin fjögur ár. Hún hefur verið dómari í landsleikjum kvenna frá árinu 1996. Petignat dæmdi úrslitaleikinn milli Bandaríkjanna og Kína í heims- meistarakeppni kvenna í knatt- spyrnu í Bandaríkjunum árið 1999. Kona dæmir Fylkisleik BJARKI Gunnlaugsson skor- aði á laugardaginn 1.500. mark KR-inga á Íslands- mótinu í knattspyrnu, efstu deild, frá upphafi þegar hann gerði síðara mark liðsins gegn Þrótti. Þá eru talin mörk frá og með fyrsta Ís- landsmótinu árið 1912, og síð- an í efstu deild frá því deilda- skiptingin var tekin upp árið 1955. KR er fyrsta félagið sem nær að skora 1.500 mörk í efstu deild og er jafnframt markahæsta félagið á Íslands- mótinu í heild með 1.548 mörk en KR-ingar skoruðu 48 mörk eina tímabilið sem þeir hafa leikið utan efstu deildar, sum- arið 1978. Valsmenn eru næstir með 1.426 mörk í efstu deild og 1.503 mörk samtals, þá koma Skagamenn með 1.406 í efstu deild og 1.494 samtals, og síð- an Framarar með 1.314 í efstu deild og 1.425 samtals. Önnur félög standa þessum fjórum talsvert að baki en næst þeim í efstu deild eru Keflavík með 859 mörk og ÍBV með 856. Bjarki skor- aði 1.500. mark KR SEX leikmenn liða úr Lands- bankadeild karla voru í gær úr- skurðaðir í leikbann, allir í eins leiks bann. KR-ingar verða án Sigurvins Ólafssonar og Veigars Páls Gunn- arssonar þegar þeir mæta Fram í næsta leik félagsins. Eyjamenn verða einnig án tveggja leikmanna þegar þeir taka á móti Val í næsta leik, þá verða Ian Jeffs og Tryggvi Bjarnason í banni. Grindvíkingurinn Óðinn Árnason verður fjarri góðu gamni þegar Grindavík fær Fylki í heimsókn. Allir þessir leikmenn voru úrskurð- aðir í bann vegna fjögurra áminn- inga. Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson fer aftur á móti í bann vegna brottvísunar í síðasta leik ÍA og missir því af leik ÍA og FH. Sex leikmenn úr efstu deild í eins leiks bann Gunnar Þór Gíslason, stjórnar-formaður Stoke City, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri ekki vongóður um að Brynjar Björn Gunnarsson leiki með félaginu á næstu leiktíð. „Ég ræddi við Brynjar á mánudagskvöld og eins og staðan er nú bendir ekki margt til þess að Brynjar leiki hjá okkur á næstu leiktíð, þó svo að það sé ekki útilokað. Við afhentum Brynjari samningstilboð í maímánuði en höf- um ekki enn fengið neitt formlegt gagntilboð frá honum. Okkur þykir það vissulega leiðinlegt þegar við missum íslenskan leikmann, en við neyðum engan til að leika fyrir Stoke. Ef Brynjar vill ekki leika fyrir okkur og sýnir engan vilja til þess má hann fara. Það getur vel verið að Barnsley geti boðið Brynjari betri samning og ef hann ákveður að fara þangað, er ég viss um að hann muni standa sig vel,“ sagði Gunnar Þór. Pétur Marteinsson hefur átt erfiða daga hjá Stoke. Um hans stöðu sagði Gunnar Þór: „Að öllu óbreyttu verð- ur Pétur leikmaður Stoke á næstu leiktíð. Hins vegar höfum við sagt Pétri að ef önnur lið sýna honum áhuga munum við ekki standa í vegi hans.“ Í gær gekk Stoke frá kaupum á Clint Hill, varnarmanni Oldham, og vænta má frekari liðstyrks á næstu dögum til liðsins. Vitað er að sterkur markvörður er á óskalista liðsins og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Stoke rætt við þá Ed de Goej, fyrrv. markvörð Chelsea, og Thomas Myhre, fyrrv. markvörð Sunderland og norska landsliðsins. Stoke ætlar að bjóða nokkrum af bestu leikmönnunum úr Lands- bankadeildinni til æfinga hjá liðun- um á næstunni. „Það verður að sjálf- sögðu gert í góðu samráði við lið leikmannanna,“ sagði Gunnar Þór. Brynjar Björn og Pétur á leið frá Stoke? Morgunblaðið/Kristinn Grindvíkingurinn Guðmundur Andri Bjarnason etur hér kappi við Valsmanninn Jóhann Möller í leik liðanna í gær. ÞORLÁKUR Árnason, þjálfari Vals, sagði sóknina hafa brugðist. „Við vorum einfaldlega slakir og áttum ekki skilið að sigra. Við vor- um mjög kraftlitlir fram á við og það réð úrslitum, við héldum bolt- anum ekki og vorum slakir þangað til Ármann fór fremstur,“ sagði Þorlákur og taldi alltaf hægt að rökræða hvenær hefði átt að senda Ármann úr vörninni í fremstu víg- línu. „Það er alltaf hægt að ræða það, ég var gagnrýndur fyrir að setja hann of snemma gegn Þrótti en nú skoraði hann og skallaði bolt- ann í slána. Við urðum að færa menn aðeins til í dag því það vant- aði Hálfdán Gíslason og við sökn- uðum hans.“ Frábært hjá okkur Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, fagnaði sigrinum ær- lega enda mikil spenna í lokin. „Í einu orði sagt var þetta frábært hjá okkur, við spiluðum af gríðarlegu öryggi fyrir hlé svo að Valsmenn fengu nánast ekkert færi en við vorum þolinmóðir og skoruðum fínt mark. Það var síðan ekki um annað að ræða en verja forskotið og svo fáum við mark úr hraðaupphlaupi, sem er hið besta mál, en svo er pressan orðin svo mikil að það verður bara að sætta sig við að fá á sig eitt mark fyrst við fengum tvö,“ sagði Bjarni eftir leikinn en var ekki ánægður með dómarann. „Það munaði litlu að dómarinn myndi kála þessum leik eftir hlé því það var mjög ósanngjarnt að gefa rautt spjald, maðurinn er á leiðinni út af vellinum og þetta er bara venjuleg barátta um boltann. Svo verð ég að bæta við að hann sleppti augljósri vítaspyrnu á okkur í síðari hálfleik. Dómarinn missti því miður tökin á leiknum en hann eyðilagði ekki sig- urinn fyrir okkur því að við stóðum þetta af okkur og drengirnir eiga hrós skilið.“ Kraftlitlir í sókninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.