Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞVÍ miður tekst Madame Thomp- son og syni hennar Christophe fæst, ef nokkuð, sem þau ætla sér í mynd- inni Décalage Horaire. Hér á ferð- inni frönsk rómantísk gamanmynd, en um leið hálfgert „kammerspiel“, þar sem tvær persónur takast á allan tímann. Tvær ólíkar, en um leið með stærstu stjörnum Frakka, Jean Reno og Juliette Binoche, leika Félix og Rose, sem af tilviljun hittast á flugvelli, þar sem allt er strand vegna verkfalla. Félix er yfirmáta stressaður fyrrverandi stjörnukokk- ur sem er að reyna að halda lífi í fyr- irtæki sínu sem selur frosnar mat- vörur. Rose er snyrtifræðingur að flýja til Mexíkó frá ofbeldishneigð- um eiginmanninum. Rose fær lánað- an farsímann hjá Félix, og þannig hefjast kynni þeirra. Vanalega er ég mjög veik fyrir ör- lagasögum, en þessi gengur alls ekki upp, þar sem ég er enn ekki viss hvað þessar tvær manneskjur hafa að kenna hvor annari þótt ólíkar séu. Enn er það mér einnig hulið hvað þær sjá við hvor aðra, ekki bara vegna þess að hvorug þeirra er heillandi eða áhugaverð, heldur finn- ur maður hvorki fyrir aðdráttarafli milli leikaranna, né heldur gefur handritið nokkra skýringu á því. Sem rómantísk gamanmynd virkar hún alls ekki, framvindan er ótrú- verðug og engan veginn fyndin. Þeg- ar tvær manneskjur eru saman- komnar tímunum saman í litlausu hótelherbergi, verða samtöl og fram- vinda að byggjast á átökum og anda- gift. Því er ekki fyrir að fara hér. Samtölin sem þau eiga, eru vægast sagt óáhugaverð, auk þess sem þau ýta sögunni og persónunni ekki neitt áfram, myndin verður langdregin og leiðinleg. Enn verri eru óteljandi langdregin eintöl í farsíma og svo- kölluð „montage“-atriði sem gefa engar, ef ekki villandi upplýsingar um gang mála. Reno og Binoche eru undir flest- um kringumstæðum skemmtilegir leikarar, en hér tekst þeim því miður ekki að bjarga vondri mynd. Félix og Rose ræða ábyrgð og svekkelsi. Skotið framhjá KVIKMYNDIR Sambíó Kringlunni Leikstjórn: Danièle Thompson. Handrit: Christopher Thompson og Danièle Thompson. Kvikmyndataka: Patrick Blossier. Aðalhlutverk: Juliette Binoche, Jean Reno og Sergi López. 91 mín. Frakk- land. Studio-Canal 2002. FLUGÞREYTA/DÉCALAGE HORAIRE/ JET LAG Hildur Loftsdóttir Í VOR hóf Easyjet-flugfélagið inn- rás á kvikmyndahúsamarkaðinn með Easycinema. Viðskiptahugmyndin var að miklu leyti svipuð þeirri sem gert hefur Easyjet að einu af árang- ursríkari flugfélögum Evrópu en þar er gert út á að halda fargjöldum í lágmarki með því að skera við nögl öll fríðindi, prjál og þjónustu fyrir, eftir og meðan á flugi stendur. Með því að láta fólk kaupa bíómiðana á Netinu og í sjálfsafgreiðslu í anddyri bíósins, sem reist var í Milton Keyn- es-hverfinu, og með því að fórna sjoppunni, miðasölunni og jafnvel poppinu (og meðfylgjandi kostnaði við þrif) var meiningin að geta lækk- að miðaverðið allt niður í 20 pens eða sem svarar rétt rúmlega 25 krónum en síðan fer verðið stighækkandi eft- ir því sem fólk „bókar“ bíóferðina nær sýningardegi, rétt eins og með flugfargjöldin. Talsmenn Easycinema segja rekstrarerfiðleikana ekki hvað síst tengjast því hve illa gengur að fá sýningarrétt á stóru sumarsmellun- um en stærstu kvikmyndafyrirtæk- in, eins og Columbia Tristar, Warn- er, Universal Paramount, Fox og Disney hafa ekki viljað leyfa Easy- cinema að frumsýna myndir sínar. Vandinn liggur ekki hvað síst í því að Easycinema vill borga framleið- endunum fasta summu fyrir kvik- myndirnar en á flestum stöðum tíðk- ast að framleiðendur fá hlutfall af hagnaði miðasölu. Eins og gefur að skilja er ekki sama hagnað að hafa af stóru kvikmyndunum ef þær eru sýndar í lággjalda-bíói auk þess sem viðskipti Easycinema myndu vænt- anlega draga úr aðsókn til annarra og dýrari kvikmyndahúsa. Talsmenn Easycinema segja lög- fræðinga fyrirtækisins vera að vinna að málinu og er erindið farið fyrir samkeppnisráð þar í landi og gæti jafnvel farið til úrskurðarvalds í Brussel. Vandræði hjá systurfélagi Easyjet Breskt lággjalda- bíó í basli Morgunblaðið/Jim Smart Í Easycinema er hvorki popp né nammi og ekki einu sinni miðasala. Að- sóknin væri samt skárri ef ekki gengi erfiðlega að fá sýningarrétt að sum- arsmellunum: Úr íslensku kvikmyndahúsi. KVIKMYNDABLAÐIÐ Total Film fékk á dögunum sérfræðinga í þeim geir- anum til að velja fyrir sig þær persónur sem þykja skara fram úr hvað kvik- indisskap, illmennsku og almenna siðblindu varðar. Sá er þykir skara fram úr varðandi þessa lítt æskilegu eiginlega er Jack nokkur Carter, krimminn sem Michael Caine lék svo eftirminnilega í „költ“-myndinni Get Carter frá 1971. Í öðru sæti er blaðmaðurinn slóttugi J.J. Hunseck- er sem Burt Lancaster túlkaði í myndinni Sweet Smell of Success (’57). Bronsinu er hins vegar hampað af hinum eitraða Vicomte de Valmont sem John Malkovich lék í Dangerous Liaisons (’88). Caine, sem nú ber aðalstitil, segist hafa nýtt sér reynsluna frá upp- vaxtarárum sínum í Lundúnum til að ljá Carter trúverðugleika. „Við fórum með ofbeldið upp í topp þar sem mér þóttu glæpamenn alltaf vera málaðir sem annaðhvort heimskingjar eða trúðar í bresk- um myndum,“ segir Caine. „En ég hafði aldrei hitt síka glæpamenn í hverfinu mínu.“ Leikstjórinn, Michael Hodges, lofsamar leik Caine í myndinni og seg- ir að Caine hafi gert persónuna ofbeldisfyllri en handritið gerði ráð fyrir. Athyglisverður listi frá Total Film Mestu kvikindi kvikmyndasögunnar 1. Jack Carter – Get Carter (Sir Michael Caine) 2. JJ Hunsecker – Sweet Smell of Success (Burt Lancaster) 3. Vicomte de Valmont – Dangerous Liaisons (John Malkovich) 4. Gordon Gekko – Wall Street (Michael Douglas) 5. Buddy Ackerman – Swimming with Sharks (Kevin Spacey) 6. Arthur Potter – It’s a Wonderful Life (Lionel Barrymore) 7. Gunnery Sgt Harman – Full Metal Jacket (R Lee Ermey) 8. Captain William Bligh – Mutiny on the Bounty (Charles Laughton) 9. Dennis Peck – Internal Affairs (Richard Gere) 10. Melvin Udall – As Good As It Gets (Jack Nicholson) „Ekki horfa í augun á honum!“ Mestu kvikindi hvíta tjaldsins Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8, og 10. YFIR 24.000 GESTIR!  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. kl. 3.40, 6, 8.30 og 10.50. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! YFIR 24.000 GESTIR! Sýnd kl. 3.40. 11. SÝNING MIÐVIKUDAG 16/7 - KL. 20 AUKASÝNING UPPSELT 12. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 UPPSELT 13. SÝNING FÖSTUDAG 18/7 - KL. 20 UPPSELT 14. SÝNING LAUGARDAG 19/7 - KL. 18 UPPSELT 15. SÝNING SUNNUDAG 20/7 - KL. 17 AUKASÝNING ÖRFÁ SÆTI LAUS 16. SÝNING MIÐVIKUDAG 23/7 - KL. 20 UPPSELT 17. SÝNING FIMMTUDAG 24/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 18. SÝNING LAUGARDAG 26/7 - KL. 17 ÖRFÁ SÆTI LAUS 19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ! Sumarkvöld við orgelið 17. júlí kl. 12: Guðrún Lóa Jónsdóttir alt og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgel 19. júlí kl. 12: David M. Patrick orgel 20. júlí kl. 20: David M. Patrick. Verk ma. eftir Franck, Bach og Duruflé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.