Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 49 FIÐRILDI, fjórða plata Á móti sól, veldur nokkrum von- brigðum. Eftir tvær slakar plöt- ur kom sveitin geysisterk inn með samnefndri plötu fyrir þar- síðustu jól. Á henni var hinu séríslenska ball- poppi pakkað inn í afar girnilegan pakka og ekki snöggan blett að finna á plöt- unni. Fiðrildi heggur því, kannski eðlilega, í sama kné- runn, en afar veiklulega ef satt skal segja. Lagasmíðarnar eru ekki ósvipaðar þeim sem prýða (ég endurtek „prýða“) téða ÁMS en nær allar eru þær lítið meira en dauft endurvarp. Smellurinn „Drottningar“, sem hljómað hefur talsvert í ljósvakamiðlum að undanförnu, er sæmilegur en ekki meira en það. Ballaðan „Allt“, eins flott og hún átti greinilega að vera, fellur þá flatt. Besta lagið – það langbesta – og það eina sem rís ofar meðalmennsku, er „Einver- an“ með sínum sjarmerandi og gormkennda „Ob la di, ob la da“- takti. Smáglætu er ennfremur að sjá í rokkurunum „Fiðrildi“ og „Þegar tíminn kemur“. Lokalagið „Keyrðu mig heim“ er eftir meistara Einar Bárðar- son, smellasmið og athafnamann með meiru (hann á reyndar þrjú lög hér). Segja má að í laginu kristallist sumpart einkenni Ein- ars sem lagasmiðs. Það er óþol- andi grípandi um leið og það er óþolandi. En vita megið þið sem lesið – Einar Bárðarson er snill- ingur! Lögin hér, allflest, eru kannski ekki slök í sjálfu sér. Framleiðslan (e. „production“) er fín, lögin hanga vel saman og meðlimir skila sínu, þá sérstak- lega Magni söngvari. En nær- fellt ekkert laganna skilur neitt eftir sig. Lögin eru gleymanleg, flest þeirra keimlík og neistinn, sem gæddi síðustu plötu fjöri, er ekki á stjái. Fiðrildi er því réttnefni á fjórðu afurð Á móti sól, þar sem platan flögrar frá manni er hún er sett á geislann og hverfur þegar í stað eyrum, jafnskyndi- lega og reynt er að festa þau við hana. Þrátt fyrir þennan áfell- isdóm er Á móti sól góð hljóm- sveit að mínu viti og ég þykist vita að þeir geti sannanlega tals- vert betur en hér er gert. Kross- leggjum því fingur fyrir næsta útspil. Tónlist Undir sólinni Á móti sól Fiðrildi Skífan 2003 Fiðrildi er fjórða plata Á móti sól. Sveitina skipa Magni Ásgeirsson (söngur), Sævar Helgason (gítar), Stefán Þórhallsson (trommur), Þórir Gunnarsson (bassi) og Heimir Eyvind- arson (hljómborð). Lög og texta eiga Á móti sól, Einar Bárðarson, Haffi, Magnús Þór Sigmundsson og Sigurður Fannar Guðmundsson. Útsetningar eru sveitarinnar og Hafþórs Guð- mundssonar. Upptökustjórn, Hljóð- ritun og -blöndun voru í höndum Haf- þórs Guðmundssonar. Bjarni Bragi sá um lokahljóðvinnslu. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Sverrir Fiðrildi er fjórða plata Á móti sól. KRINGLAN Sýnd kl. 10.10 AKUREYRI Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. B.i. 12 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, og 8 KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10 AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.40. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.40. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 OG 8.  X - IÐ  DV YFIR 42.000 GESTIR!  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.