Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 2
Vélin undir húddinu er augnayndi fyrir bílaáhugamenn, hrein og fín og nánast eins og ný vél með skemmtilega þýðum og hljóðlátum gangi. GUNNAR segir að nokkuð hafa ver- ið af þessum bílum hér á landi á sín- um tíma en í dag eru þrír bílar á landinu, þ.e. Mercury Montclair sömu árgerðar. „Ég hef ekki gert upp aðra bíla en heillaðist fyrst af Mercury 1954 og var búinn að skoða slíka bíla erlendis þegar mér var bent á bíl í Keflavík, Montclair ár- gerð 1956. Ég fór að skoða hann og ákvað að kaupa og sé ekki eftir því. Ég var alltaf frekar spenntur fyrir Mercury, ég veit nú ekki af hverju, það er kannski bara tilviljun en Montclair er flottasta týpan af Merc- ury frá þessum árum,“ segir Gunn- ar. Bíllinn er með 312 cc vél, 225 hest- afla og sjálfskiptur. Þá er rafmagn í öllu, bæði sætum og rúðum, sem var á sínum tíma boðið sem aukahlutir. Gunnar segist hafa sett það í sjálfur enda hægt að kaupa flesta varahluti í þessa bíla í dag. Hann segir að bíl- arnir sjálfir séu allir svipaðir að grunngerð en mismunurinn felist í þeim aukahlutum sem settir hafa verið í hvern bíl. „Þetta var allt gert upp eins og það var. Ég keypti hann hálfupp- gerðan þar sem búið var að sprauta hann og taka allt boddíið í gegn. Hins vegar var ekkert búið að eiga við hann að innan eða vélina og ann- að. Ég reif allt í sundur og gerði upp með góðri aðstoð og kláraði bílinn. Undirvagninn var haugskítugur þannig að ég reif allt undan, tók boddíið af, sandblés og málaði und- irvagninn, þar sem ég tók hverja ein- ustu skrúfu úr. Ég er búinn að kíkja á hvern einasta smáhlut í þessum bíl og pússa og fægja,“ segir Gunnar. Hann segist hafa reynt að nota allt sem hægt var í bílnum en hann hafi ekki komist hjá að skipta um sumt. Króm og listar voru endurunnir og vélin tekin í gegn, enda var hún orðin slöpp. Í dag lítur vélin hins vegar út eins og ný, malar óaðfinnanlega í hægagangi og urrar mikilúðlega þegar stigið er á bensíngjöfina í keyrslu. Gunnar keypti síðan nýjan raf- geymi, þ.e. geymi sem í dag er fram- leiddur í upprunalegri mynd með merki Mecury á. Hins vegar þurfti bara að skipta um pakkningar í sjálf- skiptingunni þar sem allt annað var í góðu lagi. Hann segir að nánast sé hægt að kaupa alla varahluti í þessa bíla í dag, allir slitfletir séu endurfram- leiddir þó bretti, listar og annað slíkt fáist ekki nýtt. „Það er heilmikill iðn- aður í dag að framleiða varahluti í svona fornbíla og jafnvel auðveldara að fá þessa hluti nú heldur en þegar bílarnir voru á götunni á sínum tíma. Þetta er orðið mjög vinsælt aftur og Netið auðveldar sölu á þessum hlut- um.“ En hvað rekur menn í margra ára vinnu við að gera upp svona bíl? „Það er kannski fyrst og fremst það að maður ólst upp við þetta, t.d. átti pabbi marga svona bíla. Síðan er það sjarminn og menningin sem fylgir þessum bílum. Þeir eru meira og minna handunnir og með sál, þannig að það er eitthvað sem heillar mann meira við þessa bíla fekar en nýja bíla. Síðan er það tilfinningin sem fylgir því að keyra bílinn. Ég er ennþá með nælondekk undir eins og var og finn sérstaklega fyrir því við langkeyrslu, þá kemur þessi mjúki fílingur. Það er kannski ekki mikil snerpa í þessum bílum, miðað við bíla í dag, en hann fer langt á sigling- unni þegar hann er kominn á ferð- ina,“ segir Gunnar. Gunnar Hafsteinsson gerði upp glæsilegan Mercury Montclair árgerð 1956 Heillandi sjarmi sem fylgir þessum bílum Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson Glæsilegt eintak af Mercury Montclair árgerð 1956 en aðeins þrír af þessari árgerð eru til hér. Eftir fjögurra ára vinnu í bílskúrnum, þar sem bíllinn var tekinn sundur skrúfu fyrir skrúfu og pússaður upp, ekur Gunnar Hafsteinsson nú um götur bæjarins í glæsi- legum Mercury Montclair árgerð 1956. Bíllinn vekur strax athygli enda ljóst að mikil natni hefur verið lögð í endurgerð bílsins sem lítur nánast út eins og honum hafi verið ekið beint úr verksmiðjunni. Eiríkur P. Jörundsson tók rúnt með Gunnari og fann fyrir sjarm- anum sem fylgir þessum sígildu amerísku eðalvögnum. Gunnar Hafsteinsson undir stýri á Mercury Montclair-bílnum, þar sem hann „fílar“ stemmninguna við keyra slíkan eðalvagn. 2 B MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Að loknum 69 árum og framleiðslu á 21 milljón bíla hefur Volkswagen ákveðið að binda enda á smíði hinnar goðsagnakenndu bjöllu. Þar með lýkur einum merkasta þætti í sögu bílsins, þegar síðasta bjallan af gömlu góðu týpunni rennur út úr verksmiðju Volkswagen í hinsta sinn á þessu ári. Ferdinand Porsche fékk það verkefni í hend- urnar á sínum tíma að framleiða ódýran bíl fyrir þýskan almenning, sem einnig ætti að „rúma þrjá hermenn og eina vélbyssu“ og var bjallan niðurstaðan. Bíllinn er ekki aðeins einn af mest seldu bílum í heiminum, heldur hefur bjallan í gegnum tíðina verði mikilvæg tákn- mynd ýmissa sjónarmiða. Þegar bjallan var fyrst smíðuð í Þýskalandi árið 1945 átti fram- leiðslan að vera tákn fyrir endurbyggingu efna- hags Þýskalands. Í kringum 1960 urðu bjallan og VW-sendibíllinn í uppáhaldi hjá hippum og öðrum sem vildu setja sig upp á móti banda- rísku auðvaldssamfélagi og stórum amerískum bílum. Árið 1969 birtist fyrsta myndin um Herbie og bjallan varð að ákveðnu kúltúrfyr- irbæri um víða veröld. Enginn breyst jafnlítið Enginn annar bíll hefur breyst jafnlítið í útliti og hönnun og bjallan. Bæði Toyota Corolla og VW Golf hafa selst meira á heimsvísu en báðar þessar tegundir hafa gengið í gegnum margar breytingar. Síðasta bjallan sem rúllar út úr verksmiðjunni á þessu ári er í höfuðatriðum samskonar bíll og Ferdinand Porsche hannaði og var framleiddur í Þýskalandi árið 1945. Eini bíllinn sem getur státað af slíkum ár- angri er Ford-T, sem var framleiddur án mikilla breytinga í 15 milljón eintökum frá 1908 til 1927. Ford-F, sem er mesti seldi bíll í heim- inum frá upphafi, hélt einnig að mestu stílnum í gegnum mörg tíu ára framleiðsluskeið. Síðasta þýska verksmiðjan sem framleiddi bjölluna var lögð niður árið 1978 og næst- stærstu framleiðslulínunni, í Brasilíu, var breytt árið 1996. Undanfarin sjö ár hefur að- eins ein mexíkönsk verksmiðja séð um fram- leiðslu bílsins. Þar til árið 1990 var bjallan allra ódýrasti bíllinn í Mexíkó og er talið að 70% allra Mexí- kana hafi átt bjöllu. Í dag eru ljósgrænir bjöllu- leigubílar og bjöllu-lögreglubílar ennþá áber- andi á götum Mexíkóborgar. En á meðan fram- leiðsla bílsins hefur lítið breyst í gegnum árin hafa aðrar bílategundir orðið sífellt ódýrari í framleiðslu auk þess að verða nýtískulegri í útliti og hönnun, m.a. með 5 dyrum og loftkæl- ingu. Sú staðreynd að bjallan hefur lítið breyst í gegnum tíðina er örugglega ástæða vinsælda bílsins í gegnum tíðina, en er því miður einnig orsökin fyrir því að verksmiðjan í Mexíkó verð- ur að loka dyrunum fyrir framleiðslu bjöllunnar. Volkswagen mun halda áfram sögunni með framleiðslu New Beetle, sem kynnt var árið 1997 og hefur hingað til selst í rúmlega 156 þúsund eintökum í heiminum. Volkswagen hættir framleiðslu bjöllunnar Morgunblaðið/Þorkell Bjallan kveður um áramót eftir 69 ára feril.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.