Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Honda S2000, f.skr.d. 16.03.2000, ek. 9 þús. km., 2 dyra, 6 gíra, 2.0 vél - 241 hestafl, 16“ álfelgur o.fl. Verð 3.190.000 HYUNDAI Sonata er vanmetinn bíll hér á landi. Þetta er stór millistærð- arbíll og það þarf að aka honum til þess að trúa því að hér er á ferðinni góður akstursbíll og vel búinn. Nýlega kom á markað ný og breytt Sonata og við prófuðum hana með 2,0 lítra vélinni í GLS-útfærslu. Miklar framfarir í gæðum Stórstígar framfarir hafa orðið í bílaframleiðslu í Suður-Kóreu og þar í landi hafa menn hægt og örugglega fikrað sig upp í gæðum og frágangi. Bílar eins og Santa Fé, Kia Sorrento og Kalos tala sínu máli en eitt eiga þeir allir sameiginlegt – ennþá; kór- eskt verð sem er lægra en menn eiga að venjast í sambærilegum evrópsk- um og japönskum bílum. Þeir líða líklega ennþá fyrir illt umtal, alveg eins og japanskir bílar gerðu þegar þeir fóru fyrst að koma á markað á Íslandi, en í flestum tilvikum er það algerlega að ósekju. Þess vegna missa líka margir sjónar af þeim tækifærum sem bjóðast í kaupum á suður-kóreskum bílum. Og ennþá virðist sem erfiðara sé að selja not- aða bíla frá Suður-Kóreu nema verð- fallið sé þeim mun meira. Það er vissulega ókostur sem margir velta fyrir sér áður en þeir festa kaup á nýjum bíl því endursöluverðið er vissulega hluti af dæminu. Sjálfskipting með valskiptingu Gleymi menn þessu hins vegar um stund og skoða sjálfa vöruna kemur ýmislegt á óvart. Suður-Kóreumenn hafa ekki verið þekktir fyrir frum- leika í útlitshönnun á bílum. Þeir leita ekki langt yfir skammt og fá að láni stílbrögð héðan og þaðan án þess að blikna. Sonata var lengi fremur sviplaus bíll en nú bregður svo við að maður þykist sjá í honum bresk og þýsk stílbrögð. Ávalur aft- urendinn á þessum fernra dyra stall- baki líkist til að mynda Rover 75 og framendinn, með sínum stællegu framlugtum, minnir eilítið á C-Benz. Að innan er allt með hefðbundnum hætti og fremur látlaust ef út í það er farið. Bíllinn var prófaður með fimm þrepa sjálfskiptingu og nýtt við hana er að hún er með valskiptingu. Helst er hægt að finna að því í innanrým- inu hve mikil plastnotkunin þar er. Stýrið er t.a.m. ekki leðurklætt en hirsla á milli framsætanna er hins vegar klædd sama áklæði og sætin. Sætin eru þægileg með stillingu fyr- ir bak og setu en setan mætti að ósekju vera lengri og styðja betur undir lærin. Gott pláss er fyrir þrjá fullorðna í aftursætum og alls staðar eru þriggja punkta belti og hnakka- púðar. Auk þess verja fjórir öryggis- loftpúðar farþega ef eitthvað fer úr- skeiðis. Á ökumannshurðinni er opnun fyrir skottlok og bensínlok og þar er líka útstigsljós. Allir gluggar eru með rafstýringu sem og úti- speglarnir. Hurðir eru með tvöföld- um þéttilistum og lokast með sann- færandi hljóði. Skemmtileg vél Sonata er framleidd með V6 vél en að þessu sinni var prófuð 2,0 lítra, fjögurra strokka vélin sem skilar 140 hestöflum að hámarki. Athyglisvert er strax og tekið er af stað hversu hljóðlátur bíllinn er. Þar skýtur hann flestum keppinautum ref fyrir rass, líka þýskum, nema þá helst dýrustu lúxusbílum. Aksturinn er líka mjúk- ur og bíllinn hefur mikið veggrip. Stýrið er nákvæmt og hefur góða svörun. Manni líður strax vel undir stýri á þessum bíl og stjórntæki leika öll í höndum ökumanns. Með 2,0 l vélinni er Sonatan skemmtilegur kostur, jafnt innan- bæjar sem í þjóðvegaakstri, þótt vissulega vanti mikið upp á að hún skáki V6-vélinni. Undirritaður varð hins vegar fyrir vonbrigðum með valskiptimöguleikann því boðið er eingöngu upp á að skipta niður eða upp um einn gír í einu. Það reyndist skemmtilegra að nota sjálfskipt- inguna með því að pikka bílinn og ná þannig upp snúning á vélina. Bíllinn er eingöngu boðinn sjálf- skiptur með TCS-spólvörn. Verðið er 2.150.000 kr. sem er verulega hag- stætt. Og vegna þess hve hagstætt verðið er má léttilega réttlæta kaup á aukahlutapökkum – þar myndi fyrst koma til greina leðurinnrétting á 160.000 kr. sem myndi létta mikið upp á innanrýmið. Svo væri hægt að bæta við 16 tommu álfelgum og nýj- um dekkjum til að gera hann dálítið „agressívari“. Þá væri verðið komið upp í 2.450.000 kr. Keppinautar eru t.d. Honda Accord, Ford Mondeo, Nissan Primera, Opel Vectra, VW Passat og Toyota Avensis. Ódýrast- ur þessara bíla er Accord 2.0 sjálf- skiptur sem kostar 2.240.000 kr. Hvað sem allri merkjapólitík líður þá er óhætt að benda bílkaupendum á Hyundai Sonata. Það er góður akstursbíll á fínu verði. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Hyundai Sonata er stór og laglega hannaður fólksbíll. Góður aksturs- bíll á fínu verði REYNSLUAKSTUR Hyundai Sonata Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is Sonata kostar frá 2.150.000 kr. sjálfskiptur. Plastefnanotkun er fullmikil í Sonata. Vélin er 2,0 lítra og skilar 140 hestöflum að hámarki. Í skottinu er 12V rafmagnsúttak. Stórar og laglegar framlugtir. Vél: 1.997 rúmsentimetr- ar, fjórir strokkar, 16 ventlar. Afl: 140 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 178 Nm við 4.500 snúninga á mínútu. Hröðun: 9,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 200 km/ klst. Lengd: 4.747 mm. Breidd: 1.820 mm. Hæð: 1.422 mm. Eigin þyngd: 1.498 kg. Gírar: Fjögurra þrepa sjálfskipting með valskiptingu. Hemlar: Diskar, kældir að framan, ABS. Farangursrými: 430 lítrar. Verð: 2.150.000 kr. Umboð: B&L hf. Hyundai Sonata GLS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.