Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Toyota Hilux TD 03/99 ek 95.000 33" breyttur, plasthús, gullfallegur bíll áhvíl. lán. verð 1.980.000 Nissan X-Trail sport 11/02 ek 14.000 ssk. og fl. Verð 2.950.000 Toyota Land Cruiser 100 4.7 bensín 02/99 ek. 70.000 leður, lúga TEMS, 35" breyttur og fl. Glæsilegur bíll með öllu verð 4.390.000 Nissan Patrol Luxury 09/00 ek. 49.000 33" 5 g, áhvílandi lán verð 3.390.000 480 8000 Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com MEIRA afl og meira snúningsvægi frá sömu vélarstærð, en með óbreyttri eyðslu – þetta er í hnot- skurn þróunarformúlan fyrir aðra kynslóð 911 GT3. Bílabúð Benna hefur flutt inn einn slíkan vagn sem reyndar staldrar stutt við á landinu bláa því hann hefur þegar verið seldur til kaupanda erlendis. Tækifæri gafst þó til að prófa bílinn lítillega og það varð sama upplifunin og alltaf þegar Porsche- sportbílunum er ekið. Þetta eru bílar sem eru hannaðir fyrir þá sem hafa gaman af akstri – hröðum akstri – en það er samt ekkert ver- ið að flækja málin með of miklum tæknibúnaði eða flóknu viðfangi í mælaborðinu. Maður sest inn í þennan bíl og venst honum strax; öllu nema aflinu. Það tekur tíma að venjast því að vera með 380 ólma hesta undir vélarhlífinni og jafn- gott að vera mjúkur á bensíngjöf- inni, ekki síst í beygjum. Allt aflið fer til afturhjólanna og leikur einn að reykspóla þessum bíl og ef óvar- lega er farið er hægt að missa stjórnina í einu vetfangi. Porsche-menn náðu meira afli út úr sömu vélinni með því að draga úr hreyfanlegum massa í sex strokka vélinni og hagnýta sér til fulls óendanlega möguleika Vario- Cam-stillingarinnar á kambásnum. Þetta skilar nýjum 911 GT3 veru- legri aflaukningu eða sem nemur 15 kW eða 21 hestafli: Hámarksafl eykst frá 265 kW eða 360 hestöfl við 7.200 snúninga á mínútu, upp í 280 kW eða 381 hestafl við 7.400 snúninga á mínútu. Hámarkssnún- ingsvægið hefur aukist úr 370 í 385 Newton-metra við óbreyttan snún- ingshraða vélar, 5.000 snúninga á mínútu. Í þessu þróunarferli hefur sex strokka vélin einnig verið endur- bætt hvað varðar hraðaaukningu, vélin tekur mun betur við sér en áður og hámarkssnúningshraði vél- arinnar hefur aukist að sama skapi: Vélarstýringin tekur ekki völdin í lægri fjórum gírunum fyrr en við 8.200 snúninga, á móti 7.800 áður. Þetta eykur viðbragðið í venjulegum akstri, nokkuð sem auðvelt er að finna og setja á mæli- stiku: 911 GT3 kemst á 100 km hraða á klukkustund úr kyrrstöðu á 4,5 sekúndum, 0,3 sekúndum betri tími en áður. Og með enn meira straumlínulagi eykur þessi nýi bíll stöðugt hraðann þar til há- markshraða er náð, sem er 306 km/ klst. Hemlakerfið er nú fáanlegt með keramikdiskum Magnþrungnum tölum 911 GT3 hvað varðar hröðun, sveigjanleika og hámarkshraða er mætt með svipuðum hætti hvað varðar heml- unarhæfni og hæfni til að draga úr hraða. Sama á við um meira vél- arafl og aukna aksturseiginleika sem er mætt með endurbættu burðarvirki og fjöðrun. Þvermál hemladiska að framan hefur verið aukið um 20 mm í enn stærri diska, eða sem nemur 350 millimetra. Og í samanburði við fyrri gerð, sem var með fastri bremsuklemmu með fjórum stimplum, er hinn nýi 911 GT3 með enn öflugari hemlum, sex stimpla bremsuklemmu, sem er samkvæmt hefð rauð að lit. Þessir stimplar auka snertiflötinn á milli bremsuklossa og hemladiska um það bil 40 af hundraði, sem tryggir einstaka hæfni til að hægja á og stöðva, jafnvel við hinar erfiðustu aðstæður. Sem aukabúnað er hægt að fá hinn nýja 911 GT3 búinn keramik hemladiskum, „Porsche Ceramic Composite Brakes“ (PCCB). Þess- ir keramikdiskar, sem eru kross- boraðir og með innri kælingu, eru 350 mm í þvermál eru 50% léttari en hemladiskar úr málmi og draga úr heildarþyngd bílsins sem nemur um það bil 18 kílóum. Saman með nýjum hemlaklossum, sem einnig voru þróaðir sérstaklega fyrir þessa gerð bílsins, tryggja ker- amikdiskarnir mjög aflmikla, og stöðuga hemlun, í öllu stöðvunar- ferlinu. Enn straumlínulagaðri en áður Við endurbót á loftfræðilegum eiginleikum 911 GT3 í nánast öllu tilliti, litu tæknimenn og loftafls- fræðingar Porsche á hvern einasta millímetra af yfirborði bílsins með það í huga að ná hámarksárangri. Sérlega einkennandi staðir eru ný hönnun á framenda með aftur- sveigðu nefi, nýtt form hliðarsílsa og sérlega yfirgnæfandi vindskeið að aftan. Þessi hönnun á rætur að rekja til þeirrar viðleitni að draga úr lyftikröftum á fram- og afturás, án þess að draga úr vindstuðlinum, sem er með mæligildið 0,30. Með 40 millímetra breiðri vör á vind- kljúfnum sem nær yfir allan fram- endann, tekst að draga verulega úr loftflæði undir bílinn. Vel staðsett loftinntök fyrir kæliloft fæða á hinn bóginn stóran hluta af því lofti sem kemur frá kælibúnaði vél- arinnar beint til hemlabúnaðarins, og þar með ekki undir bílinn, sem á sinn þátt í að draga verulega úr lyftkröftum á framhjólin. Þessi nýi Porsche 911 GT3 er búinn öllu því sem hálfrar aldar þátttaka Porsche í mótorsporti hefur alið af sér. Þetta er sportbíll fyrir þann sem veit hvað hann vill. Sportbíll búinn þeim kostum sem bíll í þessum gæðaflokki á að hafa – án þess að vera með þá ballest Morgunblaðið/Jim Smart Porsche 911 GT3, hannaður fyrir þá sem hafa gaman af hröðum akstri. Enn meira afl í of- ursportbílnum 911 REYNSLUAKSTUR Porsche 911 GT3 Guðjón Guðmundsson bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.