Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 B 7 bílar Notu› atvinnutæki og fólksbílar Smelltu flér á sölutorgi›! Á vef Glitnis er a› finna til sölu: Nota›a fólksbíla og atvinnutæki s.s. atvinnubifrei›ar, vinnuvélar, i›na›arvélar, skrifstofu- og tölvubúna›. fiar eru ítarlegar uppl‡singar og myndir, auk fless sem hægt er a› reikna út grei›slubyr›i lána og senda tilbo›. Kíktu á www.glitnir.is og sko›a›u frambo›i›! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – h lut i a f Í s landsbanka K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0  sem gæti haft áhrif á akstursupp- lifunina. Hinn nýi 911 GT3 er ekki bara tveggja sæta coupé-bíll, sem hefur verið aðlagaður venjulegum akstri og sem kemur þér örugglega í vinnuna á hverjum degi án vand- ræða. Nei – þetta er einnig sport- bíll sem er fær um að ná hraða á kappakstursbraut sem enginn gæti búist við af bíl sem er löglegur í venjulegum götuakstri. Til viðbót- ar má geta þess að nú í fyrsta sinn er hinn nýi 911 GT3 einnig fáan- legur á Bandaríkjamarkaði. Nýja og aflmeiri vélin í 911 GT3 á vel við sex gíra gírkassann, sem gerir ökumanni mögulegt að njóta viðbragðsins frá þessari sex strokka vél, einkum á meiri hraða. Með gírhlutfall 1,00 og 0,85 eru fimmti og sjötti gír með styttra bil en áður (áður 0,97 og 0,83). Til- koma svettusmurnings og utaná- liggjandi kælingar á skiptivökva sýnir hversu vel gírkassinn hefur verið undirbúinn fyrir átök, sem aðeins er venjulega að vænta í mótorsporti. Sportlegur stjórnklefi Það er ekki aðeins útlitið sem undirstrikar sportlega eiginleik- ana, því þegar sest er inn í hinn nýja Porsche 911 GT3 er enginn í vafa um að hér er á ferðinni gegn- heill sportbíll. Leðurklædd sport- sætin, sem gerð eru úr hágæða gerviefnum, gefa ekki aðeins há- markshliðarstuðning, heldur sjá einnig til þess að þægindi í akstri á lengri leiðum eru eins og best er á kosið. Þau eru einnig 20 kílóum léttari en sætin í 911 Carrera. Til að draga enn frekar úr þunga bíls- ins er 911 GT3 án aftursæta, sem sparar enn um 8 kíló. Það þarf vart að nefna það að öryggisloftpúðar fyrir ökumann og farþega ásamt hliðaröryggispúðum, rafdrifnar rúðuvindur, þjófnaðarvörn og fjar- stýrðar samlæsingar ásamt viðvör- unarkerfi eru staðalbúnaður í 911 GT3. Loftfrískunarbúnaður með virkri kolasíu er fáanlegur án aukakostn- aðar. Til að mæta einstaklings- bundnum óskum kaupenda er fjöldi atriða fáanlegur sem auka- búnaður, sem dæmi má nefna tvö- föld xenon aðalljós eða búnað fyrir farsíma. GT3 kostar hér á landi ná- lægt 12 milljónum króna. Hönnunin á vindskeið að aftan á rætur að rekja til þeirrar viðleitni að draga úr lyftikröftum án þess að draga úr vindstuðlinum. Allt aflið fer til afturhjólanna. Bíllinn er enn straumlínulagaðri en áður. Það tekur tíma að venjast því að vera með 380 hestöfl undir vélarhlífinni. gugu@mbl.is HYUNDAI Elantra verður boðin í nýrri og gjörbreyttri útgáfu kring- um næstu áramót. Bíllinn var kynntur blaðamönnum frá Evr- ópulöndum nýverið og á sala að hefjast víða í Evrópu með haustinu. Von er á bílnum til Íslands um ára- mótin. Elantra kom fyrst fram á sjón- arsviðið haustið 1990 og var hann endurnýjaður árin 1995 og 2000. Að þessu sinni er breytingin enn róttækari, bíllinn er orðinn ívið stærri, útlitið er nýtt og aukið hefur verið við búnað. Alls hafa selst þrjár milljónir Elantra-bíla á þessum tíma, þar af um 700 þúsund í Evr- ópulöndum. Elantra er boðinn með 1,6 lítra og tveggja lítra bensínvél sem eru 104 og 143 hestafla og dísilvél, sem reyndar verður ekki boðin hérlendis, er tveggja lítra og 111 hestafla. Bílablaðamönnum frá nokkrum Evrópulöndum gafst kostur á að reyna vagninn í Ungverjalandi ný- verið. Var ekið um margs konar vegi þar sem fékkst nokkuð góð tilfinn- ing fyrir því sem bíllinn hefur uppá að bjóða. Verður fjallað nánar um bílinn í blaðinu hér á næstunni en í stuttu máli má segja að hann komi áóvart þar sem hann er sérlega hljóðlátur og snaggaralegur og mjúkur á hvers kyns holóttum og krókóttum vegum. Þá er hann ágætlega snöggur með tveggja lítra vélinni. Ný og gjörbreytt Elantra í árslok Morgunblaðið/jt Nýr Hyundai Elantra er stílhreinn á alla kanta. Ágætlega vel fer um ökumann undir stýri í nýjum Elantra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.