Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 B 9 bílar ÞRIÐJA umferð Íslandsmeist- armótsins í torfæruakstri var haldin síðastliðinn laugardag á Hellu. Mikið var um tilþrif eins og venjan er á Hellu þar sem áin og mýrin skáru úr um sigur. Haraldur Pétursson var eini ökumaðurinn sem ók mýrina á enda og náði með því að innsigla sigur sinn en Sigurður Jónsson hafnaði í öðru sæti. Einungis sjö stig skildu þá Har- ald og Sigurð að og ekki hefði Sig- urður þurft að aka nema fimm metra til viðbótar í mýrinni til að hafa sigur í þessari keppni en lengra komst hann ekki. Sigurði hafði gengið vel þar til kom að síðustu tveimur brautunum sem eknar voru yfir ána og mýrina. Hann hafði 185 stiga forskot á Harald fyrir þessar tvær síðustu brautir en með feiknagóðum akstri Haraldar í þeim brautum náði Haraldur að taka fyrsta sætið með naumindum. „Ég bjóst engan veginn við að vinna hér í dag eftir það vesen sem við áttum við að stríða með nítróið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem ég vinn hérna á tíu árum. Ég hef oft verið í brasi og mikið bilað hérna en þetta hafðist, en það var tæpt,“ sagði Haraldur að keppni lokinni. Hann leiðir nú mótið með fjórum stigum en ennþá eru 20 stig í pottinum og því mikil spenna framundan. Sigurvegarinn frá Blönduósi, Björn Ingi Jóhannsson, mætti til keppni eft- ir að hafa rófubeinsbrotnað eftir harkalega veltu í lokabrautinni á Blönduósi fyrir fjórum vikum. Hér hafði hann ekki erindi sem erfiði og má segja að óheppnin hafi elt hann alla keppnina. Björn setti lokahnykk- inn á þátttöku sína með því að kasta sér sjálfur í mýrina þar sem bíllinn sat fastur. Það má segja að Björn Ingi hafi tekið við óheppninni, sem fylgt hefur Gunnari Ásgeirssyni. Gunnar var án stiga til meistaratitils fyrir þessa keppni, eftir eintómar bilanir, en lauk keppninni á Hellu í þriðja sæti. Ragnar Róbertsson stóð uppi sem sigurvegari í flokki götubíla eftir mikla baráttu við nýliðann Karl Víðir Jóns- son. Karl kom á óvart í þessari keppni með góðum akstri og tók hann annað sætið í flokknum. Karl leiddi flokkinnn eftir fimmtu braut eða allt þar til kom að tímabrautum og mýrinni. Þar tók Ragnar forystuna með feiknagóðum akstri og var til að mynda einn af þremur ökumönnum til að aka tíma- brautina yfir ána allt til enda. „Áin reddaði þessu, ég náði að klára hana og þar með var ég öruggur um ein- hver stig. Mér hefur aldrei gengið svona vel á Hellu,“ sagði Ragnar sem jafnframt hafnaði í fjórða sæti yfir heildina. Gunnlaugur Einar Briem. Íslandsmeistaramótið í torfæruakstri á Hellu Mýrin tryggði Halla P. sigurinn Guðlaugur Sindri Helgason, nýorðinn 17 ára, var óragur við börðin á Hellu þrátt fyrir að hafa einungis haft bíl- próf í tíu daga. Ljósmynd/Gunnlaugur Einar Briem Ragnar Róbertsson flýtur vel yfir ána á Hellu þar sem hraðinn skipti öllu.                     !       "#  $         %  & '%! (     ) #( *" +  ,"--  ' ./" 0 12%,   1% 2% 3% 4% 5% 6% 7% 8% 9% 1:% 11% 12% 13% 14% 15% 16% 1%655 1%648 1%145 1%11: 1%:3: 93: 885 84: 68: 63: 595 58: 57: 515 45: 12: ;$<=>+?+!@@A         "#   %  *"(    1% 2% 3% 4% 5% 1%11: 93: 84: 68: 57: *?=B$A;$<= Haraldur Pétursson var eini ökumaðurinn sem tókst að aka mýrina á enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.