Morgunblaðið - 17.07.2003, Side 1

Morgunblaðið - 17.07.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 191. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stærsta útsalan Opið til kl. 21.00 í kvöld Nýtt kortatímabil Dansandi dúx Djassballett og hagfræði Viðskiptablað 7 Vetrartískan kynnt í París Fólk 46 Allt í plati? Ekki er allt sem sýnist fyrir norðan Viðhorf 30 MÖRG HUNDRUÐ eignir sem ætlaðar eru atvinnurekstri standa auðar í höfuð- borginni. Ekki er óvarlegt að reikna með að þar sé um að ræða tugþúsundir fermetra atvinnuhúsnæðis. Á Fasteignavef Morgunblaðsins finnast 1.700 skráningar atvinnuhúsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu. Sömu eignir eru gjarnan skráðar hjá tveimur, þremur eða jafnvel fleiri fasteignasölum en gera má ráð fyrir að hér sé um mörg hundruð eignir að ræða. Fasteignasalar segja offramboð samt ekki svo mikið á markaði fyrir atvinnuhús- næði og að á móti komi umframeftirspurn eftir ákveðnum stærðum og gerðum at- vinnuhúsnæðis. Eftirspurnin almennt hafi þó dalað en hún sé farin að aukast aftur með lækkandi vöxtum og auknum útlánum. Framboðið hefur þó ekki komið fram í verði eignanna svo nokkru nemi að jafnaði. Morgunblaðið/Jim Smart Tugþúsundir fermetra standa auðar  Til sölu/B4 ALDREI hafa fleiri komið á ylströndina í Nauthólsvík en í gær og þegar mest var um að vera minnti Nauthólsvíkin helst á suðræna sólarströnd. Í miðborginni nutu margir veðurblíðunnar fram eftir kvöldi og voru kaffihúsin enn þéttskipuð um hálfellefuleytið líkt og sjá má á efri myndinni. Morgunblaðið/Ómar Fjölmenni í Nauthólsvík og miðborginni KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sögðu í gær að til umræðu væri að öryggisráð SÞ tæki til athugunar að samþykkja nýja ályktun þar sem kall- að væri eftir því að aðildarríkin legðu fram hermenn og lögreglumenn til þess að hjálpa til við að koma á stöð- ugleika í Írak. Málið hlaut aukið vægi eftir að stjórnvöld í Þýzkalandi, Indlandi, Frakklandi og fleiri löndum höfnuðu því að leggja fram lið til gæzlustarfa í Írak nema það gerðist í umboði SÞ. Powell átti einnig viðræður við Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, um málið í Washington. Bandaríkjastjórn, sem heldur úti um 150.000 manna herliði í Írak, hefur farið fram á það við á annan tug ríkja að þau leggi sér lið í Írak með því að senda þangað hermenn. Árásir á bandaríska hermenn í Írak héldu áfram í gær og íraskur borg- arstjóri hliðhollur Bandaríkjamönnum var myrtur. Hershöfðinginn John Abizaid, sem fór fyrir herliði Banda- ríkjamanna í innrásinni í Írak, sagði í gær að árásirnar hefðu nú tekið á sig drætti „sígilds skæruhernaðar“. Skoðanakönnun meðal Bagdad-búa, sem birt var á brezkri sjónvarpsstöð, sýndi að meirihluti vill að hermenn bandamanna haldi kyrru fyrir í land- inu í eitt ár að minnsta kosti. SÞ kalli eftir gæzluliði Bagdad, Washington. AP, AFP. HERINN í vestur- afríska eyríkinu Sao Tomé og Principe hrifsaði stjórn landsins í sínar hendur í gær. Var forseti landsins, Fradique Bandeira de Menezes, þá í embættiserindum í Nígeríu. Eru aðrir oddvitar ríkis- stjórnarinnar fang- ar hersins en ekki er vitað til að mannfall hafi orðið í valdaráninu. Að því er heimildir hermdu hlaut þó forsætisráðherrann, Maria das Neves de Sousa, aðhlynningu á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið vægt hjarta- áfall er hleypt var af skotum við heimili hennar. Íbúar eyríkisins eru um 140.000. Herinn tek- ur völdin Sao Tomé. AP, AFP.            Loðfeldir og klassísk hönnun ♦ ♦ ♦ TALIÐ er að samtals rúmlega sex þúsund manns hafi notið sólarinnar á ylströndinni í Nauthólsvík í gær, að sögn Ómars Skarphéðinssonar, for- stöðumanns ylstrandarinnar. Hann segir að á venjulegum góðum degi séu um 2.000 til 2.500 manns á ylströndinni. Dagurinn í gær hafi því slegið öll met. „Fólk var greinilega farið að lengja eftir sólinni,“ segir hann. Sólin lék við landsmenn og var hlýjast á Suð- vesturlandi, um 20 stig. Hitinn í Reykjavík var um 19 gráður og er það heitasti dagur sumarsins í höf- uðborginni fram til þessa. Hitinn á landinu fór mest í 23,2 gráður á Þingvöllum og í Hjarðarlandi í Biskupstungum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu en að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings er þó ekki ein- hlítt að hitabylgja í Evrópu valdi hækkun á hita- mælum Íslendinga. Það geti brugðið til beggja vona. Spáð er góðu veðri áfram hér á landi, að sögn Haralds Eiríkssonar, veðurfræðings. „Á föstudag er spáð góðviðri, og á laugardag einnig, að minnsta kosti sunnan- og vestanlands. Þoku- loft getur látið á sér kræla austanlands en hlýtt verður í öllum landshlutum.“ Á laugardag eru lík- ur á að skýjað verði á Norður- og Austurlandi og sömuleiðis er útlit tvísýnt á sunnudag. Yfir sex þúsund manns nutu sólarblíðunnar á ylströndinni Áfram spáð góðu veðri um allt land  Sól, sól/4 Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.