Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Arnaldur Það var gott að stinga sér í hressandi laugarvatnið í Árbæjarlaug. VEÐRIÐ lék við höfuðborgarbúa sem og aðra landsmenn í gær, eft- ir langa og stranga rigningartíð að margra mati. Á ferðalagi ljós- myndara og blaðamanns Morg- unblaðsins um borgina mátti sjá fjölda fólks njóta blíðunnar, hvort sem það var við sundlaugarbakk- ann, í gönguferð eða á golfvell- inum. Eflaust hafa starfsmenn margra fyrirtækja nýtt tækifærið og stungið upp á sólarfríi, hver sem árangurinn af slíkum til- raunum hefur orðið. Aðrir nutu þess að vinna utandyra í sólskin- inu. Suður-Evrópa skrælnar í hitabylgju Hitasvækja þjáir Evrópubúa um þessar mundir, mörgum ferða- mönnum úr norðri til ánægju, en bændum til angurs og armæðu. Hitamet hafa verið slegin víðs vegar. Víða hefur vatnsskorts orðið vart, til dæmis á Ítalíu, þar sem almenningur hefur verið hvattur til að spara vatn til hins ýtrasta. Jöklar í Sviss hafa bráðn- að meira en í meðalári, enda heit- ara þar en undanfarin 200 ár. Hitinn teygir sig einnig norður á bóginn. Höfuðborgir Skandinav- íu hafa fengið sinn skerf, og meira að segja hefur hitinn rokið upp í Norður-Finnlandi. Hiti í Evrópu þarf ekki að þýða hita hér Við Íslendingar hrósum happi yfir góðviðrinu sem heimsótti landið í gær, og vonumst að sjálf- sögðu eftir framhaldi á blíðunni. Að sögn Trausta Jónssonar, veð- urfræðings á Veðurstofu Íslands, er þó ekki einhlítt að hitabylgja í Evrópu valdi hækkun á hitamæl- um Íslendinga. „Það getur brugð- ið til beggja vona. Dæmi eru um kalt sumar hér á landi meðan hit- inn ræður í Evrópu,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Meðalhiti í ár hefur verið með því hæsta sem mælst hefur. Trausti segir aðeins nokkur önn- ur ár standast samanburð við árið 2003. Þegar talið berst að mögu- legum gróðurhúsaáhrifum og hækkandi hitastigi í heiminum, segir hann að á meðan hitinn fari ekki yfir sett hitamet nokkur ár í röð, sé ekki hægt að tala um að hér sjáist merki hækkandi hita- stigs. „Hitastig er talið hafa hækkað um 0,7 gráður á 20. öld. Eðlilegt má þá telja að merkja beri þá hækkun hér á landi. Hins vegar hafa hitamet ekki verið slegin enn.“ Morgunblaðið/Ómar Talið er að um 2.000 manns hafi verið í Nauthólsvík og notið veðurblíðunnar í steikjandi hita í gærdag. Sól, sól skín á mig! Morgunblaðið/Arnaldur Kylfuhöggin æfð í Kópavogi. FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú spennandi viku- ferð yfir verslunarmannahelgina til þess- arar heillandi borgar þann 29. júlí, í 6 nætur. Hér getur þú kynnst fegurstu borg Evrópu, gamla bænum, Hradcany kastala, Karlsbrúnni, Wenceslas torginu, og farið í spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja borgina. Nú höfum við fengið viðbótar- gistingu á hinu vinsæla Pyramida hóteli, sem er staðsett fyrir ofan kastalann í Prag, með afbragðs aðbúnaði fyrir gesti. Munið Mastercard ferðaávísunina Verslunarmannahelgin í Prag 29. júlí frá kr. 49.950 Glæsilegt 4ra stjörnu hótel Verð kr. 39.950 Flugsæti með sköttum. Almennt verð kr. 41.950. Verð kr. 49.950 Flug og hótel í 6 nætur, m.v. 2 í herbergi, Pyramida, 4 stjörnur. Innifalinn morgunverður, íslensk farar- stjórn og skattar. Alm. verð kr. 52.450. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Síðustu sætin RÍKISÁBYRGÐ vegna láns til Ís- lenskrar erfðagreiningar (ÍE) til uppbyggingar á lyfjaþróunarfyrir- tæki verður tekin til efnislegrar at- hugunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnuninn opnaði rannsókn- ina formlega í gær. Eftir að hafa metið þær upplýs- ingar sem stofnuninni bárust eru uppi nægilegar efasemdir innan stofnunarinnar um að slík ríkis- ábyrgð standist alþjóðasamninga til að taka málið til formlegrar rann- sóknar, segir Amund Utne, fram- kvæmdastjóri samkeppnis- og ríkis- ábyrgða hjá Eftirlitsstofnunn EFTA. Rúmlega ár er liðið frá því að ís- lenska ríkisstjórnin lét Eftirlits- stofnunina vita af fyrirhugaðri rík- isábyrgð á láni til ÍE að verðmæti um 200 milljón dala, rúmlega 156 milljarða króna. Það eru rúmlega hálf fjárlög íslenska ríkisins sem eru áætluð um 264 milljarðar í ár. Rík- isábyrgðin átti að auðvelda ÍE að þróa nokkrar tegundir lyfja sam- hliða. Utne segir að nú hafi íslenska rík- ið tvo mánuði til að svara Eftirlits- stofnuninni. Ákvörðun stofnunarinn- ar verður birt í opinberu fréttabréfi þeirra, sem gæti tekið fjóra til fimm mánuði, og eftir það hafa aðrir aðilar einn mánuð til að koma með athuga- semdir. „Þegar þetta allt verður komið munum við taka lokaákvörðun um málið,“ segir Utne. Kemur ekki á óvart Páll Magnússon, talsmaður Ís- lenskrar erfðagreiningar, segir það ekki koma á óvart að málið verði tek- ið til efnislegrar athugunar: „Við bíð- um bara rólegir og sjáum hvað setur. Þröskuldurinn sem þeir hafa til að setja málin í efnislega meðferð er svo lágur að við áttum von á því að þetta færi í þennan farveg. Þetta er í sam- ræmi við það sem við gerðum ráð fyrir.“ ESA hefur formlega athugun á ríkisábyrgð vegna Íslenskrar erfðagreiningar Efasemdir um að ábyrgðin standist alþjóðasamninga „SAMGÖNGUÁÆTLUN verður ekki breytt, “ segir Kristinn H. Gunn- arsson, varaformaður samgöngu- nefndar Alþingis, sem boðaði til fund- ar í nefndinni í gær eftir að fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni höfðu óskað eftir að hún ræddi stöðu sam- gönguáætlunar. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sat fundinn sem var haldinn til að ræða stöðuna í ljósi þeirra breyt- inga sem orðið hafa á framkvæmdum við Siglufjarðargöngin. Kristinn H. Gunnarsson segir að farið hafi verið yfir málið, fulltrúar frá Íslenskum að- alverktökum og Samtökum iðnaðar- ins hafi gert grein fyrir sínum við- horfum til frestunarinnar og vegamálastjóri og samgönguráðherra hafi svarað spurningum fundar- manna um málið og áhrif þess á sam- gönguáætlunina. „Menn skiptust á skoðunum,“ segir Kristinn og bætir við að í heildina hafi verið um góðan fund að ræða. „Það er ekki þörf á að gera breyt- ingar á samgönguáætluninni fyrr en við reglubundna endurskoðun sem fer fram eftir rúmt ár og verður vænt- anlega afgreidd á Alþingi öðruhvoru megin við áramótin 2004-2005,“ segir Kristinn. Segir að ræða þurfi áætlunina á haustþingi Ásta R. Jóhannesdóttir, einn full- trúa Samfylkingarinnar í samgöngu- nefnd, segir að hugsanlega geti þess- ar breytingar rúmast innan ramma 12 ára samgönguáætlunarinnar, en spurning sé um áætlunina sem gildi til fjögurra ára. „Við teljum alveg ljóst að það þurfi að ræða samgöngu- áætlunina í þinginu, þegar það kemur saman í haust,“ segir hún og vísar til þess að fjármálaráðherra og fleiri hafi gefið til kynna að búast megi við frek- ari breytingum á áætluninni á næst- unni þó vegamálastjóri og samgöngu- ráðherra hafi ekki haft á takteinum hvaða breytingar verði um að ræða. Íhuga bótaskyldu stjórnvalda Að sögn Ástu kom fram hjá fulltrú- um Samtaka iðnaðarins og Íslenskra aðalverktaka að full ástæða væri til að íhuga bótaskyldu stjórnvalda þar sem engu tilboði hefði verið tekið. Dýrt væri að fara í svona útboð og bent hefði verið á að kostnaður við sam- bærileg tilboð hefði hlaupið á tugum milljóna og verið jafnvel meiri en 100 milljónir. Í þessu verki hefði Vega- gerðin verið með 130 milljóna kr. tryggingu ef verktakar féllu frá verk- inu. Ásta segir að fram hafi komið hjá Íslenskum aðalverktökum að þeir ætluðu að hefjast þegar handa því þenslunnar frá Kárahnjúkavirkjun væri ekki farið að gæta. Hins vegar hafi ekki komið fram neinar upplýs- ingar hjá samgönguráðherra eða vegamálastjóra hvort einhverjar for- sendur séu fyrir því að þensla verði minni þegar bjóða eigi verkið út aftur 2005. Samgöngu- áætlun verður ekki breytt TVÖ vinnuslys urðu á vinnusvæði við nýja Þjórsárbú í síðustu viku en í báðum tilfellum urðu starfsmenn fyrir steypustyrktarjárni sem verið var að hífa í steypumót. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli klemmdist og brotnaði fingur á starfsmanni auk þess sem járnabúnt skall í höfuð og axlir hon- um. Í síðara tilvikinu var einnig unnið að hífingu á steypustyrktarjárni er slinkur kom á vírinn sem notaður var við hífinguna með þeim afleiðingum að járnin skullu á tveimur starfs- mönnum sem féllu niður af steypu- mótum um 2 metra. Báðir voru þeir fluttir á sjúkrahús en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg. Tvö vinnuslys við Þjórsárbrú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.