Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í ÁRSLOK 2001 nam höfuðstóll eða eigið fé Fæðingarorlofssjóðs tæpum þremur milljörðum króna en samkvæmt spá er gert ráð fyr- ir að það verði 1,5 milljarður í lok þessa árs. Útgjöld sjóðsins hafa nær tvöfaldast, þau voru 2,8 millj- arðar fyrsta starfsár hans en verða væntanlega um 5,3 millj- arðar í ár. Tekjur hafa aftur á móti ekki aukist nema um 10% á sama tímabili eða úr tæpum fjór- um milljörðum í tæpa 4,3 milljarða í ár að teknu tilliti til framlags ríkisins. Að því gefnu að tekju- og út- gjaldaþróun verði áfram svipuð, sem sumir telja þó vera varfærna spá, verður eigið fé sjóðsins upp- urið um mitt ár 2005. Útgjöldin hátt í tvö- faldast ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra segir blasa við að nú þegar lög um fæðingarorlof séu komin til fullra framkvæmda vanti að óbreyttu um einn milljarð króna upp á tekjur sjóðsins svo hann geti staðið undir skuldbindingum. Að öðrum kosti verði eigið fé hans uppurið um mitt ár 2005. „Það er út af fyrir sig sá tími sem við höfum til þess að bregðast við en auðvitað verðum við að leggja línurnar fyrir þann tíma. Það sé ég hins vegar ekki gerast öðruvísi en að þessir þrír aðilar komi að borðinu, þ.e.a.s. vinnuveit- endur, ríkið og launþegar.“ Sér ekki fyrir sér að almennu réttindin verði skert Aðspurður segir Árni að enn sem komið er hafi engar umræður farið fram um stöðu sjóðsins. „En það eru ekki nema tvær leiðir, ann- aðhvort að auka innstreymið í hann eða minnka útstreymið og það verður ekki gert nema skerða rétt- indin. Ég sé þó ekki fyrir mér að við gerum það, að minnsta kosti ekki hin almennu réttindi.“ Spurður um hvort til greina komi að ríkið taki eitt á sig það sem upp á vantar í tekjur sjóðsins minnir Árni á að sjóð- urinn sé að stærstum hluta til fjármagnaður með trygginga- gjaldi og það sé því atvinnulífið sem standi undir honum. Ráðherra segir góða sátt hafa verið með launþegahreyfingunni, ríkinu og at- vinnurekendum um lagabreyting- arnar á sínum tíma sem tryggi for- eldrum hér á landi betri rétt en víðast hvar annars staðar. „Þróunin er að því leytinu ánægjuleg að þetta mikla útstreymi úr sjóðnum segir okkur að fólk nýtir sér þennan rétt og þá kannski meira en við áttum von á. Þess vegna tel ég mjög mikilvægt að þessir þrír aðilar komi allir sam- an að borðinu en ég sé ekki fyrir mér að það gerist fyrr en á næsta ári.“ Félagsmálaráðherra um fjárhags- vanda Fæðingarorlofssjóðs Árni Magnússon Ríki, vinnuveitend- ur og launþegar komi að málinu BHM finnst óeðlilegt að ræða skerðingu réttinda til fæðing- arorlofs í tengslum við stöðu Fæð- ingarorlofssjóðs þar sem þau séu bundin í lög. Félagið myndi bregð- ast mjög harkalega við því ef aftur ætti að reyna að skerða þau. Þetta segir Gísli Tryggvason, framkvæmda- stjóri Bandalags háskólamanna (BHM). „Eins og menn kannski muna átti í lok nóv- ember 2001 að fresta öðrum mánuði í fæðing- arorlofi karla. Við hjá BHM, auk annarra, brugðumst mjög harka- lega við því og ríkisstjórnin ákvað að hverfa frá þeirri hugmynd.“ Tryggvi segir kjarna málsins vera sá að réttindin séu bundin í lög og það sé ríkisins að tryggja rekst- ur sjóðsins. En auk þess megi segja að þau séu að vissu leyti bundin í samninga þar sem mjög náið og gott samráð hafi verið haft við sam- tök launafólks og atvinnurekenda um setningu laganna á sínum tíma og mikil sátt og ánægja hafi verið með lögin. „Ég held aftur á móti að ríkið verði að fara að venja sig af því að setja lög eða semja um réttindi og bakka svo út úr því þegar í ljós kemur að það hefur reiknað vit- laust. Ég minni á jákvæð viðbrögð Péturs Blöndals og sumra sjálf- stæðismanna í þessu sambandi, þ.e. að kostnaður hafi farið fram úr áætlunum. Pétur sagði t.d. þetta vera jákvætt og mjög gott að karlar nýttu vel rétt sinn til fæðing- arorlofs.“ Myndum bregð- ast harkalega við skerðingu réttinda Gísli Tryggvason „ÞAÐ ERU lög í gildi um fæðing- arorlof þannig að það er í raun rík- isins að tryggja að Fæðing- arorlofssjóður hafi nægar tekjur. Ég sé ekki hvernig hægt sé að reikna með því að við förum að semja um þetta,“ segir seg- ir Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, en eins og fram kom í blaðinu í gær stefnir að óbreyttu í að eigið fé Fæðingarorlofssjóðs verði uppurið árið 2005. „Fæðingarorlofssjóður er ekki gamall sjóður og það stefnir strax í þessa stöðu þannig að það er greini- legt að honum hafa verið áætlaðar of litlar tekjur. Menn hafa ef til vill ekki áttað sig á því hvað þátttakan yrði al- menn,“ segir Halldór. Hann leggur áherslu á að ef lögin eigi að standa fyrir sínu sé ekki um annað að ræða en auka tekjur sjóðs- ins, hann geti ekki séð neina aðra skynsamlega lausn í stöðunni. Halldór minnir að stofnun sjóðsins og rýmri reglur um fæðingarorlof til beggja foreldra hafi verið mikið framfaraskref sem almenn sátt hafi verið. „Það fer enginn að taka á sig að skerða réttindi í sjóð sem nýbúið er að stofna. Ríkissjóður verður að tryggja sjóðnum tekjur hvernig svo sem hann fer að því. Það er gersam- lega útilokað að ætlast til þess að verkalýðshreyfingin fari að semja um skerðingu á réttindum fólks. Við gætum aldrei tekið þátt í slíku.“ Ríkinu ber að tryggja sjóðnum tekjur Halldór Björnsson ARI Edwald, framkvæmda- stjóri SA, segist telja að nauðsyn- legt að farið verði yfir það hvernig bregðast eigi við stöðu Fæðing- arorlofssjóðs og segist telja að menn eigi ekki að útiloka neitt í því sambandi. „Á þessu stigi er kannski frekar lítið um málið að segja að öðru leyti en því en nú liggur staðan fyrir og menn þurfa auðvitað að fara yfir það hvernig við henni verður brugðist og mér finnst það að sjálfsögðu vera brýnna viðfangsefni en að auka skuldbindingar sjóðsins enn frekar. Mér finnst að það eigi ekki að úti- loka neitt í þessu sambandi en tel heldur ekki tímabært að úttala mig um það hvaða tillögur við kynnum að hafa í þeim efnum. Það þarf að fara vandlega yfir stöðuna.“ Ari segir að vitaskuld megi ákveða gjöld með lögum en hins veg- ar hafi verið lögð áhersla á að ná samstöðu um fyrirkomulag þessara mála. „Það að fjármagna sjóði sem þessa með gjaldi á laun er ekki eins- dæmi, við höfum fyrir ábyrgðarsjóð launa og atvinnuleysistrygg- ingasjóðinn einnig sem að sumu leyti svipar til þessa sjóðs að uppbygg- ingu. En þar eru útgjöldin sveiflu- kenndari, stundum halli og stundum afgangur en í tilviki Fæðingarorlofs- sjóðs virðist hafa myndast viðvar- andi misgengi á milli skuldbindinga og tekna sjóðsins sem þarf að takast á við hvernig verði brúað.“ Viljum ekki útiloka neitt Ari Edwald FIMM ættliðir í kvenlegg eru ef- laust ekki algengir í öllum fjöl- skyldum og þá sérstaklega ekki þegar langalangamman er aðeins 74 ára. Þetta er þó í annað sinn sem ættliðirnir verða svo margir í þess- ari fjölskyldu og af því tilefni skelltu þær sér í myndatöku. Á myndinni má sjá Svanhildi Sig- ríði, 17 ára, með tveggja mánaða dóttur sína í fanginu. Við hlið henn- ar stendur langamma barnsins, Jóna Ástríður, 51 árs. Fyrir framan sitja svo amma barnsins, 34 ára, og langalangamma, 74 ára, en þær heita báðar Rósbjörg Sigríður. Fimm ættliðir samankomnir MIKIL ýsuveiði hefur verið innst í Eskifirði, þar sem menn eru að veiða á stöng þessa líka fínu mat- arýsu. Menn muna ekki eftir því- líkri ýsugengd svo innarlega í firð- inum og hreinlega ausa fiskinum upp. Hér má sjá Pál Leifsson landa einni í minni kantinum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Ljúffengri matar- ýsu mokað upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.