Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 Það eru alltaf frábær tilboð í gangi á Netinu á ih.is/notadir notaðir bílarIngvarHelgason TILBOÐS BÍLAR! STOPP Útimarkaður í Mosfellsdal Skemmtileg mark- aðsstemmning ÚTIMARKAÐ meðgrænmeti, blómog ýmsan mat- varning má finna í Mos- skógum í Mosfellsdal hvert sumar frá miðjum júlímánuði. Markaðurinn, sem er opinn frá kl. 13–17 á laugardögum, er í ná- grenni Mosfellskirkju og garðyrkjustöðvarinnar Dalsgarðs. Það er Jón Jó- hannsson í Dalsgarði sem hefur umsjón með mark- aðnum. Hver er sagan að baki útimarkaðinum? „Þetta er fimmta sum- arið sem við setjum upp markaðinn, en hugmyndin kviknaði er við bróðir minn, Gísli Jóhannsson, rósabóndi í Dalsgarði, og Dísa Andriman á Skeggjastöðum funduðum í kringum áramótin fyrir fimm árum um hvað hægt væri að gera til að hleypa lífi í dalinn. Á þeim tíma vorum við bara að rækta grænmeti til einkaneyslu, en eftir að hug- myndin um útimarkaðinn kvikn- aði ákváðum við um vorið að skella upp nokkrum borðum hér fyrir framan gróðrarstöðina að Mosskógum. Við byrjuðum því einfalt en sáum fljótt að fólk tók hugmyndinni vel og árið eftir reisti ég markaðinn að Mosskóg- um sem nú stendur hér.“ Eru Íslendingar til í að mæta á útimarkað? „Já, Íslendingar eru til í að mæta á markaðinn. Reyndar hafa viðtökurnar verið slíkar að í ár voru menn að spyrja um markaðinn áður en grænmetið var komið upp úr jörðinni, en okkar grænmeti er allt ræktað úti. Fólk var byrjað að hringja í mars-apríl, enda skilst mér að ís- lenska vorið hafi verið alveg ein- staklega gott og áttu menn því von á að við færum fyrr af stað en venjulega. Í kjölfar kulda- kastsins í byrjun maí ákváðum við hins vegar að halda bara okk- ar striki og vonumst bara í stað- inn til að geta haldið markaðnum opnum fram í miðjan september eins og í fyrra. “ Er einhver starfsemi í gangi fyrir utan laugardagsmarkaðinn? „Ef eitthvað af varningnum gengur af getur fólk líka komið hingað á sunnudögum, en annars bjóðum við fólki líka að koma við í miðri viku og ná sér í nýtt og ferskt grænmeti beint úr garð- inum. Í þeim tilfellum löbbum við einfaldlega með fólki út í garð og tínum grænmetið beint í körfuna. Íslendingar eru reyndar fæstir komnir inn á þetta ennþá, en viss hópur kemur hingað samt í göngutúr með körfuna sína.“ Er mikið um ný andlit meðal viðskiptavinanna? „Þótt hingað sæki náttúrulega fastur hópur af fólki þá sjáum við líka mikið af nýjum andlitum inn á milli. Það fólk hefur heyrt talað um markaðinn og kemur kannski einu sinni – tvisvar, eða gerist fastakúnnar ef því lík- ar vel. Það hefur líka myndast skemmtileg stemmning í kringum markaðinn og við er- um heppin að hafa hér gott útivistarsvæði sem fólk get- ur notið þess að ganga um. Vin- sældir útimarkaðarins velta þó alltaf á veðrinu og að sjálfsögðu er vinsælla að setjast hér niður í góðu veðri og fá sér kaffisopa en ef verr viðrar.“ Hvað er selt á markaðnum? „Af grænmetinu má nefna að nú þegar eru komnar í sölu ýms- ar salattegundir á borð við klettasalat og auk þess brokkólí, gulrætur, spínat, svartkál og vor- laukur svo fátt eitt sé nefnt. Þá selur Sveinbjörn frá Heiðarbæ bæði murtu og bleikju úr Þing- vallasveitinni sem gjarnan er veidd í net fyrr um morguninn og auk þess er boðið upp á rósir frá Dalsgarði, hanaegg úr Kjós- inni – svonefnd af því að haninn fær að vera með hænunum úti í hænsnakofa, pestósósuna hennar Diddúar og íslensk grös og jurtir sem Hildur Rúna Hauksdóttir hefur tínt, þurrkað og unnið. Auk þessara föstu liða eru líka ýmsir sem koma bara einu sinni og var Sólveig á Grænum kosti t.d. með kynningu síðasta laugardag.“ Eru Íslendingar opnir fyrir nýjum grænmetistegundum? „Íslendingar eru opnir fyrir nýjungum á græmetismarkaðn- um og aðalatriðið er í raun að gefa þeim að smakka. Þannig nýtur hnúðkál t.d. mikilla vin- sælda hjá okkur nú og hið sama má segja um klettasalatið sem við kynntum með sama hætti. Í ár erum við svo að kynna felt, salat frá Nantes í Frakklandi, og sjáum svo hverju það skilar. En þar sem Íslendingar eru opnir og óhræddir við að smakka, er líka alltaf gaman að koma með nýj- ungar.“ Þú starfar sem listamaður í Frakklandi á veturna og sem garðyrkjubóndi á Íslandi á sumr- in. Er ekki erfitt að sameina þetta? „Þessi tvískiping virkar í raun mjög vel, þótt óneitanlega væri hún ómöguleg ef ég væri ekki eiginn herra í báðum löndum. Það er gott að geta unnið að listinni úti á vet- urna og ég nýt góðs af því að þau Gísli og Dísa, sem voru með mér í því að koma markaðnum af stað, sjá um að koma plöntunum til á vorin. Ég tek svo við umsjón þeirra þegar ég kem heim og þá er garð- yrkjan full vinna næstum allan sólahringin. Það er hins vegar svo gott að geta fengið að vera úti á sumrin að þetta gerist eig- inlega ekki betra.“ Jón Jóhannsson  Jón Jóhannsson er fæddur í Reykjavík 23.2 1955. Hann nam myndlist við California College of Art and Craft í Bandaríkj- unum árin 1984–86 og við West Surrey College of Art and De- sign í Bretlandi árin 1986–89. Jón hefur verið búsettur í Frakk- landi á veturna, þar sem hann starfar sem myndlistamaður, og á Íslandi á sumrin, þar sem hann starfar sem garðyrkjubóndi, sl. 13 ár. Jón er kvæntur Pascale Johannsson og þau eiga börnin Esju 14 ára og Jóhann 12 ára. Íslendingar eru nýj- ungagjarnir VEGFARENDUR sem leið hafa átt um Haukadal í Dölum, hafa furðað sig á framkvæmdum við Haukadalsvatn. Þar getur að líta ýmis tól og tæki s.s. stóran pramma, gröfur og báta. Þarna er á ferðinni hópur frá Raunvísindastofnun Íslands að rannsaka stöðuvatnaset. Þetta er samstarfsverkefni Hrafnhildar Hannesdóttur prófessors í jarð- fræði við Háskóla Íslands og Grif- fords Miller frá Háskólanum í Colorado. Í upphafi reyndi hópurinn að nota hljóðmælingar á vatninu en þar sem mikil gasmyndun var í setinu á botni vatnsins þá þurftu þau að fá bor frá Ameríku sem getur unnið í djúpum vötnum og borað allt að 30 m. niður í jarð- lögin. Hafa þau einnig verið að störfum við Hestvatn í Grímsnesi og Hvítárvatn við Langjökul í sumar. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem reynt er að ná í samfelld gögn fyrir sl. 10 þúsund ár í jarðsögu Íslands. Gögnin verða svo send til Minneapolis til frumgreiningar og gefa þau góða von um að hægt sé að vinna nákvæmar upplýsingar um loftlagsbreytingar þessa tíma- bils, hvernig síðasta jökulskeið hörfaði inn til landsins, dældin ein- angraðist frá sjónum og Hauka- dalsvatn breyttist úr fjarðarum- hverfi í stöðuvatnsumhverfi og tók á sig þá mynd sem það hefur í dag. Einnig er von um að vitneskja fá- ist um hvernig og hvort reglu- bundnar breytingar hafa orðið í loftslagi hér í á landi sl. 10 þúsund ár. Vísindamenn frá Raunvísindastofnun við Haukadalsvatn Afla gagna úr 10 þúsund ára jarðsögu Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Búðardal. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.